Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002
29
n>v
Sportw
Sauöfjárbændurnir úr Dala-
sýslu voru samkvæmir
sjálfum sér og grilluöu
lambakjöt frá Ferskum af-
uröum I hádeginu. Ólafur
Kristjánsson, aöstoöarmaö-
ur Bjarka Reynissonar, sá
um grilliö og notaöi Vice
griptöngina tii aö snúa kjöt-
inu á grillinu.
Aðstoöarmenn Gunnars Gunnarssonar leggja lokahönd á stillingu Trúösins fyrir keppnina. DV-myndir JAK
Harkan ovenjumikil miðað
við fyrstu keppni sumarsins
- Gunnar Gunnarsson sigraði í götujeppaflokknum
Keppnisharkan í fyrstu umferð
torfærunnar i Jósepsdal um liðna
helgi vakti mikla athygli því oft
hefur fyrsta keppnin verið fremur
róleg. Mótin í fyrra voru mjög jöfn
og þá réðust úrslitin á örfáum stig-
um og jafhvel stigabrotum. Þeir
keppendur sem stefna að meist-
aratitlum drógu því ekkert af sér
enda gerðu þeir sér grein fyrir að
þessi keppni væri jafn mikilvæg og
sú síðasta.
Gunnar Gunnarsson sigraði í
götujeppciflokknum eftir harða
keppni við Ragnar Róbertsson.
Gunnari gekk vel í fyrstu brautun-
um og náði þá nokkurri forystu
sem Ragnar gerði harða hrið að er
leið á keppnina.
„Ragnar var að vinna á allan
tímann og græddi á bilununum hjá
mér,“ sagði Gunnar. „I 5. braut
varð nitrobomba i Trúðnum og eft-
ir það var hann hundleiðinlegur. í
6. brautinni losnaði reimin fyrir
bensíndæluna af og það steindó á
jeppanum. Svo varð ég nitrolaus í
seinni tímabrautinni. Það fór að-
eins meira nitro en maður bjóst við
og kúturinn tæmdist. Þrátt fyrir
þessar bilanir og góðar tilraunir
hjá Ragnari tókst honum ekki að
ná mér,“ bætti Gunnar við en hann
var mjög ánægður með hvemig
nýja skiptingin og converterinn í
Trúðnum virkaði.
„Þetta voru svolítið erfiðar
þrautir í dag, en margir sýndu góð-
an akstur. Ég held t.d. að Gísli
hljóti að vera með segulstál undir
Arctic Trucks Toyotunni. Þetta er
ótrúlegt hvernig hann hangir á
hjólunum, billinn. Hann er bara
snillingur, það er ekkert annað orð
yfir það. En flottasta atriðið var
þegar Gunnar Ásgeirsson fór hérna
í áttundu þrautina, það var glæsi-
legt. Ég fer ekkert ofan af því,“
sagði Gunnar um aðra keppendur.
Guðmundur Pálsson stóð sig
mjög vel í þessarri keppni og kom
nokkuð á óvart hversu árangur
hans var mikill en Guðmundur
náði öðru sætinu í keppninni. Þá
sýndi Gunnar Ásgeirsson mikla
hörku í akstrinum en hann var í
forystunni þar til Öminn bilaði í
lok tímabrautarinnar.
„Það þýðir ekkert annað en fara
að taka á þessu," sagði Gunnar eft-
ir keppnina. „Ég byrjaði rólega í
dag en svo kom þetta. Þetta var
svona prufukeppni með nýju vél-
ina, til að sjá hvernig hún reynist
með nitroi. Vélin lofar bara góðu
og við gefumst ekkert upp. Ég var i
forystu þegar ég braut liðhúsið í
tímabrautinni. Ef það hefði ekki
gerst hefði ég hreinlega unnið
keppnina. Það er alveg á hreinu.
Þriðja sætið er bara gott í dag mið-
að við að vera að prófa bílinn og
vélina. Liðhúsið var ekki alveg í
lagi í síðustu brautinni en það var
ekki um annað að ræða en láta
vaða í hana til að ná þriöja sæt-
inu,“ sagði Gunnar sem hlaut
óspart lof áhorfenda fyrir keppis-
hörkuna. -JAK
Torfærupunktar
Búió er að breyta stigagjöfinni fyrir
endahliðiö í Torfærunni. Nú fá öku-
mennimir 350 stig fyrir að ljúka hverri
braut í stað 300 stiga áður. Þetta verður
til þess að þeir leggja enn harðar að sér
við að klára brautirnar.
/ ár veróur dregið um rásröð jeppanna
í hverri keppni og er þetta breyting frá
því sem áður var en þá réð staða hvers
keppanda á síðasta ári rásröðinni.
Gunnar Ásgeirsson leggur mikinn
metnað í að Öminn líti vel út og sé
snyrtilegur. Þess vegna er hann með
tvær yfirbyggingar á bílinn með sér á
hverja keppni.
