Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 DV HEILDARVIÐSKIPTI 3.922 m.kr. Hlutabréf 821 m.kr. Húsbréf 1.746 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Skeljungur 572 m.kr. C Eimskip 90 m.kr. £• Flugieiðir 36 m.kr. MESTA HÆKKUN o MP-Bio 25,0% o Flugleiðir 8,0% O Eimskip 1,0% MESTA LÆKKUN o Marel 10,7% O Búnaðarbanki 1,5% o Kaupþing 0,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.312 - Breyting 0,01% Haraldur Böðvarsson: 49 milljónir í hagnaö Haraldur Böðvarsson hf. skilaði 49 milljóna króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaður á fyrri hluta ársins var 783 milljónir króna og skýrðist að miklu leyti af jákvæð- um gengismun. Veltufé frá rekstri nam 224 milljónum á þriðja fjórð- ungi samanborið við 689 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Hagnað- ur fyrir afskriftir sem hlutfall af rekstrartekjum var 22% samanbor- ið við 25,5% á fyrri árshelmingi. Fyrri árshelmingur skOar að jafn- aði betri afkomu hjá félaginu þótt munur árshelminga hafi minnkað í seinni tíð samhliða breyttum áherslum í rekstri. Athygli vekur að skuldir félagsins hafa lækkað um 800 milljónir króna frá því um ára- mót og hefur eiginfjárhlutfall félags- ins hækkað úr 25,4% í 34,8% um áramót. Eimskip hefur sem kunn- ugt er keypt meirihluta i HB og hef- ur gert yfírtökutilboð í öll bréf fé- lagsins. Búast má við að rekstur HB verði hluti af samstæðuuppgjöri Eimskips frá 1. nóvember. Samruni Kaup- þings og Auðlindar Hluthafar hlutabréfasjóðsins Auð- lindar hafa samþykkt samruna félag- anna en í dag verður haldinn hlut- hafafundur Kaupþings þar sem sam- eining við Auðlind verður á dagskrá. Ef fundurinn samþykkir sameining- ima fara skipti á hlutabréfunum fram í dag og viðskipti með bréfin geta haf- ist á miðvikudag. Við samruna fá hluthafar í Auðlind 0,1923 hluti í Kaupþingi eða samtals um 245 þúsund hluti. Samruni miðast við 30. júní en þá námu heildareignir sameinaðs fé- lags 113,5 milljörðum króna. Eigið fé sameinaðs félags var 12 milljarðar 30. júni síðastliðinn. Frétta af yfirtöku Kaupþings á JP Nordiska er einnig að vænta í vikunni en tilboð Kaupþings til hluthafa félagsins stendur til næst- komandi föstudags. Þá verður ljóst hvort yfirtökuáform Kaupþings gangi eftir. Hraðfrystistöð Þórshafnar: Snýr tapi í hagnað Hraðfrystistöð Þórshafhar hf. var rekin með 332 milljóna króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins. Á sama tima í fyrra varð 51 miiljónar króna tap af rekstrinum. Afkomubatinn er einkum að þakka viðsnúningi fjármagnsliða sem nú eru jákvæðir um 78 milljónir en voru nei- kvæðir um 232 milijónir á sama tíma- bdi árið áður. Framlegð eykst þó einnig en hagnaður fyrir afskriftir var 445 mOljónir, eða 30,0% af veltu, samanborið við 362 mOljónir og 26,1% i fyrra. Veltufé frá rekstri tvöfaldast á mOli ára og nam 351 miOjón. í frétt frá Hraðfrystistöð Þórshafh- ar kemur fram að gert er ráð fyrir að tap verði af rekstri félagsins á fjórða ársfjórðungi en að árið í heOd verði gert upp með hagnaði. Viðskipti Umsjón: Vibskiptablaöið Afkoma Marels veldur vonbrigðum Rekstrartekjur Marels námu tæp- um 23 miOjónum evra eða sem nem- ur um 2 mOljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Gjöld námu 25,3 millj- ónum að meðtöldum afskriftum og var afkoma án fjármagnsliða því neikvæð um 2,3 mOljónir evra í fjórðungnum eða