Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Page 38
38 Helcjct rblað 13 "V LAUGARDACUR I. JÚIMÍ 2002 Nú ferðu með mig upp á geðdeild Oddur Helgi Halldórsson er siqurveqari kosninqanna um síðustu helqi. Ekki bara á Akureyri heldur á landsvísu. Sérframboð hans hlaut um 18% fylqi eða 1568 atkvæði af alls 9.041 íhöfuðstað Norðurlands. Ljóst er að ekkert einstaklingsframboð stjórnmál- anna nýtur ámóta hylli þessa daqana en líf Odds hefur þó ekki aðeins einkennst afsiqr- um. Hann hefur árum saman átt ístríði við erfiðan qeðsjúkdóm en er fullviss um hvor muni hafa betur. Oddur sýnir kjark með því að leqqja öll spilin á borðið íviðtali við DV. Tilqanqurinn er að minnka fordóma. leiðtoganum er klipptur út og ýmist settur á búk kvikmyndaofurhetju eða sem andlit Teletubbies (Stubbanna). Eftir vindil og kaffibolla sest Oddur nið- ur með blaðamanni og er fljótur til svars þegar fyrsta spurningin er borin upp. Akureyringur númer eitt „Ég er að sjálfsögðu Akureyringur og tel að þessar kosningar hafi sannað að ég sé Akureyringur númer eitt. Ég vann miklu stærri sigur í kosningunum en andstæðingarnir og ég hef alltaf verið stoltur af því að vera þorpari. Ég er kominn af verkafólki, Dóri skó var pabbi minn og Sigga í Bót móðir mín. Ég er venjulegur maður meö áhuga á samfélaginu og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum." Oddur er fæddur árið 1959 og er blikksmíðameist- ari að mennt og iðnrekstrarfræðingur frá Háskólan- um á Akureyri. Hann er kvæntur Margréti Hörpu Þorsteinsdóttur frá Moldhaugum og eiga þau þrjú börn. Hann hefur alltaf búið í Þorpinu, þ.e.a.s. ytri hluta Akureyrar, og gerir sér ekki oftar erindi suður fyrir Glerá en brýna nauðsyn ber til. „Þegar ég fer ferðina miklu ætla ég að láta jarða mig í Lögmanns- hlíðarkirkjugarði," segir Oddur og brosir stríðnis- lega. ODDUR ER KOMINN í VINNUGALLANN þegar DV lítur inn hjá honum þremur dögum eftir kosninga- nótt. Hann er eigandi Blikkrásar á Akureyri og er að segja starfsmönnum gamansögu þegar blaðið sækir hann heim á vinnustaðinn að Óseyri 16. Á veggjunum hanga auglýsingar fyrir lista Odds, Lista fólksins. „Öðruvísi framboð" er slagorðið og sumum fannst framboðið reyndar full-nýstárlegt. Aldrei áður hefur verið farið út í auglýsingaherferð þar sem hausinn á Sveik aldrei Framsókn - Framsóknarmenn segja að þú hafir klofið þig út úr Framsókn fyrir kosningarnar 1998 en þú lítur þá atburðarás öðrum augum. „Já. Þegar ég gekk til liðs við Framsóknarílokkinn árið 1994 vann flokkurinn stórsigur. Þeir fengu fimm menn en ég var í sjötta sæti og taldi mig eiga hluta af þessu mikla fylgi. Ég sveik aldrei ílokkinn. Ég sagði Jakobi Björnssyni, leiðtoga framsóknarmanna, að ég hygðist fara í sérframboð og ástæðan var sú að upp- stillingarnefnd bauð mér bara eitt sæti fyrir kosning- arnar 1998. Það var sæti númer 22 en ég hafði meiri metnað. Ég taldi að rödd min yrði að heyrast í bæjar- stjórn og fannst ég þurfa að gera gagn með nýjum áherslum. Þess vegna var L-listinn stofnaður." - Kosningarnar 1998 gengu vel og þú náðir sæti í bæjarstjórn. En nú komstu inn öðrum manni, m.a. vegna auglýsingaherferðarinnar. Hver var hug- myndasmiðurinn að þeirri vinnu? „Þeir eru margir. Sumt kom frá mér en annað kom frá auglýsingagerðarmönnum Extra-blaðsins sem gef- ið er út hér fyrir norðan vikulega. Menn unnu saman og þarna sýndum við okkar styrk. í fyrstu könnunum mældist ég ekki inni og við brugðumst við því að það vantaði fylgi hjá aldurshópnum 18-35 ára. Við áttuð- um okkur á að unga fólkið les ekki þessar þurru passamyndaauglýsingar frá stjórnmálaflokkunum þannig að við einbeittum okkur að því að ná til þessa hóps.“ Telt unga fólkið alvarlega - Þú varðst fyrir hörðu ámæli vegna þessara aug- lýsinga. „Já, mér þótti leiðinlegt hvernig andstæðingar mín- ir héldu fram að ég væri að fá unga fólkið til að kjósa okkur í blindni. Það kom í ljós að straumur ungs fólks jókst líka inn á kosningaskrifstofurnar til gömlu flokkanna og ég tel að aukin kjörsókn sé heilt yfir m.a. herferðinni að þakka.