Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Gætirðu hugsað þér að eyða jólunum erlendis? Jóhann Friögeir Jóhannsson nemi: Nei, vil bara vera heima. Gísli Sverrisson verslunarmaöur: Ég verö í Frakkiandi meö fjölskyld- unni, þaö veröur geöveikt. Eiður Ágústsson nemi: Ef þaö stæöi til boöa væri ég til í að fara þangaö sem væri snjór. Emil Þór Guðmundsson nemi: Ég væri til í aö vera á Svalbaröa, þar er allavega nægur snjór. Asdís Yr Aradóttir nemi: Ég væri til í aö fara til heitu landanna. Jón Kristjánsson flskifræöingur: Já, þaö vildi ég gjarnan, bjó í Noregi og þar var indælt aö vera. I jólabókaflóðinu Umfjöllun um bestu og verstu bókakápur jólabókaflóðsins er einn þeirra samkvæmisleikja sem fylgja því. Vönduð vinnubrögð? Jón Yngvi Jóhannsson Kolbeinn Óttarsson Proppé Sverrir Jakobsson skrífa: í Fréttablaðinu laugardaginn 7. desember er síða 28 lögð undir um- fjöllun um bestu og verstu bókakáp- ur jólabókaflóðsins. Þetta er einn þeirra samkvæmisleikja sem fylgja jólabókaflóðinu og jafnan hin mesta skemmtun. Okkur sem stöndum að greinasafninu Þjóðerni i þúsund ár? þykir þó rétt að koma að einni leið- réttingu við umfjöllun eins álits- gjafans og einni athugasemd. Dóra ísleifsdóttir, grafiskur hönn- uður, velur kápu þessarar bókar sem þá næstverstu og gefur henni ein- kunnina: „Merkilega vond kápa. Á þetta að vera fyndið myndefni?" Á sama stað stendur að ritstjóri bókar- innar sé Sverrir Jakobsson. - Þarna hefur eitthvað skolast til þar sem rit- stjórar bókarinnar eru þrír: Jón Yngvi Jóhannsson, Kolbeinn Óttars- son Proppé og Sverrir Jakobsson. Þessi smávægilega villa getur vart átt sér nema eina skýringu - nefni- lega þá að hér sé endurtekin villa úr Bókatíðindum. Og þá er líka degin- um ljósara að Bókatíðindi hljóta að „Þá stendur eftir sú spum- ing hvort grafískur hönnuð- ur geti verið þekktur fyrir að meta bókarkápu þegar hann hefur ekkert séð af henni annað en litla mynd í bókatíðindum, mynd sem er u.þ.b. 3x5 sentímetrar og þar af leiðandi um það bil einn tuttugasti af stærð kápunnar sjálfrar. “ vera eina heimild Dóru um þessa ágætu bókarkápu. Bókin er nefni- lega ekki komin út! Þá stendur eftir sú spurning hvort graflskur hönnuður geti verið þekkt- ur fyrir að meta bókarkápu þegar hann hefur ekkert séð af henni ann- að en litla mynd í bókatíðindum, mynd sem er u.þ.b. 3x5 sentímetrar og þar af leiðandi um það bil einn tuttugasti af stærð kápunnar sjálfr- ar. Það er hætt við að þeir okkar sem starfa við bókmenntagagnrýni ættu náðuga daga ef hægt væri að viðhafa sömu vinnubrögð þar. Þá þyrfti ekki að lesa nema tíu síður af meðalskáld- sögunni og vart nema tuttugu af skáldsögu eftir Hallgrím Helgason eða Matthías Johannessen. Þetta er kannski ekki sambærilegt en það hlýtur samt að orka tvímælis þegar felldir eru dómar um prentgripi að byggja þá á smækkaðri eftirmynd forsíðunnar einnar og ímynda sér svo afganginn. Á sömu síðu er fyrirtaks viðtal við Guðmund Odd, prófessor við Lista- háskólann, þar sem hann bendir m.a. réttilega á að bókarkápur þurfi m.a. að meta eftir þvi hvernig þær tengjast innihaldi bóka. Forsendur Dóru til að meta þetta eru náttúrlega enn hæpnari, nema hún líti svo á að textinn i Bókatíðindum nái utan um allt efni bókarinnar. Og auðvitað á myndefnið