Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 8
8 H ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 Fréttir DV Eyjafjöröur: Tölvuvætt fjós á Grænahrauni í Nesjum: Bjartara fram undan Verkefnastaða og afkoma fyrir- tækja á Eyjaíjarðarsvæðinu virðist betri en á sama tíma í fyrra. Um 17% fyrirtækja hyggjast fjölga starfsfólki á árinu. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar þá varð um 7% fækkun starfa milli áranna 2000 og 2001. Hjá 15% fyrir- tækja eru miklar árstíðabundnar sveiflur í fjölda starfa. Þegar spurt var um væntingar kom fram að heldur fleiri en færri töldu batnandi horfur á yfirstand- andi ári en því síðasta varðandi verkefnastöðu og hagnað. Rúmlega 43% fyrirtækja búast við betri af- komu á þessu ári og jafn mörg bú- ast við óbreyttri afkomu. Aðeins 13% fyrirtækja búast við lakari af- komu á þessu ári. Hjá 66% fyrirtækja hefur orðið veltuaukning síðustu tvö ár, 21% standa í stað en samdráttur varð hjá 13%. Innan við helmingur fyr- irtækja var rekinn með hagnaði árið 2001, 36% voru rekin með tapi en allmörg fyrirtæki voru rekin á núlli, eða tæp 18%. Það eru því 64% sem eru rekin með hagnaði eða eru nokkurn veginn í jafn- vægi. Svör fengust frá 96 fyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu. Þótt það sé ekki sá fjöldi sem við vonuðumst til þá kemur í ljós að i þessum hópi eru öll helstu fyrirtæki svæðisins og því má ætla að svörin gefi nokk- uð góða mynd af atvinnuástandi á Eyjafjarðarsvæðinu. -hiá Kýrnar mjólka sig svo til sjálfar Frjálslegt fjós Á Grænahrauni tekur þaö aðeins 25 mínútur aö mjólka tuttugu og fimm kýr en kýrnar fara sjálfar á básana og skila sér til baka í fjósiö þegar mjaltavélin sleppir þeim. „Þetta er mikil bylt- ing með allri þessari tölvutækni," segir Val- þór Ingólfsson, bóndi á Grænahrauni í Nesjum, en þar er nýbúið að taka í notkun afar tæknivætt fjós sem er eitt hið fullkomnasta á landinu. í nýja fjósinu er fátt sem minnir á venjulegt flós, nema þá bara kýrnar. í „mjalta- stofunni" eru sex mjaltabásar með tölvu- búnaði við hvern bás sem skráir og stjórnar öllum aðgerðum við mjaltimar og þar er að finna allar upplýsingar um hverja kú. Það eina sem enn er handvirkt við mjaltimar er að þvo verður júg- ur kúnna, ganga frá búnaðinum á spenana og ýta á takka. Að sögn Valþórs voru kýmar fljótar að til- einka sér tæknina - þær fara sjálfar inn í mjaltabásana og skila sér aftur í fjósið þegar mjaltavélin sleppir þeim. „í tölvunni er hægt að sjá nánast allt sem viðkemur mjólkinni úr hverri kú: magn, gæði, meðaltal framleiðslu tiltekinn tíma og sé eitt- hvað að mjólkinni kemur það strax í ljós,“ segir Valþór sem rekur fé- lagsbú á Grænahrauni ásamt bróð- ur sínum, Valdimar, og eiginkonum þeirra bræðra. Valþór segir að það besta við þetta allt sé hvað kúnum líði vel. Þær eru þar algjörlega frjálsar, eng- in bönd á básum og þær geta fengið sér hey að vild úr fóðurganginum, en í hann er flutt hey sem dugir í 3-4 daga. „Við erum núna með 25 mjólkurkýr en eram með pláss fyrir allt að 80 kýr,“ segir Valþór. Tveir básar eru fyrir fóðurbætisgjöf og er þar allri matargjöf tölvu- stýrt. Hver kýr hefur sitt hálsmen með nema sem stjórnar þvi hvað hún fær mikið og hvað oft á dag. Þama fer ekki fóðurbætiskom til spill- is og kýrnar geta ekki svindlað á kerfinu með því að reyna að fara of oft. í rúmgóðum básun- um eru mottur handa kúnum að liggja á. Þegar þær fara að vera úti verður fjósið alltaf opið og þær eru frjálsar að því hvort þær eru úti eða inni og hey verður til staðar inni. Frjáls- ræðið og þessi bætti aðbúnaður hef- ur haft þau áhrif að mjólkin í kún- um hefur aukist. Nythæsta kýrin mjólkar nú 32 litra á dag. -JI Úthlutun úr norsk-íslenska síldarstofninum lokið: Fimm útgerðir með 42% kvótans Ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á síld úr norsk-íslenska síldarstofhin- um. Samkvæmt reglugerð þessari máttu síldveiðar hefj- ast 10. maí en veiðamar eru háðar sérstöku leyfi Fiski- stofu. Á komandi síldarvertíð er íslenskum skipum heimilt að veiða 132.080 lestir af síld og verður því magni skipt miili einstakra skipa á grundvelli aflahlutdeildar þeirra. Samkvæmt lögum, sem samþykkt voru á Al- þingi í þinglok fyrir skömmu, skal hverju skipi úthlutuð aflahlutdeild á grundvelli aflareynslu þess á síldveiðum á árunum 1994 til 2001. Samherji á Akureyri fær mestan síldarkvóta í sinn hlut við úthlutun veiðiheim- ilda úr norsk-íslenska síldar- stofninum af einstökum fyr- irtækjum. Kvóti Samherja á vertíðinni verður mestur, Á komandi vertíö er íslenskum skipum heimilt aö veiöa rúmar 130 þúsund lestir af síld. Síldveiöar eða 14.117 tonn, en síðan kem- ur ísfélag Vestmannaeyja með 12.449 tonn, Hraðfrysti- hús Eskifjarðar með 11.324 tonn, Haraldur Böðvarsson á Akranesi með 9.164 tonn og Síldarvinnslan í Neskaupstað með 8.135 tonn. Alls eru þess- ar fimm kvótahæstu útgerðir með um 42% heildarkvótans. Þrátt fyrir að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofnin- um hafl staðið mörg undan- farin ár þá hefur sjávarút- vegsráðherra metið það sem svo að ekki hafi verið hægt að úthluta kvóta til skipanna fyrr en nú. Ástæðan er sú að engin aflareynsla var fyrir hendi þegar veiðarnar hófust. Hafa margir orðið til að benda á að fyrst síldarkvót- inn er ekki fmmkvæði út- gerðanna að þakka, líkt og á t.d. við um úthafskarfa- og kolmunnaveiðamar, þá hefði átt að bjóða veiðiheimildirn- ar til sölu. -GG Er fátækt í Reykjanesbæ? Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam- þykkti með öllum greiddum atkvæð- um í vikunni að fjölskyldu- og félags- þjónustan skili bæjarstjórn greinar- gerð þar sem leitast er við að svara spurningunni „Er fátækt í Reykja- nesbæ?" Niðurstöðumar verði hafð- ar til hliðsjónar í stefnumótun Reykjanesbæjar í fjölskyldumálum. f greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Það öryggisnet sem Reykja- nesbær tryggir íbúum sínum endur- speglast að sumu leyti í störfum Fjöl- skyldu- og félagsþjónustunnar, enda veitt all víðtæk forvarnar- og ráð- gjafaþjónusta hjá bæjarfélaginu. Á árinu 2001 voru útgjöld 183 milljónir króna eða um 17 þúsund krónur á hvern íbúa í Reykjanesbæ. Á árinu 2000 vom sömu útgjöld 162 milljónir króna og aukning mílli ára því um 12%. Barnaverndarmál em orðin stærsti málaflokkur Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar en á síðastliðnu ári vora 221 mál barna þar til vinnslu. Málefni unglinga, kynferðis- brotamál og fósturmál em of mörg og hefúr því miður fjölgað síðustu árin. Hugtakið fátækt hefur nánast eingöngu fjárhagslega merkingu í hugum okkar en að sjálfsögðu er fá- tækt af ýmsum toga. Það er því gagn- legt fyrir bæjarfulltrúa og starfsfólk Reykjanesbæjar að fá frekari grein- ingu á félagslegum aðstæðum íbúa bæjarfélagsins." -GG Þverá fær nýja brú Einbreiðum brúm í vegakerfí landsins, einkum á hringveginum, fækkar ár frá ári og ætti það að auka umferðaröryggið. Vinna við brúar- gerð er nú í gangi á Suðurlandi og fram undan verkefni á þvi sviði, að sögn Steingríms Ingvarssonar, verk- fræðings hjá Vegagerðinni á Selfossi. Um þessar mundir er unnið við byggingu nýrrar brúar yfir Þverá sem er skammt austan við Hvolsvöll. Stóm tíðindin eru ef til viil að í næsta mánuði verður boðin út mikil framkvæmd, ný brú yflr Þjórsá. Framkvæmdir eiga að hefjast í ár og þeim lýkur næsta sumar. -JBP mit - ..... '*t. * h... S ar Við Faxafen • Austurstræti • Kringlunni • Esso-stöðinni Artúnshöfða • Esso-stöðinni Borgartúni • Spönginni Grafarvogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.