Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 DV REUTER&MYND Fjarlægöur í Peking Lögregluþjónn fjarlægir mótmæl- anda áöur en hann getur dreift flugumiöum fyrir utan fundarstaö kínverska kommúnistaflokksins. Leiðtogaskipti í undirbúningi á flokksþinginu Fulltrúar á þingi kínverska kommúnistaflokksins bjuggu sig undir það í morgun að ganga til fyrstu atkvæðagreiðslu um nýjan leiðtoga sem búist er við að taki við af Jiang Zemin forseta og öðrum flokksbroddum síðar í vikunni. Fundarmenn sögðust hafa litið yf- ir lista frambjóðenda í miðstjóm flokksins en neituðu að gefa nokkr- ar upplýsingar um leiðtogaskiptin. „Við verðum að halda þessu leyndu," sagði einn fundarmanna. Búist er við að Hu Jintao varafor- seti taki við flokksforystunni á föstudag eftir að Jiang og aðrir leið- togar á áttræðisaldri láta af störfum í mestu uppstokkunum sem gerðar hafa verið á forystu flokksins frá því í hreinsununum miklu eftir stúdentaóeirðimar 1989. Varað viö hung- ursneyð í Eþíópíu Hjálparstofnanir vöruðu í gær við vaxandi hungursneyð í Eþíópíu og að hún gæti orðið verri en sú sem varð nærri einni milljón manna að bana árið 1984 ef nægileg aðstoð berst ekki næstu mánuðina. Rúmlega tíu milljónir manna eiga nú þegar um sárt að binda vegna þurrka í Homi Afríku og sú tala gæti hæglega farið upp í fjórtán mUljónir ef aðstoð berst ekki skjótt. Þá er einnig hætta á hungursneyð í nágrannaríkinu Erítreu. Starfsmenn hjálparstofnana segja að hinir veikburða, svo sem börn og gamalmenni, séu þegar farnir að deyja vegna matarskorts, Þá eru nautgripir á þessum slóöum einnig famir að falla úr hor. Unniö aö björgunaraðgeröum. 14 farast í flug- slysi við Manila Að minnsta kosti fjórtán manns fór- ust þegar farþegaflugvél af gerðinni Fokker 27 með 34 manns innanborðs steyptist í Manila-flóa skömmu eftir flugtak frá Manila-flugvelli á Filipps- eyjum í gærmorgun. Flugvélin mun hafa steypst í sjóinn aðeins þremur minútum eftir flugtak, eftir að flugstjórinn hafði tilkynnt um vélarbilun og reynt að snúa við. Flestir farþeganna, sem voru alls 29, voru frá Filippseyjum, en sex frá Ástralíu og þrír breskir. Þeim sextán sem sagðir eru hafa komist af var bjargað upp í fiski- og björgunarbáta. íraksályktun Öryggisráðs SÞ: msssxmmm- Iraska þingið mælir með höfnun fraska þingið greiðir í dag at- kvæði um nýja ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnun og vopnaeftirlit í landinu eftir langar og strangar umræður um málið í gær. Umræðurnar héldu áfram í morgun og höfðu helstu áhrifamenn í þinginu lagt til að ályktuninni yrði hafnað en að sögn Saaduns Hammed- is, forseta þingsins, mun málið verða afhent Saddam forseta til lokaá- kvörðunar hvernig svo sem at- kvæðagreiðslan fer. írakar hafa frest til föstudags til að afgreiða málið en samkvæmt orðalagi ályktunarinnar hafa þeir engan annan kost en sam- þykkja hana vilji þeir komast hjá hernaðaraðgerðum. íraska þingið fordæmdi í gær ályktunina og utanríkismálanefnd þess gekk ennþá lengra og lagði til að henni yrði hafnað. Þingið hefur þó í raun ekkert vald og er lokaá- kvörðun alfarið í höndum Saddams forseta. Að mati stjórnmálaskýrenda, sem flestir eru undrandi á andstöðu Saddam Hussein Saddam Hussein hefur algjört úrslitavald um þaö hvort ályktun Öryggisráös SÞ veröur samþykkt. þingsins eftir fyrri ummæli forset- ans, hefur Saddam vart annan kost en samþykkja ályktunina og mun ef- laust gera það þegar á reynir. Þrátt fyrir hávaða og læti í íraska þinginu hefur fátt komið þar fram sem mælir gegn ásökunum um vopnauppbyggingu þeirra og hafa umræður aðallega einkennst af hatri og heift í garð Bandaríkjamanna og Breta. Saadun Hammadi þingforseti sagði til dæmis að ályktunin væri óásættanleg og svívirðileg aðfór Bandaríkjamanna að fullveldi íraks. „Hún er full af lygum og leiðir að- eins til illinda en ekki friðar," sagði Hammadi. Salim al-Koubaisi, for- maður utanríkismálanefndar þings- ins, tók í sama streng og sagði nefnd- ina mæla með því að ályktuninni yrði hafnað og afleiðingunum tekið. