Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 Fréttir DV Forsíöa blaös fram- haldsskólanema, Fllters. Umdeilt skólablað: Topshop segir ímynd blaðsins ekki þóknanlega Á baksíðu 1. tölublaðs blaðsins Filt- ers, raddar framhalds- skólanema, sem er stofnað vegna skorts á tjáningar- möguleikum ungs fólks á Is- landi og að framhalds- skólanemend- ur hafi þagað of lengi, eins og segir í kynningu á blaðinu, auglýsir fataverslunin Topshop í Lækjargötu og Smára- lind. Framkvæmdastjóri hennar, Sigrún Andersen, hefur krafist þess að nektarmynd á forsíðu blaðsins verði tekin út, þ.e. forsíðu þess breytt, og nektarmyndir í miðopnu teknar út eða að auglýsing verslun- arinnar á baksíðu verði tekin út. Engin ákvæði eru í auglýsinga- samningi Topshop og Filter um að ekki megi birta auglýsingamyndir í blaðinu. Topshop hefur fengið Ný- herja tii liðs við sig, en auglýsing frá þeim er á innsíðu blaðsins. Ekki er að sjá að þetta séu aðgengilegar kröfur fjárhagslega fyrir útgefendur blaðsins, Inga Bjöm Amarson og H. Mörð Gunnarsson. Sigrún Andersen segist ekki ætla að fara í mál við útgefendur blaðs- ins þótt blaðið fari í dreifingu og ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort auglýsingin verði greidd en með bréfi til útgefenda hafi hún reynt að koma í veg fyrir að blaðið færi í prentun. „Ég hef engan áhuga á að tengjast þessu blaði og það er í engum takti við þá staðla sem Topshop vinnur eftir og er með óviðeigandi yfir- bragð sem verslunin getur ekki sætt sig við. Þetta snýst heldur ekki um að þama er nakinn karlmaður en ekki kona, heldur heildarsvipur og ímynd blaðsins. Þetta er ekki það blað sem var kynnt fyrir mér,“ seg- ir Sigrún Andersen. Topshop auglýsir i Fókus þar sem pissað er á jólasvein, í kvennablaðinu Orðlaus þar sem nekt sést og í Undir- tónum þar sem fjallað er um klám- kónginn Ron Jeremy. Sigrún segir það ekki vera sambærileg mál. -GG Dimmalimm-myndskreytiverölaunin afhent í fyrsta sinn Dimmalimm afhenti sjálf myndlistarverölaunin sem kennd eru viö hana í Geröubergi í gær. Þau hlaut Halla Sóiveig Þorgeirsdóttir fyrir myndskreytingar sínar í Engli í vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur sem Vaka-Helgafell gefur út. Aö mati dómnefndar sýna myndirnar ríkulegt ímyndunarafl og auka víddum viö sögu Kristínar. Eftirlit í Keflavík Lögreglan í Keflavík stöðvaði nokkur hundruð bíla I gærkvöld og nótt við eftirlit. Sérstaklega er hug- að að ölvunarakstri en grunur féll ekki á neinn í þeim efnum. Hins vegar einn ökumaður tekinn á of miklum hraða. Reglur endurskoðaðar Brýnt er að end- urskoða reglur um yfirtökutilboð í hlutafélögum og færa þær til sam- ræmis við það sem gerist annars staðar Norðurlöndum. Þetta er mat Kaup- hallar íslands samkvæmt frétt á ruv.is. Kauphöllin telur að með end- urskoðuðum reglum verði lagður traustari grunnur að virkri verð- myndun á hlutabréfamarkaði. Alþýðusambandið varar við stórfelldu atvinnuleysi: Ungir karlar án menntunar missa fyrst vinnuna „Það er mjög dökkt útlit í at- vinnumálum um þessar mundir og þá nægir ekki að benda á virkjun- arframkvæmdir því þær munu ekki veita störf svo heitið getur fyrr en líður á árið 2004,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands íslands, í morgun. Hagdeild ASÍ segir at- vinnuleysi hafa aukist mikið síð- ustu mánuði og varar við þeim vís- bendingum sem fram koma, þær séu ávísun á enn aukið atvinnu- leysi á komandi vikum og mánuð- um. Gylfi Arnbjömsson sagði í morgun að stjórnvöld gætu á ýms- an hátt spornað við vandanum, til dæmis mætti félagsmálaráðuneytið