Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 DV 9 Fréttir Lagabreyting á nýafstöðnu ársþingi LH: Landsþing nú haldið annað hvert ár - viðsnúningur á fjárhagsstöðu samtakanna Samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru fyrir Landssam- band hestamanna á nýafstöðnu árs- þingi verður þing samtakanna haldið annað hvert ár í stað árlega eins og verið hefur. Formannafund- ur LF verður haldinn annað hvert ár, þ.e. það ár sem þingið er ekki haldið. Á þinginu var lagður fram árs- reikningur samtakanna fyrir 2001. Þar kemur fram, að fjárhagsstaðan hefur batnað verulega og er rekstr- arhagnaður ríflega 3 milljónir króna. Árið 2000 varð hins vegar um 2 milljóna króna tap á rekstrin- um svo að þama hefur þróuninni verið snúið við. Fjölmargar tillögur lágu fyrir og voru afgreiddar á þinginu. Miklar umræður urðu um tillögu þess efn- is að birta sætaröðun fyrir hvem keppanda í úrslitakeppni í gæð- inga- og unglingakeppni i stað þess að lesa allar talnarunurnar í úrslit- unum. Þótti reynslan af Landsmóti 2002 á Vindheimamelum sanna að ekki yrði lengra gengið í slíkum upplestri sem tók óhóílega langan tíma. Þessi tillaga var samþykkt á þinginu eftir mikil skoðanaskipti. Önnur tillaga þess efnis að heim- ilt væri að nota einungis tvo dóm- ara á innanfélagsmótum var felld á þinginu eftir miklar og heitar um- ræður. Það sjónarmið þingfulltrúa varð ofan á að slík heimild myndi bjóða heim hættunni á minni fag- mennsku í dómarastörfum. Þá væri verið að opna á möguleika allra hestamannafélaga, stærri og smærri, til að nota einungis tvo dómara á hvers konar mótum. Að þessu sinni voru allir stjórn- armenn LH nú kjömir til tveggja ára vegna ofangreindrar lagabreyt- ingar. I henni eiga sæti: Jón Albert Sigurbjörnsson formaður, Harald- ur Þórarinsson varaformaður, Guð- ný ívarsdóttir, hestamannafélaginu Herði, Sigurður Steinþórsson, Smára, Sigurður Ævarsson, Sörla, Sigfús Helgason, Létti, og Sigurður Sveinbjörnsson, Blæ. Varastjórn samtakanna skipa: Einar Ragnarsson, Herði, Vilhjálm- ur Skúlason, Fáki, Halldór Hall- dórsson, Andvara, Helga Fjóla Guðnadóttir, Geysi og Hjörtur Ein- arsson, Þyt. -JSS Uppskeruhátíð hestamanna að afstöðnu ársþingi: Ræktunarbú ársins varð Miðsitja Hjónin á Miðsitju í Skagafirði, þau Jóhann Þorsteinsson og Sól- veig Stefánsdóttir, voru kjörin ræktunarmenn ársins á uppskeru- hátíð hestamanna sem haldin var á Broadway að afloknu 53. ársþingi Landssambands hestamanna um helgina. Hrossin frá Miðsitju náðu frábærum árangri á Landsmótinu 2002 og sýndu og sönnuðu að öflugt og árangursríkt ræktunarstarf er stundað þar á bæ. Meðal hrossa sem gaf að lita á mótinu voru Keilir, Skyggna og Samba, Sunneva, Flauta og Gunnvör. Helsta ræktunarhryssa þeirra Miðsitjuhjóna er Krafla frá Sauðárkróki. Á hátíðinni var knöpum ársins veitt viðurkenning en þeir voru valdir af fréttamönnum Morgun- blaðsins, Eiðfaxa, DV, Ríkisút- varpsins og Hestum 847. Knapi árs- ins var valinn Eyjólfur ísólfsson, Logi Laxdal var kjörinn kappreiða- Ræktendur ársins 2002 Miðsitjuhjónin Jóhann Þorsteinsson og Sólveig Stefánsdóttir voru kjörin ræktunarmenn ársins 2002 á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var í Broadway sl. laugardagskvöld. Myndin var tekin af þeim á Landsmótinu á Vindheimamelum í sumar, en þar áttu þau vænan hóp glæsilegra hrossa. knapi ársins og gæðingaknapi árs- ins, Þórður Þorgeirson var valinn kynbótaknapi ársins, Sigurður V. Matthíasson íþróttaknapi ársins og efnilegasti knapinn var kjörinn Daníel Ingi Smárason. Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður Sjónvarpsins, afhenti knöpunum viðurkenningar vegna útnefning- anna. Tóku þrír hinna útnefndu við viðurkenningum sínum á hátíðinni. Logi Laxdal var hins vegar ekki staddur á staðnum og Þórður Þorgeirsson afþakkaði sinaviðurkenningu. Þá skal þess getið að á ársþing- inu voru þrír félagar í Landssam- bandinu heiðraðir með gullmerki samtakanna fyrir vel unnin störf. Þeir sem hlutu gullmerkið að þessu sinni voru Birgir Rafn Gunnarsson, Jón Bergsson á Ket- ilsstöðum og Sigurður Þórhallsson, fyrrum framkvæmdastjóri LH. -JSS Húsavík: Ágreiningur um markaðssetningu hafnarinnar Fulltrúar Þ-lista í bæjarstjórn Húsavíkur, sem skipaður er 4 fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, lögðu nýverið fram í bæjarstjórn Húsavíkur- bæjar tillögu um að nú þegar verði hafist handa um markaðs- setningu Húsavikurhafnar sem vel búna og vel staðsetta höfn fyr- ir allar gerðir skipa. Hafnarstjóra yrði falið að gera áætlun um kostnað og tillögu um aðferða- fræði ásamt tímasettri verkáætl- un og leggja fram í hafnarnefnd. Gert var ráð fyrir því að fjármun- ir til að hefja verkið rúmist inn- an fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003. Þ-listinn telur mjög mikil- vægt fyrir ferðaþjónustuna og annað atvinnulíf á norðaustur- horni landsins að fjölga þeim skemmtiferðaskipum, flutninga- skipum og fiskiskipum sem koma að bryggju með gesti, flutning og afla. Meirihluti bæjarstjórnar, Húsavikurlistinn, samþykkti að vísa tillögunni til hafnarnefndar en benti á að vinna við markaðs- setningu hafnarinnar væri þegar hafin og höfnin væri þátttakandi í sameiginlegri heimasíðu hafna á Islandi, Færeyjum og Græn- landi þar sem markhópurinn er útgerðaraðilar og umboðsmenn skemmtiferðaskipa ásamt öðru siglingafólki, s.s. skútufólki. Mik- ilvægt sé að þessi markaðssetn- ing sé á hverjum tíma í takt við raunverulegar aðstæður þannig að ekki séu byggðar upp vænting- ar um aðstæður sem ekki eru fyr- ir hendi. Gunnlaugur Stefánsson, Þ-lista, taldi mjög óeðliegt að hafna tillögu Þ-lista og styðja til- lögu H-lista, slíkt væri bara hár- togun. -GG Veghæð 17,5 cm Verð aðeÍTlS SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 51 □O. www.suzukibilar.is ■ 1.580.000 SUZUKIIGNIS: Aflmikil og sparneytin 16 ventla vél, meðaleyðsla aðeins 6.9 L á hundraðið. Meðal staðalbúnaðar er: Fjórhjóladrif, ABS hemlar, álfelqur, upphituð framsæti, þakboqar og rafdrifnar rúður. Langódýrasti 4-hjóladrifni fólksbíllinn Veghæð eins og á jepplingi Sparneytinn og lipur í umferðinni Fæst sjálfskiptur $ SUZUKI /GN/S 4x4 • "V 'A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.