Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 Fréttir H>V Karl V. Margrét Matthíasson. Sverrisdóttir Margrét um Karl V.: Kemur mér ekki á óvart „Ég get ekki svarað því á þessari stundu, ég hef ekkert umboð til þess,“ segir Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, um það hvort Karli V. Matthíassyni standi til boða að taka sæti á lista flokksins í nýju Norð- vesturkjördæmi. „En þeir Karl og Guðjón Arnar Kristjánsson [þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn] hafa flutt mörg mál saman á Alþingi og ég veit að Karl hefur sömu áherslu í kvótamálum og við. Sjálfur formað- ur SamfylkingarinnEu- sagði raunar aö leiðir þessara flokka gætu legið saman ef ég man rétt, þannig að það kemur mér ekkert á óvart að menn skuli hafa hvatt Karl til að íhuga þetta,“ segir Margrét. „Þegar maður fær svona spurn- ingar og svona hvatningu, þá hlýtur maður að íhuga þetta rétt eins og aðra möguleika tilverunnar," sagði Karl í samtali við Bæjarins besta í gær, um hugsanlegt framboð hans fyrir Frjálslynda flokkinn. í samtali við DV á sunnudagskvöld vildi Karl ekkert um málið segja, en í Bæjar- ins besta í gær segir hann fjölda fólks hafa sagt við sig að hann ætti allt eins heima hjá Frjálslynda flokknum og Samfylkingunni. Karl varð naumlega undir í at- kvæðagreiðslu um hvort hann eða Gisli S. Einarsson skyldi skipa 3. sæti á lista Samfylkingarinnar i Norðvesturkjördæmi. Ljóst er að Frjálslyndi flokkurinn þarf að bæta við sig talsverðu fylgi á svæðinu til þess að tryggja sér þingsæti í nýja kjördæminu. -ÓTG Risasamningur við NATO Stjórn Mannvirkjasjóðs NATO hefur samþykkt að taka tilboði Kög- unar og Thales Rayteon Systems TRS í endurbætur á fjarskiptakerfi bandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Verðmæti samningsins nemur allt að tveimur milljörðum króna. Ráðgert er að verkefnið taki þrjú ár og verður Kögun undirverktaki TRS við verkefnið sem felur í sér smíði kerfis sem kallast Link 16. Verkefnið er eitt það stærsta sem Kögun hefur tekiö að sér. Hlutabréf í Kögun hækkuðu um 14% í gær eftir að fregnir af samn- ingnum urðu ljósar. Láttu okkur yfirfara upptökuvélina tímanlega fyrir jól il gUíl inr-nifr ^ Radioverkstæðiú Sovvn* Einholti 2 • sími 552 3150 Panasonic Viðbrögð við kæru Vilhjálms Egilssonar: Agreiningur í stjórn kjördæmisráðsins Formaður og ritari stjómar kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi eru á öndverð- um meiði um hvemig taka beri á kæru Vilhjálms Egilssonar, sem krefst þess að prófkjör flokksins 1 kjördæminu verði ógilt. Þórólfur Halldórsson, formaður stjómarinnar, segist reikna með að kæran verði lögð fram á næsta stjómarfundi í janúar, en getur ekki fullyrt að hún verði tekin til form- legrar umfjöllunar. „Við erum búnir að fjalla um þetta prófkjör," segir Þórólfur. „Bæði kjömefnd og stjóm kjördæm- isráðsins fjölluðu um það í Hrúta- firði miðvikudaginn eftir prófkjör- ið,“ segir Þórólfur. „Samkvæmt reglum flokksins fer ágreiningur í kjörnefnd til stjórnar Ágúst Þór Þórólfur Bragason. Halldórsson. kjördæmisráðs. Kjömefndin komst að einróma niðurstöðu. Og sömu sögu er að segja um stjóm kjördæm- isráðsins; allir stjómarmenn skrif- uðu upp á niðurstöðuna. Eftir þessa fundi handsöluðu menn þetta svo sem lokaniðurstöðu í málinu." Ágúst Þór Bragason, ritari stjórn- ar kjördæmisráðsins, hefur áður sagt í DV að hann líti ekki svo á að í Hrútafirði hafi menn lagt blessun sina yfir úrslit prófkjörsins. „1 öðru lagi er alveg ljóst að á þeim fundi fjölluðu menn ekki um kæru á próf- kjörið, heldur ávirðingar sem settar höfðu verið fram,“ segir Ágúst Þór. „í dag er komin fram bein kæra og þar af leiðandi er málið í öðrum far- vegi. Það hvað gerst hefur á undan skiptir í mínum huga engu máli.“ Sem kunnugt er telur miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sér ekki heim- ilt að fjalla um gildi prófkjörsins nema ágreiningur sé um það í stjórn kjördæmisráðs. Nú getur far- ið svo að stjórn kjördæmisráðs telji sér ekki heimilt að fjalla um málið nema ágreiningur sé um það í kjör- nefnd. ÓTG ■ i'i j JH Góðar gjafir til bágstaddra Ingvar Helgason hf. færöi Mæörastyrksnefnd í gær 350 hangilæri til aö útbýta til skjólstæöinga nefndarinnar. For- ráöamenn fyrirtækisins hafa fært nefndinni slíka gjöf árlega síöastliöin tíu ár. Meö gjöfinni í gær hefur fyrirtækiö stutt viö bakiö á samtals 3500 fjölskyldum og ætla má aö sá fjöldi sem þar er aö baki nálgist um 10.000 einstaklinga. í gær hófst jafnframt úthlutun allra þeirra