Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 31
ekki bundinn neinum klíkum eöa hópum. Mér er
mjög eðlislægt að ganga að öllum sem jafningjum
mínum og þar er enginn undan dreginn; ég hef ekki
skoðanir á því fyrir fram hvernig fólk sé. Allir hafa
jöfn tækifæri gagnvart mér.“
Það var stór ákvörðun að flytja, segi ég og Ámi
svarar: „Það þykir mörgum að þetta hafi verið stór
ákvörðun. Áhættan er fyrst og fremst fólgin í því að
fara á ákveðið svæði og vera ekki öruggur með starf
á því svæði. Hin hliðin, og sú stærri, er að ákveða
hvar maður vill búa sér heimili og allir i fjölskyld-
unni verða að vera með þegar sú ákvörðun er tekin.
Störf geta komið og farið en hvar heimilið er byggt
upp og hvar maður vill vera er meira mál. Við erum
sannfærð um að hér sé gott að búa og nú munum við
sannfæra fleiri um það.
Tvær fullyrðingar um Reykjanesbæ eru þekktar -
önnur varðar Reykjanesbrautina og hin rok og rign-
ingu. Nú er verið að heija framkvæmdir við tvöfóld-
un Reykjanesbrautar og ég er mjög ánægður með að
byrjað skuli vera á hættulegasta kaflanum. Ég held að
það verði fljótt hægt að kveða niður óttann við
Reykjanesbrautina þótt auðvitað geti alltaf orðið slys.
Varðandi veöurfarið þá er oft logn á morgnana, síð-
degis og á kvöldin. Hljómar sungu um að kvöld í
Keflavík væru engu lík. Vegna legu bæjarins er þar
oft fallegt veður. Ég hef ekki upplifað logn í jafn lang-
an tíma á nokkrum stað. Það kann að vera andlegt en
ég trúi því að auövelt verði að sýna fram á að fullyrð-
ingar varðandi veðurfarið séu alrangar. Það er meiri
úrkoma í Reykjavík."
- Þannig að þú telur Reykjanesið verða fyrir veður-
farslegum fordómum?
„Já, fólk þekkir það,“ segir Árni.
„Nálægð bæjarins við alþjóðaflugvöll hefur mikla
kosti fyrir íbúana. Reykjanesbær er sá bær á íslandi
sem er næstur heimsborgunum og það má telja
Reykjavík með þeim. Þeir allra hörðustu hérna í bæn-
um segjast velja á milli Reykjanesbæjar, Reykjavíkur,
New York og London þegar fara á i leikhús."
- Það voru ekki allir ánægðir með aðkomumanninn
í efsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins:
„Það voru aðaflega framsóknarmenn. Og það er
ekki þeirra að ákveða hver er í forystu sjálfstæðis-
rnanna."
- Þú hefur ekki heyrt þessa gagnrýni frá sjálfstæð-
ismönnum?
„Það var einróma samþykkt á einum fjölmennasta
fundi sem haldinn hefur verið í fulltrúaráði Sjálfstæð-
isflokksins hér að ég yrði efsti maður á lista. Þeir sem
stóðu að talningu í kosningunum segjast sjaldan hafa
séð jafn fáar útstrikanir og i þessum kosningum. Það
gefur til kynna að þeir sem studdu Sjálfstæðisflokk-
inn studdu mig og voru ekki með neinar athugasemd-
ir við veru mína á listanum.“
Við erum ungt fólk
- Hvað réð úrslitum varðandi ákvörðunina um að
taka sæti á listanum og flytja suður eftir?
