Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002
Skoðun DV
Hvað finnst þér skemmti-
legast að gera í skólanum?
Ómar Þór Ómarsson, 8 ára:
Aö vera í fótbolta í frímínútum.
Hjálmar Örn Hannesson, 8 ára:
Að vera í frímínútum að leika mér
í kastalanum.
Agnar Daði Jónsson, 9 ára:
Skemmtilegast í fótbolta.
Hildur Helga Jónsdóttir, 7 ára:
Aö reikna. Kannski verö ég stærð-
fræðingur eöa hárgreiöslukona.
Eva María Lentzdóttir, 7 ára:
Mér finnst skemmtilegast að
læra og lesa.
Hildur Elísabet Árnadóttir, 7 ára:
Lesa og reikna.
Réttur og skyldur
forseta íslands
Helgi Jónsson
skrifar:
Margir telja aö forset-
inn eigi ekki aö tjá sig
um mál sem eru til um-
ræðu og skiptar skoðanir
um. Stjórnarskráin kveð-
ur skýrt á um vald og
ábyrgð forsetans og mun
í þessari grein byggt á
henni en ekki ólíkum
skoðunum þingmanna og
sérfræðinga.
Æðsta skylda forsetans
er að standa vörð um
stjórnarskrána. Þetta
voru óbreytt orð Ólafs
Ragnars Grímssonar þeg-
ar höfundur þessara hug-
leiðinga leit inn á kosn-
ingaskrifstofu hans á sín-
um tíma og lét í ljós mik-
inn áhuga á stjómar-
skránni. Þjóðin kýs for-
setann beinni kosningu
til þess að fara annars
vegar með löggjafarvald-
ið ásamt Alþingi og hins
vegar með framkvæmda-
valdið ásamt öðmm stjórnvöldum
samkvæmt stjómarskrá. Þetta felst
í annarri grein stjómarskrárinnar.
Þau önnur stjómvöld sem stjórnar-
skráin nefnir eru ráðherramir.
Forsetinn situr ekki á Alþingi.
Þáttur hans í löggjafarvaldinu felst í
staðfestingu á lögum. Til þess að
geta sinnt þeirri skyldu þarf hann
að hafa örugga upplýsingu, sem
hann getur treyst, um nýmæli í lög-
um og um mikilvæg stjórnarmál-
efni. Þeirri skyldu gegna ráðherrar
á ríkisráðsfundum sem forseti
stjómar. Forsetinn skipar ráðherra
og veitir þeim lausn. Eina valdið
sem ráðherrar fara með samkvæmt
„Hvernig geta flokksbundn-
ir ráðherrar, sem eru á kafi
í löggjafarstörfum, borið
upp fyrir forsetann í ríkis-
ráði mál sem þeir eru ef til
vill sjálfir að reka áróður
fyrir á Alþingi? Er þetta
það sem stjómarskráin
kveður á um?“
stjómarskránni er vald forsetans
sem hann lætur undirmenn sína
framkvæma.
Forsetinn getur, sam-
kvæmt 26. gr., synjað
lagafrumvarpi staðfest-
ingar. Til sliks ætti að
sjálfsögðu aldrei að
koma. Ef til þess skyldi
þó koma er það lagt „svo
fljótt sem kostur er, und-
ir atkvæði allra kosning-
arbærra manna í landinu
til samþykktar eða synj-
unar“. Það er þvi geð-
þóttatúlkun Guðmundar
Áma Stefánssonar alþm.
að forsetinn sé valdalaus.
Sama er að segja um þá
fullyrðingu að hann sé
ábyrgðarlaus. í 11. gr.
segir í upphafi: „Forseti
lýðveldisins er ábyrgðar-
laus á stjómarathöfn-
um.“ Hvergi er í stjómar-
skránni stafkrókur um
vald sljómmálaflokk-
anna, svo undarlegt sem
það er. Hvergi er heldur
kveðið á um það að ráð-
herrar séu alþingismenn.
Embættisstaða ráð-
herra er engin önnur, samkvæmt
stjómarskránni, en skipun forset-
ans. Hvernig geta flokksbundnir
ráðherrar, sem era á kafi í löggjaf-
arstörfum, borið upp fyrir forsetann
í ríkisráði mál sem þeir em ef til
vill sjálfir að reka áróður fyrir á Al-
þingi? Er þetta það sem stjómar-
skráin kveður á um?
Ef meðferð Alþingis á mikilvæg-
um málum veldur forsetanum
áhyggjum er eðlilegt að hann upp-
lýsi þjóðina um afstöðu sína þannig
að ef máli kynni að vera vísað til
þjóðaratkvæðis þá viti kjósendur
hvers vegna. Til þess þarf hann
stuðning þjóðarinnar.
