Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Side 5
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002
21
Fíflagangur í
Formúlu
Nú er Formúluvertíðin á enda
og er skemmst frá því að segja að
yfírburðir Ferrari-liðsins og þá
sérstaklega Schumachers hafi sett
mjög sterkan svip sinn á keppnina
í vetur og segja má að styrkleiki
ítalska liðsins sé jafnframt um
þessar mundir einn mesti veik-
leiki Formúlu-sirkusins, eins og
hann er gjarnan kallaður.
í vetur hefur ekkert lið haft
tærnar þar sem Ferrari hefur hæl-
ana og sem dæmi náði Schu-
macher að klára allar keppnirnar
á leiktíðinni og það sem meira er
að í þeim öllum stóð hann á verð-
launapalli.
Það er ekki hægt að segja að
framkoma liðsins hafi verið
íþróttamannsleg því ítrekað hafa
þeir „Ferrari-bræður" hagrætt úr-
slitum þegar þeir hafa verið í
tveimur fyrstu sætum, en þá hafa
þeir á víxl hleypt hvor öðrum
fram úr eftir því hvorn vantaði
stigin á hverjum tíma. Þetta er
náttúrlega ótrúleg framkoma liðs
sem tekur þátt í grein sem kennir
sig við íþróttir. Þetta heitir að
hagræða úrslitum sem á hreinni
íslensku heitir svindl.
Yfirburðir skaða
Það er því ekkert skrýtið þó að
forsvarsmenn og aðdáendur For-
Pjetur
Sígurðsson
íþróttafréttamaður
á DV-Sporti
múlunnar hafi áhyggjur af því að
þessir miklu yfirburðir Ferrari
séu að skaða íþróttina en það er
staðreynd að aðsókn á síðustu
keppnir var minni en áður. Þá hef
ég það sterklega á tilflnningunni
að áhugi fyrir Formúlu hér á
landi hafi farið minnkandi eftir
því sem liða tekur á veturinn. Ég
stend á því fastar en fótunum að
fólk nennir ekki að horfa á svindl
í sjónvarpi.
Forystumenn Formúlunnar
með Bernie Ecclestone fremstan í
flokki gera sér grein fyrir þessu
en í stað þess að halda ró sinni
virðast þeir vera að fara á taug-
um. Ecclestone hefur lagt fram til-
lögur til breytinga sem hann ef-
laust innst inn við beinið telur að
muni bæta íþróttina, en við lestur
þeirra er engu líkara en að menn
hafi ekki verið með sjálfum sér
þegar þær voru settar á prent. Ef
þær ná fram að ganga má telja
u ■■fT
K — tfJSiliISS 'gawpMjl 1
víst að Formúlan sem íþrótt heyr-
ir sögunni til og næsta skref væri
að ýta henni af íþróttasíðum dag-
blaða. Hún væri í mínum huga
komin á stall með bandarískri fjöl-
bragðaglímu sem er í raun ekkert
annað en leikrit án handrits.
Breytingatillögur
Ein af snilldarhugmyndum
Ecclestone er að þyngja bíl þess
sem er i forystu í Formúlunni um
eitt kUó fyrir hvert stig sem hann
hefur í forskot. Önnur hugmynd
Ecclestones er að láta ökumenn
keppa í það minnsta einu sinni
með hverju hinna liðanna á
hverju tímabili og að öll liðin
keppi á eins dekkjum auk annarra
breytinga sem snúa að gerð bíls-
ins og hvemig bílaframleiðendur
nota loftflæðið sér tU hjálpar.
Það þarf vart að fara mörgum
orðum um það hversu vitlausar
þessar tillögur eru og ég er nokk-
uð viss um að hvert mannsbam
sér það. Hverjum dytti í hug að
skylda knattspymumenn tU að
vera aUir í eins skóm, eða að
Þormóður EgUsson, leikmaður
með KR, væri skyldugur tU að
leika í það minnsta einn leik á
hverju tímabUi meö hverju hinna
liðanna í deildinni?
Það er mín skoðun að við yfir-
burðum Ferrari-liðsins verður
ekkert gert nema að hin liðin taki
sig saman í andlitinu og minnki á
þann hátt það forskot sem Ferrari
hefur. Hömlur eingöngu á þá
bestu er ekki leiðin þegar um
íþróttir er að ræða.
Hins vegar verður Ecclestone
að tryggja það að menn séu ekki
að hagræða úrslitunum innan
liðsins og refsa harkalega fyrir
það ef upp kemur.
Að mínu er þetta ekkert annað
en fiflagangur í Formúlu.
Nicki Lauda:
Erfitt ár
fram und-
an hjá
Coulthard
Nicki Lauda, fyrmm heimsmeist-
ari í Formúlu 1, segir að David Coult-
hard muni eiga erfitt tímabfi hjá
McLaren á næsta ári. Ástæðuna seg-
ir hann einfalda; félagi hans, Kimi
Raikkonen, sé einfaldlega of sterkur
fyrir hann.
Nicki Lauda telur að leið Finnans
unga muni aðeins liggja upp á við
héðan í frá en hann átti frábært tíma-
bO með McLaren-liðinu, sérstaklega
með tOliti tO þess að þetta var hans
fyrsta ár hjá liðinu og aðeins hans
annað í Formúlu 1-kappakstrinum,
en hann kom tO McLaren-liðsins frá
Sauber.
„Coulthard er undir mikOli pressu
með þennan unga ökumann sér við
hlið hjá liðinu. Að hafa svona ungan
og efnOegan ökumann sem sinn
keppinaut hjá liðinu er líklega það
versta sem getur gerst fyrir mann,“
segir Lauda en hann stjórnar nú mál-
um hjá Jaguar-liðinu.
Hann segist þekkja þessa tilfinn-
ingu frá þvi hann var hjá McLaren
árið 1984. „Þegar ég vann mína fyrstu
keppni árið 1975 hafði Alain Prost
ekki einu sinni bOpróf, en síðan var
hann aOt í einu kominn við hlið mér
hjá McLaren nokkrum árum síðar.
Þetta setur á mann pressu og dregur
úr manni,“ segir Lauda.
-PS
Samskip sigurvegarar í fyrirtækjakeppni Formúlu.is
Liðsmenn Samskipa báru sigur úr býtum í fyrirtækjakeppninni í Liðstjóraleik Formúlu.is, en þeir sigruðu lið Marels með naumindum og hampa því bikarnum
sem Liösstjórar ársins og aö auki vegleg verölaun. í einstaklingskeppninni sigraði Bjarni Freyr Guðmundsson frá Neskaupstað en hafði að lokum aðeins
fimm stiga forskot á næsta mann. Hann hlýtur aö launum ferð á vegum Formúlu.is á kappakstursbílasýningu í Birmingham í janúar næstkomandi. Á
meðfylgjandi mynd afhendir Steingrímur Ingason, fulltrúi Formúlu.is, fyrirliða Samskipa bikarinn veglega.
■ ■■■■■
HLEDSLUf
Hraðskiptipatróna
..sparar tíma og eykur afköst!
Í0
UJ
UL
Armúll 17, 108 REyk/avOt
síml: 533 1334 fax-. 5GB 0499