að vera fyndið - og tengingin við greinasafn þar sem sett er spurningarmerki við þjóðemishyggju og hugmyndir is- lendinga um þjóðerni sitt og annarra verður augljós þegar bókin kemur út á næstu dögum. - Þetta bréf var sent Fréttablaðinu til birtingar en fékkst ekki biri á síð- um þess blaðs. Storkurmn fyrir austan... Halla skrifar:____________________________ Mig hefði langað til að reyna að fá svar við þeirri spurningu hvers vegna í ósköpunum Dýraverndunar- samband hérlendis gerði ekki til- raun til að bjarga storkinum sem dvelur á Austurlandi. DV hefur ver- ið duglegt við að færa okkur fréttir af honum en enginn virðist ætla í neinni alvöru að hafa hug á að hjálpa þessu fallega dýri frá ömur- legum hungurdauða. Vitað er að hann á ekki mögu- leika á að lifa af strax og íslenskur „Ég er viss um að storkurinn yrði góður gestur, t.d. í Hús- dýragarðinum í vetur, og myndi án efa draga að sér marga gesti, unga sem eldri. “ vetur hefst af alvöru - og nú þegar hafa heimamenn tekið eftir því að hann er að horast og það dregur af honum með hverjum deginum sem líður. Kannski það verði svo „stór- frétt“ þegar hann drepst og okkur verði sýnd mynd af hræinu!! Er virkilega ekki dugur í íslensk- um dýravinum til að hlaupa undir bagga og bjarga honum í tæka tíö? Hann er sagður vera spakur svo ekki ætti að vera mikið vandmál að ná honum. Ég er viss um að stork- urinn yrði góður gestur, t.d. í Hús- dýragarðinum í vetur, og myndi án efa draga að sér marga gesti, unga sem eldri. Það ætti svo ekki að vera flókið að flytja hann á heimaslóðir í vor, annað eins er nú flutt til og frá landinu og það yrði líka efni í aðra góða frétt. Storkur i flugvél frá ís- landi! Garri Því Kristján vildi heldur bíða hel Kristján Pálsson er ekki af baki dottinn. Hann sagði Garra í einkasamtali um helgina að hann væri í góðum jólagír, hengjandi upp jólaskraut og seríur. „Svo er ég líka búinn að ráða til mín hirðskáld," hvíslaði Kristján. „Hirðskáld," hváði Garri. „Já, allir meiriháttar konungar hafa átt sitt hirðskáld, það er að segja ef þeir voru ekki skáld sjálfir eins og Davíð. Allir norsku kóngarn- ir voru með íslensk hirðskáld, svo ég minnist ekki á Ástþór Magnússon," sagði Kristján. „Ást- þór Magnússon?" stundi Garri. „Já, manstu ekki? Sverrir Stormsker var hans maður í kosn- ingabaráttunni forðurn," sagði Kristján. Hirðskáldið fundið „Ég reyndi fyrst að fá Hallgrím Helgason í verkið," sagði Kristján, „en eftir þessa uppá- komu með bláu höndina þá gengur það eiginlega ekki. Davíð yrði bara pirr;aður. Þá varð mér hugsað til Kristjáns Hreinssonar sem er ná- granni Davíðs i Skerjó en hann er svo helvíti ósjálfstæðissinnaður. Endingin varð sú að ég hafði samband við hann Steinar í Hjálmholti og bað hann um að yrkja um mig eitthvað fallegt. Hann er ágætur." „Aldrei heyrt um hann,“ sagði Garri. „Er hann góður?“ „Já,“ sagði Kristján, „frábær, alveg frábær. Soldið original, engin klisja í honum eða eftirherma. Hann er þegar byrjaður. Viltu sjá?“ „Já,“ sagði Garri, ,já, láttu mig sjá.