Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 3
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 19 pv_______________________________Sport Rúnar Sigtryggsson unir hag sínum vel á Spáni: Manjana var fyrsta orðið sem ég lærði - og segir Spánverja í alla staði lausa við stress Rúnar Sigtryggsson, sá rauðklæddi, hlakkar til aö hitta landsliðsstrákana í lok þessa mánaöar en þá tekur liöiö þátt í World Cup í Svfþjóö en þangaö er boöiö bestu handknattleiksþjóöum heims. Rúnar Sigtryggsson, landsliðs- maður í handknattleik, er einn þriggja íslendinga sem leika með spænsku liðum um þessar mundir. Rúnar, sem er þrítugur að aldri, gerði í sumar tveggja ára samning við stórliðið Ciudad Real og sem stendur er liðið í öðru sæti í 1. deild. Félagið er stórhuga og er stefnt að því aö liðiö verði orðið eitt besta lið Evrópu innan skamms tíma. Á bak við félagið stendur vell- auðugur kaupsýslumaður og hefur ekkert verið til sparað í leikmannakaupum til að koma liðinu í fremstu röð. Fé- lagið hefur m.a. nú þegar gengið frá fjögurra ára samningi við Ólaf Stef- ánsson og gengur hann tii liðs við félagið þegar samningur hans við þýska liðið Magde-burg rennur út eftir þetta tímabil. Rúnar lék með Haukum áður en hann fór til Spánar en þar áður lék hann um hríð með þýska liðinu Göppingen. í sumar benti allt til þess að Rúnar héldi á ný til Göpp- ingen sem vann sér sæti í þýsku úr- valsdeildinni. Spænska liðið kom þá inn í myndina og fór svo að Rúnar hætti við að fara til Göppingen og tók tilboði Ciudad Real. Eftir Evrópukeppnina í Svíþjóð sýndu félög Rúnari áhuga enda stóð hann sig mjög vel með íslenska landsliðinu í keppninni. Það kom því engum á óvart að félög í Evrópu föluðust eftir kröftum hans enda fer þar vEu-narmaður í fremstu röð. „Okkur gengur allt í haginn en við höfum unnið alla okkar leiki fyrir utan einn í 2. umferð en þar lágum við fyrir núverandi meistur- unum í San Antonio Portland. Þaö var hreinn og klár klaufaskapur og segja má að við höfum gefið sigur- inn frá okkur. í næstu viku reynir á okkur en þá kemur Ademar Leon hingað í heimsókn en það er eina taplausa liöið í deildinni," sagði Rúnar. En hvemig lætur Rúnar annars af dvölinni á Spáni? „Ég get ekki annað sagt en að mér og fjölskyldunni líkar vel ver- an hér á Spáni. Þetta er mikil tO- breyting frá lifinu heima á íslandi. Ef ég á að bera saman handboltann hér við þann sem leikinn er í Þýsklandi þá er hann mun hraðari á Spáni. Mér flnnst mun skemmti- legra að leika spænska stílinn en þann þýska, hraðinn er meiri eins og ég sagði og það er töluverður hasar í öllum leikjum. Rúnar sagði að liðið ætlaði sér leynt og ljóst að blanda sér í barátt- una um spænska meistaratitilinn. Á Spáni er talað um að baráttan um titilinn komi til meö að standa á milli fjögurra liöa. Ciudad Real, Barcelona, San Antoino Portland og Ademar Leon. Eins gætu Altea og Real Valladolid blandað sér í þá baráttu. - Hvemig gengur venjulegur dagur fyrir sig hjá Rúnari og fjöl- skyldu? „Ég byrja á því að fara með eldri strákinn okkar í skólann klukkan níu og að því loknu fer ég beint á æfingu sem stendur yfir í tvo tíma. Um eittleytið sæki ég strákinn i skólann og við borðum saman há- degismat. Strákurinn þarf síðan að fara aftur í skólann um hálffjögur þegar hvildartímanum, síestunni, er lokið. Þá fer ég á seinni æfingu dagsins og eftir hana er sest niður og borðaður kvöldmatur," sagði Rúnar. Eiginkona Rúnars er Heiða Er- lingsdóttir og eiga þau tvo syni, sá eldri heitir Sigtryggur Daði, sex ára, og sá yngri heitir Andri Már og er tveggja mánaða gamall. Rúnar segir fjölskyldunni líka vistin vel enda sé landið fjölskyldu- vænt. „Við búum í bammörgu hverfi . og strákurinn minn eldri er mjög sáttur en við búum í þorpi rétt fyr- ir utan Ciudad Real. Það eru 17 leikmenn á atvinnu- mannasamningi hjá félaginu og út- lendingar eru alls fimm. Auk Rún- ar em það þeir Christian Hjermind frá Danmörku og Jonas Keilaman frá Svíþjóð. Þá eru Rússinn Sergei Pogorelov og kúbverskur leikmað- ur á mála hjá félaginu. „Það hefur fátt komið mér á óvart til þessa nema ef vera skyldi að mér finnst mikið æft en nánast undantekingarlaust er æft tvisvar á dag. Það fara um fjórir tima á dag í æfmgar og svo þess á milli em fundir og annað slíkt. Ég er að spila mun meira en ég bjóst við og hélt í fyrstu að ég myndi aðallega taka þátt í vamarleiknum. Þjálfarinn hefur hins vegar líka látið mig leika á miðjunni í sóknarleiknum og hefur það gengið alveg ágæt- lega.