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur blaðaútgefandinn Uday, sonur Saddams forseta, skorað á þingið að samþykkja ályktimina og þykir það endurspegla vilja forsetans. REUTERSMYND Róttamönnum melnaöur aögangur Franskir óeiröalögregluþjónar tokuöu dyrum Saint Pierre Saint Paui kirkjunnar í Ermarsundsbænum Clais í gær og meinuöu hópi flóttamanna aögang. Kirkjunnar menn höföu skotiö skjólshúsi yfir flóttamennina eftir aö yfirvöld iokuöu flóttamannabúöunum Sangatte, sem Rauöi krossinn rekur, fyrir nýjum aökomumönnum. Aukinn viðbúnaður í breskum ferjuhöfnum af ótta við árásir Aukinn viðbúnaður er nú í öllum ferjuhöfnum Bretlands af ótta við árásir hryðjuverkamanna. Breska ríkisútvarpið BBC sagði í morgun að viöbúnaðurinn hefði ekki verið meiri í að minnsta kosti tvö ár. Leyniþjónustur í Frakklandi og Hollandi vöruðu við því í síðustu viku að reynt yröi að koma flutn- ingabíl hlöðnum sprengiefni um borð í ferju á leið yfir Ermarsund. Fréttir af þessum aukna viðbún- aði bárust aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, hélt ræöu þar sem hann hvatti Breta til að sýna árvekni vegna hættu á hryðjuverka- árásum. Talið er að upplýsingar um hót- anir gegn ferju í siglingum á Norð- ursjónum hafi komið frá banda- rísku alríkislögreglunni FBI. Talsmaður hafnarinnar i Dover REUTER&MYND Hvetur tll árvekni Tony Blair, forsætisráöherra Bret- iands, sótti fína veislu í London í gær- kvöld og hvatti þar Breta til aö sýna aögát vegna hryöjuverkaógnana. staðfesti hinn aukna viðbúnað í samtali við BBC og sagði að hafnar- yfírvöld hefðu hert alla leit í flutn- ingabílum, auk þess sem bílstjórar þeirra væru spurðir spjörunum úr. Tony Blair sagði að hann fengi nær daglega íjölda upplýsinga frá leyniþjónustustofnunum um hótan- ir í garð breskra hagsmuna. Um leið og Blair hvatti Breta til aö sýna aðgát skoraði hann á ráða- menn i Washington að skoða heild- armyndina, það er að segja að án varanlegs friðar fyrir botni Miðjarð- arhafs myndi hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda ávallt fmna ástæðu fyrir voðaverkum sínum. Breski forsætisráðherrann sagði að árásirnar á New York og Was- hington í fyrra, tilræðið á Balí og gíslatakan í leikhúsinu í Moskvu sýndu að hryðjuverkamenn í dag þekktu sér engin mörk. Ætluðu að drepa páfa Hryðjuverkasam- tökin al-Qaeda áformuðu að myrða Jóhannes Pál páfa þegar hann kæmi í heimsókn til Fil- ippseyja árið 1999. Heimsókninni var hins vegar aflýst á síðustu stundu. Upplýsingar þessar komu fram í breska blaðinu The Times i gær. Sendimaður SÞ til Burma Razali Ismail, sendimaður SÞ, sagði við komuna til Burma í morg- un að hann kynni að hætta að leita sátta milli herstjómarinnar og stjórnarandstæðinga ef stjórnvöld bættu sig ekki í lýðræðisvæðingu. Jótlandsumferð hættuleg Umferðin í Danmörku er hættu- legust á Jótlandi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu danska sam- gönguráðuneytisins. Samið um Kalíníngrad Fulltrúar Rússlands og Evrópu- sambandsins komust í gær að sam- komulagi um feröaréttindi íbúa rússneska héraðsins Kalíníngrad sem verður innikróað eftir stækkun ESB til austurs 2œ4. Svíar reka Rússa úr landi Sænsk yflrvöld hafa rekið tvo rússneska stjórnarerindreka úr landi í tengslum við njósna- hneykslið hjá fjarskiptafyrirtækinu Ericsson. Fogh fær toppeinkunn Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Dan- merkur, nýtur mik- illar hylli meðal kjósenda, þrátt fyr- ir að hafa lagt fram tvenn fjárlög með tilheyrandi aö- haldsaðgerðum og nokkur hneyksl- ismál í ráðherraliðinu. Þetta kemur fram í könnun Gaflups. Fegurðardísir til Nígeríu Mikil kátína ríkir nú í Nígeríu eftir að flugvélarfarmur af fegurðar- dísum kom þangað til að taka þátt í keppni. Óttast var um tíma að fjöldi ríkja myndi neita að taka þátt vegna dóms yfir konu sem skyldi grýtt til bana. Klerkur tengist grunuðum Indónesiska lög- reglan sagði í gær að einn þeirra sem grunaðir eru um til- ræöið á Balí hefði verið nemandi harðlinuklerksins Abus Bakars Bas- hirs, sem sagður er vera andlegur leiðtogi harðlínuhóps múslíma er tengist tilræðinu þar sem nærri 200 fórust. Vill ekki Evrópuforseta Framkvæmdastjórn ESB, með Romano Prodi, forseta hennar, í broddi fylkingar, leggst eindregið gegn tillögu um að sambandið kjósi sér forseta til langs tíma. Schröder segir ekki múkk Gerhard Schröder Þýska- landskanslari vill ekkert tjá sig um vinsælt dægurlag þar sem hæðst er að sviknum kosningaloforðum um að hækka ekki skatta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.