Haraldur Pétursson prófaði Mussoinn
í fyrsta sinn að morgni keppnisdagsins
eftir miklar breytingar á jeppanum.
Fjöðrunarkerfi Mussoins hjá Haraldi
Péturssyni var breytt með nýju stífu-
kerfi en auk þess var 80% af krami bíls-
ins breytt. Má því segja að Haraldur
hafi verið á nýjum bíf.
Daníel G. Ingimundarsyni tókst að
ljúka byggingu Green Thunder 2 nótt-
ina fyrir keppnina og fór einungis stutt-
an prufutúr áður en keppnin hófst.
Siguróur Þór Jónsson sagði að nýja
vélin í Toshiba-tröllinu væri mun
aflmeiri og innspýtingin gerði hana
sneggri en gömiu vélina.
Ragnar Róbertsson sagðist hlakka tfl
að geta farið að sofa eins og maður en
hann hefði ekki hitt frúna siðan um
brúðkaupshelgina vegna anna við að
gera Pizza 67 WiHysinn kláran.
Árni Jens Einarsson fékk Langbest
Bombuna lánaða hjá Ólafi, litla bróður
sínum. Þetta var önnur torfærukeppnin
sem Árni tekur þátt í en hann keppti í
Vik í Mýrdal 1991.
Árni Jens og Ólafur Einarssyni voru
með varavélina hans Gunnars
Ásgeirssonar í Bombunni vegna þess
að þeim hafði ekki tekist að setja
saman 509 cid vélina sem á að fara í
Bombuna.
Startarinn í Mussonum hjá Haraldi
Péturssyni bflaði þegar keppnin var að
byrja og var á mörkunum að Haraldi
tækist að mæta á réttum tíma í fyrstu
braut.
Ragnar Róbertsson ók fyrstur í fyrstu
braut og þar tókst honum að velta Pizza
67 Willysnum,
Það logaói glatt í vélarsal Green
Thunder 2 í fyrstu brautinni þegar olía
lak niður á pústflækjumar.
Björn Ingi Jóhannsson sýndi snilldar-
tUþrif þegar hann bjargaði Fríðu Grace
frá veltu með glæsUegum akstri.
Gunnar Ásgeirsson stiUti fjöðrun Arn-
arins fyrir 4. brautina en í henni var
mikiU hliöarhaUi. Hafði hann meiri
þrýsting í ioftpúðunum öðrum megin
svo að halli jeppans var ekki eins mik-
ill. Reyndist þetta vel. Gunnar braut
liðhúsið hægra megin aö framan í fyrri
helmingi tímabrautarinnr og missti af
seinni hluta brautarinnar.
r
Noröurá í Borgarfirði:
Laxar sjást á
fleiri stöðum
„Það var um 25 manna hópur sem fór með ánum tveimur, Norðurá og
Gljúfurá i Borgarfirði," sagði Ari Þórðarson, í fræðslunefnd Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, í samtali við DV-Sport en um helgina bauð félagið upp á
skoðunarferð i Borgarfjörðinn til að fræðast um ámar, fá sér góðan göngutúr
og sjá hvort laxinn sæist.
„Við Gljúfurá tók Stefán Hallur Jónsson á móti okkur og sýndi okkur
veiðihúsið og síðan þrjá hylji I kringum það. Ekið var með ánni upp að efra
gljúfrinu og síðan skoðaðir nokkrir hyljir neðst í ánni við þjóöveginn.
í Norðurá leiddu og leiðbeindu Halldór Þórðarson og Sigurður Héðinn
hópunum tveimur sem fóru með ánni. Annar fór frá Kríuhólma niður á
Fossvað en hinn frá Laxfossi að Hvararhylsbroti. Vænn lax sást á
Stokkhylsbrotinu. Það voru léttar veitingar í veiðihúsinu og kaffi eftir
gönguferð en Jón G. Baldvinsson, formaður ámefndarinnar, tók á móti
okkur," sagði Ari enn fremur. Lax hefur sést á allavega tveimur stöðum í
Norðurá, við Skerið og á Stokkhylsbrotinu. Norðurá var aðeins gruggug’ svo
erfitt var að sjá í hana.
Frábærar viðtökur hjá Agn.is
„Við fengið frábærar viðtökur við vefiium okkar, Agn.is, mest hafa verið
um 10.000 flettingar á dag, svo við þurfum ekki að kvarta neitt. Veiðimenn eru
að komast í girinn þessa dagana, enda stutt í að laxveiðin hefjist," sagði Leifur
Þorvaldsson, einn af þeim sem standa að vefnum Agn.is sem Guðni Ágústsson
ráðherra opnaði fyrir nokkrum dögum. -G.Bender
Sigurður Héöinn útskýrir leyndardóma Noröurár í Borgarfiröi fyrir áhugasömum veiöimönnum um helgina.
iC
m