Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 Norðurland DV Feneyjar norðursins á Akureyri: Stórbrotnar hugmyndir um nýjan miðbæ - mikill áhugi á málinu meðal heimamanna Zeppelin-arkitektar hafa lagt fram stórhuga hugmyndir um upp- byggingu miðbæjarins við höfnina á Akureyri. Orri Árnason arkitekt segir að þarna séu á ferðinni hug- myndir sem mjög raunhæft sé að framkvæma. Voru þær kynntar fyrir norðan á dögunum og vöktu mikla athygli. Orri segir að hugmyndin hafi kviknað í framhaldi af vangavelt- um Jóns Pálmasonar um staðsetn- ingu menningarhúss. Taldi hann æskilegast að byggja það á uppfyll- ingu í beinu framhaldi af Listagil- inu á Akureyri. I framhaldi þróað- ist síðan hugmynd um uppbygg- ingu miðbæjarins sem yrði í nán- um tengslum við Pollinn. í þessum hugmyndum er út- gangspunkturinn nýtt menningar- hús sem byggt yrði á uppfyllingu út i Pollinn og yrði hægt að leggja smærri skipum að bryggjunni sem húsið stæði á. Gert er ráð fyrir byggingu undir bílahús, verslun og skrifstofur. Telja tillöguhöfundar að þetta geti orðið sem vítamínsprauta fyrir miðbæ Akureyrar. Áuk þess er gert ráð fyrir að byggt verði yfir einhverjar götur í miðbænum. í krikanum innst í höfninni kæmi íbúðaturn (súlan) með 40 íbúðum á svipuðum stað og hið fræga aflaskip Súlan hafði hafnar- aðstöðu. Þá er gert ráð fyrir ráðhúsi, umferðarmiðstöð og hóteli sem staðsett yrðu á núverandi fyllingu við Strandgötuna. Á milli þeirra yrði hægt að gera glæsilegt torg. Fjöldi annarra bygginga yrði síðan reistur ýmist á bryggjum eða á ströndinni. Þar gera höfundar m.a. ráð fyrir íbúðum og byggingum undir ýmiss konar fjöl- þætta starfsemi og yrðu bílastæði undir húsunum. Miðbær Akureyrar í breyttri mynd að næturlagi Ef hugmyndir Zeppelin-manna ná fram aö ganga myndi ásýnd miöbæjarsvæO- isins á Akureyri breytast veruiega. Stórhuga hugmyndir Zeppeiin-arkitektar hafa kynnt hugmyndir um mikla uppbyggingu viO Pollinn á Akur- eyri. Hafa þær vakiö veröskuldaöa athygli nyröra. Þar er hugaö aö nýtingu hafnar- svæöisins undir fjölþætta íbúöar-, menn- ingar- og veitingastarfsemi líkt og tíökast i borgum viöa um Evrópu. Segir Orri að íslenskir aðalverk- takar hafi sýnt málinu mikinn áhuga og hafi það nú í skoðun. Hefur fulltrúi verktakafyrirtækis- ins m.a. farið norður á kynningar- fund um þessar hugmyndir með bæjarstjóra -HKr. Forráðamenn KA Steingrímur Birgisson og Vignir Þor- móösson ásamt Helga Jóhannssyni frá Akva og Karli Steinari Óskarssyni frá Norölenska. Símadeildin í knattspymu: Mikill aðstööumunur - segir þjálfari KA Þorvaldur Örlygsson, knattspymu- þjálfari meistaraflokks KA, segir mik- inn aðstöðumun vera milli liðanna í Símadeildinni, landsbyggðinni í óhag. Þetta kom fram á „hópeflisfundi" fé- lagsins nýlega þar sem styrktaraðilar KA í sumar voru kynntir og skrifað undir samninga. Þorvaldur sagði að hans menn hefðu nánast eytt öllum helgum eftir áramót sunnan heiða við æfmgar og leiki en hann sagðist telja bjart fram undan, m.a. vegna knatt- spyrnuhúss sem reiknað er með að verði tekið í notkun á Akureyri í vetur. Forráðamenn félagsins skrifuðu við þetta tækifæri undir tvo nýja sam- starfssamninga, við Norðlenska og Akva. Á nýjum búningum félagsins verða auglýsingar þessara fyrirtækja mjög áberandi en Goði framan á peysu og Frissi fríski aftan á stuttbuxum. Mörg önnur fyrirtæki styðja knatt- spymudeildina þetta viðburðaríka sumar, m.a. Bílaleiga Akureyrar, Coke, Harpa/Sjöfri og Landsbankinn. -BÞ Hraun í Öxnadal: Engin tilboö enn Engin tilboö hafa enn borist í Hraun í Öxnadal, æskuslóðir Jónasar Hallgrímssonar þjóðskálds. Sveitarfé- lagið Hörgárbyggð treystir sér ekki til að kaupa jörðina og ríkið hefur ekki sýnt málinu áhuga. Hópur manna, með landeigendur í fylkingarbrjósti, vill að þama veröi komið upp safni og menningarsetri og lýsa landeigendur furðu á áhugaleysi hins opinbera. Búið er að rita Héraðsnefnd Eyja- fjarðar bréf þar sem henni er boðin jörðin. Eins og fram hefur komið í DV er söluverðið 12-17 millljónir króna og eru vaxandi líkur á að óðal Jónas- ar endi i höndum einkaaðila. -BÞ Auglýsingadeild 550 5720 Miðvikudaginn 5. júní næstkomandi fylgir DV blaðaukinn Hús og garðar - glæsilegur blaðauki um húsið, garðinn, viðhald þeirra og umhirðu. Auglýsendur, athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 31. maí næstkomandi. Aldarafmæli Siguröur Sigurgeirsson, svæöisstjóri Landsbankans á Akureyri. í tilefni 100 ára afmætis bankans geta viöskiptavinir kynnt sér fýrstu fartöivu bankans og fornar rit- og reiknivéiar meöal annars. Landsbankinn á Akureyri 100 ára: Afmælisviðburðir og sögusýning Þann 22. mai sl. var opnuð sögusýn- ing í afgreiðslusal Landsbankans að Strandgötu 31 á Akureyri og stendur hún til 1. september nk. Sýningin er fyrsti liður í afmælisdagskrá bankans í tilefni þess að 18. júní nk. eru 100 ár liðin frá því að starfsemi hófst hjá Landsbankanum á Akureyri. Mynd- listarsýningar munu fara fram ásamt fleiri viðburðum á afmælisárinu. Landsbankaútibúið er elsta pen- ingastofnunin á Akureyri. I blöðum frá opnun útibúsins sagði: „Óhætt mun að fullyrða að stofnun útibúsins er kærkomin íbúum Akureyrar og ná- grennis og er það von manna að með hinni nýju peningastofnun á staðnum muni takast að greiða úr peninga- vandræðum á Akureyri." Að sögn Sigurðar Sigurgeirssonar svæðisstjóra starfa um 50 manns í Landsbankanum á Akureyri. Ágæt- lega hefur gengið að ná í ný verkefhi undanfarið, að sögn Sigurðar, m.a. við símaþjónustu á landsvísu. Um 70% símtala sem berast sérstöku símaþjón- ustuveri bankans á Akureyri eru frá höfúðborgarsvæðinu. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.