Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Nýstárlegar hugmyndir um nyjan virkjunarkost á Þjórsársvæðinu: Skaftá leidd um göng úr Langasjó í Þjorsá - Skaftárveita myndi auka enn frekar nýtingu eldri virkjana SuHartangi 120 MW Búðarháls U0MW ‘'AÍ-- Þórlsvatn r ' f ^ MMw' Hrauneyjafoss 1S0MW Sfatnajökull SkaftárveHa 210 MW Slgalda Þjórsársvæöiö og Skaftárveita Þetta kort Landsvirkjunar sýnir vel hvernig hugmyndir eru um að veita Skaftá í sinn gamla farveg í Langasjó og síðan yrðu grafin göng úr Langasjó yfir í Tungnaá. Þar með fengist aukið vatnsrennsli í allar virkjanir neðan Vatnsfellsvirkjunar. Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ýmsa virkj- unarkosti til at- hugunar ekki síst ef umhverfis- verndarsjónar- mið yllu því að ekkert yrði af Norðlingaöldu- veitu og hugsan- lega Kárahnjúkavirkjun eða öðrum virkjunaráformum sem nú eru uppi. Hann leggur þó áherslu á að ekkert komi I stað Norðlingaöldu- veitu ef takast eigi að standa við áætlanir um orkusölu til stækkunar álvers í Hvalfirði á tilsettum tíma. „Það tekur auðvitað nokkurn tíma að rannsaka og fara með þá kosti í umhverfismat. Þar eru t.d. álitlegir virkjunarmöguleikar í Neðri-Þjórsá við Núp og við Urriða- foss. Einnig við Búðarháls í Tungnaá sem þegar er leyfi fyrir að virkja. Síðan kæmi til greina að taka hluta Skaftár og leiða hann i Tungnaá í Langasjó og í göngum yfir í Tungnaá. Þannig fengist nýtt vatn í gegnum vélarnar í Tungnaá og Þjórsá. Með þvi væri hugsanlega hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Menn hafa kvartað undan gíf- urlegum leirburði undan Vatnajökli og slík veita gæti hjálpað til að tempra hann og vemda náttúruna á þeim slóðum.“ Þessi hugmynd hefur um nokkurt skeið verið rædd hjá Landsvirkjun, en byggt er á því að flytja Skaftá að nýju i sinn gamla farveg upp við Vatnajökul með rennsli f Langasjó. í þann farveg rann Skaftá þar til rennslið breyttist árið 1966 í kjölfar þess að jökullinn hopaði. Hafa menn síðan haft verulegar áhyggjur af umhverfisspjöllum sem leirburð- ur hefur haft á Lakagígasvæðinu. Úr Langasjó er síðan hugmyndin að leiða hluta Skaftár um jarðgöng yfir í Tungnaá sem síðan rynni í Krókslón neðan við Vatnsfellsvirkj- un. Þar með mætti nýta þá auknu vatnsorku til aukinnar orkufram- leiðslu allra virkjana á svæðinu þar fyrir neðan. Enn sem komið er er vinna við þessa hugmynd á frumstigi. Hins vegar er þetta verkefni talið tiltölu- lega auðvelt í framkvæmd. Sam- kvæmt upplýsingum Odds Sigurðs- sonar hjá Orkustofnun breytti Skaftá um farveg 1966 er jökullinn hafði hopað svo mikið að hann náði ekki lengur að stífla rennsli árinnar við Fögrufjöll sem liggja samsíða Langa- sjó. Eftir það fór áin að renna í suð- ur um skarð á milli fjallahryggja við enda Fögrufjalla sem kallað er Tíða- skarð. Um þetta skarð segir Oddur að sagt sé að Gnúpa Bárður hafi gengið forðum er hann flutti bústað sinn úr Bárðardal suður í Skaftafellssýslu. Hafi hann nefnt skarðið Tíðaskarð vegna þess að þar hafi skipt um tíð er hann kom í gegnum skarðið. Þama myndi Skaftá væntanlega vera snúið við á nýja leik ef af Skaftárveitu yrði og síðan bomð tiltölulega