Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 22
38
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002
Sport
DV
Veiðivon
Margir hafa fariö til rjúpna fyrstu dagana sem má veiöa en líklega hafa veiöst á miili 4000 og 5000 fuglar á öllu landinu.
Veidimenn eiga
mismikið af fiski
eftir sumarið, af
einum fréttum
við sem fór að
skoða i frystikist-
una fyrir
skömmu, til að
kanna stöðuna
eftir sumarið og þá kom ýmislegt í
ljós. Hann átti ekki bara fisk frá
sumrinu heldur líka frá síðasta
sumri og síðan sumri þar áður. Þetta
ætli hann að láta grafa og reykja, sem
og hann gerði. Núna er fátt annað á
borðum hjá þessari fjölskyldu nema
reyktur og grafinn fiskur. En það
bjargar málunum að hann á stóra
fjölskyldu en magnið var 30 kíló af
laxi og silungi sem tekur reyndar
langan tíma aö bryðja.
Lokatölur úr Leirvogsá eru komnar
og þar veiddust 541 lax, sem er næst-
um sami laxafjöldi og veiddist í Laxá
á Ásum. Eini munurinn er sá að
veiðUeyfin er verulega dýrari i Laxá
á Ásum en Leirvogsá. Á föstudaginn
var skrifuðu Stangaveiðifélag Reykja-
víkur og Heimur, sem gefur meðal
annars út Fijálsa verslun undir
tveggja ára saming. En Heimur mun
gefa út Veiöimanninn og verðskrá fé-
lagsins sem Fróði gaf út áður. Fróði
gefur út næsta tölublað af Veiði-
manninum, sem kemur út í desem-
ber.
Rangárnar enduöu í 1700 löxum
sem var hrun frá árinu áður, en þá
veiddust ríflega 5300 laxar. Verður
spennandi aö sjá hvemig veiðin verð-
ur á næsta ári en seiöin núna sem
fóru út í sjó vom í góðu lagi.
Áhyggjur stangaveiöimanna em
miklar þessa dagana af sjókvíeldinu,
sem hefur verið stofnað til í fjörðum
landsins. Landssamband stangaveiði-
félaga, með Hilmar Hansson formann
í fararbroddi, lýsti yfir miklum
áhyggjum fyrir skömmu og síðan
kom Landssamband veiðifélaga með
formanninn Óðinn Sigþórsson, sem
lýsti yfir sömu áhyggjum. Þorsteinn
Ólafs, stjómarmaður í Stangaveiðifé-
lagi Reykjavíkur, gerði slikt hið sama
í blaðagrein í Morgunblaðinu. Það er
engin furða enda er málið grafalvar-
legt.
Hrútafjarðará:
Sá stærsti
veiddist í net
Örn Sigurhansson meö 23 punda laxinn úr Hrútafjaröará sem fékkst í
Hamarshylnum.
„Klakveiðin gekk mjög vel hjá
okkur í Hrútafjarðará og við feng-
um stærsta laxinn í sumar í klak-
ið, 23 punda fisk í Hamarshyln-
um,“ sagði Þröstur Elliöason, er
við spurðum um stöðuna í veiði-
skapnum.
„Það eru viða laxar í ánni og
klakbúskapurinn stendur vel,“
sagði Þröstur. Laxinn er byrjaður
að hrygna í laxveiðiánum þessa
dagana, hans tími er kominn.
Bleikjan hefur hrygnt fyrir
nokkru og urriðinn. G.Bender
Róleg byrjun í
rjúpnaveiöinni
- hefði átt að byrja seinna vegna
snjóleysis
„Ég held að rjúpnaveiðin hafi
sjaldan byrjað svona rólega eins og
núna á þessu tímabili, það er bara
vegna þess að svo fáar rjúpur eru
til skiptanna," sagði rjúpnaveiði-
maður sem ekki hefur enn þá farið
og ætlar ekki að fara fyrr en fer að
snjóa verulega í fjöll.
„Maður hefur heyrt í veiðimönn-
um víða um landið og allir eru
með sömu söguna, mjög lítið af
fugli. Þetta er allt autt enn þá en
fuglinn er sem betur fer vel dreifð-
ur um landið,“ sagði rjúpnaveiði-
maðurinn í lokin.
Margir fóru um helgina til
rjúpna en líklega hafa verið skotn-
ir á milli 4000 og 5000 fuglar núna.
En fleiri ætla aö bíða og sjá með
snjóinn, þá ætla þeir að fara til
rjúpna.
Strax á næsta ári byrjar rjúpna-
veiðin ekki fyrr en 25. október og
sú aðgerð hefði kannski átt að
koma til framkvæmda strax núna.
Minni rjúpa er áhyggjuefni meðal
veiðimanna. G.Bender
Stangaveiðifélag Reykjavíkur:
Bjarni vill endurkjör
Það styttist í aðalfund Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur, sem verð-
ur haldinn í nóvemberlok. Bjami
Ómar Ragnarsson formaður ætlar
að gefa kost á sér til endurkjörs
áfram sem formaður og stjómar-
mennimir Þorsteinn Ólafs, María
Anna Clausen og Gylfl Gautur Pét-
ursson ætla líka að gefa kost á sér
áfram.
Einhverjir fleiri era að huga að
kosningu til stjórnar og hafa tvö,
þrjú nöfn verið nefnd til sögunnar.
Meðal annars Marinó Marinósson,
skemmtinefndarmaður félagsins,
og Bjami Brynjólfsson ritstjóri.
G.Bender