Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Qupperneq 52
52
Helqarblað I>V LAUGARDAGUR I. JÚNÍ 2002
Umsjón
Njáll
Gunnlaugsson
i
TL
Fjöldi nýrra bíla í ár
í ár sem áður er fjöldi nýrra bíla að koma á markað
þó að þeir nái ekki allir upp að íslandsströndum. Kem-
ur þar margt til, eins og verð og fleira, en það sem
mestu máli virðist skipta er sérviska okkar íslendinga.
Erlendis hefur bylgja jepplinga og fjölnotabíla gengið
yfir í mörg ár en íslendingar eru bara rétt að uppgötva
hagkvæmni fjölnotabílanna. Sala á jepplingum hefur
þó tekið vel við sér á síðustu árum og á síðasta ári
gerðist það í fyrsta skipti að jepplingur var söluhæsti
bill á árinu.
Hátt hlutfall jeppa og fjórhjóladrifsbíla er hér á
markaði en sannleikurinn er sá að margir nota aldrei
lága drifið í jeppum sínum og gætu því alveg eins kom-
ist af með jeppling. Mikil niðursveifla í sölu á nýjum
bílum hefur svo ekki hjálpað en af þeim sökum koma
örugglega færri tegundir hingað á árinu en oft áður.
Forsvarsmenn bílaumboðanna eru samt kokhraustir
og óhræddir við að kynna nýja bíla um þessar mundir
enda virðist markaðurinn vera aðeins að rétta sig viö
þrátt fyrir aukna niðursveiflu á fyrri hluta ársins. Við
ætlum því aðeins að skoða hér hvað er á döflnni hjá
umboðunum og höfðum samband við forsvarsmenn
þeirra.
VECTRAöTÍ
Opel Veetra er flaggskipið í sýningarsölum Bílheima. Hann kemur nú sem alveg ný kynslóð í suinar.
VW Toureq er lúxusjeppi sem kemur til landsins í
haust og er hannaður í samstarfi við Porsehe um leið
og Cayenne-lúxusjeppi þeirra.
Isuzu Axiom er „útlitsdjarfur" jeppi sem framleiddur
er fvrir Ameríkumarkað.
staðalbúnað en áður. Það má eiginlega segja að hann sé
meira lúxustæki en áður,“ sagði Hannes. „Það er ekk-
ert nýtt frá Isuzu nema það að við erum að gæla við bfl
sem heitir Axiom og er eingöngu seldur á Bandaríkja-
markaði. Þetta er jeppi sem er mjög nýtískulegur í út-
liti. Það mun koma í ljós fljótlega hvort við fáum
hann.“ Brátt er svo væntanlegur arftaki Saab 9-3 bUs-
ins, sem kaUast Sport sedan. „Það er fjögurra dyra bUl
sem er væntanlegur hingað á haustmánuðum," sagði
Hannes.
Kia Sorento er vel búinn lúxusjeppi með háu og lágu
drifi og kemur til landsins í júlí.
VW MPV er nýr fjölnotabíll frá Volkswagen og er
byggður á sania undirvagni og Golf.
Hekla með lúxusjeppa
Að sögn Marinós Bjömssonar, sölustjóra VW og
Audi, eru þeir Heklumenn að bíða eftir nýjum
lúxusjeppa, VW Toureq, sem verður kynntur í haust.
„Hann mun þó líklega ekki verða hér á markaði fyrr en
í byrjun næsta árs, en þó veit maður aldrei hvað gerist
á afmælisári, hvort við náum að láta hann birtast hér
í lok ársins.“ Toureq er lúxusjeppi og verður boðinn
með sex strokka dísilvél og tveimur bensínvélum, sex
og átta strokka. Einnig er væntanlegur Golf MPV fjöl-
notabíll í byrjun næsta árs. „Það eina sem við fáum
nýtt frá Audi á næstunni er nýr þristur á næsta ári. A6-
billinn hefur þó fengið andlitslyftingu og er nú boðinn
með 3,0 lítra vél, 220 hestafla, seint á árinu. Skoda er
svo að koma með nýjan bíl, Superb, sem við erum með
á stefnuskránni að fá hingað. Sá bíll er lúxusgerð af
Skoda og er lengri og stærri en Oktavía, en hann mun
koma í lok ársins," sagði Marinó.
