Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 14
30
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002
Sport
DV
Enska úrvalsdeildin á laugardag:
- skoraði sigurmark Everton á síðustu stundu gegn Arsenal - Liverpool á toppinn eftir sigur á Leeds
Leikmenn Arsenal hafa sennilega
fengið martraðir vegna hins 16 ára
tánings hjá Everton, Wayne Roon-
ey. Arsenal-menn hafa upp á
síðkastið sjálfir verið að skora mörk
á lokamínútum leiksins og voru
einmitt að pressa fyrir sigurmarki
sínu þegar Wayne Rooney kom til
skjalanna. Hann skoraði sigurmark
Everton á lokamínútu leiksins með
stórglæsilegu skoti í þverslána og
inn. Þar með lauk þrjátíu leikja sig-
urgöngu sem staðið hefur síðan 18.
desember á siðasta ári, þegar liðið
tapaði 3-1 fyrir Newcastle. Þeir geta
þó huggað sig við það að þeir skor-
uðu í 49. leiknum í röð þannig að
þeir geta haldið áfram að bæta það
met.
Það leit samt allt vel út hjá
Arsenal til að byrja með þegar
Freddie Ljungberg kom liðinu yfir
eftir 8 minútna leik. Stundarfjórð-
ungi síðar jafnaði síðan Tomasz
Radzinski með frábæru marki. Lið-
in skiptust síðan á um að sækja og
leita að sigurmarkinu en það var
hinn ungi Rooney, sem sennilega er
mesta efnið í enska boltanum i dag,
sem gerði útslagið í leiknum.
„Mér fannst vanta neistann hjá
okkur og það vantaði að reka enda-
hnútinn á sóknimar. En við vorum
sigraðir með frábæru marki sem
var skoraði af sérstökum hæfileika-
manni. Strákarnir eru niðurlútir en
þeir eru samt sigurvegarar. Við
hefðum getað unnið þennan leik en
það átti ekki fyrir okkur að liggja í
dag,“ sagði Arsene Wenger, fram-
kvæmdastjóri Arsenal.
Liverpool á toppinn
Liverpool hélt sigurgöngu sinni
áfram og komst í efsta sætið með
0-1 útisigri á Leeds. Leedsarar geta
þó nagað sig í handarbökin því að
þeir fengu nokkur færi til þess að
komast í fyrri hálfleik án þess að
þau væru nýtt á meðan færi Liver-
pool voru af skomum skammti.
Jafnræöi var svo með liðunum
framan af síðari hálfleik en markið
mikilvæga fyrir Liverpool gerði
Salif Diao af stuttu færi eftir góðan
undirbúning landa síns, El-Hadji
Diouf. Eftir markið sóttiLeeds án
afláts og fékk Harry Kewell besta
færið til að jafna leikinn þegar hann
skaut yfir af markteig á óskiljanleg-
an hátt. Þetta var flmmti sigur
Liverpool í röð í deildinni.
Gerard Houllier hrósaði fram-
herjum sínum sérstaklega eftir leik-
inn en Milans Baros og E-Hadji
Diouf náðu vel saman í fremstu vig-
línu. „Milan Baros er aðeins 21 árs
og Diouf er aðeins 21 árs. Framherj-
ar eru yfirleitt ekki á besta aldri
fyrr en þeir eru 24, 25 eða jafnvel 27
ára gamlir. Þeir eru eins og demant-
ar og nú þarf aðeins að vinna með
þá. Við erum ánægðir með úrslitin
því það er alltaf erfltt að vinna sig-
ur í Leeds. Við vorum frábærir
bæði knattspymulega og andlega.
Eins færið sem þeir fengu i seinni
hálfleik kom eftir klaufaleg mistök
af okkar hálfu."
