Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR I. JÚNÍ 2002
Helcjarbladi 33"V"
51
Hrottalegt
morð á Grenimel
ÞAÐ VAR AÐ MORGNI 18. SEPTEMBER 1981 að
lögreglan var kvödd að Grenimel. Aðkoman í íbúð á
fyrstu hæð hússins var nokkuð skuggaleg því að á
stofugólfinu lá húseigandinn örendur. Hann var
allsnakinn og þakinn stungusárum um allan lík-
amann. Skæri höfðu verið rekin í annað auga hans og
stóðu á kafl í höfðinu. Blóðblettir og blóðslettur voru
víða í íbúðinni.
Við krufningu kom í ljós fjöldi stungusára ofan til
á bringu og ofanvert á kvið. Höfðu margar stungurn-
ar gengið á hol og inn í og gegnum hjartað, inn í
lungu, lifur og maga. Tólf sentímetra langur fremsti
hluti af hnífsblaði stóð fastur í 10. brjóstlið og skagaði
hnífsblaðið fram í kviðarholið. Skærin í auga manns-
ins reyndust hafa gengið upp í gegnum augntóftar-
þakið og langt inn í heilann. Oddur af öðrum skærum
sat fastur í brjóstbeini. Hinn látni var tæplega frnim-
tugur þýskur blómaskreytingameistari sem hafði ver-
ið búsettur á íslandi um alllangt skeið.
Lögreglan hóf þegar rannsókn málsins og morgun-
inn eftir var henni vísað á heimili ungs tæplega þrí-
tugs verkamanns sem hafði sagt vini sínum þá um
morguninn að hann væri valdur að þessum verknaði.
Lögreglan fór þegar aö heimili mannsins þar sem
hann var handtekinn mótþróalaust og játaði greiðlega
við yflrheyrslur að vera valdur að morðinu.
Hinn ungi verkamaður gekk að mörgu leyti varla
heill til skógar. Hann hafði átt við áfengisvandamál
að stríða og átti erfitt uppdráttar í skóla. Hann var
skilgreindur taugasjúklingur, neytti margra tegunda
af sterkum taugalyfjum og hcifði skömmu áður en
þetta gerðist dvalist um mánaðarskeið á geðdeild
Landspítalans. Hann var rannsakaður af geðlækni í
tengslum við þessa atburði og í skýrslu læknisins var
honum svo lýst:
Ekki geðveikur
„Ég tel að X sé ekki haldinn geðveiki. X telst held-
ur ekki vera fáviti en hins vegar er hann greindar-
skertur, þ.e. mælist treggeflnn eftir síðustu greindar-
prófum. Ætla má að eðlisgreind hans sé í löku meðal-
lagi eða eitthvað hærri en kemur fram á greindar-
prófunum en greind hans nýtist greinilega illa. X er
hins vegar haldinn miklum persónuleikatruflunum.
Tilfinningalíf hans er yfirborðskennt, illa þroskað,
sjálfmiðað og bamalegt. Þrjá megin persónuleika-
þætti má greina hjá X, sefasýkisviðbrögð sem lýsir
sér í ýktum og yfirdrifnum tilfinningalegum við-
brögðum og gerðum. Kleyfhugakennd viðbrögð þ.e.
skortur hæfileika til þess að mynda dýpri og varanleg
tengsl við fólk og í þriðja lagi viss einkenni geðvillu
sem einkennast af endurteknum árekstrum við um-
hverfið ...
X hefur einnig einkenni um ákveðin taugaveiklun-
arviðbrögð sem flokkast til kvíðaneurosu og virðast
þau hafa komið fram þegar í bemsku .... Að öllum
þessum atriðum samanlögðum er ekki að undra þótt
viðbrögð hans geti orðið heiftarleg og allt að því til-
viljunarkennd þegar hann er undir miklu álagi.“
Geðlæknirinn taldi morðingjann ótvírætt sakhæfan
þrátt fyrir þessa annmarka.
Þessi hörmulegi atburður átti sér þann aðdraganda
að á miðvikudagskvöldið fór verkamaðurinn út að
skemmta sér á skemmtistaðnum Óðali við Austurvöll.
Hann var alls ekki í jafnvægi heldur vansvefta, leið-
ur í skapi og upptrekktur en hann hafði daginn áður
útskrifast af geðdeild Landspítalans. Á Óðali hitti
maðurinn erlendan mann sem hann hafði ekki séð
áður. Þeir tóku tal saman og þar kom að erlendi mað-
urinn bauð hinum heim til sin og kvaðst eiga nægt
áfengi. Þeir fóru síðan saman til heimilis hans að
Grenimel og þar sátu þeir og neyttu áfengis og hlýddu
á hljómplötur. Síðan reyktu þeir saman marijúana og
eitthvert brúnt efni í pípu. Ákærði fann fyrir undar-
legum áhrifum og varð slappur og þar kom að húsráð-
andi bauö honum að gista og þegar hann kvaðst eiga
bágt með svefn gaf húsráöandi honum tvær hvítar
töflur.