hægja á útgáfu atvinnuleyfa til út- lendinga. í greiningu hagdeildarinnar kemur fram að atvinnuleysi hafi aukist um allt land, en hraðast á höfuðborgarsvæðinu. Áberandi er að atvinnuleysið er mest meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára, en í þeim aldurshópi er nánast tíundi hver atvinnulaus samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstof- unnar. „Það eru hópar með minnsta menntun sem verða fyrstir fyrir barðinu á atvinnuleysinu," segir Gylfi. „Stækkun vinnumarkaðsins hefur dregið fólk út úr skólunum og það finnst mér áhyggjuefni. Þessi mikli hagvöxtur hefur sogað til sín fólk i vinnu og það hefur orð- ið brottfall í skólum af þessum völdum. Það er einmitt þetta fólk sem fyrst missir vinnuna. Við lýst- um yfir áhyggjum okkar af þessari þróun í fyrra og nú er þetta að koma í ljós.“ Tölum ber ekki saman Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði í morgun að tölum ASÍ bæri ekki fyllilega saman við at- vinnuleysistölur Vinnumálastofn- unar en vinnubrögðin væru nokk- uð ólík. „En það er ekki vafi á að atvinnuleysi hefur aukist, tölurnar eru kannski ekki svo skelfilegar, en hjá ungu fólki eru þær ískyggi- legar,“ sagði ráðherrann og sagði jafnframt að fjarstæða væri að líkja ástandinu nú við atvinnuleysið 1990. Páll sagði að atvinnuleyfi til út- lendinga væru nú í lágmarki, veitt voru 11 slík leyfi í nóvember, en allt árið í fyrra á annað þúsund. Eldri leyfi eru hins vegar endurnýj- uð. í greiningu ASÍ á stöðu og horf- um á vinnumarkaði má sjá að ekki hefur mælst meira atvinnuleysi hér síðan í marsmánuði 1998. Um aukningu atvinnulausra er að ræða um allt landið, mest á höfuðborgar- svæðinu og eins og fyrr greinir mest hjá ungu fólki, eða 8,8% með- al ungra karlmanna á aldrinum 16 til 24 ára. -JBP BB.,! Framlag til Fjölsmiðjunnar Tómas Ingi 01- rich menntamála- ráðherra tilkynnti í gær um fjögurra milljóna króna framlag til að tryggja kennara- stöðu við Fjölsmiðj- una. Fjölsmiðjan er samstarfsverkefni Rauða krossins og félagsmálaráðuneytis en þar leggja 36 ungmenni á aldrinum 16 til 24 ára stund á hagnýtt verknám samhliða vinnu við matreiðslu, tölvuvinnslu, trésmíði og fleira. Bíll valt á Skeiðavegi Bíll valt á Skeiðavegi, norðan við bæinn Ólafsvelli, um níuleytið í gærkvöld. Ökumaður bfisins var einn á ferð. Hann fann fyrir eymsl- um í baki og hálsi og var fluttur í slysadeild í Fossvogi. Fljúgandi hálka var á veginum. Öllum sagt upp Öllum kennurum í Vélskóla Is- lands verður sagt upp störfum þann 1. maí á næsta ári - með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Menntafé- lagið tekur við rekstri skólans af ríkinu 1. ágúst. Metsölulisti DV vikuna 9.-15. desember: Jón Baldvin enn söluhæstur „Ég er náttúr- lega ánægð. En ég geri ráð fyrir að það séu skiptar skoðanir um þessa bók eins og aðrar. Hún virðist hins vegar spyij- ast vel út því hún hefur ekki verið auglýst grimmt. Jón Baldvin stóð sig síðan mjög vel í markaðssetning- unni þá viku sem hann var heima,“ sagði Kolbrún Bergþórsdóttir við DV en bók hennar Tilhugalíf, ævisaga Jóns Baldvins Hannibalssonar sendi- herra, trónir efst á metsölulista DV aðra vikuna í röð. Litlar breytingar eru á röð 10 sölu- hæstu bókanna samkvæmt þessum lista sem nær til bóksölunnar vikuna 9.