stutt göng frá suðurenda Langasjávar yfir í Tungnaá. -HKr. Friðrik Sophusson. Próf k j örskostnaður: Nemur frá 250 þúsund upp í 2 milljónir króna í samþykktum um flokksval Sam- fylkingarinnar i Reykjavík um síðustu helgi beindi kjörstjóm því til fram- bjóðenda að þeir væru tilbúnir að birta tölur um kostnað við prófkjörs- baráttuna og einstök framlög sem væra yfir 200 þúsund krónur, þ.e. að þeir sem greiddu þá upphæð yrðu nafngreindir. Engir frambjóðenda telja að þeir hafi fengið styrk frá ein- um aðila sem næmi hærri upphæð en 200 þúsund krónum. „Ég er að fara yfír reikningana, en þetta er dýrt. Þetta hleypur á einhverj- um hundraðum þúsunda króna. Ég gerði áætlun um að þetta gæti kostað um eina milljón króna og mér sýnist að ég verði fyrir innan milljónina. Ég reyndi að reka þessa kosningabaráttu eins hagkvæmt og ég gat, og mér sýn- ist að við þingmennimir höfum reynt að halda þessu í lágmarki. Ætli kostn- aðartölur liggi ekki fyrir síðar í vik- unni,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, sem lenti í 4. sæti prófkjörs- ins og mun væntanlega skipa 2. sætið í öðra hvora kjördæminu. Bryndis Hlöðversdóttir segir að prófkjörskostnaður muni liggja nærri einni milljón króna en Guðrún Ög- mundsdóttir telur að hennar próf- kjörskostnaður gæti legið á bilinu 250 til 300 þúsund krónur. Einar Karl Har- aldsson telur að hans kostnaður hafi numið um 2 milljónum króna. Einar Karl segir að þann kostnað greiði hann úr eigin vasa, enginn hafi greitt í sérstakan kosningasjóð honum til styrktar. Einar segir að sumir kaupi sumarbústað fyrir þessa upphæð, aðr- ir kannski jeppa eða fari í ferðalög til fjarlægra heimshluta, en hans fjöl- skylda búi við þetta, og hafí sætt sig við það. Jakob Frímann Magnússon segir ýmsar skýringar liggja til grundvallar því að hans árangur varð ekki betri en raun ber vitni, hann hafi t.d. ekki haft aðgang að fréttatima sjónvarps og hann hafi boðað nýjar áherslur og ný sóknarfæri í atvinnulífmu sem ekki náði eyrum fólks. Jakob segist hafa gert ráð fyrir að prófkjörið kostaði hann á bilinu 2 til 3 milljónir króna og kostnaðurinn muni liggja í lægri mörkunum. Hann segist ekki hafa haft neinn fjárhagslegan bakhhjarl. -GG DV-MYND GVA Jóhanna kæld Formaöur Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, taumar rjómaís 1 hendur Jóhönnu Siguröardóttur alþingismanns í fundarsal Samfylkingarinnar á Alþingi í gærdag. Jóhanna er óumdeildur sigurvegari prófkjörs flokksins í Reykjavík um helgina og fékk yfírburöakosningu í annaö sæti listans sem þýðir aö hún mun leiöa flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suöur. Meö þeim Jóhönnu og Össuri á myndinni erJóhann Ársæisson, þingmaður flokksins á Vesturlandi en hans bíður uppstilling í nýju norðvesturkjördæmi. Reyk j anesbraut: Styttist í fyrsta áfanga breikkunar Afstööumynd af fyrsta áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar. Nýlega voru opnuð tilboð hjá Vegagerðinni í tvöföldun Reykja- nesbrautar frá Hvassahrauni að Strandarheiði, 8,6 km kafli. Lægsta tilboðið kom frá Eykt, Háfelli og Jarðvélum, að upphæð 616 milljón- ir króna miðað við malbik en 703 