Mazda kemur sterk inn um þessar mundir, meðal annars með nýrri Sexu sem þykir vera mjög sportleg.
fjögurra dyra bílinn en sá flmm dyra kemur seinna
með haustinu," sagði Guðmundur. „Langbakurinn
kemur svo aðeins seinna." Fyrirhugað er að hefja inn-
flutning á Chrysler og Jeep í september eða október.
„Það sem er spurt mest unt í sambandi viö þá amerísku
eru jepparuir. sá nýi litli og svo náttúrlega Grand Cher-
mj\ okee, einnig PT Cruiser og pallbílar," sagði Guðmund-
Fiat Multipla hefur reynst vinsælli en gert var ráð
fyrir og nú er ný Multipla á prjónunum. Árgerð 2002
hefur fengið ofurlitla andlitslyftingu.
Kia með nýjan jeppa
Að sögn Sigurðar Pálmars Sigfússonar, sölustjóra
Kia, er nýi Sorento-jeppinn á leiö inn á markaðinn.
„Hann verður væntanlega hjá okkur í byrjun júlí. Við
munum bjóða hann með öflugri 140 hestafla dísilvél
sem hefur 320 Newtonmetra í togi. Svo einnig 3,5 lítra
bensínvél sem er 195 hestöfl. Bíllinn verður vel búinn,
Istraktor kynnir sparleið
Páll Gislason, framkvæmdastjóri ístraktors, sagði að
þeir myndu leggja mesta áherslu á nýjan Fiat Stilo sem
hægt verður að fá með nýrri sparleið. „Siðan verðum
við meö Punto sem nú er hægt að fá ríkulega búinn fyr-
ir rúmlega 1200 þúsund með sparleið. Svo er Alfa 156 á
Benz Vaneo var sýndur í Frankfurt í fvrra en þetta
er fjölnotabíll af stærri gerðinni.
leiðinni með nýja innréttingu og nýja tveggja lítra vél,
öflugri og sparneytnari," sagði Páll.
Bflheimar fá nýja Vectru
Bilheimar eru aö fá nokkuð spennandi bíl hingað í
júni sem er nýr Opel Vectra. Þó gæti verið að honum
seinkaöi fram í ágúst eða september. Aö sögn Hannes-
ar Strange, sölustjóra Bílheima, er þetta alveg gríðar-
lega spennandi bíll. „Hann stækkar mikið, bæði á
breidd og lengd, og fær stærri vélar og miklu meiri
Ræsir bætir við umboði
Að sögn Guðmundar S. Baldurssonar, sölustjóra
fólksbíla hjá Ræsi, er að koma til landsins sniðugur bíll
frá Benz sem er Vaneo fjölnotabíllinn. „Það verður
spennandi að sjá hvemig landinn tekur þeim bíl,“
sagði Guðmundur. Eins er von á nýjum CLK-bíl hing-
að miðsumars. Aðaltromp Ræsis í ár verður þó Mazda
6 en fyrstu bílamir koma hingaö í júlí. „Viö fáum fyrst
við erum að tala um til dæmis tölvustýrt fjórhjóladrif
með háu og lágu drifi, leðurkiædda innréttingu með
sóllúgu og rafstillingu á sætum. Það er allt til í þessum
bíl sem hugsast getur. Á svipuðum tíma forum við að
geta boðið bíl sem heitir Carens. Það er bíll sem er sex
manna og er í fjölnotabílaflokki. Hann er fjórir og hálf-
ur á lengd en heldur mjóslegnari en Opel Zafira en
lengri. Ég get kannski ekki alveg staðfest það en við
erum að vona að við getum boðið hann á um 1.750 þús-
und,“ sagði Sigurður.