Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 Utlönd REUTERSMYND Biljana Plavsic Fyrrum forseti Bosníu-Serba á yfir höfbi sér lífstíöarfangelsi fyrir giæpi gegn mannkyninu. Albright ber vitni í réttarhöldunum yfir járnfrúnni Madeleina Albright, fyrrum utan- rikisráðherra Bandaríkjanna, ber í dag vitni fyrir stríðsglæpadómstóln- um í Haag þegar ákveða á refsingu Biljönu Plavsic, fyrrum forseta Bosníu-Serba, sem gekk undir við- urnefninu „járnfrúin" í Bosníu- stríðinu. Albright hefur löngum verið köli- uð móðir stríðsglæpadómstólsins í Haag vegna ötuis stuðnings síns við stofnun hans. Plavsic á yfir höfði sér lífstíðar- fangelsi eftir að hún lýsti sig seka í október um glæpi gegn mannkyn- inu vegna ofsókna Serba á hendur múslímum og Króötum i Bosníu í átökunum 1992 til 1995, þar sem tvö hundruð þúsund manns týndu lífi eða týndust. Plavsic, sem er 72 ára, er eina konan sem hefur verið ákærð fyrir dómstólnum í Haag. Hún slapp við réttarhöld eftir að hún viðurkenndi sekt sina. Lögmenn hennar segja að það hafi hún gert vegna þess að hún iðraöist gerða sinna. Plavsic var á sínum tima varafor- seti Bosníu-Serba þegar Radovan Karadzic fór fyrir þeim en tók síðan við af honum. Fundu heilt tonn af sprengiefni Lögregluyfirvöld í Indónesíu segj- ast hafa fundið heilt tonn af efni til sprengjugerðar, sem grunur leikur á að notað hafi verið til þess að útbúa sprengjuna sem sprengd var á veitingastaðnum á Balí með þeim afleiðingum að meira en 180 manns fórust. Sprengiefnið mun hafa fundist í húsnæði í eigu vinar mannsins sem handtekinn var grunaður um að vera forsprakkinn i sprengjutil- ræðinu á Balí og fannst efnið, sem fyrst og fremst er notað til flugelda- framleiðslu, í 40 sekkjum i kjallara hússins. Öflug sprenging í efnaverksmiðju Öflug sprenging varð í efnaverk- smiðju í nágrenni olíuhreinsistövar í hafnarborginni Haifa í norður- hluta ísraels í morgun með þeim afleiðingum að miklir eldar kvikn- uðu. Slökkviliði tókst þó fljótlega að ráða niðurlögun eldsins og munu litlar skemmdir hafa orðið á bygg- ingum og enginn mannskaði. Talið er að biiun í tæknibúnaði hafi or- sakað sprenginguna. UPPBO' Framhald uppbo s á eftirfarandi eign ver>ur há> á henni sjálfri sem hér segir: Vanefndaruppbo>: Bæjarlind 14-16, 0207, 0208, 0209 og 0210, þingl. eig. Lögbýli ehf., gerðar- beiðandi Sparisjóður vélstjóra, föstu- daginn 20. desember 2002 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI DV Tökum vopnaskýrslu íraka með fyrirvara - segir Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær taka tólf þúsund síðna vopnaskýrslu íraka með mesta fyrirvara og það sem hann hafi hingað til séð af henni sé vægast sagt vafasamt. Powell sagði einnig að formlegra viðbragða bandarískra stjómvalda við skýrslunni væri að vænta í lok vikunnar eftir að Hans Blix, yfir- maður vopnaeftirlits SÞ, hefði kynnt skýrsluna í Öryggisráðinu. Þetta eru fyrstu opinberu við- brögð Powells við skýrslunni síðan henni var skilað inn þann 7. desem- ber sl. en áður hafði Bush Banda- ríkjaforseti lýst því yfir að í hana vantaði ýmsar vopnabirgðir og bún- að sem vitað væri að írkar ættu í fórum sínum. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gær að það væri al- veg á hreinu af hálfu Sameinuðu þjóðanna að írakar fengju ekki ann- að tækifæri til þess að gera ná- Vopnaeftirlitsmenn SÞ Vopnaeftirlitsmenn sem fara víða í írak hafa sent fyrstu sýnishorn til Austurríkis. kvæma grein fyrir vopnabirgðum sínum. Til þess hefðu þeir þegar fengið síðasta tækifæri og yrði ekki gefinn kostur á að leiðrétta skýrsl- una eða bæta við hana ef eitthvað vantaði. Fyrstu sýnin, sem vopnaeftirlits- menn SÞ hafa tekið í írak, hafa þeg- ar verið send til Austurríkis þar sem þau verða rannsökuð á rannsóknar- stofu Alþjóða kjarnorkumálastofnun- arinnar, LAEA, og leitað hugsanlegra vísbendinga sem leitt gætu vopnaeft- irlitsmenn á sporið i leitinni að gjör- eyðingavopnum. Að sögn talsmann IAEA er nú verið að rannsaka átta fyrstu sýnin og muni þeirri rannsókn væntan- lega ljúka innan tveggja vikna. Önn- ur tuttug sýni séu væntanleg fyrir helgi og aðrar tvær vikur taki að rannsaka þau. „Við munum gera okkar til þess að flýta