Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 24
^ 40 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 Park Hang-Seo var um helgina rekinn sem landsliðsþjálfari Suð- ur-Kóreu í knattspyrnu. Hang-Seo tók við starfinu af Hollendingnum Guus Hiddink eftir HM i sumar og hafði því aðeins verið í starfinu í tvo mánuði. Hiddink fór hins vegar heim til Hollands og tók við liði PSV Eindhoven. Slakur árang- ur landsliðsins undir stjórn Hang- Seo á Asíuleikunum varð þess valdandi að hann fékk að taka pok- ann sinn. Kóreumenn leita því þessa dagana að nýjum landsliðs- þjálfara. Þaö verður keppt í Formúla 1 kappakstri i Kína frá og með árinu 2004. Forráðamenn Formúlu 1 gengu frá samningum þessa efnis um helgina og verður keppt í Shanghæ. Samningurinn er til sex ára eða til ársins 2010. Nikola Ilievski-Djidji, þjálfari makedónska landsliðsins í knatt- spyrnu, hefur frestað ákvörðun sinni um að hætta með make- dónska landsliðið eftir að liðiö náði óvæntu jafntefli gegn Eng- lendingum slðastliðinn miðviku- dag. Ilievski sagði af sér eftir að Makedónía tapaði fyrir Tyrkjum á heimavelli, 1-2, og gagnrýndi hann þá knattspymuyfirvöld í Makedón- íu fyrir að sýna liðinu lítinn stuðn- ing og bætti við að hann hefði ekki fengið greidd laun svo mánuðum skipti. í kjölfar jafnteflisins gegn Eng- lendingum hafa knattspyrnuyfir- völd 1 Makedóníu opnað buddu sina og greitt leikmönnum bónusa fyrir árangurinn, sem og þjálfaran- um, og verður Ilievski því áfram með liðið í nánustu framtíð. Hnefaleikakappinn George Fore- man verður tekinn inn i heiðurs- höll hnefaleikakappa næstkomandi íostudag. Foreman er einn öflug- asti þungavigtarkappi sögunnar og var nánast óstöðvandi áður en Muhammed Ali kom til sögunnar og rotaði hann í frægum bardaga í Sair. Foreman sigraði 76 bardaga á sin- um ferli og þar af 68 með rothöggi en hann tapaði aftur á móti aðeins 5 sinnum. Hann lagði hanskana fyrst á hilluna 1977 en snéri aftur i hringinn 1994 og varð elsti þunga- vigtarmeistari sögunnar sama ár er hann sigraði Michael Moorer en þá var Foreman 45 ára að aldri. Kinverski risinn Yao Ming er klár í slaginn fyrir NBA-deildina en um helgina var loksins kláruð öll sú pappírsvinna sem gerir hon- um kleift að leika í Bandaríkjun- um. Houston Rockets völdu Ming fyrstan í nýliðavalinu í ár og er mikils vænst af þessum 22 ára dreng i framtíðinni. Skotinn Alistair McRae, sem ekur fyrir Mitsubishi-liöið i ralli, mun ekki taka þátt I Ástralíurallinu vegna meiðsla. McRae slasaðist illa á fjallahjóli og hefur nú þegar misst að keppnunum i Nýja-Sjá- landi og ttalíu. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera með í Eng- landsrallinu. Hilmar Þórlindsson, sem leikur með spænska handknattleiksliöinu Cangas, verður frá keppni næstu tvo mánuðina en vöðvi í lærinu rifnaði í leik gegn Real Ciudad i siðustu viku. Það á ekki af Hilmari að ganga en hann fingurbrotnaði fyrir tímabilið og var í þann veg- inn að komast í gott leikform. Rúnar Sigtryggsson gerði ekkert mark fyrir Ciudad Real i spænska handboltanum þegar liðið sigraði Alcobendas, 20-32, í Madríd. Heiö- mar Felixsson skoraði eitt mark fyrir Bidasoa sem tapaði á heima- velli fyrir Barcelona, 20-27. Efsta liðið, Ademar Leon, sigraði Bara- kaldo, 38-25. Ademar hefur 14 stig eða fullt hús eftir sjö leiki. Ciudad Real og Barcelona hafa 12 stig. HJK Helsinki varð um helgina finnskur meistari í knattspyrnu í 20. skipti en liðið fagnaði meist- aratitlinum síðast fyrir fimm ár- um. MyPa hefur þegar tryggt sér annað sætið en tveimur umferðum er ólokið í finnsku úrvalsdeildinni. -JKS/HG Þýska úrvalsdeildin í handknattleik: Islendingar atkvæðamiklir - gerðu 38 mörk með liðum sínum um helgina 'W Guðjón Valur Sigurösson skoraði sex mörk fyrir Essen. Lemgo heldur áfram sigurgöngu sinni í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Flensburg, Magde- burg og Essen fylgja í humátt á eft- ir en Magdeburg tapaði fyrir Wallau Massenheim. Áhorfendamet var slegið þegar Gumersbach tók á móti Lemgo en rúmlega 15 þúsund manns voru á leiknum sem fram fór í sýningarhöll í Köln. Lemgo sigraði í leiknum, 28-35. Einar Öm Jónsson skoraði sex mörk fyrir Waliau sem