Terry Venables, framkvæmda-
stjóri Leeds, var vonsvikinn. „Þetta
er erfiður ósigur og ég vorkenni
strákunum. Við höfum leikið mis-
jafnlega í vetur en lékum vel í dag
og áttum ekki skilið að tapa. Við
hefðum átt að ná jafntefli. Ég var
ánægður með baráttu okkar sem ein
heild.“
United í vandræöum
Manchester United lenti í vand-
ræðum gegn Fulham sem komst yf-
ir tíu mínútum fyrir leikhlé með
marki frá Steve Marlet af stuttu
færi. En Ole Gunnar Solskjær jafn-
aði fyrir United í síðari hálfleik eft-
ir vamarmistök Fulham. Fulham
hefði getað tryggt sér sigurinn en
Steve Marlet lét Fabien Barthez
verja frá sér vítaspymu. Barthez
var reyndar bókaður fyrir að tefja
viljandi fyrir því að vítaspyman
yrði tekin með trúðslátum að hætti
hússins.
Alex Ferguson sagði eftir leikinn
að úrslitin hefðu verið sanngjöm og
að Fulham hefði aldrei átt að fá
þessa vítaspyrnu. „Barthez fékk
gult spjald svo aö ég held að menn
geti ekki kvartað mikið. Jafntefli
voru sanngjörn úrslit, Fulham er
erfitt lið heim að sækja.“
300. mark Shearers
Alan Shearer skoraði tvö mörk
fyrir Newcastle gegn Blackbum og
var fyrra markið 300. mark hans á
ferlinum. Með þessum mörkum
Ole Gunnar Solskjær skorar hér jöfnunarmark United gegn Fulham.
Reuters
David Seaman, markvörður Arsenal, niðurlútur að loknum tapleiknum gegn Everton. Seaman var mikið gagnrýndur
fyrir leikinn fyrir frammistöðu sína með enska landsliðinu en hann verður ekki sakaður um mörkin sem hann fékk á
sig um helgina. Reuters
jafnaði hann leikinn fyrir
Newcastle en Blackburn hafði kom-
ist yfir með tveimur mörkum frá
David Dunn. Nikoas Dabisaz hafði
verið vikið af leikvelli snemma
leiks fyrir að handleika knöttinn
viljandi og Dunn skoraði fyrsta
mark sitt úr vítinu sem dæmt var í
kjölfarið. Mörkin tvö frá Shearer
dugðu ekki Newcastle því Black-
burn skoraði þrjú mörk til viðbótar
og tryggöi sér 5-2 sigur.
Zola enn sprækur
Chelsea vann sinn fyrsta sigur í
rúman mánuð þegar þeir unnu
Man. City á útivelli 0-3. Gianfranco
Zola sýndi að lengi lifir í gömlum
glæðum með því að skora tvö af
mörkum Chelsea og er hann nú
markahæstur í ensku úrvalsdeild-
inni með átta mörk.
Slæm byrjun hjá Wilkinson
Howard Wilkinson byrjaði ekki
vel í knattspymustjórastólnum hjá
Sunderland. Liðið tapaði 0-1 á
heimavelli fyrir West Ham, sem þar
með lyfti sér upp úr botnsæti deild-
arinnar. Það var Trevor Sinclair
sem skoraði sigurmark West Ham á
glæsilegan hátt og þessi sigur ætti
að gefa Glen Roeder einhvem gálga-
frest en rætt var um að hann yrði
rekinn úr starfl sem West Ham tap-
aði þessum leik.
„Við enduðum leikinn mun betur
en við byrjuðum hann. Við létum
mjög lítið að okkur kveða í fyrri
hálfleik," sagði Howard Wilkinson
eftir leikinn. „Það verður á
brattann að sækja og því fyrr sem
við komumst í 40 stig því betra.“
Jafnt hjá West Brom og
Birmingham
West Brom og Birmingham gerðu
jafntefli, 1-1, og þar meö slapp West
Brom við að tapa sínum fjórða leik
i röð. Þeir lentu reyndar undir á 86.
mínútu þegar Darren Moore skor-
aði sjálfsmark en skömmu áður
hafði Olivier Telibely, leikmanni
Birmingham, verið vikið af leik-
velli. Jason Roberts bjargaði þó and-
litinu fyrir West Brom með því að
jafna metin mínútu síðar. -HI
Rooney lauk tæp-
lega árs sigurgöngu