rannsóknum eins og hægt er,“ sagði talsmaður IAEA i gær. REUTERSMYND Sýrlandsforseti og frú hjá Tony Blair Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, tók í gær á móti Bashir al-Assad Sýríandsforseta og Ösmu, eiginkonu hans, í Downingstræti 10. Leiötogarnir ræddu meöal annars íraksdeiluna og aö sögn var fundurinn gagnlegur. Kynferðisglæpir presta draga dilk á eftir sér: Kardínálinn í Boston ætlar að dvelja í klaustri um hríð Kardínálinn Bemard Law sagði í gær að hann myndi dvelja um hríð í klaustri í kjölfar þess að hann lét af embætti í síðustu viku sem æðsti maður rómversk-kaþólsku kirkj- unnar í Boston vegna hneykslis- máls sem snýst um kynferðislega misnotkun presta á sóknarbömum sínum. Kardínálinn, sem er nýkominn heim til Boston frá Róm þar sem hann hitti Jóhannes Pál páfa og aðra háttsetta menn í Páfagarði, baðst enn og aftur fyrirgefningar þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vangetu hans og mistaka. Þá sagðist hann enn vera að íhuga eig- in framtið. „Eftir jólin ætla ég að fara í stutt frí með nokkrum vina minna úr prestastétt en síðan ætla ég að REUTERSMYND Kardínáll undir krossinum Bernard Law kardínáli ræöir viö blaðamenn um afsögn sína. dvelja um hríð í klaustri," sagði Law kardínáli þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. Law hafði legið undir miklum þrýstingi um aö segja af sér í nærri ár eftir að upp komst um víðtæka misnotkun presta á sóknarbömum og yfirhylmingu æðstu manna kaþ- ólsku kirkjunnar í Boston. Kröfurnar um afsögn urðu svo enn háværari síðustu tvær vikur eftir að enn frekari og miður fafleg- ar upplýsingar um kynferðislega hegðun presta urðu opinberar. Law sagði að breytingar hefðu nú verið gerðar til að tryggja öryggi barna innan erkibiskupsdæmisins. Hann sagðist hafa gert sér vonir um að geta sjálfur hrint þeim í fram- kvæmd en það hefði reynst best fyr- ir alla að hann segði af sér nú. Lott á teppið í janúar Repúblikanar í öldungadeild Banda- ríkjaþings koma saman til fundar á þrettándanum til að ákveða hvort Trent Lott eigi að vera áfram í forystu fyrir þá í deildinni. Lott hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir orð sem hafa verið túlkuð sem kyn- þáttahatur. Þúsund bílar um göngin Talið er að um eitt þúsund bflar fari dag hvern um nýju neðansjáv- argöngin í Færeyjum sem auðvelda mjög samgöngur til og frá eina flug- velli eyjanna. Hraun olli sprengingu Hraunstraumur í hlíðum Etnu á Sikiley ofli sprengingu sem særði að minnsta kosti fimmtán manns, en engan alvarlega. Aznar tekur á sig ábyrgð José-Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, tók í gær á sig alla ábyrgð á því að olíuskipið Prestige skyldi rekið á haf út þar sem það svo sökk og olli mikilli mengun á ströndum Galisíuhéraðs. Byssubátar til írans Norður-Kóreumenn afhentu írön- um fimmtán byssubáta í síðustu viku og hafa Bandaríkjamenn af þvi nokkrar áhyggjur. Mbeki í sjö ár enn Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, hefur fengið umboð flokks síns, Afríska þjóðarráðs- ins, til að stjóma landinu næstu sjö árin. Hann hét því að halda í mark- aðsvæna efnahagsstefnu og vinna sigur á vinstrisinnum og hvítum sprengjuvörgum. Tugir drukknuðu Að minnsta kosti sextíu manns drukknuðu og margra er saknað þegar yfirfullri farþegaferju hvolfdi í Vestur-Afríkuríkinu Líberíu. Börn í hermennsku Þrátt fyrir að alþjóðlegir samn- ingar banni að börn séu tekin í her- mennsku er það nú engu að síður gert í löndum á borð við Búrúndí, Kongó og Líberíu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu SÞ. Chavez fær stuðning Hugo Chavez, for- seti Venesúela, hef- ur fengið stuðnings- yfirlýsingu frá hernum þar sem verkfall stjórnar- andstæðinga er for- dæmt. Chavez hyggst leggja tfl at- lögu gegn verkfallsmönnum sem hafa nær lamað olíuiðnað landsins. Kanada staðfestir Kyoto Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, undirritaði í gær Kyoto- samkomulagið um losun gróður- húsalofttegunda. Strandaöi á sokknu skipi Tekist hefur að draga þýskt flutn- ingaskip á flot aftur eftir að það strandaði á flaki norsks flutninga- skips sem sökk við Ermarsundið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.