Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 1
þaðan um jarðgöng yfir j tungnaá. pV-mynd GVA Ný miðlunarveita fyrir Pjórsársvæðið: Rætt um virkjun Skaftár Nýr virkjunarkostur, svokölluð Skaftárveita, hefur verið í skoðun hjá Landsvirkjun, en getur þó að mati Friðriks Sophussonar ekki komið í stað Norðlingaöldulóns ef takast eigi að standa við áætlanir um orkusölu til stækkunar álvers í Hvalfiröi á tilsettum tíma. Nokkrir framtíðarvirkjunarkost- ir eru einnig til skoðunar, t.d. álit- legir virkjunarmöguleikar i Neðri- Þjórsá við Núp og við Urriðafoss. Einnig við Búðarháls í Tungnaá sem þegar er leyfi fyrir að virkja. Hugmyndin að Skaftárveitu hefur Friörík Sophus- Árni Finnsson. son. um nokkurt skeið verið rædd hjá Landsvirkjun, en byggt er á þvi aö veita Skaftá að nýju í sinn gamla farveg upp við Vatnajökul með rennsli í Langasjó. I þann farveg rann Skaftá þar til rennslið breytt- ist árið 1966 í kjölfar þess að jökull- inn hopaði. Síðan kæmi til greina að veita hluta Skaftár um jarðgöng úr Langasjó yfir í Tungnaá og síðan í Krókslón neðan við Vatnsfells- virkjun. Ámi Finnsson, foirnaður Nátt- úruverndarsamtaka íslands, segir ekki sjálfgefið að virkja beri Skaftá frekar en aðra kosti sem rætt hafi verið um. „Þaö er vaxandi ferða- mannaþjónusta á þessu svæði og einnig tel ég töluverða andstöðu við slík virkjunaráform vegna náttúru- verndarsjónarmiða." Árni segir að Náttúruvemdarsamtökum Islands hafi ekki gefist tækifæri til að skoða þennan virkjunarkost sérstaklega. Þessi virkjunarmöguleiki hafi þó verið inni í tilraunamati á 15 virkj- unarkostum sem gert var í vor. -HKr. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2 í DAG VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Hælisleitendur: Orðnir 107 á þessu ári Hælisleitendum hér á landi fer sifjölgandi og eru þeir nú orðnir 107 talsins frá því um síðustu áramót, að sögn Þóris Guðmundssonar, upplýsinga- fulltrúa Rauða kross íslands. Margir þessara 107 eru farnir úr landi aftur. Þórir sagði að tala hælisleit- enda hér á landi hefði tvöfald- ast á milli ára siðastliðin ár. Rauði krossinn áætlaði að þeir yrðu að minnsta kosti 200 á næsta ári. Rauði krossinn tekur á móti fólkinu þegar það kemur hing- að til lands. Hann gegnir jafn- framt ákveðnu verndarhlut- verki gagnvart því samkvæmt samningi við dómsmálaráðu- neytið. Þannig eru fulltrúar RKÍ viðstaddir fyrstu yfir- heyrslu yflr því og fylgja því eftir í ferlinu. Þá sér Rauði krossinn því fyrir fæði og uppihaldi meðan mál þess eru til athugunar. „Það er skylda ríkja sam- kvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna að fara með mál hælisleitenda á ákveðinn hátt,“ sagði Þórir. „og senda engan úr landi ef grunur leikur á að hann verði fyrir ofsóknum í heimalandi sínu.“ -JSS Sonur Sadd- ams hlynntur ályktuninni Uday Hussein, sonur Sadd- ams Husseins íraksforseta, hvatti í morgun íraska þingið til að samþykkja nýja álykt- un Öryggisráös Sameinuðu þjóðanna um afvopnun og vopnaeftirlit í landinu, en ályktunin hefur verið til um- ræðu í þinginu í morgun og bíður atkvæðagreiðslu seinna í dag. „Það sem farið er fram á við okkur sem þing írösku þjóðarinnar er að taka skýra afstöðu. Að mínu áliti eigum við að samþykkja ályktun Ör- yggisráðsins sem hér er til umræðu,“ sagði Uday í áskorun sinni, en þingið hafði í gær hvatt til þess að ályktuninni yrði hafnaö. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 12 í DAG ATLI EÐVALDSSON VELUR LANDSLIÐSHÓPINN: Nauðsynlegt að skoða nýja menn 28 RANNSAKAR HAGI LANDSBYGGÐARFÓLKS: Má ekki gleyma fólkinu sem vill búa úti á landi 21 • fXlMOMENTUM ■ ■ ■ greiðslu- og innheimtuþjónustan örugg stýríng viðskiptakrafna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.