Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 50
50
HeÍQdrbloð IXXT LAUGARDACUR I. JÚNÍ 2002
Sakamál
Umsjón
Páll Ásgeir
Ásgcirsson
46 ára qamall hommi, Calvin Burdine, sat í
dauðadeild í fangelsi í Texas frá þvíhann
var þrítuqur að aldri. Ná eru qóðar líkur á
að hann verði látinn laus oq qetur hann
þakkað verjanda sínum, sem steinsvaf undir
réttarhöldunum oq hafði enga tilburði til að
forða manninum sem hann átti að verja frá
dauðarefsinqu.
F ordómafullur
dauðadómur
Calvin Burdine hefur setið í dauðadeild í 16 ár og er helsta
sök hans að vera samkynhneigður.
SAKSÓKNARINN SEM SÓTTI MÁLIÐ var lítið
skárri og ól á fordómum og andúð á samkynhneigða
manninum sem átti erfitt með að bera hönd fyrir höf-
uð sér og kviðdómendur voru vel með á nótunum og
þótti ekki verra að losna við hommann inn í dauða-
klefann. Málflutningurinn var eitt samfellt hneyksli og
dómsniöurstaðan eftir því.
Allur málflutningurinn og fundahöld kviðdóms tóku
aðeins þrettán klukkustundir, og er ekki sjaldgæft í
Texas að svo snöfurmannlega sé staðiö að verki, jafn-
vel þótt um líflátssök sé að ræða.
Burdine var dæmdur til dauða eftir að hann var úr-
skurðaður sekur um að hafa stungið félaga sinn sem
lést samstundis. W.T.Wise var tuttugu árum eldri en
Burdine og bjuggu þeir saman um skeið í íbúð hins
fyrrnefnda. Þeir áttu í ástarsambandi og var því mjög
hampaö í réttarhöldunum sem öll gengu út á það að
sýna að Texasmenn sýna samkynhneigðum morðingj-
um enga miskunn.
Wise var stunginn til bana á innbotsstað þar sem
þrír menn voru viðriðnir verknaðinn. Burdine, Wise
otg náungi að nafni Douglas McCreight. Sá hlaut til-
tölulega vægan dóm og var náðaður eftir átta ára fang-
elsisvist en Burdine sat sem fastast í dauðadeild.
Hann neitaði aldrei að hafa tekið þátt í innbrotinu,
en kvaðst ávallt vera saklaus af því að myröa Wise
enda væri hann ekki ofstopafullur og hefði aldrei látið
sér detta í hug að deyða mann. Þega innbrotið var
framið bjuggu þeir ástmennirnir ekki lengur saman.
Wise hafði farið fram á það við yngri manninn að
hann gerðist hommamella til að geta greitt leigu og
taka þátt í eigin uppihaldi. En þeim félögum kom ekki
saman um þá fjáröflunarleið sem endaði með því að
þeir slitu sambúðinni.
Fordómafullar ásakanir
Að lokinni rannsókn og ákæru á hendur Burdine
var honum skipaður verjandi sem fékk sína umbun af
almannafé. Joe Cannon, sem nú er látinn, hafði annað
að gera meðan á réttarhöldunum stóð en að verja skjól-
stæðing sinn. Réttara sagt gerði hann ekki neitt, nema
helst að sofa þegar saksóknari og vitni rifu mannorð
hommans í sig og sýndu að svoleiðis fólk átti lítillar
miskunnar að vænta í Texasríki. Verjandinn svaf löng-
um stundum meðan á málflutningi stóð og hafði
hvorki áhuga né nokkra hugmynd um hvernig maður-
inn sem hann átti að verja var leikinn.
Síðar sagði Burdine að hann hafi oft hnippt i verj-
anda sinn og reynt að vekja hann og taka þátt í mál-
flutningi, en lögmaðurin sísofandi bað um að vera lát-
inn í friði þar sem hann væri að einbeita huga sínum
að málarekstrinum og vildi engar truflanir. Sá ákærði
sagði honum þá að hann hryti löngum stundum við
hlið sér og þótti það skrítin einbeiting. Þá sagði Cann-
on honum aö þegja því kviðdómurinn tæki það illa upp
ef verjandi og sakborningur væru að hvíslast á undir
málflutningi. Burdine hafði aldrei verið viðstaddur
réttarhöld áður og var illa að sér í þeim reglum og
venjum sem þar tíðkast. Hann lét því verjanda sínum
eftir að gera athugasemdir við málflutninginn sem
hann sinnti engan veginn.
Verjandinn gerði meira úr samkynhneigð Burdine
en sönnunargögnum um að hann hafi myrt ástmann
sinn. Það féll greinilega í góðan jarðveg þar sem for-
dómar og hefnigimi voru landlæg og vart var hægt að
hugsa sér verri fúlmennsku en að vera haldinn þeirri
ónáttúru að standa í ástarsambandi við félaga af eigin
kyni. Má vel leiöa að því getum með nokkurri vissu aö
kynhneigö ákærða mannsins átti ekki síður þátt í
dauöadómnum en vafasöm sönnunargögn um að hann
hafi framið morðið.
Vitað var að nokkrir kviðdómenda fóru aldrei dult
með andúð sína á samkynhneigðum. í lokaræðu sinni
sagði opinberi ákærandinn að það væri hreint ekki svo
slæmt fyrir homma að vera dæmdur til fangelsisvistar.
