Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 14
14 Menning ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 DV Umsjón: Silja Aöaisteinsdóttir silja@dv.is Hin rauðu segl Þeir eru ófáir sem hafa beðið flutningsins á Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner með mikilli eftirvæntingu. Við sem vorum svo heppin að heyra verkið í konsertflutningi hjá Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir nokkrum árum erum örugglega öll þar með talin. Hin stórkostlega danska Senta þeirra tónleika gróf sig fast í minninguna og mun sitja þar lengi enn. I uppsetningu Listahátíðar nú, sem er samstarfsverkefni Þjóðleikhúss, íslensku óp- erunnar og Sinfóníuhljómsveitar íslands, sameinast kraftar fjölmargra aðila og af- rakstm-inn er heildstæð og mögnuð óperu- sýning. Á undan öllum öðrum en tónskáldinu sjálfu verður að nefna þá sem bera ábyrgð á hönnun sviðsmyndar og ljósa, þá Heinz Hauser, Bjöm Bergstein Guðmundsson og Pál Ragnarsson. Stílhreinar og ótrúlega fagr- ar senumar munu aldrei gleymast. Minning- in um hin rauðu segl leyst af hreinni snilld. Þama vinnur hugvit í stað íburðar stórkost- legan sigur. Leikstjórinn, Saskia Kuhlmann, fer þá hrífandi leið í forleiknum að kynna Sentu bam að aldri. Tíminn líður og þráhyggja hennar er byggð upp á ótrúlega sannfærandi en einfaldan hátt. Þessi meðferð gefur for- leiknum nýja merkingu og dýpt sem við- staddir munu aldrei geta ýtt til hliðar. Gryfja Þjóðleikhússins er auðvitað ekki fullnægjandi fyrir sæmilega stóra hljómsveit og hljómur hennar lélegur. Sinfóníuhljóm- sveitin skilaði hins vegar mjög góðum flutningi undir öruggri stjórn Gregor Búhl sem leiddi söngvara einnig styrkri hendi gegnum efnið. Kór Islensku óperunnar hafði örugg og góð tök á sínu efni eftir æfingar með Garðari Cortes og leikstjóm- in á félögunum tókst líka sérlega vel. Karlmennirnir hæfilega stílfærður sjóara- hópur og konurnar nánast full kvikindislegar spuna- stúlkur. Búningar Þórunnar S. Þorgrímsdóttur eru stíl- hreinir og falla vel inn í heildarmyndina. Eftirminnileg persónu- sköpun Einsöngshlutverkin sex voru öll vel skipuð og sum frábærlega leikin. Stýrimað- urinn í túlkun Snorra Wium gaf mjög skemmtilega og manneskjulega andstæðu við draugagang Hollendings- Ogn sjómanna Esa Ruuttunen í hlutverki Hol- lendingsins. Meðan karlarnir sækja sjóinn eru konurnar heima Magnea Tómasdóttir í hlutverki Sentu ásamt spunakonum Kórs íslensku óperunnar. ins. Fóstra Sentu, Anna Sigríður Helgadóttir, var einnig hluti af þessari jarðtengingu og náði á sínum fáu augnablikum að gefa mynd af örlít- ið önugri en hlýrri konu. Faðir Sentu, hinn nánast barnalegi Daland skipstjóri, var mjög vel leikinn af Viðari Gunnarssyni. Sviðið lifnaði við í hvert sinn sem hann gekk inn og gaf brjálsemi dótturinnar nýja vidd. í meðfórum Viðars var Daland sakleysis- lega ágjam, heimskulega trúgjarn en samt hlýr og pínulítið tortrygginn faðir í allri sinni einfeldni. Þetta hlutverk er auðvelt að sýna í öðru ljósi en kom sterkt út svona í þeirri heildarmynd af persónunum sem sett var fram. Kolbeinn J. Ketilsson syngur hlut- verk Eriks mjög vel. Ástsjúkur og gnmnhygginn vekur hann meðaumk- un, en sjálfmiðað tHflnningalíf hans gerir hann alls ótækan sem mögulegan ástmann þeirrar konu sem frá bam- æsku hefur ferðast um undirdjúp dýpstu ástar og uppskorið nánast út- skúfun fyrir i jafningjahópi. Magnea Tómasdóttir skapar eftir- minnilega Sentu. Hún hefur bamslegt yfirbragð þeirrar sem alltaf horfir bjartleit inn í ímynd- aðan veruleik, en er um leið á hraðri ferð niður veg þess for- dæmda þar sem brjálsemin situr fyrir sálunum. Þegar Hollending- urinn svo birtist henni verður fógnuður hennar líka eins og af öðrum heimi. Hún er aldrei vor- kunnverð heldur eins og