Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 19
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 35 Sport n>v Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, leggur ísfirðingum lið: Guömundur Guömundsson kom í síðustu viku vestur á ísafjörð til aö leggja lið áhugafólki um hand- knattleik, en þar hefur verið lögö mikil áhersla á að endurvekja handboltaiðkun á fsafirði. Guð- mundur var ánægður með dvöl sína á ísafirði og þann mikla áhuga á íþróttinni og velvilja sem mætti honum hvarvetna. „Fræðslu- og útbreiðslunefnd starfar á vegum HSf og ég sem landsliðsþjálfari kem að fræðslu- og útbreiðslumálum fyrir hönd sambandsins. Eftir Evrópumeist- aramótið fórum við norður í iand og vorum í Ólafsfirði og á Húsavík og viðar. Síðan höfum við farið á Austuriandið og komið viða við þar, meðai annars í Fjarðarbyggð og á Egilsstöðum. Nú var kominn tími á að koma hingað vestur og reyna að styðja við bakið á áhuga- fólki hér í starfi þeirra við að end- urvekja handboftann héma. Þau hjá Herði hafa verið mjög dugleg í að koma þessu starfi af stað héma fyrir vestan og var ákveðið fyrir nokkra að ég kæmi hingað vestur í haust,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson. Viljum hjálpa ísfiröingum að rífa upp handboltann „Við viljum veita fsfirðingum eins mikið lið og við getum og ger- um allt sem í okkar valdi stendur tif að hjálpa þeim í þeim efnum. Við vifjum endilega hjálpa til að rífa handboltann upp héma og leggja okkar af mörkum til að það verði stundaður handbolti hér fyr- ir vestan. Ég sé ekkert sem gæti komið í veg fyrir það. Við ætlum að reyna að fylgja þessu eftir og koma hingað aftur í vetur, ef til Guömundur Guömundsson landsliðsþjálfari sýnir strákunum réttu taktana. vill í febrúar og senda þjálfara sem verður bæði með æfingar og námskeið fyrir þjálfarana hér. Það er gott að koma hingað vest- ur. Ég fæ tækifæri til að hitta grunnskólakrakka á morgun og verð með kynningu og fyrirlestur fyrir hvem árgang á sal grunn- skólans á ísafirði." Þurfum aö hafa fyrir hlutunum Guðmundur sagði að við íslend- ingar ættum að vera stolt af okkar handbolta. Hann er klárlega sú hópíþrótt sem við höfum náð lengst í. „Við hjá HSÍ höfum metnað til að auka veg íþróttar- innar sem mest og fjölga iðkend- um um land allt. Þetta tvennt helst í hendur, iðkendum fjölgar alltaf þegar vel gengur og aukinn Qöldi iðkenda styrkir stöðu íþrótt- arinnar. Þó verður að fylgja góð- um árangri fast eftir. Við erum í harðri samkeppni við aðrar íþróttagreinar og skemmtanir eða tómstundaiðju af mörgu tagi. Við þurfum að hafa fyrir því að fjölga iðkendum og halda þeim sem þeg- ar eru byrjaðir. Aukin fræðsla og útbreiðsla er það sem við beitum í þessu sambandi. Forvamargildi íþróttaiðkunar er gífurlegt og verður seint metið til fulls. Félags- legi hlutinn er mikilvægur í þessu sambandi. Menn fá alltaf heilmik- ið félagslíf út úr því að stunda íþróttir og félagslegi þátturinn er sterkur í forvamargildi íþrótta- iðkunar." Aðspurður hvort hann eigi von á liðsmönnum í handknattleiks- landslið framtíðarinnar, telur Guðmundur það næsta víst: „Sjálfur er ég að vestan, hálfur ísfirðingur! Ég veit að það er góð- ur efniviður héma, ekki nokkur spurning með það!“ Kristín Þórisdóttir, formaður handboltafélagsins Harðar, hefur verið í fararbroddi áhugafólks um handbolta fyrir vestan: „Þetta byrjaði í fyrra með því að nokkrir strákar tóku sig saman og byrjuðu að æfa i gamla íþrótta- húsinu við Austurveg hér á ísa- firði. Alan og Erik, synir mínir, eru miklir áhugamenn um hand- bolta og það er ákveðinn kjami kringum þá sem stendur að þessu. Upp úr því starfi var handboltafé- lagið Hörður vakið upp eftir að hafa legið í nokkrum dvala um hríð. Nú er Hörður orðinn löglegt félag innan Héraðssambands Vest- fjarða. Þetta er að sjálfsögðu ástríða og áhugi nokkurra aðila sem verður til þess að við erum að reyna að koma handboltanum á ísafirði af stað aftur,“ sagði Krist- ín. Ánægjulegur og uppbyggilegur fundur „Ég er í þessu sem móðir Forvarnargildið er gífurlegt Alan Már Newman getur ekki hugsaö sér lífiö án handbolta. 't drengjanna. Ég tel að foreldrar fái betra samband við börnin sín ef þeir taka þátt i áhugamálum þeirra og eru í þessu starfi fyrst og fremst fyrir þá. Foreldrarnir eru almennt ekki enn komnir inn í starfið eins og gæti orðið en ég vona að svo verði. Við erum mjög ánægð með að fá Guðmund Guð- mundsson landsliösþjálfara hing- að vestur. Hann sat fund með okk- ur í kvöld sem var mjög ánægju- legur og upphyggilegur. Til stend- ur að framhald verði á þessu starfi hér fyrir vestan. Þetta byrj- ar vel og við hlökkum sannarlega til vetrarins." Alan Már Newman er 16 ára v gamall menntaskólanemi og hand- boltaáhugamaður. „Handbolti er uppáhaldsíþrótt- in mín og ég hef stundað hann síð- an ég var átta ára gamall. Ég var í KA á Akureyri og síðan í FH og núna Herði." Alan Már er aðstoð- arþjálfari hjá Herði og á erfitt með að hugsa sér lífið án handbolta. Framtíðin leggst vel í hann. „Við eigum eftir að keppa í fyrstu deild einhvern tíma í framtíðinni,“ seg- ir hann og tekur aftur til við æf- ingamar. -r' „Handboltinn er á frumstigi héma eins og er,“ sagði starfsmað- ur íþróttahússins á Torfnesi. „Það er mjög jákvætt að farið sé að vinna með íþróttina hér, þetta á rétt á sér ekki síöur en aðrar íþróttagreinar." Greinilegt er að mikill hugur er í fólki hér fyrir vestan varðandi handboltann og ekki að efa að vegur hans fari vax- andi hér á komandi árum.“ -VH Landsliösþjálfarinn leggur línurnar með heimamönnum: Christoph þjálfari handknattleiksfélagsins Harðar, Erik og Alan Newman aöstoöarþjálfarar, Gestur Elíasson, sem annast þjálfun í marki, Kristín Þórisdóttir, formaður Haröar, og Guðmundur Guömundsson. 4T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.