„Upphaflega hafði Þorsteinn Erlingsson, fyrrver-
andi skipstjóri og nú útgerðar- og athafnamaður, sam-
band við mig í lok október og spurði hvort ég vildi
skoða þann möguleika að vera bæjarstjóraefni Sjálf-
stæðisflokksins. Ég hafði alls ekki hugleitt slíkt; hafði
i raun verið með hugann við aðra kosti. Ég féllst á að
koma við hjá honum og hann fór með mig „sparirúnt-
inn“ um bæinn og mér þótti mikið til koma. Eins og
borgarhagfræðin segir vildi ég fyrst og fremst skoða
hvaða möguleika þetta bæjarfélag hefði varðandi ný-
byggingarsvæði. Grunnskólarnir hérna eru einnig
mjög vel búnir og boðið upp á heitar máltiðir í þeim
öllum en það var einmitt stefnumál í mörgum bæjar-
félögum í kosningunum núna. Ég reyndi á sínum
tima að fá tónlistarskólana inn í grunnskólana í
Reykjavík en það er búið hér, íþróttaaðstaða er til fyr-
irmyhdar og svo mætti lengi telja. Allt þetta jók
áhuga minn á bænum og svo skipti líka máli að ég
vildi veita bömum mínum góða mnönnun og mennt-
un. Reykjanesbær hefur líka margar sterkar stoðir í
atvinnulífmu. Þessi faglega skoðun á bæjarfélaginu
varð til að auka áhuga minn á verkefninu.
Fjölskylda mín fann fyrir mikilli hlýju: fólk tók vel
á móti okkur. Bryndís, eiginkona mín, stóð meö mér
eins og hún hefur alltaf gert og var mjög áhugasöm
um að við tækjum þetta skref. Enda erum við ungt
fólk. Ég hitti vin minn, Áma Helgason frá Stykkis-
hólmi, fyrir nokkrum mánuðum. Hann stendur á ní-
ræðu, er helmingi eldri en ég og rosalega hress. Þeg-
ar ég horfði á hann hugsaði ég um öll þau tækifæri
sem maður hefur ef heilsan er góð: við erum ungt
fólk!“
Haukamir í flokknum
Árni var borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 1986.
Þegar Davíð Oddsson hætti sem borgarstjóri töldu
margir að ungi maðurinn Árni Sigfússon væri hæfast-
ur í embættið. Lending flokksins var hins vegar að
kafla til Markús Örn Antonsson. Skömmu fyrir kosn-
ingar 1994 var gerð skoðanakönnun sem sýndi að
flokkurinn hafði einungis rúmlega þriðjungs fylgi. R-
listinn var þá nýtt afl og lagði mikla áherslu á að
breyta frá 12 ára valdatíð sjálfstæðismanna. Níutíu
dögum fyrir kosningar var Árni Sigfússon kallaður
til. Flokkurinn jók fylgi sitt um 50% frá skoðanakönn-
Eg hélt mig við mínar áherslur
í skólamálum sem þýdcii að ég
var sem oddviti minnihlutans
ekki óþekkur við meirihlutann í
skólamálum. Þá kom upp
gagnrýni frá haukunum í Sjálf-
stœðisflokknum um að ég sýndi
óþarfa mýkt og linkind að geta
ekki snúist til andstöðu í öllum
málum. Eg get ekki verið á
móti því sem ég er sammála;
þess vegna er ég ekki góður í
stjórnarandstöðu ef verkefnið er
að vera á móti öllu sem meiri-
hlutinn gerir.
LAUGARDAGUR I. JÚNÍ 2002
HelQCirblaö 13'V 3i
LAGER-
SALA
uninni og endaði með 47% atkvæða. Stríðið tapaðist
engu að síður. Árni var oddviti minnihluta sjálfstæð-
ismanna næstu fjögur ár en boðaði fyrir kosningam-
ar 1998 að ef þær töpuðust myndi hann stíga niður og
láta öðrum eftir sæti oddvitans. Þá bað R-listinn um
frekara umboð til að halda um stjórnartaumana og
fylgja eftir stefnumálum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn
fékk þá 45,1 prósent atkvæða.
- í kringum borgarstjórnarkosningarnar núna var
mikið rætt um að það sem sumir vildu kalla mjúkar
áherslur i málflutningi Sjálfstæðisflokksins væri arf-
leifð Árna Sigfússonar.