“ Þjálfari félagsins er Juan Diaz Roman, fyrrverandi landsliðsþjálf- ari Spánar. Rúnar segir hann litrík- an í meira lagi og hann sé fær í sínu starfi. Hann er með hugann við handboltann allan daginn eins Rúnar sjálfur kemst að orði. For- seti félagsins sér um daglegan rekstur og hann hefur hafið bygg- ingu nýrrar iþróttahallar sem taka mun rnn sex þúsund áhorfendur en gamla höllin þar sem liðið leikur heimaleiki sína í dag tekur 3500 manns og ekki veitir af því að handboltaáhugi um þessar slóðir er mikill. Ciudad og Real Madrid varla saman í eina í sæng - Hvað er hæft í þeim sögum að Ciudad Real og Real Madrid muni ganga í eina sæng? „Maður er búinn að heyra ýmis- legt í þessum efnum en eftir að ákveðið var að ráðast i byggingu á nýrri íþróttahöll halda menn að þau áform séu úr sögunni í bili. Getgátur hafa verið um að Real Ma- drid standi straum af leikmönnum sem hingað koma en það hefur aldrei fengist staðfest." „Þvi er ekki logið upp á Spán- veijana að þeir taka lífinu rólega. Fyrsta oröið sem maður lærði var manjana sem þýðir á morgun. Þeir eru ekki að flýta sér og eru lausir við allt stress og er það bara ágætt. Það tekur mann tíma að venjast þessu en þegar það er yfirstaðið gengur lífið bara vel fyrir sig. Það er á allan máta mun auðveldara að lifa á Spáni en heima og verölag á matvöru og öðrum varningi er mjög hagstætt. Maður getur stundum ekki annað en brosað þeg- ar maður er að bera saman verðið hér og heima.“ Aldrei viijaö sleppa þessu tækifæri „Það er gríðarlegur munur á því að getað einbeitt sér að handboltan- um og þurfa ekki að vinna með eins og maður gerði heima. Maður hefur sjaldan æft eins mikið og er komin í þrusuform. Ég hefði aldrei viljað sleppa því að koma hingað út en manni gefst ekki svona tækifæri á hverjum degi að leika með stór- liði á borð við Ciudad Real. - Eru ekki menn orðnir spenntir að fá Ólaf Stefánsson til félagsins? „Jú, það er ekki laust við að menn séu famir að hlakka til og það verður meiri háttar fá hann enda þar á ferð einn besti hand- boltamaður í heimi. Það er spænsk- ur landsliðsmaður og Rússinn sem leika í þessari sömu stöðu og Ólaf- ur kemur til með að vera í, en það er ekki hægt að líkja þeim við Ólaf. Hann verður aðalhlekkurinn i því að gera liðið að besta liði Evrópu á komandi árum. Það verður gaman fyrir mig þegar Ólafur kemur,“ sagði Rúnar Spurður hvort hann hlakki til verkefnanna með landsliðinu í vetur sagði Rúnar svo vera og það verði gaman að hitta strákana á World Cup sem verður 1 lok þessa mánaðar í Sviþjóð. Það verður fróð- legt að sjá hvar landsliðið stendur fyrir heimsmeistarakeppnina í Portúgal. Spánverja hissa hvaö viö eigum góöa handboltamenn „Spánverjar botna ekkert í því hvemig lítil þjóð á borð viö ísland nái svona langt á alþjóðavettvangi í handbolta. Þeir velta þessu stund- um fyrir sér og vísa þá til árangurs liðsins á Evrópmnótinu i Svíþjóð." Rúnar, sem gerði tveggja ára samning viö Ciudad Real i sumar, sagðist ekki vita hvað tæki við að honum loknum. „Ég er búinn að æfa og keppa í handbolta frá 15 ára aldri en það kveikti verulega í mér að fá tæki- færi til að leika hér á Spáni, kom- ast í nýtt mnhverfi og leika í alvöru deild. Maður veit aldrei hvað fram- tíðin ber í skauti sér en markmiðið er að standa sig vel og bæta sig í íþróttinni." Ciudad Real leikur í Evrópu- keppni bikarhafa í vetur og mætir Innsbrúck frá Austurríki í 3. um- ferð. Rúnar sagöist hafa verið að vonast eftir að liðið myndi dragast á móti sínum fyrrnrn félögum í Haukum. „Við fáum þá kannski í næstu umferð því ég held að Guömundur Hrafnkelsson og félagar í ítalska liöinu Conversano verði að láta í minni pokann fyrir Haukunum. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.