Það væri eins og að sleppa krakka lausum í sælgætis-
búð. Samlíkingin er sú að kynviUa er sögð þrífast sér-
staklega vel í samfélögum fanga. Orðalagið valdi hann
þegar hann brýndi kviðdóminn til að krefjast dauðarefs-
ingar.
Verjandinn mótmælti aldrei neinni svívirðu sem sögð
var um hommann sem honum var falið að verja. Hann
tók sér meira að segja í munn ónefnin sem Texasfólk gef-
ur gagnkynhneigðum samborgurum sfnum.
Vafasamar málsbætur
Eina málsbótin sem Cannon lét sér hugkvæmast að
bera á borð var að hann sagði að faðir Burdine hefði
nauðgað syni sínum ungum og hafi hann borið því of-
beldi vitni alla sína ævi. Einnig kom fram í réttarhald-
inu að hommaskapur hins myrta stafaði einnig frá
æskuárunum og hafi hann sömuleiöis átt ofbeldis-
hneigðan og kynferðislega truflaðan fóður. Hann
minnti einnig á þá kröfu Wises að ástmaður hans færi
að selja sig öðrum hommum til að taka þátt í kostnaði
við húshaldið, en þeir lifðu báðir á launum sem Wise
vann sér inn.
Þegar Burdine neitaði að vinna sér inn peninga með
því að gerast hommamella fék Wise nokkra kunningja
sina til að misþyrma honum. Innbrotið frömdu þeir
saman til að aíla fjár fyrir húsaleigunni sem Wise taldi
að hinn skuldaði sér. Dauðadómur liggur við morðum
í mörgum rikjum Bandaríkjanna. En það er langt því
frá að allir séru teknir af lífi sem dæmdir eru fyrir að
taka líf annarra. Staöreyndin er sú að aðeins 1,2 af
hundraði morða leiða til dauðarefsingar. Sérstök rétt-
arrannsókn fer fram áður en dauðadómi er fullnægt
þar sem sannanir og vitnisburðir eru endurmetnir til
að koma í veg fyrir dómsmorð.
Áið 1996 fór fram réttarrannsókn í máli Burdines,
þar sem hann sat í dauöadeildinni. Ekkert kom fam
sem mildaði dóminn og ekki var minnst á hve slælega
hinn ákærrði var varinn og hve réttarhöldin báru ótvi-
ræðan keim af ofstæki og fordómum í garð homma.
Burdine fékk að dúsa áfram í dauðadeildinni.
Þegar George Bush, þáverandi ríkisstjóri, var spurð-
ur um mál Burdines þegar til stóð aö heíja enn einu
sinni rannsókn, svaraði hann að fanginn væri vissu-
lega ofbeldisfull persóna og að hann vonaði að hann
hlyti brátt makleg málagjöld.
Á siðasta ári, 2001, úrskurðaði dómari sakfellinguna
ógilda. Ákæruvaldið fékk 120 daga frest til að höfða
mál á ný gegn Burdine, eða sleppa honum lausum, Og
nú fór allt í enn eitt klúðrið. Fresturinn rann út án
nýrrar ákæru og dómari hlustaði ekki á kröfu lög-
manna sem voru Burdine innan handar og höfðað var
til stjórnarskrárinnar um rétt til að halda meintum
morðingja í fangelsi og rétt fangans til aö fá sann-
gjarna og löglega málsmeðferð. Texasríki viðurkenndi
að gerð hefðu verið ófyrirgefanleg mistök og var mál-
ið tekið fyrir i sérstökum dómstóli í New Orleans, sem
er í öðru ríki og þar var úrskurðað að ekki væri rétt-
mætt að sleppa ákærðum morðingja úr fangelsi. Áfrýj-
unardómstóll úrskurðaði að Burdine fengi ekki að fara
frjáls ferða sinna.
Þráir friðsældina í sveitinni
Burdine situr í fangelsi í Houston i Texas og hver
örlög hans verða er óráðin gáta. Hvort mál hans verð-
ur tekið upp aftur er ekki vitað og þá ekki hver úr-
skurðurinn verður. En sjálfur er Burdine vongóður.
Hann bendir á að hann hafi aldrei neitað þátttöku
sinni í innbrotinu og að hann hafi setið inni í 16 ár fyr-
ir það afbrot, en er staðfastur á því að hann hafi ekki
stungið Wise eða veist að honum á nokkurn hátt og að
engar sannanir liggi fyrir um að hann hafi drýgt þann
glæp.
Þá telur maðurinn sem setið hefur í dauðadeildinni
drjúgan hluta ævi sinnar, að samfélaginu stafi engin
hætta af honum þótt hann fari frjáls ferða sinna. Fjöl-
skylda hans á góða jörð í Oklahoma og þar segist hann
vilja dvelja í friði og muni áreiðanlega una sér vel og
að sig fýsi lítt að sækja i félagsskap misindismanna,
sem hann telur sig hafa næga og vonda reynslu af. En
verði mál hans tekið upp ætlar Burdine reynslunni
ríkari að vanda valið á verjanda sínum og sjá til þess
að hann haldi sér vakandi meðan á réttarhaldinu
stendur.