Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Side 61
LAUGARDAGU R I. JÚNÍ 2002
H e / c) (i rb la c) JOV
61
V*
Jón Þorsteinn Gíslason
bifreiðastjóri í Hafnarfirði verður 60 ára í dag
Jón Þorsteinn Gíslason bifreiðastjóri, Þúfubarði 13,
Hafnarfirði, er sextugur í dag.
Starfsferill
Jón Þorsteinn fæddist í Litla-Hvoli á Hvolsvelli og
ólst þar upp. Hann stundaði gagnfræðaskólanám í
Hvolsskóla, síðar nám í bifvélavirkjun í Iðnskóla Sel-
foss og loks starfsnám í sömu grein hjá Heklu hf. í
Reykjavík 1961.
Jón Þorsteinn starfaði á bifvélaverkstæði og við
uppbyggingu sláturhússins á vegum Kaupfélags Rang-
æinga á Hvolsvelli næstu misserin, vann við pípu-
lagningar með föður sínum í Rangárþingi 1963-66 og
kom jafnframt að verslunarrekstri fjölskyldunnar í
versluninni Hagkjörum hf. á Hvolsvelli.
Jón Þorsteinn flutti með fjölskyldu sinni til Hafnar-
fjarðar 1966. Hann hóf þá rekstur vörubíls hjá Vöru-
bílastöð Hafnarfjarðar og sinnti jafnframt verslunar-
störfum við fjölskyldufyrirtækið, Verslunina Hraun-
ver í Hafnarfirði, frá 1967.
Jón Þorsteinn hóf leigubílaakstur 1976 hjá BSH og
hefur starfað þar síðan. Hann hefur verið gjaldkeri
BSH frá 1996, framkvæmdarstjóri stöðvarinnar frá
2001, situr í stjórn Frama og gegnir þar trúnaðarstörf-
Fjölskylda
Jón Þorsteinn kvæntist 15.12. 1963 Sveinveigu Guð-
mundsdóttur (Lillu), f. 22.12. 1942, nú starfskonu á
Hrafnistu í Hafnarfirði og húsmóður í Garðabæ. Þau
skildu 1975. Foreldrar hennar: Guðmundur Sigfússon,
f. 16.5. 1913, d. 28.3. 1996, lengi bóndi í Fljótsdal í
Fljótshlíð og síðar verkamaður I Þorlákshöfn, og Þor-
björg Pálsdóttir, f. 15.12. 1915, húsmóðir.
Börn Jóns Þorsteins og Sveinveigar eru Gísli, f. 7.5.
1960, dýralæknir í Hafnarfirði, kvæntur Guðrúnu
Dagmar Rúnarsdóttur og eiga þau tvö börn; Kolbrún,
f. 13.5 1961, tækniteiknari og snyrtir í Hafnarfirði, gift
Guðlaugi Laufdal og eiga þau tvö börn; Þórunn, f.
7.10. 1963, húsmóðir í Hafnarfirði, í sambúð með
Michael Jan Roberson og eiga þau eitt barn en fyrir á
Þórunn þrjú börn; Guðmundur Sævar, f. 20.7. 1968,
smiður í Hafnarfirði, í sambúð með Guðnýju Viktor-
íu Másdóttur og eiga þau tvö börn.
Jón þorsteinn á eina dóttur frá fyrri sambúð með
Sigrúnu Hansen, f. 10.6. 1957, Sigrúnu Margréti, f.
29.11. 1979, nú búsett á Bretlandseyjum ásamt dóttur
sinni Katrínu Tinnu.
Jón Þorsteinn hefur verið í sambúð frá 1982 með
HLlifHHK'HjJ 11111H b HIHfe •
Katrín
Sæmundsdóttir
húsmóðir í Garðabæ
Katrín Sæmundsdóttir,
Kirkjulundi, Garðabæ, er
áttatíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Katrín fæddist í Stóru-
Mörk undir Vestur-Eyjafjöll-
um og ólst þar upp. Hún var
húsfreyja og bóndakona í
Stóru-Mörk en auk þess ráðs-
kona hjá vegavinnuflokki og
síðan starfsstúlka við Landspítalann.
Katrín og maður hennar stunduðu siðan búskap að
Brú í Austur-Landeyjum.
Fjölskylda
Eiginmaður Katrínar: Eysteinn Einarsson, f. 12.4.
1904, vegavinnuverkstjóri. Foreldrar hans voru Einar
Þórðarson, bóndi í Hvítuhlíð í Bitrufirði á Ströndum,
og Steinunn Jónsdóttir húsfreyja.
