Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 20
36 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 Sport DV •i -v Lokastaða heimsbikar- mótsins Opinn flokkur: Sæti, keppandi, bíll, stig 1. Haraldur Pétursson Musso 127 2. Gísli G. Jónsson Arctic Trucks .113 3. Björn Ingi Jóhannsson . . Fríða Grace .99 4. Sigurður Þór Jónsson Toshiba-tröllið .66 5. Ragnar Róbertsson Pizza 67 Willysinn . . 59 6. Gunnar Gunnarsson Trúðurinn . 47 7. Gunnar Ásgeirsson GoodYear Örninn .45 8. Guðmundur Pálsson Flugan 37 9. Bjarki Reynisson Dýrið 25 10. Daníel G. Ingimundarson Green Thunder II 12 11. Leó Viðar Bjömsson Steðjinn 8 12. Óskar Gunnar Óskarsson Steðjinn 6 13. Þórður Bragason Billy Boy 1 14. Karl Víðir Jónsson Billy Boy 1 15. Árni Jens Einarsson . . . Bomban 0 16. Ólafur Einarsson Bomban 0 Götubílaflokkur: l.Ragnar Róbertsson Pizza 67 Willysinn 140 2. Gunnar Gunnarsson Trúðurinn 132 3. Bjarki Reynisson Dýrið 104 4. Karl Víðir Jónsson Billy Boy 18 5. Pétur V. Pétursson Victory Seven 10 6. Þórður Bragason Billy Boy 10 Lokastaða íslandsmeistaramótsins Opinn flokkur: Sæti, keppandi, bíll, stig 1. Haraldur Pétursson Musso .92 2. Gísli G. Jónsson Arctic Trucks .81 3. Björn Ingi Jóhannsson Fríða Grace .72 4. Sigurður Þór Jónsson Toshiba-tröllið .50 5. Gunnar Ásgeirsson GoodYear Örninn .39 6. Ragnar Róbertsson Pizza 67 Willysinn .39 7. Gunnar Gunnarsson Trúðurinn .37 8. Guðmundur Pálsson Flugan 37 9. Bjarki Reynisson Dýrið .18 10. Daníel G. Ingimundarson Green Thunder II . .8 11. Leó Viðar Bjömsson Frískur . .6 12. Karl Víðir Jónsson Billy Boy . 1 13. Ámi Jens Einarsson Bomban . 0 14. Ólafur Einarsson Bomban . .0 Götubílaflokkur: 1. Gunnar Gunnarsson Trúðurinn 102 2. Ragnar Róbertsson Pizza 67 Willysinn 100 3. Bjarki Reynisson Dýrið .80 4. Karl Víðir Jónsson Billy Boy 18 5. Pétur V. Pétursson Victory Seven .10 Haraldur Pétursson og íris Atladóttir, liösstjóri hans og unnusta, voru aö vonum ánægö aö keppnistímabilinu liönu en þá haföi Haraldur tryggt sér bæöi íslandsmeistaratitilinn og heimsbikartitilinn í torfæruakstri. Haraldur smíðaöi Mussoinn sinn frá grunni og hefur verið aö bæta bíiinn meö hverju árinu meö þrotlausri þróunarvinnu. DV-myndir JAK Akstursíþróttasumarið 2002: Bjart fram undan Akstursíþróttasumarið sem nú er liðið var ansi líflegt og svo virðist sem akstursíþróttirnar séu að ná sér upp úr þeim erfiðleikum sem hrjáð hafa íþróttirnar síðastliðin tvö ár þar á undan. Þá erfiðleika má rekja til deilna og klofnings sem kom upp innan LÍA, Landssambands ís- lenskra akstursíþróttafélaga, en svo virðist sem menn innan aksturs- íþróttahreyfingarinnar hafi lagt þær deilur til hliðar og eru þeir farnir að einbeita sér að því að halda góðar akstursíþróttakeppnir. Torfæran Allir helstu torfæruökumenn landsins hófu keppnistímabilið með látum í fyrstu keppni sumarsins sem haldin var 26. maí í Bolöldum í minni Jósefsdals. Þar varð strax ljóst að þeir keppendur sem ætluðu sér langt voru tilbúnir til að leggja allt undir enda sýndi það sig þegar dró að lokum mótaraðanna að hvert stig skipti máli. Sérútbúni flokkurinn Haraldur Pétursson, sem var bú- inn að gjörbreyta Mussonum frá fyrra ári, setja undir hann heilan framöxul í stað sjálfstæðu fjöðrunar- innar, kom þar sterkur inn og sigr- aði í fyrstu keppninni en Gísli Gunn- ar Jónsson á Arctic Trucks Toyot- unni varö að láta sér lynda 4. sætið. Var það slæm byrjun hjá Gísla sem var búinn að hampa íslandsmeist- aratitlinum fimm ár í röð og varð auk þess heimsbikarmeistari í fyrra. Þeir keppinautarnir skiptust á að sigra hvor annan og virtist það skipta öllu máli að bílarnir biluðu ekki. Segja má að úrslitin í tor- færunni hafi svo ráðist í 4. umferð- inni sem ekin var á Blönduósi í byrj- un ágúst en upp kom lúmsk bilun í skiptingu Arctic Trucks Toyotunnar. Gísli og aðstoðarmenn hann áttuðu sig ekki alveg á því hvað var að ger- ast og gerðu þau mistök að keyra áfram án þess að skipta um skipting- una. Gísli náði þar einungis 5. sæt- inu og missti Harald það langt fram úr sér að honum tókst ekki að vinna upp forskotið sem Haraldur náði þar. Haraldur varð hins vegar mað- ur sumarsins og hampaði bæði fs- landsmeistaratitlinum og heimsbik- artitlinum. Sigurður Þór Jónsson sem ekur Toshiba-tröllinu, geysiöflugum bil, náði ekki að blanda sér í toppslaginn þrátt fyrir jafnan og oft góðan akst- ur. Sigurður náði 4. sætinu í báðum mótaröðum. Það var hins vegar Björn Ingi Jó- hannsson sem hreppti þriðja sætið og var hann að hrella Harald og Gísla, meðal annars með því að sigra í tveimur keppnum sumarsins. Tak- ist honum að minnka bilanatíðnina í Fríðu Grace blandar hann sér vafa- laust í titlabaráttuna næsta sumar. Götubílaflokkurinn Baráttan í Götubílaflokknum var mun jafnari milli Gunnars Gunnars- sonar á Trúðnum og Ragnars Ró- bertssonar á Pizza 67 Willysnum. Þeir skiptu með sér titlunum, Gunn- ar varð íslandsmeistari og Ragnar heimsbikarmeistari. Þeir Gunnar og Ragnar skiptust á að sigra í keppn- um sumarsins en þó tókst Bjarka Reynissyni á Dýrinu að skjótast upp fyrir þá og sigra í fyrri keppninni við Stapafell. Það verður spennandi að sjá hvað Bjarki gerir næsta sum- ar en hann hefur verið i stöðugri framfór. -JAK Gunnar Gunnarsson á Trúönum baröist viö Ragnar Róbertsson um báöa titlana I sumar og tókst honum aö endurheimta íslandsmeistaratitilinn. Björn Ingi Jóhannsson er farinn aö velgja Gísla G. og Halla P. ærlega undir uggum. Björn Ingi veröur þeim skæöur ef honum tekst aö láta Friöu Grace hanga saman út keppnirnar næsta sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.