Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 16
32 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 Sport DV í| / < -' ’i' JgfcÍM \ ■>. ÖIHíIIIpmPI SgjBÍP ■ m \ Wayne Rooney, Everton Wavne Roonev Fæddur: 24. október 1985 Helmaland: England Hæð: 178 Leikstaða: Framherj i Fyrri lið: Engin. Deildarleikir/mörk: 3/1 Landsleikir/mörk: 0/0 Hrósið „Hann er mesta efni sem ég hef séð hér síðan ég kom til Englands. Hann er allt sem mann getur dreymt um aö hafa; snjall, viðbragðsfljótur og rekur boltann vel,“ segir Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal. Það hafa trúlega fáir reiknað með því að Wayne Rooney, sem verður 17 ára á fimmtudaginn, yrði sá sem myndi binda enda á sigurgöngu og metaregn Arsenal. Það er ekki langt síðan menn fóru að taka eftir honum og nú þegar er farið að bendla stórlið við þennan snjalla kappa sem talinn er vera eitt mesta efni sem fram hefur komið á Englandi í mörg ár og sem dæmi um það komst hann í 19 ára lið Everton aðeins 15 ára gamall. Rooney fór að vekja athygli fyr- ir markheppni sína á síðasta tímabili þegar hann skoraði átta mörk í jafnmörgum leikjum í meistarakeppni unglinga. Hann náði því síðan í apríl sl. að kom- ast á varamannabekkinn þegar Everton lék gegn Southampton og var vel fagnað af áhangendum liðsins þegar hann hitaði upp á veilinum en hann var þó ekki settur inn á. Hann lék einnig fjóra leiki með varaliðinu á síðasta timabili. Á undirbúningstímabilinu skoraði Rooney þrennu í 10-2 sigri Everton á austurrísku neðri deildar liði og nú er hann farinn að láta að sér kveða í ensku úr- valsdeildinni. Hann er bæði gríð- arlega fljótur og hefur auga fyrir marktækifærum og á örugglega framtíðina fyrir sér ef rétt er haldið á spUunum. -HI Alex Ferguson segir að Roy Keane hafi fengið of harða refsingu: Sambandið legg- ur okkur í einelti - vegna þess hve stór klúbbur United er, segir Ferguson Alex Ferguson gagnrýndi um helgina enska knattspyrnusam- bandið harðlega fyrir að dæma Roy Keane í fimm leikja bann og 150 þúsund punda sekt fyrir að hafa sagt í ævisögu sinni að hann hafi ætlað sér að slasa Alf Inge Háland þegar hann braut gróflega á honum fyrir einu og hálfu ári. Ferguson telur aö enska knatt- spyrnusambandið sé að leggja United í einelti og nefnir nokkur dæmi því til stuðnings. Ekki sanngjörn meðferð „Ég held að Manchester United fái ekki sanngjarna meðferð vegna þess að við erum stærsti klúbbur- inn. Okkur finnst kannski eins og við séum lagðir í einelti. Þegar lit- ið er á síðustu tvö atvik þegar and- stæðingar okkar gáfu leikmönnum olnbogaskot en kærum gegn þeim var vísað frá veltir maður fyrir sér hvort sé alvarlegra - að skrifa bók eöa taka næstum því augastein úr öðrum leikmanni. Það er vissulega erfitt að segja hvenær réttlætinu er fullnægt, hvað er sanngjarnt og hvað ekki. En útbreiðsla og stærð Manchester United þýðir að við fá- um harðari meðferð." Og Ferguson lýsir yfir stuðningi sínum við fyrirliða sinn og segir að sjálfsævisaga leikmanns ætti ekki að vera sönnunargagn gegn honum. „Ef maður er að skrifa sjálfsævisögu verður maður að segja sannleikann í henni og tjá sig um það sem hefur gerst í lifi manns.“ Tvísýnt um feril Hálands En eins og gefur að skilja eru forsvarsmenn Manchester City, liðsins sem Alf Inge Háland leikur með, ekki á sama máli og telja að Roy Keane hafi sloppið vel. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að Keane græði mikla peninga á bók- inni á sama tíma og tvísýnt er um feril Háland," segir David Bern- stein, stjómarformaður City, en Háland hefur ekki enn leikið knatt- spymu síðan þetta atvik átti sér stað fyrir tæpum tveimur ámm. Keane hefur frest til 29. október til að áfrýja þessari refsingu en Manchester City og Háland eru enn að hugleiða hvort höfða eigi einkamál gegn Keane vegna atviks- ins. -HI Roy Keane situr í bfl sfnum eftir aö dómurinn var kveðinn upp yfir honum. Sitt sýnist hverjum um dóminn - Alex Ferguson segir aó refsingin hafi veriö of hörö en forsvarsmönnum Manchester City finnst hann hafa sloppið of vel. Reuters f------- ----------- ■ ■■■ ..... ■ ------------- --------i .... , ■ ----- Dudek gerir nýjan samning Erfið meiðsl hjá van Nistelrooy Pólski landsliðsmarkmaðurinn Jerzy Dudek hefur skrifað undir nýjan og endurbættan samning við lið sitt, Liverpool, sem gildir til ársins 2006. Dudek, sem kom til liðsins í ágústmánuði 2001 fyrir 4,9 milljónir punda, gerði upphaflega fjögurra ára samning við Liverpool-liðið. Framkvæmdastjóri Liverpool, Gerard Houllier, sagði þetta á fóstu- daginn: „Þegar Jerzy kom til liðsins töluðum við um það að ef honum gengi vel yrði farið yfir samninginn aftur. Það hefur síðan komið á dag- inn að Jerzy er einn af bestu mark- mönnum deildarinnar. Við enduð- um í öðru sæti á síðustu leiktíð og tókst að halda markinu hreinu í 29 leikjum af 54 og ætlum að verð- launa hann samkvæmt því.“ Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy lék ekki með liði sínu, Manchester United, gegn Fulham um helgina og verður heldur ekki með gegn Olympiakos á miðviku- dag. Van Nistelrooy á við meiðsl í hnésbótarsin að stríða og það er óljóst hversu lengi hann verður frá. Þetta setur Ferguson í nokkurn vanda með sóknaruppstillingu liðs- ins þar sem hann þarf að reiða sig eingöngu á Ole Gunnar Solskjaer og Diego Forlan. Ferguson hefur einnig áhyggjur af meiðslum Roy Keane sem gekkst undir aðgerð á mjöðm á dögunum. Enn er óvíst hvernig aðgerðin hefúr tekist þar sem ekki er vitað hvort mjaðmaliðurinn hrekkur aftur á sinn stað með tímanum. Ferguson er þó bjartsýnn á að Keane muni snúa til baka sterkari en fyrr. -HI Hetjan... Trevor Sinclair hefur með sigurmarki sínu gegn Sunder- land gefið framkvæmdastjóra sínum, Glen Roeder, einhvern frest til að ná betri úrslitum fyrir West Ham. Fyrir þessa umferð var West Ham í neðsta sæti með fimm stig og hafði að- eins unnið einn sigur á tíma- bilinu. En Sinclair kom liði sínu úr fallsæti með því að skora glæsilegt sigurmark gegn Sunderland um helgina og spumingin er hvort lið West Ham nær að byggja á þessum sigri með þvi að ná fram hag- stæðari úrslitum. Það fór alls ekki illa á því að Sinclair tryggði þennan sigur enda hafa hann og Paolo Di Canio verið bestu menn liðsins um árabO. Og þar sem Di Canio lagði upp þetta sigurmark fyrir Sinclair má spyrja sig hvort þessir tveir menn verði til þess að West Ham náði að hysja upp um sig buxurnar og klifra eitthvað upp töfluna. -HI skúrkurinn Það skyggði nokkuð á gleði Alan Shearer yfir því að hafa skorað 300. mark sitt á ferlin- um að Newcastle tapaði leikn- um gegn Blackburn, 5-2. Það má að einhverju leyti skrifast á reikning gríska vamarmanns- ins Nikos Dabizas sem lét reka sig af leikvelli eftir fimm mín- útna leik. Dabizas ákvaö að handleika knöttinn viljandi innan vítateigs og gaf þar með Blackbum ekki bara víta- spymu heldur einn mann í for- skot það sem eftir lifði leiks. Blackbum komst skömmu síð- ar I 2-0 og þó að Alan Shearer næði að jafna leikinn með tveimur mörkum virtist liðs- munurinn gera það að verkum að allur kraftur væri úr leik- mönnum Newcastle við þetta og leikurinn tapaðist, 5-2, eins og áður sagði. Ætli Dabizas hugsi sig ekki tvisvar um áður en hann teygir hendurnar of nálægt boltanum aftur. -HI Markahæstir Gianfranco Zola Chelsea 8 Alan Shearer Newcastle 7 Silvain Wiltord Arsenal 6 Thierre Henry Arsenal 6 Kevin Campbell Everton 5 Nwankwo Kanu Arsenal 5 Michael Owen Liverpool 5 Nicolas Anelka Man. City 4 Massimo Maccarone Boro 4 Ruud van NisterrooyMan. Utd. 4 David Dunn Blackbum 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.