Vakiiað við vondan draum
Ákærði kvaðst hafa háttað ofan í rúm og sofnað
en vaknað við að húsráðandi var búinn að færa
hann úr fotunum og var að hafa við hann samfarir
í endaþarm. Ákærði bar fyrir dómi að honum heföi
brugðið mjög við þetta og hann kvaðst þurfa á sal-
erni og náði að komast frá húsráðanda. Ákærði
kvaðst þá þegar hafa verið haldinn þeirri hugmynd
að hann þyrfti að ganga frá manninum og fann hann
lítil skæri í snyrtiherberginu og fór með þau inn í
stofu en fól fyrir aftan bak. Hann rak síðan skærin
af alefli í brjóst húsráðanda og ætlaði að hitta í
hjartastað. Hann kippti skærunum úr sárinu en
húsráöandi reis á fætur tók um úlnlið ákærða og
sagði:
„Biddu Guð að hjálpa þér.“
Ákærði sótti nú brauðhnif fram í eldhús og lagði
til húsráðanda hvað eftir annað, dró síðan manninn
inn í stofu og tók þar fyrir vit hans í þeim tilgangi
að stytta stundir hans. Húsráðandi braust um þegar
hér var komið sögu og þá rak ákærði önnur og
stærri skæri í auga hans. Hann bar fyrir dómi að
hann myndi ekki greinilega eftir atburðum því á sig
hefði runnið nokkurs konar æði.
Hann gekk um íbúðina að loknum verknaðinum,
tók 200 krónur úr veski sem hann fann og tók einnig
kvikmyndavél og filmur ásamt segulbandstæki og
hélt brott með verðmæti þessi. Hann skildi íbúðina
eftir opna og ljós logandi og hélt heim til sín en varð
ekki svefnsamt það sem eftir lifði nætur og fór um
morguninn til vinnu sinnar í sælgætisgerð.
Seinni hluta næsta dags játaði ákærði fyrir kunn-
ingja sínum hvað gerst hafði og þannig komst vit-
Fí/r/r rúmum 20 árum vorframið hrottaleqt
morð i/ið Grenimel. íIjós kom að morðinq-
inn þekkti fórnarlambið sáralítið oq höfðu
þeir hist fyrir tih/iljun á skemmtistaðnum
Oðali við Austurvöll. Morðinqjanum fannst
hann vera að verja hendur sínar þeqar hann
vann verknaðinn.
neskja um málið að lokum til lögreglunnar. Þá um
kvöldið losaði hann sig við munina sem hann hafði
stolið á Grenimelnum með því að henda þeim í leðju
við Tjarnarendann. Hann svaf ekkert þessa nótt
heldur og fór ekki til vinnu daginn eftir heldur ráf-
aði um borgina og fór á skemmtistað um kvöldið.
Vitni sem hitti ákærða á Óðali hið örlagaríka
kvöld skömmu áður en hann hitti fómarlamb sitti
lýsti hegðun hans og framkomu svo að sér hafi virst
hann ör og spenntur og brothættur tilfinningalega
eins og hann væri leitandi eftir samskiptum og
hlýju.
Ræktaði hass
í íbúð hins myrta fundust fíkniefni og merki um að
hann hefði ræktað kannabisplöntur til neyslu en
hann hafði allmikla kunnáttu á þessu sviði. Fram
kom fyrir dóminum að hann myndi hafa fengist við
þessa ræktun meðal annars á vinnustað sínum en
hann var starfsmaður stórrar blómabúðar í Reykja-
vik.
Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri
að hinn myrti hefði gefið morðingja sínum kannabis-
efni og síðan svefntöflur og hafið við hann kynmök
sofandi. Ákærði hafi unnið á honum í mikilli geðæs-
ingu sem leiddi af þessu hátterni en fyrir hafi ekki
verið um ásetning til manndráps að ræða.
Ákærða var talið til tekna að hann reyndi ekkert að
dylja verknað sinn heldur þvert á móti gerði hann
ráöstafanir til þess að komast myndi upp um hann og
hann skýrði skilmerkilega frá atburðum við rann-
sókn málsins.
önnur atriði horfðu hins vegar til þyngri refsingar
og taldi rétturinn að ásetningur ákærða eftir aö hann
var vaknaður hafi veriö styrkur og einbeittur og
beitti hann hættulegum tækjum meö hrottalegum að-
ferðum. Ekkert var því til fyrirstöðu að ákærði gæti
klætt sig og komist af vettvangi án hindrunar.
Ákærði var því dæmdur til fangelsisvistar I 12 ár
og greiðslu alls sakarkostnaðar.
-PÁÁ
■v