“ Árni Eyjatröll „Ókei,“ sagði Kristján, „ókei. Því Kristján vildi heldur bíða hel en horfinn vera Keflavíkurströndum. Grimmlegir dátar, Davíðs studdir vél, fjötruðu góðan dreng í heljar böndum. Hugljúfa samt ég sögu Kristjáns tel, þar sem ég undrast enn á köldum söndum lágan að sigra ógnabylgju ólma algrænu skrauti prýddan Kristjánshólma. Þar sem að áður akrar huldu völl, Árni og Drífa ríða yflr sanda. Sólroðin lífa enn hin öldnu fjöll árstrauminn harða fógrum dali granda. Flúinn er Árni Johnsen Eyjatröll, dauft er í sveitum, Haukdalinn í vanda. En lágum hlífir hulinn verndarkraftur, hólmanum, þar sem Kristján sneri aftur.“ (Xxrri Undir Evrópufána eöa Bandaríkjafána? Yróum alltaf sambandsríki. Evrópa í eitt ríki Ólafur Sveinsson skrifar: Evrópa sameinuð í fyrsta skipti, segja fréttimar. Ágætt. Evrópuríkin hafa ekki setið á sátts höfði í gegn- um tíðina. Eigum við íslendingar að fylgja þeim? Hver er munurinn að verða t.d. eitt af ríkjum Bandaríkj- anna, eins og sumir vinstrimenn hafa stundum nefnt í hálfkæringi þegar einhver sem vill meiri tengsl við Bandaríkinn geysist fram á rit- völlinn? Ætli íslendingum sé ekki nær að fara að kanna þessa hluti ofan í kjölinn nú, og kannski gera upp við okkur hvorum megin við viljum vera. Er ekki sagt að við verðum að fá inni „einhvers stað- ar“? Já, bara einhvers staðar! Innherjafréttir á Netinu Sigutjón skrifar: Er það ekki furðulegt að flestar fréttir innlendar sem við heyrum um í fjölmiðlunum, bæði í Sjón- varpi og blöðum, skuli hafa mátt lesa víða á Netinu, þar sem svokall- aðir Innherjar stinga inn orðrómi og ræða síðan af hörku og oft tilþrif- um. Stundum líða svo sem þrír eða fjórir dagar þar til þeirra er getið í almennum fréttum. Ég tek til dæm- is fréttir úr viðskiptaheiminum; fréttir um óróleika innan ESJ og nú síðast sölu Áco-Tæknival. Um þetta hafa Innherjar rætt í þaula dögum saman. Enn fleiri dæmi mætti nefna, en læt þetta nægja. Það er eins og almennir fjölmiðlar veigri sér við að ræða nokkuð annað en það sem búið er að staðfesta áður af einhverjum „löggiltum" stofhunum! Enn brillerar Bjöggi Halldðr Sigurðsson skrifar: Það var skemmtilegt að heyra í Björgvini Halldórssyni í þætti hjá Gísla Marteini sl. laug- ardagskvöld. Fínn þáttur hjá Gísla þetta kvöld- ið. Með þessum ballöðum sínum, sem hann kallar svo, sýnir Bjöggi að hann er enn að brillera með söng sínum. Þessi rólegu lög sem hann er að kynna þarna eru líka þau sem lifa. Maður er orðinn yfir sig leiður á gaddavírs- og gleði- gauragarginu sem hefur flætt yfir í íslenska poppheiminum. Frank Sinatra, Nat King Cöle, Bing Cros- by, Perry Como og síðar Carpenters- systkinin, þetta er allt horfið að mestu. Og því fagnar maður Bjögga inriilega. Stolið úr skónum Mððir hringdi: Það leggjast margir lágt þessa dagana. Lítill sonur minn fékk smásendingu í skóinn, sem settur var út í gluggann á herberginu hans, sem stendur í götuhæð, en hún fékk ekki að vera í friði, var horfin um morguninn. Augljóslega tekin utan frá. Manni sámar svona. Og maður heyrir af stuldi á jafnvel jólakrönsum sem settir hafa verið á útihurðir. Hvað er að okkur íslend- ingum, ekki er þetta vegna matar- skorts, eða hvað? Að menn steli svona til að seðja hungur sitt? Ef ástæðan er dópneysla þá er þjóðfé- lagið verulega illa á vegi statt. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa OV, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Björgvin Halldórsson. Fínn í ballööunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.