Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 11
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002
27
DV
Sport
•• Tveir leikir í ESSO-deild karla á fóstudagskvöld:
Oruggur sigur Hauka
gegn Stjörnunni
- Víkingar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni gegn Selfyssingum
Stjarnan-Haukar 24-32
0-1, 1-3, 3-5, 6-8, 7-11, 9-11, 9-13, 10-18, 12-18,
(12-19), 19-19, 14-21, 15-23, 17-24, 20-24, 22-25,
24-28, 24-32
Stiarnan:
Mörk/viti (skot/víti): Vilhjálmur Vilhjálms-
son 9/3 (15/5), Kristján Kristjánsson 4/1 (7/2),
Björn Friðriksson 2 (2), Gunnar Ingi Jóhanns-
son 2 (4), Þórólfur Nielsen 2 (4/1), Andrei
Lasarev 2 (6), Sigtryggur Kolbeinsson 1 (1),
Freyr Guðmundsson 1 (2), Amar Theódórsson
1 (4/1), David Kekelia (3), Bjami Gunnarsson
(4).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Kristján, Sig-
tryggur).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 9.
Fiskuö vitU Björa 3, Kekelia 3, Freyr, Þórólf-
ur, Kristján.
Varin skot/viti (skot á sig): Árni Þorvarðar-
son 2 (20/1, hélt 2,10%), Ámi Gíslason 12 (26,
hélt 5, 46%)..
Brottvísanir: 2 mínútur.
Dómarar (1-10):
Hlynur Leifsson og
Anton Pálsson (5).
Gϗi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 130.
Maður leiksins:
Robertas Pauzuolis, Haukum
Haukar:
Mörk/víti (skot/viti): Robertas Pauzuolis 10
(15), Ásgeir öm Hallgrímsson 5 (7), Halldór
Ingólfsson 5/1 (7/1), Aron Kristjánsson 5 (8),
Þorkell Magnússon 3 (4), Birkir ívar Guð-
mundsson 1 (1), Vignir Svavarsson 1 (2), Ali-
aksandr Shamkuts 1 (3), Auðunn Stefan 1 (5),
Jón Karl Bjömsson (1), Jason Kristinn Ólafs-
son (1),.
Mörk úr hraöaupphlaupum: 9 (Þorkeil 2, Ás-
geir 2, Aron 2, Halldór 2, Auöunn).
Vitanýting: Skoraö úr 1 af 1.
Fiskuö vítU Þorkell.
Varin skot/viti (skot á sig): Birkir ívar Guð-
mundsson 20 (42/2, hélt 8, 47%, Bjami Frosta-
son 3/3 (5/5, 2 vítí í stöng, hélt 2, 60%).
Brottvisanir: 14 mínútur.
Víkingur-Selfoss 34-25
0-2, 5-6, 8-9, 13-10, (13-12), 13-13, 17-14, 23-15,
27-17, 31-20, 34-25.
Vikineur:
Mörk/viti (skot/viti): Bjöm Guömundsson 8
(8), Eymar Kmger 6 (13/2), Davíö Guönason 5
(7), Hafsteinn Hafsteinsson 4/2 (7/2), Þórir Júl-
íusson 3 (6), Sverrir Hermannsson 2 (2), Bene-
dikt A. Jónsson 2 (3), Pálmar Sigurjónsson 1
(1), Bjami Ingimarsson 1 (1), Sigurður Sig-
urösson 1 (1), Siguröur Jakobsson 1 (3), Ágúst
Guðmundsson (3/1), Ragnar Hjaltested (4).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 10 (Bjöm 4,
Hafsteinn 2, Davíð 2, Eymar, Benedikt).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 5.
Fiskuö viti: Benedikt 2, Þórir, Bjöm, Pálmar.
Varin skot/viti (skot á sig): Siguröur
Sigurðsson 19 (36/2, hélt 8, 53%), Guðmundur
Amar Jónsson 3 (11/1, hélt 3, 27%).
Brottvísanir: 4 minútur.
Maöur leiksins:
Jóhann Guömundsson, Selfossi
Dómarar (1-10):
Stefán Amaldsson
og Gunnar Viðars-
son, 8.
Gϗi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 84.
Selfoss:
Mörk/viti (skot/viti): Hannes Jón Jónsson
10/3 (15/3), Ramunas Mikalonis 4 (9), Andri
Úlfarsson 3 (4), ívar Grétarsson 3 (6), Reynir F.
Jakobsson 2 (4), Guömundur Guömundsson 2
(5), Hörður Bjamason 1 (2), Jón E. Pétursson
(1), Gísli R. Guðmundsson (3).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (ívar 2,
Hannes).
Vítanýting: Skoraö úr 3 af 3.
Fiskuö víti: Hannes 3.
Varin skot/viti (skot á sig): Jóhann Ingi
Guðmundsson 21/3 (55/5, hélt 9, 38%).
Brottvisanir: 14 mínútur (Mikalonis rautt
fyrir 3x2 mín.)
Haukar sigruðu granna sína úr
Garðabæ frekar sannfærandi, 24-32,
i leik sem fór fram á föstudagskvöld.