stækk- ar í henni bamshjartað - sak- leysi hennar getur aflétt jafhvel þyngstu bölvunum. Leikur Magneu var sterkur og röddin naut sín oft mjög vel. Veikasti hlekkur sýningarinn- ar er persónusköpunin á Hol- lendingnum sjálfum. Til þess að standa undir nánast vælulegum textanum, gegnsýrðum af sjálfs- meðaumkun, þarf Hollendingur- inn að vera karlmennskan holdi klædd. Aðeins þannig getur áhorfandinn skynjað hvemig bölvunin hefur brotið þennan stolta og skapúfna mann og gert hann að þeirri ógn á hafi sem öll- um sjómönnum stendur stuggur af en konur láta sig dreyma um á mismunandi forsendum. Þrátt fyrir mjög góða rödd og á köflum magnaðan söng nær hinn finnski Esa Ruuttunen ekki að gefa persónunni þessa kraft- miklu ógn sem mótvægi við þeim harmi sem hann ber. Litli leðurklæddi Hol- lendingurinn sem þarna stendur hefur látiö verulega á sjá eftir hrakninga sína og ýktar handahreyfingar og sérkennilegar fótastellingar breyta engu þar um. Af honum stendur engum ógn. Það er óskiljanlegt hvers vegna annars óskeikulu búninga- og forðunarliðinu tókst ekki betur að búa þessa rödd í hæfilegan búning og annars afburðagóð leikstjómin gat ekki magnað persónuna enn frekar. Þrátt fyrir þessa annmarka er sýningin á Hol- lendingnum fljúgandi hreint ólýsanleg upplifun. Tónlistin er oft glæsileg og alltaf einkennilega hrífandi. Sviðsetningin nú er stórkostlegur sigur í íslensku listalífi og ógleymanleg hverjum þeim sem hana sækir. Sigfríður Björnsdóttir Þjóöleikhúsiö, íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit íslands sýna á Listahátíö í Reykjavík: Hollendingurinn fijúgandi. Rómantísk ópera í þremur þáttum eftir Ric- hard Wagner. Leikmynd: Heinz Hauser. Búningar: Þór- unn S. Þorgrímsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guö- mundsson, Páll Ragnarsson. Stjórnandi Kórs íslensku óperunnar: Garöar Cortes. Konsertmeistari Slnfóníu- hljómsveltar íslands: Sigrún Eövaldsdóttir. Hljómsveit- arstjóri: Gregor Buhl. Leikstjóri: Saskia Kuhlmann. DV-MYNDIR HARI Væntingar eöa veruleiki Það er vel við hæfi að Hafnar- fjaröarleikhúsið, sem hefur sér- hæft sig f flutningi íslenskra verka, gangi til samstarfs við leikara sem viija koma eigin verkum á svið. Björk Jakobs- dóttir reið á vaðið með einleik- inn Sellófon sem gengur nú fyr- ir fullu húsi og síðastliðið föstu- dagskvöld var röðin komin að leikriti Guðmundar Inga Þor- valdssonar, Skáld leitar harms. Líkt og í tilviki Bjarkar er þetta einleikur og það er að sjálf- sögðu höfundurinn sem túlkar eina hlutverkið. Reyndar bregð- ur Margréti Helgu Jóhannsdótt- ur fyrir á sjónvarpsskjám í hlut- verki móður og einnig heyrist í Lindu Ásgeirsdóttur. Friðrik Friðriksson, bekkjarbróðir Guð- mundar úr Leiklistarskólanum, leikstýrir en dramatúrg er Kristín Eysteinsdóttir. Leik- mynd er einfold en praktísk og lögð áhersla á að skapa nánd við áhorfendur. Ungi maðurinn sem segir sögu sína í Skáld leitar harms er borubrattur I upphafi leiks enda rétt að ljúka við sína fyrstu skáldsögu. Af lokalínunum að dæma er sagan hádramatísk og sama má raunar segja um skáldið unga sem lýs- Ég fer mína eigin leið Guömundur Ingi Þorvaldsson leitar harms síns. ir af miklum fjálgleik þrautagöngu hins „skap- andi listamanns". En ekki er allt sem sýnist og skáldið er í raun snjallast i að skálda eigið líf. Þegar leiknum lýkur eru áhorfendur nokkuð vissir um að hann mun ekki bregðast þeim væntingum sem til hans eru gerðar, jafnvel þó þær séu á skjön við óskir hans sjálfs. Það er krefjandi að standa einn á sviði í rúman klukku- tíma og trúlega er þetta stærsta hlutverk Guðmundar Inga til þessa i atvinnuleik- húsi. Hann stóð sig með prýði og bjó til sannfærandi karakt- er úr þessum tilfmningaríka en dálítið huglausa pilti. Skáld leitar harms markar engin