Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Qupperneq 20
20 Helgctrblað DV LAUGARDAGUR I. JÚNÍ 2002 Keppir við Sigrún Þorgeirsdóttir stjórnar Kvennakór Reykjavíkur af mikilli innlifum en það hefur hún nú gert í fimm ár. Sigrún er á leið með kórinn til Olomouc í Tékklandi til að taka þátt í kórakeppni þar sem nærri 200 kórar koma fram. DV-myndir Hilmar Þór nærri 200 kóra ÞAÐ ER BARA TIL EINN TÓNN og hann er hreinn. Einhvern veginn á þessa leið útskýrði heimssöngvarinn Garðar Hólm eðli tónlistarinnar fyrir Álfgrími litla í Brekkukoti í því meistaraverki Halldórs Laxness sem heitir Brekkukotsannáll. Um þetta var ég að hugsa þegar ég mætti á æfingu hjá Kvennakór Reykjavíkur í vikunni. Þetta var ekki bara einhver æfing því þetta var síðasta æfing fyrir brottför en um helgina fljúga sextíu söngelskar konur á vit æv- intýranna austur í Tékklandi og keppa í söng fyrir ís- lands hönd. Karlakórar eru rosknar stofnanir í íslensku tónlistar- lífi, nálgast sumir 100 árin en kvennakórar eru tiltölu- lega nýir af nálinni. Þegar ég kem í dyrnar á Ými við Skógarhlíð og heyri tærar kvennaraddir syngja um aug- un mín og augun þín og ó að við hefðum aldrei sést þá verður mér hugsað til orða Guðbergs Bergssonar sem fann upp orðalagið hímandi feigð þegar hann var að reyna að lýsa íslenskri menningu. Það er einhver óend- anleg depurð og tregi í þessum vísum Vatnsenda-Rósu sem þarna hljóma í fjórum röddum. En þetta er hreinn íslenskur tregi. Aftur og aftur og aftur og aftur Svo fara konur að syngja um Varmalandið fagra og meðan ég sit úti í sal og hlusta og horfi á þverskurð sam- félagsins syngja eins og eina konu verður mér ljóst að þolinmæði er gulls ígildi við verkefni eins og þessi. Það er nefnilega ekki flókið að æfa kór. Það þarf bara að syngja lagið aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Svo lenda konur í rökræðum um framburð einstakra sænska önghljóða í textanum og allt er þetta mjög elskulegt og samvinnuþýtt eins og kvenna er siður og vandi. Stjórnandi Kvennakórsins heitir Sigrún Þorgeirsdótt- ir og hún gleður söngsystur með því í næsta lagi að það megi sleppa seinasta erindinu og sú ákvörðun eykur sýnilega vinsældir hennar sem þó sýnast vera nægar fyrir. Svo syngja óskaplega sorglegt lag um bláeyga stúlku sem eitt sinn sat í sólinni og blés sápukúlur en þær bregða einnig fyrir sig latínu og tékknesku eins og ekkert sé. Svo kemur síðasta lag fyrir kaffi og þá fer hljóðum- hverfið í þessu hljóðnæma húsi að minna sérlega mikið á fuglabjarg svo ég ákveð að bregða mér afsíðis með kór- stjóranum og fræðast meira um þetta ferðalag sem stend- ur fyrir dyrum. Hvaða ferðalag er þetta? - Segðu mér frá þessu ferðalagi sem þið eruð að fara í? „Við byrjum á því að fara til Prag og syngja tónleika þar í kirkju sem kennd er við heilagan Nikulás og stend- ur við gamla miðbæjartorgið. Þaðan höldum við út á land og förum til borgarinnar Olomouc sem er talsvert fyrir austan Prag. Þar tökum við þátt í mjög stóru kóramóti sem er kall- að á ensku Festival of Songs og er allvel þekkt og er nú haldið í þritugasta sinn. Þama koma fram 197 kórar og mér sýnist á skrá yfir þá að þeir komi einkum frá Tékk- landi og Austur- og Mið-Evrópu og við fyrstu sýn virð- umst við vera eini skandinavíski kórinn sem tekur þátt,“ segir Sigrún. Þessa kóra skipa samtals um 7000 manns en þessi kór- flóra, ef svo má að orði komast, skiptist að sjálfsögðu i barnakóra, kvennakóra, karlakóra, blandaða kóra, litla og stóra kóra og margt fleira. Fyrir vikið skiptist