-15. desember. Rödd Amalds Ind- riðasonar er aftur komin i 2. sætið en var í 3. sæti á síðasta metsölulista DV. Brauðréttir Hagkaupa eru nú í 3. sæti eftir að hafa verið í 1. sæti fyrir hálfum mánuði og í 2. sæti fyrir viku. Sonja Reynis Traustasonar er enn í 4. sæti og Óttar Sveinsson hoppar úr 7. í 5. sæti. Öðruvísi dagar eftir Guðrúnu Helgadóttur eru á sömu slóðum og síðast en Eyðimerkurdög- un er á niðurleið. Bæði bókin um KK eftir Einar Kárason og ísland í ald- anna rás eftir Illuga Jökulsson o.fl. eru á uppleið. Tvær nýjar bækur eru á metsölu- lista DV að þessu sinni en eiga það þó sammerkt að hafa veriö á listan- um sem birtur var 3. desember. Leggðu rækt við ástina eftir Önnu Valdimarsdóttur var í 6. sæti listans 3. desember og Betri kostur - kjöt- réttir í 12. sæti sama lista. I 20 efstu sætunum eru 7 bækur sem teljast til ævisagna en 6 þeirra eru á Topp 10 listanum. Af bókunum í 10 efstu sætunum eru aðeins tvær skáldsögur, bækur Amaldar Indriöa- sonar og Guðrúnar Helgadóttur. Metsölulisti DV er birtur í sam- vinnu við eftirtaldar verslanir: Penn- inn-Eymundsson (12), Bókabúðir Máls og menningar (6), Hagkaup (7), Bónus (8), Samkaup (3), Nóatún, Sel- fossi (1) og Bókabúðina Hlöðum, Eg- ilsstöðum (1), og er þessum aðilum þökkuð góð samvinna við öflun upp- lýsinga. -hlh Jón Baldvin Hannibalsson. Metsölulisti Sala bóka 9.-15. desember [ O* Jón Baldvln Tllhugalíf - Kolbrún Bergþórsdóttlr pw mo 0 Röddln - Arnaldur Indrlöason AO O Brau&réttlr Hagkaupa - Jól Fel Ý © O Sonla - Reynlr Traustason O O Útkall - Geyslr er horflnn - Óttar Svelnsson A0 0 Ööruvísl dagar - Gu&rún Helgadóttlr © O Ey&lmerkurdögun - Waris Dlrle ,, ...Ý© 0 KK- Þangað sem vlndurlnn blæs - Elnar Kárason A© 0 ísland í aldanna rás - lllugl Jökulsson o.fl. © Landnemlnn mlkll - Vl&ar Hrelnsson yo 0 Artemls Fowl - Samsærlö - Eoln Colfer to 0 Legg&u rækt vlö ástlna - Anna Valdlmarsdóttlr A* © Gallstelnar afa Glssa - Krlstín Helga Gunnarsdóttir A® 0 Lovestar - Andrl Snær Magnason A VT © Stollö frá höfundi stafrófslns - Davíö Oddsson Ý © © Nafnlauslr veglr - Einar Már Gu&mundsson Ý © © Stelpur í stu&l - Jacquellne Wllson Ý® © NJála - Brynhlldur Þorgelrsdóttlr Ý © © Betrl kostur - Kjötréttlr © Jón Slgur&sson - Gu&jón Frl&rlksson f® wwiw.dv.ís er hægtað fara iim á sma a iígl> s i n ga r. i s, Pareru jólakveðjur sem hægt er að senda vinum Á Ahlircyrí erum við að sjálfsögðu með smáauglýsingaþjónustu ..-afeaiipvaiigistræ.t.U.5g^minti'J)arer46230.0.0^j o ogiettíngiím. ' Stefán gerði jafntefli Stefán Kristjánsson gerði jafntefli við íranska stórmeistarann Ehsan Ghaem Maghami í 9. umferð heims- meistaramóts unglinga, 20 ára og yngri, sem fram fór í Goa á Indlandi í morgun. Stefán hefur 5,5 vinninga og er í 14.-21. sæti, 1 vinningi á eft- ir efstu mönnum. Davíð Kjartans- son tapaði í gær fyrir indverska al- þjóðlega meistaranum J. Deepan Chakravarthy og er í 52.-66. sæti með 4 vinninga. Átta skákmenn leiða mótið. Virkjun mótmælt Fyrirhuguðum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði var mótmælt um helg- ina af hópi fólks í Lausanne í Sviss. Hópurinn afhenti skrifleg mótmæli við Evrópuhöfuðstöðvar Alcoa í Lausanne. Hlynur í þriðja sæti Hlynur Hallsson, myndlistarmað- ur á Akureyri, skipar þriðja sæti á framboðslista Vinstri hreyfingar- innar - græns framboð í norðaust- urkjördæmi fyrir komandi þing- kosningar. Ragnar Stefánsson skip- ar fjórða sætið - Steingrímur J. Sig- fússon og Þuríður Backman skipa tvö efstu sæti listans. Gagnrýnir lögreglu Guðrún Arna Ingólfsdótth, sem sótti dóttur sína til Egyptalands, gagn- rýnir lögreglu fyrir að leggja aðal- áherslu á að hún notaði falsað vega- bréf- en ekki þær misgjörðir sem fað- irinn gerði dóttur sinni. Hún segir ekkert hafa gerst í kærumáli sínu gegn hinum egypska fóður. -aþ/HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.