sem nemur 198 mOljónum króna. Tap varð af starf- seminni að fiárhæð 2,4 milljónir evra, en það samsvarar um 210 mOljónum króna. Rekstrartekjur á fyrstu níu mán- uðunum námu 75,6 mOljónum evra eða um 6,6 milljörðum íslenskra króna. Jukust rekstrartekjur um 14,6% frá sama tímabOi fyrra árs. Rekstrargjöld aö meötöldum af- skriftum námu svipaðri fiárhæð eða 75,5 mOljónum evra og jukust nokk- uð meira en tekjur eða um 20,4%. Tap án fiármagnsliöa nam því 163 þúsund evrum eða sem nemur 0,2% af tekjum. Fjármagnsliðir voru nei- kvæðir um 1.486 miOjónir evra. Tap varð af rekstri fyrstu níu mánuðina að fiárhæð 1,1 mOljón evra eða sem svarar tO um 98 mifijóna króna. Handbært fé tO rekstrar nam 1,8 mOljónum evra. Fjármunamyndun var þannig neikvæð í rekstrinum. Ljóst er að afkomuþróun hjá fyr- irtækinu er mun óhagstæðari en al- mennt mátti búast við miðað við endurskoðaða afkomuáætlun stjórn- enda félagsins eftir sex mánaða upp- gjör. HlutfaU afkomu fyrir fiár- magnsliði lækkar verulega mOli ára eða úr 5,0% af tekjum á fyrstu níu mánuðum ársins 2001 í 0,2% á sama timabOi þessa árs. Skýringin á því felst m.a. í aukningu launaútgjalda sem hafa hækkað úr 39,4% af veltu í tæp 43%. Forsvarsmenn félagsins hafa gefið út að markmiðið sé að ná 8% framlegð afkomu án fiár- magnsliða í rekstri félagsins og er því ljóst að sá veruleiki sem blasir nú við er langt frá markmiðum stjórnenda. Þá lítur út fyrir að kostnaður og röskun vegna flutn- inga í nýtt húsnæði í Garðabæ sé meiri en vænta hefur mátt. Þá hefur félagið glímt við sölutregöu ytra vegna efnahagsástandsins í Evrópu og Bandaríkjunum. Félagið hefur m.a. brugðist við með flutningi á framleiðslustarfsemi frá Þýskalandi tO Islands og uppsögnum 70 starfs- manna í kjölfarið. Þá kemur fram í fréttatilkynningu að félagið muni einbeita sér meira að arðsemis- markmiðum fremur en vaxtarmark- miðum á næstunni. Gert er ráð fyr- ir tapi af rekstrinum fyrir árið í heOd. Betri afkomu- væntingar fyrirtækja Betr! afkomuvæntingar Mest er bjartsýnin í ferbaþjónustu og verslun og þjónustu, en minnst í fisk- vinnslu og útgerö. Um 28% fyrirtækja reikna með batnandi afkomu á næstu mánuðum en um 14% með versnandi afkomu, samkvæmt niðurstöðum könnunar Samtaka atvinmOífsins. Þetta eru almennt betri væntingar en fyrir ári þegar 20% reiknuðu með batn- andi afkomu en 28% reiknuðu með að hún færi versnandi. í umfiöllun um niðurstöður könnunarinnar á heimasíðu Sam- taka atvinnulífsins kemur fram að niðurstaðan kemur að vissu leyti á óvart, enda bókhaldsleg afkoma fyr- irtækja víðast hvar mjög góð um þessar mundir sem skýrist að miklu leyti af fiármagnsliðum í kjölfar gengishækkunar krónunnar. Þá kemur aukin bjartsýni nokkuð á óvart í ljósi hás launastigs í landinu en launakostnaður fer enn hækk- andi umfram verðlag og hækkar jafnframt sem hlutfaO af tekjum fyr- irtækja. Að mati SA er þvi ljóst að betri afkomuvæntingar eiga sér sér- stakar skýringar, m.a. lækkun á tekju- og eignarskatti fyrirtækja sem kemur tO áhrifa á næsta ári. Jafnframt má ætla að aukinn efna- hagslegur stöðugleiki, lægri verð- bólga og lægri vextir ýti undir bjart- sýni, auk þess sem margir reikna ef- laust með framlegðaráhrifum af hagræðingaraðgerðum sem ráðist hefur verið í á tímum minnkandi umsvifa. Ekki er teljanlegur munur á afkomuvæntingum fyrirtækja eft- ir stærð þeirra eða