Gengi Haukanna hefur verið nokk-
uð misjafnt í haust miðað við þær
kröfur sem gerðar eru til liðsins.
Viggó Sigurðsson lét hafa eftir sér
að hugsanlega væru leikmenn liðs-
ins orðnir saddir eftir gott gengi
undanfarin ár en það var ekki að sjá
í leiknum gegn Stjömunni þar sem
gestirnir úr Haukum réðu ferðinni.
Robertas Pauzuolis skoraði fyrsta
markið en hann átti eftir að gera ein
10 áður en tlautað var til leiksloka.
Haukar leiddu með tveimur mörk-
um fyrstu tíu mínúturnar en um
miðjan fyrri hálfleikinn skildi leiðir.
Haukar komust átta mörkum yfir,
10-18, og fengu hvert hraðaupp-
hlaupið á eftir öðru. Haraldur Árni
Þorvarðarson fann sig ekki i mark-
inu en hann hefur staðið sig prýði
þar í undanfórnum leikjum. í hans
stað kom Árni Gíslason og átti hann
eftir að veija ágætlega.
Staðan í hálíleik var 12-19 fyrir
gestina og leyíði Viggó Sigurðsson
öllum leikmönnum liðsins að
spreyta sig og skipti fijálslega inn á.
Stjarnan barðist áfram og náði að
minnka muninn i þijú mörk þegar
tæpar sex mínútur voru eftir, lengra
komst hún ekki. Viggó setti byijun-
arliðið aftur inn á og gerðu Hauka
síðustu fjögur mörkin í leiknum.
Birkir ívar Guðmundsson gerði eitt
þeirra og náði þar með að skora
gegn sinum gömlu félögum.
Birkir var góður í markinu og
varði 20 skot. Bjarni Frostason
spreytti sig í markinu í einum sjö
vítaköstum og náðu vítaskyttur
Stjörnunnar aðeins að skora úr
tveimur þeirra. Bjami varði þrjú og
tvö fóru í stöng. Pauzoulis var öflug-
ur og kemur til með að styrkja liðið
griðarlega í vetur. Aron Kristjáns-
son fór vel af stað en minna fór fyr-
ir honum eftir þvi sem leið á leikinn
enda sat hann mikið utan vallar þeg-
ar forskotið var orðið mikið. Halldór
Ingólfsson skilaði sínu og sama á við
um Ásgeir Örn Hallgrímsson.
Haukar hafa mikla og góða breidd
og geta spilað á mörgum mönnum.
Hjá Stjörnunni var hinn efnilegi
Vilhjálmur Vilhjálmsson atkvæða-
mestur að vanda. Hann meiddist í
leiknum og náði ekki að klára hann.
Stjarnan misnotaði fimm vítaköst í
leiknum sem er of mikið og þarf lið-
ið að nýta þau betur, sérstaklega
gegn sterku liði eins og Haukum.
Það kom á óvart hversu fáir
áhorfendur lögðu leið sína á þennan
leik á milli þessara nágrannaliða.
Fyrsti sigur Víkinga
Víkingar innbyrtu sinn fyrsta sig-
ur í Essódeild karla þetta keppnis-
tímabilið, 34-25, með sigri á Seífyss-
ingum í Víkinni á föstudagskvöld.
Gestimir byrjuðu betur og svo virt-
ist sem fjarvera Birgis Sigurðssonar,
þjálfara liðsins, hefði einhver nei-
kvæð áhrif á það, en kappinn var í
leikbanni. Liðið var þó ekki lengi
að hrista úr sér mesta byijunar-
hrollinn en þó voru gestimir með
frumkvæðið allt fram undir lok fyrri
hálfleiks en þá tóku heimamenn
góðan kipp og komust yfir og voru
reyndar klaufar að hafa ekki meira
en eins marks forskot þegar flautað
var til leikhlés. Víkingar héldu und-
irtökunum i byijun siðari hálfleiks
en Selfyssingar voru ekki langt und-
an. Segja má að alger vendipunktur
í leik þeirra hafi orðið þegar rúmar
sjö mínútur vom liðnar af síðari
hálfleik, í stöðunni 17-14, en þá fékk
Ramunas Mikalonis sína þriðju
brottvísun og þar með rauða spjald-
ið, en hann og Hannes Jón Jónsson,
höföu haldið uppi sóknarleik liðs-
ins. Eftir þetta hrundi leikur Sel-
fyssinga og Víkingar nánast keyrðu
yfir þá og það var aðeins stórleikur
Jóhanns Inga Guðmundssonar
markvarðar sem kom í veg fyrir að
munurinn yrði meiri. Hjá Víkingum
var Sigurður Sigurðsson góöur í
markinu og Björn Guðmundsson
var með óaðflnnanlega skotnýtingu.
