Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 27
Háskólinn í Reykjavík
TOLVUNARFRÆÐI
Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík býður krefjandi nám sem tekur mið af
alþjóðlegri tækniþróun og fræðilegu rannsóknarstarfi. Mikil áhersla er lögð á að
tengja fræðin við raunhæfa verkefnavinnu og í lok hverrar annar vinna nemendur
viðamikil hópverkefni I samstarfi við fyrirtæki. Námið veitir nemendum því menntun
sem býr þá jöfnum höndum undir störf og framhaldsnám, enda eru fræðilegar kröfur
í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru hjá erlendum háskólum.
Námsleiðir
og kjörsvið
IMotenda-
hugbúnaður
sem kjörsvið
Nám 1 tölvunarfræðideild en þriggja ára (6 anna) nám til BS prófs 1 tölvunarfræði (90 einingar) og
er hægt að velja á milli tveggja kjörsviða: Kerfishugbúnaðar og notendahugbúnaðar. Að auki er
hægt að útskrifast með viðskiptafræðival eða val í tæknigreinum eða raunvísindum. Eftir tveggja
ára nám býðst nemendum að útskrifast sem kerfisfræðingar-HR (60 einingar).
Lögð er áhersla á að nemendur læri hagnýtar og viðurkenndar aðferðir við gerð notendahug-
búnaðar. Nemendur taka stærðfræðinámskeið á seinni önnum (4.-6. önn) námsins. Á þessu
kjörsviði er hægt að útskrifast með viðskíptaval og að auki er hægt að sækja um að útskrifast
með val í tæknigreinum eða raunvísindum.
Kerfis-
hugbúnaður
sem kjörsvið J
Megináhersla er lögð á gerð hugbúnaðar fyrir tölvukerfi eins og stýrikerfi, netkerfi, dreifð kerfi og
gagnagrunnskerfi. Nemendur taka stærðfræðinámskeið fyrr í náminu og jafnframt er um fleiri
skyldunámskeið í stærðfræði að ræða. Hægt er að sækja um að útskrifast með val i tækni-
greinum eða raunvisindum.
Rannsóknir
í tölvunar-
fræðum
Tölvunarfræðideild HR leggur mikla áherslu á uppbyggingu rannsókna enda eru þær forsenda
nýsköpunar. Nemendum gefst kostur á að vinna að rannsóknum með kennurum deildarinnar á
ýmsum sviðum. t.d. netkerfum og netþjónustu, gagnasafnskerfum, viðmótshönnun og fjarkennslu.
í sumar munu fjórir nemendur starfa að rannsóknum í samstarfi við kennara deildarinnar.
„ Við ætlum okkur stóra hluti og erum þegar að vinna að rannsóknum sem
setja Háskólann í Reykjavík, Reykjavík og ísland í fremstu röð i rannsóknum
á netkerfum og netþjónustu. ’
Gísli S. Hjálmtýsson, prófessor við tölvunarfræðideild.
Sjá viðtal við Gísla á vuvuw.ru.is/td/rannsoknir
Verkleg
námskeið
í lok 1 ,-3. annar eru unnin viðamikil 3ja vikna hópverkefni. Tilgangurinn er að samþætta námsefni
annarinnar í stóru hugbúnaðarverkefni þar sem reynir á fræðilega undirstöðu og skapandi
hugsun. í lokaverkefnum er mikið samstarf við fyrirtæki í atvínnulffinu og meöal verkefna sem
nemendur unnu nú í vor má nefna sérhæföa eDisk afritunarlausn í samstarfi við Skýrr, Date Trak
for Nokia 7650 í samstarfi við Landmat og Babel Fish vefþjónustukerfi í samstarfi við Mens
Mentis.
Fjarnám
Með fjarnámi
Háskólans í Reykjavík
geta nemendur um
allt land stundað
háskólanám í tölvunar-
fræði. Hægt er að
Ijúka fyrstu þremur
önnunum i fjarnámi
og er fjarnámið tekið
á hálfum hraða.
Framúrskarandi
aðstaða
í skólanum eru 1 □
tölvuver, samtals
235 tölvur. Nemendur
fá aðgangskort að
skólanum og geta nýtt
sér aðstöðuna í
skólanum hvenær
sem er sólarhringsins
alla daga ársins.
Námsstyrkir
I haust munu 25 nýnemar við tölvunarfræðideild HR hljóta námsstyrki í formi niðurfellingar eða
afsláttar af skólagjöldum. Jafnframt fá þeir nemendur, sem ná 8,5 eða hærra í meðaleinkunn á
hverri önn, felld níður skólagjöld að fullu eða að hálfu. Nemendur sem ná afburða góðum árangri
geta því lokið BS námi án þess að þurfa að borga skólagjöld.
Hörpu-
námskeið
J
- róbótar
- gervigreind
- gagnasafnsfræði
I lok hverrar annar eru í boði
sérhæfð 3ja vikna námskeið.
Til að kenna á námskeiðunum
eru fengnir sérfræðingar frá
erlendum háskólum og rann-
sóknarstofnunum.
Vorið 2001 var námskeið um
gervigreind í umsjá dr. Ara Kr.
Jónssonar en hann starfar við
NASA Ames Research Center,
sem er rannsóknarstofnun á
vegum Geimvísindastofnunar
Bandaríkjanna.
Vorið 2002
voru tvö námskeið:
Róbótafræði („Robotics") sem kennd var af dr. Robin Murphy frá University of South Florida
og doktorsnema hennar, Aaron Gage.
Gagnanám („Data mining") sem kennt var af dr. Jarek Gryz frá York University, Ontario í Kanada
Stuðningur Bandamanna
Háskólans í Reykjavík hefur
gert tölvunarfræðideild HR
kleift að efla kennslu og
stórauka rannsóknir í
tölvunarfræði.
BAUGUR
&
ISLENSK
f.HI ÐAC.RMNINC.
OPIN KERFIHF
í samotarfi wð Skýrr og Teymi
islandssími Q
EIMSKIP
Umsóknarfrestur er til 5. júní • \AI1AIW. PU. IS
v
HÁSKÓLIIMN í REYKJAVÍK
BEYKJAVIK UNIVEBSITY