Börn Katrínar og Eysteins: Hrafnhildur Eysteins-
dóttir,' f. 17.6. 1949, aðstoðarmaður tannlæknis í
Garðabæ, gift Jónasi Ragnarssyni tannlækni og eru
börn þeirra Ragnar, f. 29.5. 1971, lögfræðingur í Kópa-
vogi, Katrín Hildur, f. 24.2.1975, leiðbeinandi við leik-
skóla, Hrönn, f. 10.5.1977, hárgreiðslukona í Garðabæ,
Edda Rán, f. 29.12. 1979, nemi við MK, og Eysteinn, f.
5.1. 1985, nemi við FG; Hilmar Eysteinsson, f. 2.9.1951,
forstjóri Fínverks, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sig-
ríði Magnúsdóttur húsmóður og er dóttir þeirra Ingi-
björg, f. 26.11. 1981, nemi í Borgarholtsskóla, auk þess
sem Sigríður á tvo syni frá því áður, Óskar og Stefán.
Systkini Katrínar: Valtýr, f. 16.12. 1907, látinn, bú-
settur í Hafnarfirði; Árni, f. 30.11. 1909, látinn, hrepp-
stjóri í Stóru-Mörk; Kristín, f. 13.11. 1912, látin, hús-
freyja í Mið-Mörk; Einar, f. 15.10. 1914, látinn, bóndi i
Stóru-Mörk; Sigurður, f. 7.3. 1916, látinn, verkstjóri í
Reykjavík; Guðmundur, f. 14.5. 1920, látinn, bóndi á
Gíslastöðum á Völlum; Guðlaug, f. 6.11. 1921, húsmóð-
ir í Reykjavík; Þóra, f. 21.5. 1925, látin, húsmóðir í
Hafnarfirði; Kristján, f. 20.8. 1926, látinn, verkamaður
á Torfastöðum í Fljótshlíð; Sigurbjörg, f. 10.7. 1928,
húsmóðir í Reykjavik; Bergur, f. 24.3. 1923, fyrrv.
sérleyfishafi, búsettur á Hvolsvelli.
Foreldrar Katrinar voru Sæmundur Einarsson,
hreppstjóri í Stóru-Mörk, og k.h., Guðbjörg María
Jónsdóttir húsmóðir.
Katrín ver afmælisdeginum með ættingjum sínum.
Aðalheiður
Guðmundsdóttir
húsmóðir í Garðabæ
Aðalheiður Guðmundsdótt-
ir húsmóðir, Garðatorgi 17,
Garðabæ, verður áttræð á
morgun.
Starfsferill
Aðalheiður fæddist við
Laugaveginn í Reykjavík og
ólst upp í Reykjavík. Hún
stundaði nám við verslunar-
skóla í Kaupmannahöfn og
söngnám á íslandi, við Mozartteum i Salzburg í Aust-
urríki, í Múnchen i Þýskalandi og í New York.
Aðalheiður hefur búið í Danmörku, Þýskalandi, E1
Salvador, Nicaragua, Costa Rica, Honduras og Banda-
ríkjunum.
Aðalheiður hefur sungið með ýmsum kórum og
haldið tónleika hér heima og erlendis. Hún var fyrsti
formaður söngsveitarinnar Filharmoníu og var for-
maður sjálfstæðiskvennafélagsins í Kópavogi í nokk-
ur ár.
Fjölskylda
Aðalheiður giftist 17.5. 1941 Sveini Sigurði Einars-
syni, f. 9.11.1915, d. 19.6.1988, yfirverkfræðingi hjá SÞ
í Miö-Ameríku og í New York. Hann var sonur Einars
Sveinssonar, bónda á Leirá í Borgarfirði, og k.h., Þór-
dísar Guðmundsdóttur húsfreyju.
Böm Aðalheiðar og Sveins eru Einar, f. 28.3. 1945,
framkvæmdastjóri i E1 Salvador, kvæntur Beatriz
Zarco Sveinsson og á hann tvær dætur; Anna Júlíana,
f. 7.10. 1949, óperusöngkona í Garðabæ, gift Rafni Sig-
urðssyni viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú börn.
Kjördóttir Aðalheiðar og Sveins og jafnframt syst-
urdóttir Aðalheiðar er Margrét Heinreksdóttir, f. 1.4.
1936, forstjóri Mannréttindastofu íslands og á hún
tvær dætur.
Hálfbróðir Aðalheiðar, sammæðra: Sveinn Jónsson,
f. 9.10. 1910, látinn, skrifstofumaður í Reykjavík.
Alsystini Aðalheiðar: Ástríður Anna, f. 7.3. 1917, d.
18.2. 1944, húsmóðir í Reykjavík; Guðmundur Svavar,
f. 11.5. 1918, d. í apríl 1974, skákmeistari; Þórey Krist-
ín Guðmundsdóttir, f. 18.10. 1919, húsmóðir í Reykja-
vík; Fanney Lilja, f. 16.10. 1923, látin, húsmóðir í
Reykjavík.