lagði Mag- deburg, 28-25. Sigfús Sigurðsson gerði þrjú mörk fyrir Magdeburg en Ólafur Stefánsson lék ekki með lið- inu. Gústaf Bjamason var markahæst- ur í liði Minden sem tapaði á heima- velli fyrir Essen, 27-31. Gústaf skor- aði átta mörk og átti mjög góðan SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Fundur vegna skipulagmála á fyrrum lóð Landssímans í Gufunesi/Grafarvogi, sunnan Borgarvegar austan Smárarima Skipulags- og byggingarsvið boðar til fundar um skipulagsmál á fyrrum lóð Landssímans í Grafarvogi, sunnan Borgarvegar austan Smárarima, þriðjudaginn 22. október nk. kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í Rimaskóla. Reykjavík, 18. október 2002. Skipulags- og byggingarsvið. leik. Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði sex mörk fyrir Essen en hann hefur verið iðinn við kolann í síð- ustu leikjum. Patrekur Jóhannes- son skoraði íjögur mörk. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Minden það sem af er og hefur liðið aðeins unnið einn leik. Gylfi Gylfason homamaður skor- aði þrjú mörk fyrir Wilhelshavener sem vann stórsigur á Hamborg, 30-19. Nordhom sigraði Wtzlar; 31-21, í lokaleik 8. umferðar í gærkvöld. Sigurður Bjarnason skoraði flmm mörk fyrir Wetzlar og Róbert Sig- hvatsson þrjú mörk. Kiel virðist eitthvað vera að rétta úr kútnum þvi liöið vann sinn ann- an sigur í röð eftir verstu byrjun liðsins í deildinni um áraraðir. Kiel sigraði Göppingen, 22-20, og skoraði Daninn Nikolaj Jakobsen tíu mörk fyrir Kiel í leiknum. Heldur Lemgo út? Lemgo er efst með 16 stig af lokn- um átta leikjum. Liðið hefur leikið mjög vel til þessa enda landsliðs- maður í hverri stöðu. Lemgo byij- aði með svipuðum hætti í fyrra en margir halda að liðið haldi ekki heldur út að þessu sinni. Flensburg og Magdeburg hafa 14 stig og Essen er i fjórða sæti með 12 stig. Gylfi Gylfason og félagar í Wil- helshavener, sem eru nýliðar í deildinni, em í 8. sæti með átta stig. Wetzlar er nálægt botninum með fimm stig en neðst eru Minden og Göppingen með þrjú stig. -JKS Islandsmótið í íshokkí: SA vann I hörkuleik Skautafélag Akureyrar og Björn- inn mættust í miklum hasarleik í Skautahöllinni á Akureyri á laugardagskvöld. Hokkíáhugafólk fyllti höOina og skapaðast virki- lega skemmtileg stemning sem hélst til síðustu mínútu. Akureyr- ingar fóru af stað af miklum krafti og náðu undirtökunum mjög snemma í leiknum og skoruðu strax á 3. mínútu en þar var að verki gamli Bjamarmaðurinn Daði Örn Heimisson sem gaf tón- inn fyrir sina nýju félaga með fal- legu gegnumbroti. Eftir þetta kom hvert markið af fætur öðru og stað- an eftir fyrstu lotu var 5-2, heima- mönnum í vil. 2. lota var aðeins jafnari en þar skoruðu samt heimamenn íjögur mörk á móti tveimur gestanna og í 3. og síðustu lotunni var SA enn sterkari aðilinn, lokastaðan 12-5 og íslandsmeistarar síðustu tveggja ára enn ósigraðir á toppi deildar- innar. Mörk / stoðsendingar: SA: Sigurður Sigurðsson 3/3, Rúnar Rúnarsson 1/4, Daði Öm Heimisson 2/1, Bjöm Már Jakobsson 2/0, Kenny Corp 2/0, Izaak Hudson 2/0, Jón Gísla- son 0/2, Stefán Hraíhsson 0/1. Björninn: Sergei Zak 2/1, Brynjar Þórðarson 1/0, Birgir Hansen 1/0, Jónas Breki Magnússon 1/0, Ragnar Óskars- son 0/1, Trausti Skúlason 0/l.Brottvís- anir: SÁ: 28 mín, Bjöminn 45 mín. Að- aldómari: Viðar Garðarsson. keppm i hverju oröi Rafpostur: dvsport@dv.is m 9* Logi með 25 stig Logi Gunnars- son átti frnan leik um helgina þegar lið hans, Ulm, sigraði TuS Jena í ílmmtu umferð i þýsku 2. deild- inni. Logi var stigahæstur á vellinum með 25 stig og hitti vel. Logi er með eftir fimm umferðir 13,4 stig í leik og hefur verið vax- andi. Næsti leik- ur Ulm er ekki fyrr en 1. nóv- ember. -Ben Ernie Els heimsmeistari í holukeppni S-afríski kylfingurinn Ernie Els varö í gær heimsmeistari í holukeppni og er þetta fjóröa áriö í röö sem þessi snjalli kylfingur v vinnur þennan titil. Els sigraði Spánverjann Sergio Garcia í úrslitum tveir oa einn. Els lék af miklu örvggi i úrslitarimmunni og hafÖi frumkvæðiö alian leikinn. Els vannVijay Singh í undanúrslitum og Garcia hafði betur gegn Micnael Campbell.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.