jólapakka sem landsmenn hafa gefiö til Mæörastyrksnefndar Reykjavíkur í átaki sem Kringlumenn, Noröurljós og Bylgjan hafa staöiö fyrir síöustu árin fyrir jólin. Mikiö afjólapökkum er komiö í hús nefndarinnar og munu þessi pakkar gleöja alla þá sem minna hafa fyrir þessi jól. Á myndinni má meöal annarra sjá Ásgeröi Jónu Flosadóttur hjá Mæörastyrksnefnd ogJúlíus Vífil Ingvarsson hjá Ingvari Helgasyni takast í hendur. Fangar hafa ákveðið að hætta að láta matarbakka óhreyfða á Litla-Hrauni: Bráðabirgðaaðgerðir vegna hungurverkfalls - af hálfu yfirmanna fangelsisins - fangar faerðir til en engar refsingar Á þriðja tug fanga á Litla-Hrauni, sem ákváðu að fara í hungurverk- fall í síðustu viku, hefur ákveðið að borða heitan mat á ný sem boðið er upp á í hádeginu. Mótmælin hófust um miðja viku en þau fjöruðu út um helgina, samkvæmt upplýsing- um DV. Þá höfðu fangamir látið bjúgu, kjúklinga og djúpsteikta rækjunagga liggja á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Kristján Stefánsson, forstöðumað- ur á Litla-Hrauni, sagði við DV að gripið hefði verið til bráðabirgða- ráðstafana til aö reyna að komast að upptökum þess að fangamir ákváðu að gripa til þessara aðgerða. Þeir rúmir tveir tugir fangar sem um var að ræða eru margir hverjir menn sem hafa hlotið langa dóma Þetta þýðir einhverjar tilfærslur innan fangelsisveggjanna, það er að fangar verða sendir i aðra klefa, þeim haldið frá tilteknum mönnum tímabundið. Kristján sagði hins vegar að að- gerðirnar þýði ekki að fangar verði sendir í einangrun og heldur ekki að þeir fái refsingar. í leiðara DV á laugardag kom fram að undmn sæti að fangar, sem fá daglega mat af matseðli sem mörg- um þótti girnilegur og blaðið birti, skuli fúlsa við slíku, ekki síst í ljósi þess að nú nálgist hátíðar og hundr- uð fjölskyldna eru að leita sér að- stoðar til að hafa í sig og á um jólin. Fangelsisstjórinn sagði við DV að honum væri ekki kunnugt um hvað það væri sem fangamir hefðu verið að mótmæla. Blaðið fékk hins vegar upplýsingar um að maturinn þætti of fituríkur og til þess fallinn að kyrrsetumenn eins og fangar fitn- uðu þegar til lengri tíma væri litið, maturinn væri ekki nógu ferskur og of mikið unninn. Starfsmenn fang- elsisins munu væntanlega komast að frekari niðurstöðum um ástæður mótmælanna enda verði unnið í því á næstu dögum. -Ótt Til heiðurs Gunnari Háskólamenn fögnuöu í gær útkomu afmælisrits til heiöurs dr. Gunnari G. Schram en hann er sjötugur í ár. Gunnar hefur veriö á meðal kunnustu prófessora í lögfræöi viö Háskóla íslands um áraraöir. Hér afhendir dr. Ármann Snævarr, formaöur ritnefndar, Gunnari fyrsta eintak bókarinnar í Skólabæ í gær. Mál Árna flutt í janúar Mál Ríkissak- sóknara gegn Áma Johnsen og fjórum öðrum mönnum verður flutt í Hæstarétti þann 17. janúar. Eins og í öðrum málum í efra dómstiginu verða það einungis sækjandi og verjandi sem flytja mál- ið en þar heyra vitnaleiðslur til undantekninga. Ámi hefur ákveðið að skipta um verjanda, verður með Björgvin Þorsteinsson í stað Jakobs Möllers sem hélt uppi vömum fyrir þingmanninn fyrrverandi i héraði í sumar. Þar fékk Ámi 15 mánaða fangelsi og var sakfelldur um 2/3 af ákæruliðum. Erfitt að lyfta Guðrúnu Nokkuð stíf suðvestanátt hefur tafið aögerðir við björgun fjölveiði- skipsins Guðrúnar Gisladóttur KE- 15 sem steytti á skeri og sökk við Norður-Noreg 19. júní sl. Það er ís- húsfélag Njarðvíkur sem hefur tek- ið að sér að bjarga skipinu af hafs- botni. Skipið var tryggt fyrir um 2 milljarða króna. „Skipið liggur nú á stjórnborðssíðunni og-það þarf fyrst að rétta það við og síðan fá tanka niöur að því og það tekur nokkra daga.Við munum nú funda með köf- urum um stöðuna,“ segir Ásgeir Logi Ásgeirsson sem ásamt öðrum stjómar björgunaraðgerðum á vett- vangi. -GG Rannsóknarnefnd breytt Samgönguráð- herra, Sturla Böðvarsson, hef- ur kynnt fyrir ríkisstjórninni nýtt frumvarp til laga um rann- sókn flugslysa. Flugslysanefnd verður breytt þannig að hana skipa 3 menn í stað 5 áður og sérstakur forstöðu- maður á að annast daglegan rekstur en hann verður jafnframt rannsókn- arstjóri nefndarinnar. Gerðar verða auknar hæfniskröfur til hans og sem rannsóknarstjóri ber hann ábyrgð á rannsókn á vettvangi flug- slysa. Einnig á nefndin að rannsaka hvemig tilkynnt er um flugslys, fyr- irkomulag leitar- og björgunarað- gerða og aðra þætti sem ætlað er að draga úr afleiðingum slysa. -GG Sturla Böðvarsson. Árni Johnsen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.