Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 24
24 H&lgctrblað 30V LAUGARDAGUR I. JÚNÍ 2002 Gazellur róa Eina lesbíska róðrarsveitin stefnir á siqur á sjómannadaq. Sveitin hefur keppt átta sinnum á ellefu árum oq aðeins einu sinni tapað. ÞAÐ ER GÖMUL HEFÐ FYRIR ÞVÍ að keppa í róðri á sjómannadaginn. Öldum saman voru það nánast ein- vörðungu karlar sem sóttu sjó og lengi vel voru það að- eins karlar sem kepptu í róðri og þessi erfiða íþrótt tal- in karlmannsverk. Þessi vígi hafa fallið eins og önnur og undanfama ára- tugi hafa kvennasveitir orðið mun algengari en áður og konur sýnt að þær láta ekki eftir liggja skutinn þótt rösklega sé róið í framrúminu. Ein róðrarsveit kvenna í Reykjavík ber það sérstæða nafn Gazellumar og á sér rúmlega 10 ára sögu. Sveitin var stofnuð af Arnbjörgu ísleifsdóttur eða Boggu, eins og hún er oftast kölluð, sem er alin upp við róðrarkeppni á Suðurnesjum og ákvað árið 1991 að hóa saman nokkrum vinkonum sínum. Þetta reyndist vera harðsnúin sveit því þrjú ár í röð Gazellurnar hafa verið til í 11 ár en átta sinnum keppt og aðeins tapað einu sinni. DV-mynd KK sigruðu Gazellurnar með yfirburðum. Keppt er um far- andhikar sem sveitir vinna yfirleitt til eignar eftir þrjú ár en það gilti ekki um Gazellurnar þvi að þær fengu ekki bikarinn. Það er freistandi að álykta sem svo að þetta hafi ver- ið birtingarform ákveðinna fordóma en Gazellurnar eru allar samkynhneigðar. „Okkur fannst þetta fyrst og fremst fyndið,“ segir Arn- björg í samtali við DV. „Sveitin var ekki stofnuð sérstaklega sem lesbísk róðrarsveit. Það kom eiginlega frekar í ljós eftir á. í dag er það hins vegar inntökuskilyrði." Talsverð umskipti hafa orðið í róðrarsveitinni gegn- um árin og ýmist hefur hún sigrað eða tapað en Arn- björg hefur alltaf verið þjálfari og stýrimaöur. í fyrra voru Gazellurnar eina kvennasveitin og keppti því viö karlasveit. laugardag og sunnudag 1. og 2. júní kl. 11 -17 að Ánanaustum 1 ^ ^ Æ. 385 470 SPORT TERHI plastbátar, margar stærdir. Mest seldu plastbátar á íslandi. QUICKSILVER gúmmibátar. Stærðir frá 3 metrum. UTANBORDSMOTORAR tvigengis- og fjórgengisvélar 2,5 - 240 hö VELASALAN Ánanaustum 1, Reykjavík. Simi 580-5300. Fax 580-5301. Netfang: velasalan@velasalan.is Veffang: http://www.velasalan.is „Við rerum á móti sveit Færeyinga og lentum í erfiðleikum og töpuðum. Þeir sýndu okkur á eftir að það blæddi úr lófum þeirra því að þeir vildu ógjaman tapa fyrir konum." í ár em fleiri kvennasveitir og bú- ist við harðsnúinni keppni, m.a. frá sveit lögreglukvenna sem stýrt er af fyrrum meðlimi Gazellanna. Arnbjörg segir að þessar fjórar mínútur sem róðurinn varir séu afar erfiðar en vanir stýrimenn kunna ýmis brögð sem þeir vilja þó alls ekki láta uppi. Arnbjörg er jafnframt einn stofnanda KMK sem er skammstöfun fyrir Konur með konum og starfar laustengt við Samtökin ‘78. Hún segir að KMK sé fyrst og fremst skemmtifé- lag sem standi fyrir knattspymutím- um, blakkeppni, gönguferðum og línuskautaiðkan. En er starfsemin markviss þáttur í að gera samkyn- hneigðar konur sýnilegri og draga þannig úr fordómum samfélagsins? „Þetta er meira svona hefðbundið félag. Ég er vön að kynna mig með nafni en ekki kynhneigð. Sjálf hef ég aldrei orðið fyrir fordómum af neinu tagi og held að samfélagið sé umburð- arlyndara gagnvart konum en körl- um að þessu leyti. Almennt finnst mér frjálslyndi gagnvart samkyn- hneigð hafa aukist." -PÁÁ Umsóknarfrestur er til 5. júní. iA/ww.ru.is ' ÍL BAUGUR SS isLtNSK Íslandssími |!QM IRI DAGRF.ININC 'W QPIN KERFIHF EIMSKIP ÍSLANDSBANKI Stuðningur Bandamanna Háskólans í Reykjavík hefur gert tölvunarfræðideild HR kleift að efla kennslu og stórauka rannsóknir í tölvunarfræði. FJARNAM ITÖLVUNARFRÆÐI Með fjarnámi Háskólans í Reykjavík geta einstaklingar um allt land stundað háskólanám í tölvunarfræði. Nemendur sækja sér hljóðfyrirlestra á netið og eru í sambandi við fjarkennara sem sér um verkefnavinnu og umræðuþræði. Þú færð allar nánari upplýsingar á www.ru.is og í síma 510 6200. HÁSKÓLINN í REYKJAVÍK REYKJAVIK UNIVERSITY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.