Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 39
LAUGARDAGUR I. JÚNÍ 2002 H&lgarbloö DV 30 viö Sigmund Sigfússon sem tók mjög vel á móti okk- ur og hjálpaði mér í gegnum þetta árum saman. Ég var á lyfjum upp úr þessu sem héldu kvíðanum í skefjum og fór svo í aðgerð í framhaldi af því og lét opna á mér nefið til að vinna bug á kæfisvefninum. Árið 1996 fór ég inn á Vífilsstaði og fékk góða með- höndlun og hef síðan sofið með vél. Ég hef þó æ síðan þurft að berjast við þennan kvíðasjúkdóm. Hann er misjafn og ég hef reynt allt hvað ég get að vera í sambandi við geðlækna. í mars fyrir tveimur árum hitti ég mjög góðan sálfræðing uppi á Fjórðungssjúkrahúsi og hef farið til hans einu sinni í viku síðan. Hann er samhliða mikilli baráttu hjá sjálfum mér búinn að hjálpa mér gríðarlega. Ég er hættur á öllum töflum og lifi lífmu eins vel og ég get en þessi ofsakvíði er þó alltaf til staðar." Fordómar enn fyrir hendi Oddur segir að kvíðinn sjúklegi sé mjög algengur sjúkdómur. Um 12-13% íslendinga þjáist af honum og eftir að hann hafi rætt sín vandamál við fólk hafi ótrúlega margir upplýst í trúnaði að þeir eigi einnig við geðræn vandamál að stríða. „Ég hef hvorki leynt þessu fyrir vinum né kunningjum og flestir félaga minna í bæjarstjórninni hafa vitað af þessu. Sjúk- dómurinn hefur aldrei haft áhrif á störf mín í bæjar- stjórn og þess vegna fannst mér miður að andstæðing- ar mínir skyldu nota þetta gegn mér. Ef ég hefði haft staurfót hefðu menn ekki notað það gegn mér þannig að afstaðan lýsir fordómum þessa hóps. Ég næ að halda þessum sjúkdómi í skefjum. Ég er búinn að læra slökun, rétta öndun og rétta hugsanaganginn þegar köstin koma og þótt þessi átta ár hafi stundum Oddur Helgi Halldórsson segir að geðsjúkdómurinn hafi aldrei haft álirif á störf hans í bæjarstjórn. „[...] þess vegna fannst mér miður að andstæðing- ar rnínir skyldu nota þetta gegn mér. Ef ég hefði haft staurfót hefðu nienn ekki notað það gegn mér þannig að afstaðan lýsir fordómum þessa hóps. Ég næ að halda þessum sjúkdómi í skefjum. Ég er búinn að læra slökun, rétta öndun og rétta hugsanaganginn þegar köstin koma og þótt þessi átta ár hafi stundum verið gríðarlega erfið er orðið iniklu auðveldara fvrir mig að lifa með þessu. Ég mun sigra þennan sjúkdóm." stjóri í veislum en hef orðið að setja þau skilyrði að um leið og ég komi inn í húsið taki einhver á móti mér og leiði mig til sætis. Það versta sem kemur fyrir mig er að koma í hóp ókunnugs fólks. Ég finn það líka i vinnunni að ég á stundum erfitt með að fara út af vinnustaðnum en þá taka strákarnir sem vinna hjá mér til hendinni og hjálpa mér. Þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning ásamt fjölskyldunni sem ég er mjög þakklátur fyrir.“ - Nú hefur orðið bylgja undanfarið í að brjóta niður fordóma gagnvart geðsjúkdómum. Sumir telja Sigur- stein Másson hafa rutt brautina að hluta og ekki alls fyrir löngu kom hópur landsþekktra Islendinga fram í sjónvarpi og lýsti vandamálum sínum. Hefur þetta hjálpað þér viö að segja sögu þína opinberlega núna? „Það er jákvæð bylgja í gangi og ég hefði verið búinn að stíga skrefið til fulls fyrir löngu ef aðeins heiði ver- iö um mig að ræða. Ég á hins vegar fjölskyldu og börn og fjölda ættingja og því miður hafa fordómarnir enn verið það miklir að ég hef ekki fram til þessa stigið á stokk og sagt þetta opinberlega en ég hef ekki heldur farið með þetta mál í felur. Sem betur fer hefur mann- gildið aukist hjá okkur undanfarið. Við leggjum aukna áherslu á að fólki líði vel og þess vegna eru hlutimir að gerast. En fordómarnir eru enn við lýði og þá þarf að losna við.“ Oddur segist vera skilningsríkari eftir að hafa kynnst sjúkdómnum og hann sé ekki jafn óvæginn og fyrr. „Mér finnst lífið allajatha dásamlegt þótt stundum hafi ég ekki séð annað en svartnættið. Góð heilsa er ekki sjálfgefin - ekki frekar en góð fjöl- skylda - og það hef ég lært og kann að meta núna. Mér finnst vænna um vini mína og fjölskyldu eftir að ég kynntist þessum erfiðleikum og á þann hátt hefur sjúkdómurinn bætt mig. Ég tel að þessi kross hafi veriö lagður á mig til að styrkja mig og hafi bætt mig sem mann þótt ég hefði gjarnan viljað vera án hans. Ég var sem ungur maður slæmur í baki og gat ekki hreyft mig vegna bakverkja og án þess að ég sé að gera lítiö úr bakverkjum finnst mér sem allur heims- ins baksársauki sé hreinlega eins og glassúr á vínar- brauðið miðaö við geðsjúkdóma." - Að lokum, Oddur. Kemur til greina að L-listinn bjóði fram í alþingiskosningum? „Nei, því þá þyrfti ég að flytjast til Reykjavíkur og þaö vil ég ekki gera.“ -BÞ verið gríðarlega erfið er orðið miklu auðveldara fyrir mig að lifa með þessu. Ég mun sigra þennan sjúk- dóm.“ Fólk í felum Oddur viðurkennir að sjúkdómurinn hafl stund- um reynt mjög á fjölskyldulífið og rifjar upp að svefn- herbergið hafi á köflum verið hans eina hæli í veröld- inni. Hann hafi varla getað hugsað sér að hitta ókunn- ugt fólk þegar kviðinn var sem mestur. „Þetta er ekki sjúkdómur sem menn tala allajafna mikið um og ég er viss um að það kemur mörgum á óvart að ég skuli segja þetta núna. En það segir okkur hvað fólk veit lítið um náungann að stór hluti fólks sem vinnur í kringum mig viti ekkert af þessu og það segir okkur líka að sjúkdóm- urinn háir mér ekki þannig að ég geti ekki unnið störf mín meö hjálp lækna og sjáifsstyrkingar. Sjúkdómurinn háir mér í daglegu lífi en hann hefur ekki háð mér í pólitík." - Geturðu gefið fólki innsýn í þessi köst þegar þau verða hvað verst? „Já, hugsaðu þér að þú sért staddur í niðamyrkri í húsi á einhverjum stað þar sem þú þekkir ekki til. Þú veist ekkert hvað er að gerast og þá kemur einhver aft- an að þér og hrekkir þig með því að hrópa upp í eyrað á þér. Þú getur ímyndað þér hvernig þér líður á meðan það er að gerast og fyrst á eftir. En svona leið mér klukkustundum saman.“ - Dróstu þig þá út úr öllu félagslifi þegar þú varst veikastur? „Fæstir trúa því en það er staðreynd að ég er frekar feiminn að eðlisfari og á erfitt með að koma fram í hópi sem ég ekki þekki. Ég hef oft verið fenginn sem veislu-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.