„Mönnum er að skiljast að ég er mjög harður á
þessum mjúku áherslum; ég gef ekkert eftir í þeim
lífsgildum sem ég vil að við herðum upp í samfélag-
inu okkar. Það var athyglisvert þegar ég tók við sem
borgarstjóri 1994 að helstu árásirnar voru á viðsnún-
ing Sjálfstæöisflokksins í hinum ýmsu málum. Það
var taktík andstæðinganna þá því þeir óttuðust að
mín nálgun hirti af þeim fylgi. Það var hins vegar
enginn viðsnúningur. Ég hélt mig við mínar áherslur
i skólamálum sem þýddi að ég var sem oddviti minni-
hlutans ekki óþekkur við meirihlutann í skólamálum.
Þá kom upp gagnrýni frá haukunum í Sjálfstæðis-
flokknum um að ég sýndi óþarfa mýkt og linkind að
geta ekki snúist til andstöðu í öllum málum. Ég get
ekki verið á móti því sem ég er sammála; þess vegna
er ég ekki góður í stjórnarandstöðu ef verkefnið er að
vera á móti öllu sem meirihlutinn gerir.
Ég átti fleiri andstæðinga inni i flokknum en menn
gerðu sér grein fyrir og þeir voru tilbúnir að fara
gegn mér bak við tjöldin þegar flokkurinn tapaði í
kosningunum. Það er ekkert óeðlilegt og það er engin
kergja í mér gagnvart þeim. Ég er bara að lýsa stað-
reyndum. Svona er lífið. Ég er ekki að tala um forystu
Sjálfstæðisflokksins því þegar ákvörðunin um fram-
boð mitt var tekin þá stóð hún heilshugar með mér.“
Aftur í hringinn
Þrátt fyrir háværar óánægjuraddir innan flokksins
fékk Árni afgerandi umboð í prófkjöri 1998.
- Síðan steigst þú úr stóli oddvitans:
„Ég sagði að ef ég næði ekki settu marki myndi ég
stíga út úr borgarmálunum og gefa öðrum eftir sæti
mitt.“
- En má ekki segja að þú rísir upp núna í pólitisk-
um skilningi?
„Það kann að vera að sigur minn í Reykjanesbæ og
ósigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik kalli á endurrit-
un sögunnar varðandi mitt framlag í Reykjavík. Björn
Bjarnason er öflugur stjórnmálamaður, hreinn og beinn
og kraftmikill, og það er ágætt að sjá að ég hafi ekki
skilað verri niðurstöðu en hann. Ég tel mig mjög dóm-
bæran á þá miklu vinnu sem Björn lagði fram; hann tók
að sér erfitt verkefni og barðist eins og hetja.“
- Af hverju tapaði Sjálfstæðisflokkurinn í borginni?
Mín skoðun er og hefur alltaf verið sú að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé einfald-
lega mjög öflugur stjórnmálamaður. Ég
færi henni heillaóskir. Það er mikið í
hana spunnið. Engum öðrum hefur tek-
ist að sameina ólík stjórnmálaöfl að baki sér eins og
hún hefur gert. Engin kona hefur náð slíkri forystu-
stöðu í íslenskum stjómmálum. Ég spáði því alltaf að
undir lok kosningabaráttunnar í Reykjavík myndi
Ingibjörg Sólrún stíga fram sem einstaklingurinn sem
sameinar ólik öfl. Og þá skiptir engu hvað Alfreð eða
einhverjir sprikla. Ég vissi að hún myndi ná þessu
fylgi svo lengi sem henni yrði ekki alvarlega á.“
- Hún hefur nú farið illa með ykkur?
„Ég get ekki annað en brosað að því hvernig hún
hefur raðaö okkur þremur körlunum upp, mér, Mark-
úsi og Birni, kippt okkur inn í hringinn og fleygt okk-
ur út úr honum. En úr því Tyson fær tækifæri aftur
hlýtur það að gilda um okkur líka. Svo bítum við ekki
dömur.“ -sm
Sýningarhúsgögn og líti&
útlitsgölluð húsgögn á
20-80%
afsl«»tti i IKEA
um helgina
fyrstir
fá
Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30
wlrl'fcl Laugardaga kl. 10:00
____kl. 10:__
Sunrtudaga kl. 12:00
17:00
17:00