starfssvæði, en talsverður munur er hins vegar mflli starfsgreina. Mest er bjartsýnin í ferðaþjón- ustu og verslun og þjónustu, en minnst í fiskvinnslu og útgerð. Fjórðungur fiármálafyrirtækja reiknar með batnandi afkomu en ekkert þeirra sem svöruðu með versnandi afkomu. Afkomuvænting- ar virðast vera þokkalegar í iðnaði og meðal rafverktaka. Könnun SA var gerð dagana 8. október tfl 5. nóvember. Fyrirspum- ir voru sendar tæplega 1.400 fyrir- tækjum og bárust svör frá um 600 þeirra, eða rúmum 42%. Sæplast hag- ræðir í Noregi í framhaldi af kaupum Sæplasts á verksmiðju Icebox Plastico A.S. á Spáni er stefnt að því að loka einni verksmiðju Sæplasts í Noregi og flytja þá starfsemi sem þar er tO annarra verksmiðja félagsins. Sæplast hf. hefur sl. ár rekið verksmiðjur á tveimur stöðum í Noregi, annars vegar í Norður-Nor- egi í Tromsfylki og hins vegar í Álasundi í Suður-Noregi. Verk- smiðjan í Norður-Noregi hefur aðal- lega verið í framleiðslu á kerum, svipuðum þeim sem verið er að framleiða í verksmiðju félagsins á Dalvík. Þar hafa að jafnaði starfað um 10-12 starfsmenn. í frétt frá Sæplasti segir að með lokun á verksmiðjunni í N-Noregi sé stefnt á að ná fram hagræðingu í framleiðslu með aukinni nýtingu framleiðslutækja, lækkun flutnings- kostnaðar og fækkun starfsmanna sem á að skOa sér í bættri afkomu félagsins í hefld á næsta ári. Eftir þessar aðgerðir, en stefnt er að því að ljúka þeim á fyrsta árs- fiórðungi næsta árs, mun Sæplast einungis vera með rekstur á einum stað í Noregi, i Álasundi. Þar fer fram framleiðsla á belgjum og bauj- um fyrir skemmti- og fiskibáta ásamt útbúnaði fyrir fiskeldi og aðra hafsækna starfsemi. Þar er einnig hægt að sinna framleiðslu á kerum fyrir norska markaðinn. 500 milljóna króna afkomubati Hagnaður af rekstri Tanga hf. á Vopnafirði fyrstu níu mánuði árs- ins 2002 nam 310 mOljónum króna, samanborið við 188 mOljóna króna tap fyrstu níu mánuðina árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir á þriðja ársfiórðungi nam 65 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins námu 1.795 mifljónum króna fyrstu níu mánuði ársins 2002 en voru 1.590 milljónir sama tímabfl árið 2001. Rekstrargjöld, önnur en afskriftir og fiármagnskostnaður, námu 1.521 mifljón króna nú en voru 1.222 millj- ónir fyrstu níu mánuði ársins 2001. Hagnaður fyrir afskriftir nam 275 milljónum króna á móti 368 mifljón- um í fyrra og veltufé frá rekstri nam 251 mifljón króna, samanborið við 201 mflljón árið áður. Afskriftir námu 173 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 329 milljónum króna, saman- borið við tap upp á 185 mifljónir árið áður. Óregluleg gjöld voru 18,3 milljónir króna vegna niðurfærslu krafna, samanborið við 3 mifljónir árið áður. í frétt frá Tanga kemur fram að viðsnúningur í afkomu, samanborið við sama tímabU árið 2001, stafar fyrst og fremst af lækkun skulda vegna gengishækkunar islensku krónunnar. Vaxtagjöld, gengismun- ur og verðbreyting langtímalána breyttust úr 520 milljóna gjald- færslu fyrstu níu mánuði ársins 2001 í 203 milljóna króna tekju- færslu fyrstu níu mánuði yfirstand- andi árs, eða um samtals 723 millj- ónir. 20% afslátfur af öllum vörum til I. des. Verslum hagkvœmt fyrir þessi jól. V Laugfavegfur 20b á liorni Laugfavegfar OjSf Klapparstígfs. Sími: 552 2515

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.