Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 27 DV Bland i polca Allt útlit er fyrir að þeir Ki- eron Dyer, Newcastle, og Steven Gerrard, Liverpool, leiki ekki með enska landsliðinu í heims- meistarakeppninni. Báðir urðu fyrir meiðslum með liðum sín- um í lokaumferð ensku úrvals- deildarinnar um helgina. Danny Murphy, Liverpool, hef- ur þegar verið kallaður inn i hópinn og fastlega má búast við að Trevor Sinclair, West Ham, verði einnig valinn í 23 manna hóp Englendinga. Murphy og Sinclair fóru báðir með til Dubai. Glenn Roeder, knattspymu- stjóri West Ham, verður að hafa sig allan við til halda í bestu leikmenn liðsins. í gær voru fréttir þess efhis að Manchester United væri á höttunum eftir David Jarnes, markverði liðs- ins. Fredrick Kanoute er undir smásjánni hjá mörgum liðum sem og Michael Carrick. Roeder segir frumskilyrði að halda stjömunum en hann stefn- ir að að byggja upp sterkt lið á Upton Park. Litháinn Robertas Pauzoul- is, sem lék með Selfyssingum í 1. deildinni í handknattleik í vetur, hefur gert þriggja ára samning við Hauka. Þetta er mikill styrkur fyrir Hafnarfjarð- arliðið enda er Pauzoulis góð skytta. Þetta er annar Selfyss- ingurinn sem gengur i raðir Hauka á skömmum tíma en Þórir Ólafsson, homamaður, leikur með Haukum á næsta tímabili. Nú þykir orðió líklegt að Al- essandro Nesta, fyrirliði Lazio, sé á fórum frá félaginu. Nokkrar vikur eru síðan hann lýsti því yfir að hann vildi reyna fyrir sér á nýjum vígstöðvum. Inter hefur sýnt þessum sterka vam- armanni áhuga sem og AC Mil- an og Juventus. Annar ítalskur landsliðsmað- ur, Fabio Cannavaro hjá Parma, sagði í gær í viðtali við Gazzetta Della Sport að hann vildi fara frá félaginu. AC Milan hefur átt f viðræðum við hann en Mílanó-liðið ætlar að styrkja sig verulega fyrir næsta tímabil. Björgvin Sigurbergsson, kylfingur úr Hafnarfirði, náði ágætum árangri á golfmóti á Englandi um helgina. Hann lék á alls 215 höggrnn eða á tveimur yfir pari vallarins. Hann lenti í 23.-25. sæti í mótinu. Thomas Svensson, landsliðs- markvörður Svia í handknatt- leik, er hættur að leika með spænska liðinu Barcelona sem hánn hefur gert í sjö ár. Hann hefur ákveðið að leika með þýska liðinu Bad Schwartau sem mun gera hann að einum launahæsta leikmanni þýsku deildarinnar. Bad Schwartau mætir sterkt til leiks í haust en liðið hefur flutt höfuðstöðvar sinar til Hamborgar. Spœnska handknattleiksliðið Torrevieja, sem Birkir ívar Guðmundsson markvörður hef- ur leikið með á siðustu mánuð- um, tryggði sér um helgina sæti í 1. deild. Liðið sigraði Arrate, 27-25, á heimavelli í lokaumferð- inni. Canal frá Madríd fylgir Torrevieja upp. Á þessu stigi er óvíst hvort Birkir ívar leikur með félaginu í 1. deild. Eins og kom fram á dögunum í blaðinu voru Grindvíkingar í samningaviðræðum við Gest Gylfason um að leika með lið- inu í sumar í úrvalsdeildinni. Gestur hefur verið á mála hjá danska 2. deildar liðinu Hjörr- ing. -JKS David Beckham, eiginkona hans Victoria og Brooklyn sonur þeirra á leiö upp í flugvélina sem flutti hópinn til Dubai frá Luton-flugvelli í gær. Reuter Englendingar til Dubai Enska landsliðið í knattspymu hélt til Dubai í arabisku furstadæmunum í gær en þar munu landsliðsmennimir ásamt fjölskyldum sínum dvelja næstu daga. Liðið mun einnig æfa þar en tilgangur ferðarinnar er þó að leik- menn hvílist vel eftir tímabilið og eigi góða stund með fiölskyldum sínum. Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari sagði við brottforina frá Luton-flug- velli þetta nauðsynlegan þátt í undirbúningnum fyrir heimsmeistaramótið í Japan og S-Kóreu sem hefst eftir þrjár vikur. -JKS Sterkur hópur hjá Spánverjum Spænski landsliðshópurinn í knattspymu fyrir heimsmeistara- mótið í sumar var tilkynntur í gær og kom fátt á óvart í þeim efnum nema ef vera skyldi valið á Albert Luque frá Mallorca. Jose Antonio Camacho, landsliðsþjálfari, sagðist á blaðamannafundi í Madríd í gær vera með sterkan hóp í höndunum sem hann treysti fullkomnlega til að standa sig vel í keppninni. Spánverjum hefur í síðustu stór- keppnum ekki gengið sem skyldi og hefur þar margt komið til. Meiðsli hafa átt þar þátt og eins þaö að mörgum finnst að leikmenn hafi einfaldlega ekki lagt nógu hart að sér þegar landsliðið er annars vegar. Engum dylst styrkur