Davíð Guðnason var sterkur á lín-
unni og Eymar Kruger og Þórir Júl-
íusson áttu góða spretti. -Ben/SMS
Kristján Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, reynir hér aö stööva Halldór Ingólfsson, fyrirliöa Hauka. DV-mynd ÞÖK
1. deild kvenna í körfuknattleik:
Nýliðar Hauka stóðu í KR
- Stúdínur nálægt sigri í Grindavík
Stúdínur voru nálægt því að yf-
irvinna mótlæti og mikinn mann-
missi og vinna sigur í Grindavík í
1. deild kvenna á laugardaginn.
Grindavíkurliðið sýndi hins vegar
góðan karakter annan leikinn í
röð, komst aftur inn í leikinn og
vann að lokum 60-53 sigur.
Deildarmeistarar ÍS léku án
fyrirliða sína, Hafdísar Helgadótt-
ur, sem er meidd í baki en auk
þess eru Alda Leif Jónsdóttir og
Stella Rún Kristjánsdóttir að
vinna sig út úr krossbandaslitum
og Lovísa Guðmundsdóttir er í
barnsburðarleyfi. Saman eru því
46,8 stig farin frá liðinu miðað við
meðalskorið í fyrra en þrátt fyrir
það hefur leikur liðsins batnað
mikið með hverjum leik og örlitlu
munaði að fyrsti sigur vetrarins
næðist í Grindavík. ÍS hafði yfir
30-26 í hálfleik eftir að hafa unn-
ið annan leikhluta 22-14 þar sem
Cecilia Larsson (12) og Þórunn
Bjarnadóttir (8) skoruðu saman 20
stig. Stúdínur náðu að halda niðri
þeim Denise Shelton og Sólveigu
Gunnlaugsdóttur allt fram í fjórða
leikhluta þegar þær skoruðu sam-
an 16 stig (Shelton 10) og lönduðu
sigrinum.
Hjá Grindavík lék Ema Rún
Magnúsdóttir vel og Sigríöur
Anna Ólafsdóttir átti afar góöa
innkomu af bekknum en fyrir ut-
an framlög Shelton og Sólveigar á
lokakaflanum hafa þær og Grinda-
vikurliðið oft spilað betur.
Hjá ÍS átti Cecilia Larsson mjög
góðan leik eins og Jófríður Hall-
dórsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir
og mikilvægi Svandísar Sigurðar-
dóttur sást best þegar hún fór út
af með fimm villur. Svandís náði
ekki að skora en 19 fráköst og frá-
bær vörn vógu mikið í góðum leik
ÍS-liðsins enda töpust mínúturnar
sex án hennar 6-12.
Stig Grindavíkur: Denise Shelton 28 (15
fráköst, 5 stolnir), Sigríður Anna Ólafs-
dóttir 10 (6 fráköst á 24 mín.), Ema Rún
Magnúsdóttir 9 (5 fráköst, 3 stoðs.), Sól-
veig Gunnlaugsdóttir 6 (öll í fjórða leik-
hluta), Sandra Dögg Guðlaugsdóttir 3,
Jovana Lilja Stefánsdóttir 2, María Anna
Guðmundsdóttir 2 (6 stoös.).
Stig ÍS: Cecilia Larsson 18 (7 fráköst, 5
stoðs.), Þórunn Bjamadóttir 17 (6 fráköst,
5 stolnir), Jófríður Halldórsdóttir 14 (6
fráköst, 4 í sókn), Lára Rúnarsdóttir 2,
Rós Kjartansdóttir 2.
Haukar veittu mótspyrnu
Nýliðar Hauka stóðu í íslands-
og bikarmeisturum KR í fyrsta
heimaleik Vesturbæjarstúlkna í
ár. KR vann hins vegar 65-53 og
gerði út um leikinn með 11 stigum
í röð undir lok þriðja leikhluta.
Haukastúlkur komu ákveðnar
til leiks í upphafi, skoruðu sex
fyrstu stigin og héldu jöfnu 11-11
eftir fyrsta leikhluta. KR tók
smátt og smátt frumkvæðið og
leiddi með fimm stigum í hálfleik,
27-22. KR hafði siðan yfir, 50-39,
eftir þriðja leikhluta og var yflr
65-47 áður en Hrafnhildur
Kristjánsdóttir lagaði stöðuna
með tveimur þristum í röð í lokin.
Stig KR: Gréta María Grétarsdóttir 24 (5
fráköst, 3 varin), Hanna B. Kjartansdótt-
ir 11 (6 fráköst, 5 stoðs., 5 stolnir), Hild-
ur Sigurðardóttir 11 (4 stoðs.), Heíga Þor-
valdsdóttir 8, Hafdís Gunnarsdóttir 6,
Georgia Kristiansen 3 (4 stolnir), Guörún
Ama Sigurðardóttir 2.
Stig Hauka: Egidija Raubaité 13 (14 frá-
köst, 6 í sókn, 4 stolnir), Hafdís Hafberg
8, Stefanía Jónsdóttir 6, Hrefna Stefáns-
dóttir 6, Hrafnhildur Kristjánsdóttir 6,
Pálína Gunnlaugsdóttir 5, Helena Sverr-
isdóttir 4 (7 fráköst, 4 stolnir), Ösp Jó-
hannsdóttir 3, Hanna Hálfdánardóttir 2.
-ÓÓJ