“ - En andstæðingar þínir segja að þú hafir náð í unga fólkið án verðleika. Hverjir voru verðleikar þín- ir? „Verðleikarnir voru þeir að ég lít á alla menn jafna, óháð aldri og kyni. Ég hef ekki gleymt hvernig það er að vera ungur, ólíkt því sem hægt er að segja um ýmsa andstæðinga mína. Ég man hvað lífið er dá- samlegt hjá ungu fólki og ég þekki enn þá þeirra lífs- sýn sem er öðruvísi en okkar. Ég tek lífssýn unga fólksins alvarlega." - Þú hefur verið kallaður „naívistinn" í stjórnmál- um. Hvernig fmnst þér það? „Það er hól. Hvað er saklausara og fallegra í heim- inum en ungbarn sem hefur ekki enn lært leikreglur svikræðis og öfundar? Ég hef komið fram í einlægni og ekki velt andstæðingum minum upp úr óhróðri. Mín lífsskoðun er að menn eigi að vera heiðarlegir og fólkiö skynjaði að ég meina það sem ég segi burtséð frá því hvort það henti mér best eða ekki. Ég fer ekki á bak við neinn.“ Menntahroki eða snobb - Aðrir segja að þú snobbir niður fyrir þig. Kynnir þig sem manninn á gólfinu - mann alþýðunnar - en sért í raun kapítalískur, háskólamenntaður, sjálf- stæður atvinnurekandi. Hefurðu villt á þér heimild- ir? „Nei. Mér fmnst þessar raddir lýsa þeim sem þetta segja betur en mér og sýna ákveðinn menntahroka. Ég minni á að ég er fæddur og uppalinn í Þorpinu á Akureyri þar sem veraldlegur auður var ekki mikill. Við áttum hins vegar annan auð sem var samkennd og hjálpsemi. Ég man þá tíð þegar engu máli skipti hver var að byggja, allir nágrannarnir komu og hjálp- uöust að. Ég er stoltur af því að vera verkamaður í eðli mínu en þetta fýrirtæki mitt hefur gengið vel með mikilli vinnu og ég fór í háskólann til að læra rekstur þess. Það er gott að vera háskólamenntaður en ég hef ekki litið á mig sem merkilegri en annað fólk þótt ég sé með háskólapróf.“ Óheiðarleg barátta - Þér fannst kosningabaráttan ekki heiðarleg á síð- ustu metrunum. „Þegar við mældumst með þessa ofboðslegu fylgis- aukningu í skoðanakönnun rétt fyrir kosningar brugð- ust andstæðingar mínir við. Þeir urðu að gera það en menn fóru ekki mikið í málefnin heldur fór stór stjórn- málaflokkur að hringja út til unglinganna og tala við þá augliti til auglitis. Boðskapurinn fór aðallega í að segja hvað ég væri ómögulegur. Hann beindist að mér persónulega. Menn eiga ekki að fara í skítkast. Það er dapurlegt að vera líkt við einn versta fasista Evrópu í blöðunum en það lýsir greinarskrifara betur en mér. Við vonum að það hafi verið gert í reiðikasti án hugsunar en því miður virðist einn af stóru flokkunum hafa unnið kerf- isbundið að því að níða mig niður.“ - Viltu nafngreina þann flokk? „Ja, hann er mjög stór.“ - Er hann stærstur? „Já, hann er stærstur og ég sagði við börnin mín, kunningja og vini að þegar ljótir hlutir voru sagðir um mig í kosningabaráttunni mættum við vera stolt af því að stærsti flokkurinn skyldi ráðast á einn einstakling og sá einstaklingur skyldi hafa betur í þeirri rimmu.“ Vildi með í meirihluta - Þú hafðir samband við a.m.k. sjálfstæðismenn rétt eftir fyrstu tölur á kosninganótt og reyndir að fá þá í meirihlutasamstarf. Ertu sár yfir því að þér skyldi ekki vera boðiö til leiks í myndun nýs meiri- hluta? „Ég hafði samband viö oddvita beggja flokkanna sem nú eru að mynda meirihluta og mér sárnaði auð- vitað aðeins fyrst en sigurgleðin var svo ofboðslega mikil að það skyggði ekki á úrslitin. Ég er búinn að starfa í minnihluta og þótt menn brigsli mér um að taka ekki á málum þá veit fólk sem fylgist með að það er ekki rétt. Ég stend keikur eftir og mun vinna af heilindum í minnihlutanum." Ofsaltvíði og þunglvndi Oddur er stór og mikill maður á velli og henti sem dyravörður gestum út úr skemmtistaðnum H-100 ef menn hegðuðu sér dólgslega. Hann lagði stund á ýms- ar frjálsíþróttagreinar, s.s. 100 metra hlaup, hand- bolta og fótbolta en þegar hann hætti þátttöku í íþróttum fór hann að fitna meira en góðu hófi gegndi og slagaði upp í 150 kíló þegar hæst lét. Þyngdin kom niður á svefninum sem aftur bitnaði á geðheilsunni og Oddur hefur undanfarin átta ár barist við andleg- an sjúkdóm, einkum ofsakvíða og þunglyndi. Hann hugsar sig lengi um áður en hann afræður að ræða það mál i fyrsta skipti opinberlega. „Ég hef frá bamsaldri þjáðst af kæfisvefni og þegar ég fór að fitna jukust áhrif kæfisvefnsins mjög. Ég fór að hrjóta alla nóttina og þurfti meiri svefn en nokkru sinni án þess að komast nokkru sinni í djúpa svefn- inn. Staðan varð orðin þannig að ég var farinn að þurfa að sofa miklu meira en annað fólk og var stress- aður að auki. Ég fór til læknis árið 1994 sem greindi þetta bara sem stress og lét mig hafa róandi töflur en ég var ekki nógu ánægður með þá afgreiðslu. Sumar- daginn fyrsta árið 1994 leiö mér mjög illa og þá sagði ég viö konuna mína: „Nú ferðu með mig upp á geð- deild." Hún gerði það og við fengum strax samband

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.