keppn- in í mjög marga flokka. „Við ætlum að taka þátt í tveimur flokkum," segir Sig- rún. „Annars vegar í flokki kvennakóra. Þar ráðum viö efnisvali og munum syngja eingöngu íslensk lög, gömul og ný, en við ætlum líka að taka þátt í þjóðlagaflokki og þar munu alls konar kórar syngja. Þar munum við syngja þjóðlög frá ýmsum löndum þar á meðal tékkneskt." Það eru dómnefndir sem hlýða á sönginn og í stórum kórakeppnum eins og þessari er nú lagður af sá siður að skipa kórum í fyrsta annaö og þriðja sæti. Þess í stað eru gefin stig og þeir sem fá tilskilin fjölda stiga fá gull- medalíu og næsti stigaflokkur siifurmerki og svo fram- vegis. Þannig getur komið upp sú staða að margir kórar fái gullmerki en það getur lika hent að enginn þeirra lendi í efsta flokki. „Þetta verður svolítið eins og Eurovision.“ Lítill tími til að kaupa kristal Kvennakórinn mun fyrir utan keppnissönginn koma fram á tónleikum í Olomouc ásamt fjórum öðrum kórum og munu þar syngja íslenska efnisskrá í 20 mínútur. Keppninni lýkur formlega á laugardag með verðlaunaaf- hendingu og veisluhöldum en í bítið daginn eftir aka Kvennakórskonur til Prag aftur og fljúga heim þann sama dag. Þannig verður í rauninni frí aðeins tæplega einn dag í þessari rúmlega vikuferð. „Þetta er ferðalag til tónleika og söngs en ekki sumar- frí svo ég reikna ekki með að það verði mikið keypt af kristal. Þetta er stíf dagskrá en vonandi ekki of stíf.“ Nú eru kórferðir eins og þessar rómaðar gleðiferðir og mynda eins konar uppistöðu í því félagsstarfi sem kór- Kvenrtakór Reykjavíkur er að leggjast ívíking til Tékklands þarsem kórinn tekur þátt íum- fangsmikilli kórakeppni íborg- inni Olomouc ásamt 197 öðrum kórum af öllum stærðum, gerð- um og aldri. DV brá sér á síð- ustu æfingu fgrir brottför og hegrði íkonunum hljóðið. söngur óneitanlega er. Skyldi þetta verða makalaus ferð hjá Kvennakórnum? „Það eru 10-15 aukafarþegar svo hópurinn verður alls 75 manns held ég og mér skilst að við verðum í einni tveggja hæða rútu. Þess vegna eru takmörk fyrir því hve mikinn farangur hver getur haft.“ Kvennakór Reykjavíkur er á sínu níunda starfsári og Sigrún hefur stjórnað kórnum i fimm ár og hefur þegar farið einu sinni með hópinn til útlanda 1999 þegar hún leiddi sínar konur i söngför tii Bandaríkjanna en þar er Sigrún heimavön eftir að hafa verið búsett þar í samtals nær 17 ár og lærði tónlist og kórstjórn í Boston og Talla- h'assee í Flórida. „Ég átti þar heima sem barn og fór svo aftur seinna tU Boston í nám. Við fórum í þessari ferð til Baltimore og Washington auk Boston og sungum í grenjandi rigningu á þjóðhátíðardegi íslands í Washington. Okkur fannst einhvern veginn að það væri verið að láta rigna sérstak- lega á okkur i tilefni dagsins." Sigrún hafði stjórnað ýmsum litlum kórum áður en hún tók við Kvennakómum og hefur stjórnað skólakór Menntaskólans i Kópavogi í nokkur ár. Hún segist vona að hópurinn sé að „toppa á réttum tíma“ en segist verða vör við meiri spennu í hópnum nú þegar dregur að brott- fór. En hver skyldi vera dýrmætasti eiginleiki kórstjóra? „Við skulum reikna með að góður kórstjóri þurfi að kunna talsvert fyrir sér í tónlist en mannlegi þátturinn er sennilega sá mikilvægasti. Það þarf að virkja hverja einustu manneskju í hópnum til að gefa af sér eins vel og hún getur og leggja sig fram. Það gerir maður ekki með því að stuða fólk. Maður má ekki vera of góður. Sennilega þarf að vera með silkihanska en stálhnefa þar innan undir.“ PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.