liðsins en svo er það í verkahring þjálfarans að liðið verði tilbúið í slaginn þegar til. kastanna kemur. Spánverjar gerar mikl- ar kröfur til knatt- spymumanna sinna svo pressan á leikmenn er töluverð. Spánverjar leika i B- riðli heimsmeistara- mótsins ásamt Slóven- Það mæðir mikiö á Raul á HM í knatt- spyrnu í sumar. um, Paraguay og S-Afríku. Flestir reikna með að Spánverjar eigi þar vísan sigur. Landsliðshópurinn sem Camacho valdi í gær er þannig skipaður. Markverðir: Santiago Canizares, Valencia, Iker Casillas, Real Ma- drid, Ricardo, Real Valladolid. Vamarmenn: Curro Torres, Val- encia, Carles Puyol, Barcelona, Femando Hierro, Real Madrid, Miguel Angel Nadal, Real Mallorca, Junfran, Celta Vigo, Enrique Romero, Deportivo Coruna. Miðvallarleikmenn: Joaquin, Real Madrid, Gaizka Mendieta, Lazio, Ivan Helguera, Real Madrid, David Al- beida, Válencia, Ruben Baraja, Valencia, Sergio, Deportivo Coruna, Juan Carlos Valeron, Deporti- vo Coruna, Javi de Pedro, Real Sociedad. Luis Enrique, Barcelona, Xavi, Barcelona. Sóknarmenn: Raul, Real Madrid, Femando Morientes, Real Madrid, Diego Tristan, Deportivo Coruna, Albert Luque, Real Mallorca. -JKS Sport Miklar breytingar sjáanlegar hjá KA: Arnór verður áfram hjá KA Talsverðar leikmannabreytingar eru fyrirsjánlegar hjá Islandsmeist- urum KA í handknattleik fyrir næsta tímabil. Ljóst er þó að skytta liðsins, Arnór Atlason, verður áfram hjá liðinu en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning. Amór á tvö ár eftir af námi sínu við MA en sem kunnugt er lék hann ekkert með liðinu í úrslitakeppn- inni vegna meiðsla. Að minnsta kosti fiórir leikmenn nýkrýndra íslandsmeistara eru á fórum. Heiðmar Felixsson er geng- inn tO liðs við spænska liðið Bida- soa. Hreinn Hauksson verður í námi í Reykjavík næsta vetur en ekki er vitað með hvaða félagi hann ætlar að leika. Sævar Ámason fyrir- liði er hættur og Jóhann Gunnar Jó- hannsson hyggur á nám við íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni. Ekki er enn ljóst hvað Heimir Örn Ámason ætlar að taka sér fyrir hendur. Hann stefndi á nám fyrir sunnan og einnig var í myndinni að fara utan tO Danmerkur í nám. Um tíma var Heimir Öm orðaður við Hauka en ekki er víst að af því verði eftir að Haukarnir gerðu samning við Robertas Pauzoulis samkvæmt heimOdum blaðsins. Enn er ósamið við Litháana Andrius Stelmokas og Egidijus Pet- kevicius. Þeir félagar eru á leiðinni utan en mikOl áhugi er að semja við þá áður en þeir halda heim á leið. -JKS Enn áhugi á Snorra Steini - segir Atli Hilmarsson hjá Friesenheim Atli Hiimarsson, nýráðinn þjáif- ari þýska handknattleiksliösins Friesenheim, sagði í samtali við DV í gær enn væri mikOl áhugi hjá þýska liðinu að fá Valsmann- inn Snorra Stein Guðjónsson tO fé- lagsins. „Viðræður lágu eðlOega niðri meðan að úrslitakeppnin stóð yfir en það er mikOl áhugi á að setjast nú niður og ræða málin enn frek- ar. Forsvarsmenn Friesenheim sáu Snorra Stein í leik með Val hér heima og eins á myndböndum og hrifust. Viö munum styrkja lið- ið fyrir næsta tímabO og nú þegar eru komnir markvörður og homa- maður,“ sagði Atli HOmarsson en æfingar í Þýskalandi hefiast 1. júli. -JKS Japaninn Maruyama, stoltur á svip, eftir óvæntan sigur á stórmóti kylfinga í Texas í Bandaríkjunum um helgina. Reuter Stórmót í golfi í Texas: Maruyama 80 milljónum ríkari Japanski kylfíngurinn Shigeki Maruyama kom á óvart þegar hann sigraði á Byron-Nelson golfmótinu í Texas um helgina en mótið er liður í bandarísku mótaröðinni. Þetta var annar sigur hans á mótaröðinni en hann vann sinn fyrsta sigur í MOwaukee fyrir tæpu ári síðan. Margir af bestu kylfmgum heims tóku þátt í mótinu í Texas, þar á meðal Tiger Woods sem varð að gera sér þriðja sætið að góðu. Maruyama lék á aOs 266 höggum eða á 14 höggum undir pari vallar- ins. Bandaríkjamaðurinn og nýlið- inn Ben Grane varð í öðru sæti á 268 höggum og Tiger kom þar á eft- ir á 270 höggum. David Toms og Emie Els komu í sætunum þar fyr- ir aftan á 272 höggum. Maruyama, sem er 32 ára gamaU, sagðist varla trúa því að þetta væri staðreynd. Þessi sigur væri mikO hvatning fyrir sig og hann stefndi enn hærra í framtíðinni. Fyrir sig- urinn fékk Japaninn röskar 80 millj- ónir íslenskar krónur. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.