milljónir miðað við steypu. Önnur tilboð voru frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, ístaki, Klæðningu, Suðurverki og íslenskum aðalverk- tökum, en þeirra tilboð var rúmum 5 milljónum króna hærra en lægsta tilboðið. Búist er við að gengið verði til samninga við verktaka í byrjun desembermánaðar. Á myndinni sést afstöðumynd af svæðinu þar sem vegurinn liggur m.a. um Kúa- gerði og tengingu við Höskuldar- staðaveg og Vatnsleysustrandar- veg. Á þessu svæði hafa orðið mörg tjón á undanfornum árum, jafnvel banaslys, svo vonir standa til að vel takist til-um þessa fram- kvæmd með tilliti til umferðarör- yggis. -GG Davíð ósáttur Kröfur Evrópu- sambandsins eru óeðlilegar og ósann- gjamar, segir Davíð Oddsson, sé litið tO þeirra framlaga sem það fer fram á af hálfu EFTA-ríkj- anna, íslands, Nor- egs og Liechtenstein í þróunarsjóð fyrir fátækari ríki sambandsins. Þetta er vegna viðræðna um stækk- un sambandsins og Evrópska efna- hagssvæðisins. Mbl. greinir frá. Lögreglugögn til Baugs? Ríkislögreglustjóra ber að af- henda verjanda Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, stjómarformanns Baugs, rannsóknargögn sem verið er að nota í sambandi við rannsókn embættisins á meintum auðgunar- brotum Jóns Ásgeirs og hins fyrr- um forstjóra, Tryggva Jónssonar. Þetta kemur fram í úrskurði Hér- aðsdóms Reykjavfkur en hann hef- ur ríkislögreglustjóri kært til Hæstaréttar sem kveður upp loka- niðurstöðu fljótlega. Almannavarnir til lögreglu Starfsemi Almannavama ríkisins og almannavamaráðs mun flytjast yfír til embættis ríkislögreglustjóra samkvæmt ríkisstjómarfrumvarpi sem Sólveig Pétursdóttir hefur lagt fram. Þarna er ekki síst vísað til þess að lögreglustjórar í umdæmum landsins hafi til þessa farið með stjóm almannavama. Skilvirk endurvinnsla Talsmaður Sorpu segir að Reyk- víkingar hafi skilað hátt í tug skips- farma, 35 þúsund tonnum, af blaða- pappir frá árinu 1995. Þetta hafi komið í góðar þarfir við að fram- leiða 150 milljónir af salemisrúllum í Svíþjóð. Pappímum var skilað í grenndargáma á endurvinnslustöð- um Sorpu. Mbl. greinir frá. Frjálslyndir funda Áttatíu manns víða af landinu mættu á samráðsfund Frjálslynda flokksins í Reykjavík um helgina. Niðurstaða fundsins var að átaks væri þörf í velferðarmálum, ekki síst með hliðsjón af því að lands- menn fái meira út úr heilbrigðis- kerfinu en skattkerfið verði réttlát- ara. jsib; 'rÍPS "'.ú’ rt 1 » Lýst eftir vitnum Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á Strandgötu, gegnt safnaðar- heimili, um klukkan fiögur aðfara- nótt síðastliðins laugardags. Lög- regla óskar sérstaklega eftir því að komast í samband við ökumann rauðrar fólksbifreiðar, hugsanlega af Toyota gerð, sem ók hinum slas- aða heim. -Ótt/aþ Haldið til haga Ranglega var farið með nafn kjör- dæmis í frétt þar sem greint var frá póstkosningu Samfylkingarinnar í blaðinu í gær. Póstkosningin var sögð hafa farið fram í Norðvestur- kjördæmi en þar var að sjálfsögðu átt við Norðausturkjördæmi. Krist- ján L. Möller sigraði því í Norðaust- urkjördæmi en ekki Norðvestur- kjördæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.