Vikið að stólræðu sóknarprests
Auðunn Bragi Sveinsson
rithöfundur skrifar:
Oft höfum við heyrt sagt frá svo-
nefndum þmmuklerkum. Þeir
fluttu magnaðar ræður, vekjandi og
hvetjandi. Fremur lítið fer nú fyrir
slíkum kennimönnum, að mér
skilst. Er kannske ekki talið æski-
legt af kirkjuyfirvöldum.að prestar
séu að blanda sér I umræðu um dag-
legt líf fólks á stólnum?
Síðastliðinn skírdag hlýddi ég á
stólræðu frá Neskirkju, sem útvarp-
ið var. Séra Frank M. Halldórsson
flutti hana og kom þá inn á málefni
aldraðra, en dagurinn var þeim
helgaður. Ræðan var einkar vel orð-
„Fremur lítið fer nú fyrir
slikum kennimönnum,
að mér skilst. Er kannske
ekki talið œskilegt af
kirkjuyfirvöldum,að prest-
ar séu að blanda sér í um-
rœðu um daglegt líf fólks
á stólnum?“
uð, eins og við var að búast frá þess-
um ágæta presti. Sr. Frank kom inn
á þær miklu breytingar sem eldra
fólk hefur gengið í gegnum.
Um miðja liðna öld var t.d. lítið
um þvottavélar og kæliskápar voru
fáséðir, svo að tvennt sé aðeins talið
sem gert hefur daglegt líf fólks
þægilegra. Þegar ég var að byrja
fjölskyldulíf um miðja síðustu öld
vom svonefnd þvottabretti enn not-
uð til að ná óhreinindum úr þvotti.
Það þætti frumstætt í dag, ekki satt?
Ég vil nota tækifærið hér og færa
fram þakkir til sóknarprests mins,
séra Franks M. Haildórssonar, fyrir
stólræðuna í Neskirkju á skírdag.
Hennar hafa sjálfsagt margir notið.
Það sannast enn að prestar hafa
miklu hlutverki að gegna í nútíma
þjóðfélagi, bæði í andlegu og verald-
legu tilliti.
Garri
Einelti á vinnustað
Sviðið er leyniafdrep Byggðastofnunar í
Reykjavík. Einungis stjómarmenn og forstjóri
stofnunarinnar vita hvar það er og raunar er það
þannig að enginn viðurkennir að slíkur staöur sé
til því það myndi valda usla meðal landsbyggðar-
manna ef það spyrðist út að Byggðastofnun starf-
aði í Reykjavík. Fimm stjómarmenn em við með-
alstórt fundarborð. Einungis tveir tjá sig.
Stjórnarformaður: Hvaö eigum við nú að gera?
Fulltrúi D: Ég veit ekki, hvað gerðum við síð-
ast?
Stjórnarformaður: Ég setti appelsínusafa út í
kafFið hans.
Fulltrúi D: Já, alveg rétt. Og ég át hjónabands-
sæluna hans þegar hann leit undan.
Þau hlæja dátt saman.
Stjómarformaður: Þögn! Hann er að koma. Fel-
um okkur.
Saklaust grín
Forstjóri stofnunarinnar opnar dyrnar og geng-
ur inn í herbergið. Stjórnarmennirnir eru í felum
undir borðinu og forstjórinn kemur ekki auga á þá.
Forstjóri: Halló! Er enginn héma? Látið ekki
alltaf svona við mig. Ég veit þið eruð héma.
Stjómarformaður (hvíslar til annarra stjómar-
manna); Einn, tveir og þrír.
Stjómarmennimir stökkva upp og hrópa að for-
stjóranum: Þú ert hann!
Forstjórinn hrekkur í kút og missir kaffiboll-
ann sinn. Hann leggst á hnén, tekur upp kaffiboll-
ann og reynir að þurrka mesta kaffið af gólfmu
með jakkaerminni.
Forstjóri: Af hverju látið þið alltaf svona við
mig?
Stjómarformaður: Kommon, ekki vera svona
mikill aumingi. Þetta er bara saklaust grín.
Fulltrúi D: Geturðu ekki bara fiflast með okk-
ur?
Sorpvin - framsækið fyrirtæki
Forstjóri: Ég er með nokkrar tillögur um styrki
til landsbyggðarinnar.
Stjómarformaður: Ókei. Sorpvin á Bolungar-
vik?
Forstjóri: Nei, eiginlega ekki. Er hún ekki búin
að fá nóg?
Stjómarformaður: Nei, nei, láttu ekki svona.
Þetta er framsækið fyrirtæki á landsbyggðinni
sem sérhæfir sig i að sortera sorp á fámennum
stöðum.
