Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Side 18
8 He lc)a rb laö I>V LAUGARDAGUR I. JÚNÍ 2002 Það er hljómur í hverjum steini HILMAR ÖRN HILMARSSON TÓNSKÁLD sagði í viðtali í Helgarblaði DV fyrir skömmu: „Þegar við komum upp að Húsafelli og komumst í tæri við steinaspilið fundum við grunntón Hrafnagaldurs sem er landið sjálft. Steinaspilið finnst mér marka upphaf- ið að hinu raunverulega tónverki." Steinharpan er sett saman úr steinþynnum sem Páll hefur fundið í Húsafelli. Og myndlistarmaðurinn og bóndasonurinn á Húsafelli lét sér detta í hug að hægt væri að búa til hljóðfæri úr þessu grjóti sem hann notaði annars í myndlist sinni, batt steinþynn- urnar við trjádrumba sem hann tálgaði holur í og mynda hljómbotn hljóðfærisins. Það var svo Þor- steinn Gíslason á Hvassafelli sem smíðaði hljóðfærin. Steinharpan kom fyrst fyrir almenning þegar Páll setti upp myndlistarsýningu í Ásmundarsafni. Þá samdi Áskell Másson tónverk fyrir steinhörpuna sem hann nefndi Steinabrag. Það voru slagverksleikarinn Steef van Oosterhout og víóluleikarinn Herdís Jóns- dóttir sem fluttu verkið. Steinaharpa Páls á Húsafelli er merkilegt hljóðfæri. Og Páll er líka merkilegur. Hann er enginn venjuleg- ur maður. Hann er ekta eins og grjótiö sem hann heggur myndir sínar í. Mig langaði að hitta Pál á Húsafelli í umhverfinu sem hefur haft svona mikil áhrif á listsköpun hans og lífssýn. Þess vegna lá leið mín og ljósmyndara upp um sveitir Borgarfjarðar á fallegum vorsumardegi. Það eru þrjú ibúðarhús á Húsafelli og ein kirkja. Við völdum okkur bílastæði og gengum svo milli hús- anna í leit að Páli. Eftir að hafa bankað upp á þrem- ur mismunandi hurðum árangurslaust ákváðum við að banka upp á í jarðhýsi sem er rétt við bæinn. Og þar fundum við listamanninn ríslandi við steina. í jarðhýsi þessu er lögheimili og varnarþing stein- hörpunnar. Páll tók vel á móti okkur, bað okkur stíga inn fyrir og kynnti okkur leyndardóma steinhörpunn- ar. „Það er hljómur í hverjum steini," segir Páll. Reyndar var aðeins önnur steinharpan heima þar sem ekki er heiglum hent að flytja allt þetta grjót milli staða. „Hvar eigum viö að byrja?“ spurði listamaðurinn og við vildum fara í göngutúr með honum - sjá hvað hann væri að sýsla í kringum bæinn. Nágrenni bæj- arins á Húsafelli er eins og safn. Það er andlit í hverj- um steini og auðvitað saga á bak við hvern þeirra. Okkur miðaði því hægt á leiðinni upp að Beethoven sem býr uppi við gilið fyrir ofan bæinn. Páll sagði að hann hefði séð tónskáldið í steininum, þetta mikilúð- lega andlit og hárið - ekki má gleyma hárinu. Það gengur enginn fram hjá kvíunum og Húsafells- hellunni sem menn hafa í aldir reynt sig við. Hellan er 190 kíló og hefur reynst mörgum erfið. „Ég ætla að athuga hvort ég hef hana núna,“ segir Páll og byrjar að bisa við helluna. Páll er enginn beljaki að sjá og því verður að viðurkennast að það gætti nokkurrar vantrúar á að þessi peni maður gæti lyft 190 kílóun- um. Sú vantrú fór fyrir litið því Páll reif hana upp og spurði ljósmyndarann hvernig hann ætti að snúa sér svo hann næði góðri mynd. „Ég var nítján ára þegar ég lyfti henni fyrst,“ svarar Páll. „Þetta er allt spurn- ing um hugarástand." Eftir að hafa gengið frá hellunni gengum við að steininum sem Páll er nýlega byrjaður að dýrka Beet- hoven út úr. Hann er með hamar og meitil með sér, sýnir okkur réttu handtökin. „Það má ekki slá of fast, best er að slá laust, þá vinnst best á grjótinu," segir hann og það fer ekki milli mála að hann hefur rétt fyrir sér. Á leiðinni niður að bænum aftur bendir Páll okkur á draugaréttina þar sem forfaðir hans kvað niður draugana. Annars setjum við stefnuna á undarlega byggingu sem minnir óneitanlega á turn Tobíasar i Kardimommubænum. Páll hefur innréttað gamlan súrheysturn sem stendur viö fjárhúsin og skellt á hann hatti þannig að hann lítur út eins og viti. í turn- inum eru þrjár hæðir: á efstu hæð málar Páll mynd- irnar sínar, á jarðhæðinni eru höggmyndir hans uppi við og neðanjarðar er að finna fleiri höggmyndir. Við byrjum á því að fara niður undir yfirborðið. Páll vill ekki kveikja ljós þar heldur tekur hann með sér vasa- ljós sem hann lýsir með á listmunina sem leynast í myrkrinu. Honum finnst það búa til réttu stemning- una. Þegar við erum komnir upp úr jörðinni og á efstu hæð getur að líta málverk Páls. Þessa dagana er hann að mála myndir af Steindóri Andersen og Hilmari Erni. Þarna er lika mynd af Thor Vilhjálmssyni en þeir hafa unnið mikið saman. „Thor kemur stundum í Húsafell og er nokkra daga. Ég mála og svo skrifar hann texta á myndirnar." Eins og Páll les í steinana les Thor í myndir Páls. Páll segir að það sé ótrúlega gott að vinna í turnin- um. „Hér eru engin horn,“ segir hann og rifjar í fram- haldi af þvi upp heimsókn frænda síns í turninn sem fæddi af sér vísu: Viö mér blasa verkin slyng í vinnustofu þinni. Hvergi er fegri fjallahring aóflnna í veröldinni. Á leiðinni út sýnir Páll okkur mynd af Björk Guð- mundsdóttur. „Þetta er svellþrykk," segir hann. Ég legg svellþrykkið á minniö - ætla að spyrja hann út í það þegar við setjum okkur niður. Við stefnum heim að íbúðarhúsinu en komum við í kirkjunni á staðnum þar sem Páll hefur búið til altar- istöflu úr grjóti og líka forláta skírnarfont. „Það hef- ur eitt barn verið ausið vatni úr þessum fonti,“ segir Páll. Hann leiðir okkur svo að borði þar sem er að finna upphafið að steinhörpunni, nokkrar steinþynn- ur sem Páll spilar aðeins á fyrir okkur með litlu priki. Eftir smásýnishorn hverfum við út úr kirkj- unni og heim að húsinu. „Ég er búinn að baka brauð fyrir okkur,“ segir Páll þegar hann opnar dymar og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.