Foreldrar Aðalheiðar voru Guðmundur Jónsson, f.
1.9. 1888, d. 18.7. 1955, kaupmaður í Brynju, búsettur í
Reykjavík, og k.h., Júlíana Sveinsdóttir, f. 30.1. 1886,
d. 4.11. 1967, húsmóðir.
Ásdísi Ingólfsdóttur, f. 28.5. 1961, húsmóður í Hafnar-
firði. Foreldrar hennar eru Ingólfur Ólafsson, f. 22.3.
1935, bifreiðastjóri og Auður Marísdóttir, f. 10.08.
1939, starfskona á Sólvangi í Hafnarfirði.
Fyrir á Ásdís dótturina Ingu Þóru Böðvarsdóttur, f.
31.7. 1980.
Systkini Jóns Þorsteins: Svava, f. 21.2. 1936, hús-
móðir í Reykjavík; Jón Þorsteinn, f. 14.1. 1940, dó af
slysförum 19.8. 1941; Ágúst, f. 3.4. 1949, húsasmíða-
meistari á ísafirði.
Foreldrar Jóns Þorsteins voru Gísli Jónsson, f. 5.2.
1912, d. 3.12. 1993, pípulagningameistari frá Ey í Vest-
ur-Landeyjum, og Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 13.6.
1917, d. 12.3. 1998, húsmóðir.
Ætt
Gísli var sonur Jóns Gíslasonar, f. 5.10. 1871, d. 27.4.
1956, bónda og oddvita i Ey í Vestur-Landeyjum og
Þórunnar Jónsdóttur, f. 27.7. 1876, d. 2.7. 1964, ljós-
móður í Rangárþingi. Guðrún var dóttir Þorsteins
Ágústssonar, f. 8.10. 1874, d. 24.10. 1938, húsgagna-
smiðs í Reykjavík og Guðrúnar Hermannsdóttur, f.
23.1. 1891, d. 1.2. 1972, húsmóður frá Fremstuhúsum í
Dýrafirði.
Jón Þorsteinn er að heiman.
Það að ljóða lof á mig
lýsir góðu viti
Skagfirsk skemmtiljóð komu út í þremur bindum á
árunum 1997 til 1999. Bjarni Stefán Konráðsson safn-
aði. Þar má finna margan góðan kviðling. Ég fletti
gegnum bindin þrjú og tíndi úr örfá sýnishorn af
kveðskap þeirra Skagfirðinga.
Kristján Árnason á Skálá orti um ónefndan tækni-
fræðing:
Lítiö gengur að lœra að skrimta
af lífsins daglega gerningi.
Hann er ennþá aö hanna fimmta
hornið á sínum ferningi.
Birgir nokkur Hartmannsson orti lofvísu um Sigur-
jón Runólfsson. Sigurjón svaraði með þessari vísu:
Vaski bróðir, vermi þig
vísnaglóðar hiti.
þaó að Ijóða lof á mig
lýsir góöu viti.
Þorbjörn Kristinsson orti í hita kjarabaráttunnar:
Að geta ekki lifað á loftinu hér
er líklega bölvaður galli,
því vaxandi kreppa og veróbólga er
og víxlarnir komnir aðfalli.
í öðru bindinu rakst ég á þekkta vísu. Hana orti Ei-
ríkur Kristinsson þegar hann var ungur drengur:
Bjarnastaðabeljurnar
þœr baula mikió núna,
þœr eru að verða vitlausar
þaö vantar eina kúna.
Bœndur hafa bruggið þekkt
og bragöió góða af landanum.
þaö er djarft og drengilegt
aö drekka sig út úr vandanum.
Á hagyrðingamóti í Varmahlíð í október
1993 var spurt að því hvað menn hugsuðu
daginn eftir Laufskálarétt. því svaraði Sig-
urður Hansen svona:
Það sem oft er sungið á eftir vísunni, um að þetta
geri ekkert til o.s.frv. er seinni tíma viðbót eftir ann-
an höfund.
Hilmir Jóhannesson kom að umræðu þar sem það
bar á góma að réttast væri að selja bjór til að leysa
efnahagsvanda þjóðarinnar. Hann gerði þá þessa
vísu:
Umsjón
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
ria@ismenntis
Ef menn hugsa yfirleitt
er mér nœst að gruna
að menn sem ekki muna neitt
megi best við una.
Að lokum er hér ein sem Hjörleifur Jónsson á
Gilsbakka orti um ástina:
Margir hæla ást um of
ýmsum var hún byrói.
Nái hún aðeins upp í klof
er hún lítils viröi.