Forstjóri: Æi, tölum um þetta seinna.
Stjómarformaður: Bara að grinast. Hí á þig, hí
áþig.
Fulltrúi D: Híum öll á hann.
Allir stjómarmenn: Hí á þig! Hí á þig! Bara að
grínast! Bara að grínast!
Lítið tár læðist niður kinnina á forstjóranum.
Hann tekur pappírana saman skjálfhentur og fer
þegjandi út.
Stjómarformaður: Við gerðum það aftur! Hann
fór að grenja!
Fulltrúi D: Skrýtnir þessir gaurar sem geta
ekki tekið gríni.
Frá Betlehem tll Kýpur
og svo /' dreifingu?
Ófriðarseggjum dreift
Guðmundur Ólafsson skrifar:
Langvarandi deilur um hvert her-
skáum Palestínumönnum, sem dvöld-
ust í Fæðingarkirkjunni í Betlehem,
skyldi komið enduðu með þvi að hluti
þeirra var fluttur til Kýpur. Þaðan
myndi þeim siðan „dreift" til annarra
Evrópulanda! Nú erum við íslendingar
orðnir útverðir i Schengen-samsteyp-
unni og því er vel líklegt að einhverjir
þessara „velunnara" friðar og frelsis
verði sendir hingað til lands. Lítið er
enn fjallað um þetta í fjölmiðlum hér.
- Megum við fá meira að hejTa?
„Okkur hlakkar til“
Níræð kona hringdi:
Mér blöskrar málfar margra þeirra
sem fram koma í ljósvakamiðlunum
og halda sig ekki við rétt móðurmál.
Ekki er þetta bundið við aldur eða
stétt manna heldur er orðræðan al-
mennt orðin sundurslitin og oft mjög
óáheyrileg. Þannig varð mér sérstak-
lega bilt við þegar einn hinna mörgu
sem nú eru ofarlega í umræðunni
vegna framboðs til borgarstjómar lét
til sín taka í einni sjónvarpsútsend-
ingunni fyrir stuttu. Þar ómuðu þau
orð sem hér eru notuð sem fyrirsögn,
„Okkur hlakkar til ..." Ég verð að
segja eins og er að ég hlakka ekki til
að hafa svona talandi fólk við stjórn-
völinn. Skyldi fólk vera sammála?
iFylgiskonnonii WtR w
HhrOC*U/að
*rv**fj 1 **m Wmm*
(X* ■ ■ aa
Mk tm dMúflu / v«* m e**o m GALUJP ■■
0 1» 300 XK> «0 SOD 400 7X KX>
Skoöanakannanir eru vlnsælar
Barátta á markaöinum?
Skoðanakannanir
Á.S.Ó. skrifar:
EinkennOeg er sú gagnrýni sem tals-
maður Gallups á íslandi setur fram á
skoðanakönnun Félagsvísindastofnun-
ar Háskólans um fylgi íslendinga við
ESB-aðild. Auðvitað á Gallup nú bara
að gera nýja könnun með jákvæðum
forsendum í aðdraganda spumingar
um ESB-aðild. Þetta er að verða barátta
milli könnunaraðila og hún rýrir alla
frekari tiltrú fólks þegar til lengdar læt-
ur. Könnunin sem sýndi yfirgnæfandi
andúð á ESB-aðild er hins vegar afar
trúverðug. Menn skilja nú fyrr en skell-
ur í tönnum þótt spumingum fylgi ein-
hver smáformáli. Ekki satt?
Atkvæðagreiðsla
á Netscape
Þorvaldur Órn Árnason skrifar:
Síðan í haust hefur verið á vefsíð-
um Netscape-fyrirtækisins skoðana-
könnun um hvort senda eigi alþjóðleg-
ar eftirlitssveitir til Palestínu og ísra-
els. Um áramótin var staðan í þessari
skoðanakönnun meðal netveija ekki
glæsileg: yfir 3 milljónir manna vom
búnar að greiða atkvæði og aðeins
þriðjungur þeirra var á því að sendar
yrðu eftirlitssveitir. Tveir þriðju á
móti! Þessi vefsíða tölvufyrirtækisins
Netscape er nú aldeilis ekki hlutlaus. í
fyrsta lagi er mynd við hlið könnunar-
innar af skuggalegum byssumanni,
sem sagður er vera Palestínumaður í
skotbardaga við ísraelskan hermann,
og miðar byssu á ská niður á eitthvað
(einhvem?) sem gæti verið liggjandi
við fætur hans. Hver vill vemda slíka
hryðjuverkamenn? kunna saklausir
lesendur að hugsa og merkja við nei!
DV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíð 24, 105 ReyKfavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.