tímamót í íslenskri leikritun en er lipurlega skrifað og ágætlega upp byggt. Tíminn mun leiða í ljós hvort Guð- mundur Ingi gerir frekari til- raunir á ritvellinum en vinn- an við þetta verk hefur án efa skilað honum dýrmætri reynslu sem mun nýtast hon- dv-mynd hari um i framtíðinni. HaHdóra Friðjónsdóttir Hafnarfjarðarleikhúsiö sýnir Skáld leitar harms eftir Guömund Inga Þorvaidsson. Lýsing: Björn Kristjánsson. Leikmynd: Jó- hann Már Þórisson. Dramatúrg: Kristín Eysteinsdóttir. Leikstjóri: Friörik Friöriksson. Myndir á sýningu Það fer vel á því að leika tónverkið Myndir á sýningu í Listasafni íslands meðan þar hangir uppi hin efnis- mikla sýning á rúss- neskri list á árunum 1880-1930. Það er Miklos Dalmay píanó- leikari sem flytur verk Mussorgskys þar í hádeginu á morgun eða kl. 12.30. Þetta er liður í tónlistarhátíðinni Fyr- ir augu og eyru sem fram fer á lista- söfnum borgarinnar á Listahátíð. Að- gangur er ókeypis og um að gera að nota tækifærið og skoða listaverkin i leiðinni... Jöklaleikhús þýtt Þýska forlagið Rowohlt hefur tryggt sér kiljuréttinn á tveimur skáldsögum Steinunnar Sigurðar- dóttur, Hjartastað og Tímaþjófnum. Báðar bækumar komu út innbundnar á þýsku hjá Amman forlaginu í Zúrich, auk þess sem útgáfan keypti réttinn á Jöklaleikhúsinu áður en bók- in kom út á frummálinu. Þá hafa sænska útgáfufyrirtækið Wahlström og Widstrand og frnnska forlagið Otava fest kaup á Jöklaleikhúsinu. Jöklaleikhúsið kom út fyrir síðustu jól hér á landi við góðar og hressilegar undirtektir gagnrýnenda. Hver eru mörkin? Anna María Geirsdóttir hefur opnað sýningima „Hver eru mörkin?" að Rauðagerði 50, Reykjavík. Sýningin fjallar um mörk sem eru íslenskur arf- ur, jafnvel eldri en byggðin á íslandi, og segir listakonan að sjón sé sögu rik- ari. Opið er kl. 17-20 virka daga en helgidaga kl. 15-18. Sýningin stendur til 19. mai. Forsetningar í ís- lensku Á morgun kl. 16.15 heldur Jón G. Friðjónsson prófessor fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur sem hann nefnir Forsetningar í íslensku. Eigin merking og hlutverks- merking. Þar verður vikið fáum orð- um að kerfrnu sjáifu, síðan verður Qallað um hvemig haga megi lýsingu þess og jafnframt gefið gróft yfirlit yfir hefðbundna framsetningu forsetninga í orðfræðiritum, rætt um kosti og galla hefðbundinnar lýsingar, drepið á breytingar á notkun forsetninga og vikið að orðfræðilegu hlutverki for- setninga og sögulegum þáttum er varp- að geta Ijósi á hlutverk þeirra og notk- un. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 Odda og eru allir velkomnir. Bók fyrir verðandi feður Út er komin hjá Máli og menningu bókin Pabbi - bók fyrir verð- andi feður eftir Ingólf V. Gíslason félagsfræð- ing. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar á ís- lensku þar sem fjallað eru um meðgöngu og fæðingu frá sjónar- horni feðra, enda hefur margt breyst í þeim efnum á undanfornum nokkram áram. Nær allir karlar era nú viðstadd- ir fæðingu barna sinna og með nýjum lögum um fæðingar- og foreldraorlof á faðir jafnmikinn rétt og móðir til að annast þau frá fyrstu tíð. Bóktn gefur greinargott yflrlit yfir at- riði á borð við hlutverk fóður meðan á meðgöngu stendur, hvaða ráðstafanir þarf að gera vegna fæðingarorlofs, hvað ber að gera þegar fæðingin nálgast, hvernig gengur fæðingin fyrir sig og hvert er hlutverk foðurins þar. Bókin svarar ekki spurningunni hvernig sé að verða pabbi en býr hinn verðandi fóður undir að það geti orðið býsna skemmti- legt. Ingólfur V. Gíslason er félagsfræðing- ur og hefur um nokkurra ára skeið kennt á námskeiðum fyrir verðandi for- eldra. Hann byggir bókina á reynslu sinni þaðan - og á reynslunni af með- göngu, fæðingu og uppeldi þriggja bama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.