Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 Menning x>v Svipleiftur úr sagnaheimi DV-MYND GVA Thor Vilhjálmsson / sögu hans birtist ofbeldi oggrimmd Sturlungaaldar eins og þaö bitnar á smælingjunum. Bókmenntir Sveigur, nýjasta skáldsaga Thors Vilhjálms- sonar, lýsir sama heimi og sú síð- asta, Morgunþula í stráum sem kom út fyrir fjór- um árum. í Sveig styðst Thor þó mun minna við Sturlungu en í fyrri bókinni og sjónarhornið er gerólíkt. Morgunþula í stráum var höfðingja- saga þar sem Sturla Sighvatsson var í öndvegi. Aðalpersónan í Sveig, Guðmundur skáldi, er aukapersóna í hinum miklu átökum Sturlunga- aldar og áhorfandi að þeim. í upp- hafi sögu er hann umkomulaus og fátækur drengur sem býr hjá af- skiptalitlum foreldrum sínum i ná- grenni Helgafellsklausturs og hann endar ævi sína sem örvasa gamal- menni án þess að hafa afrekað margt á þeirra tíma mælikvarða. Hann er hvorki hetja né stórskáld en hefur orðið vitni að stóratburð- um. Um sumt kallast þessi saga Thors á við skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Grámann, þar sem aðalpersónan, munaðarleysinginn Ólafur Hildisson, lendir á milli stór- bokkanna Þorgils og Hafliða. Líkt og í Grámanni birtist ofbeldi og grimmd aldarinnar hér eins og það bitnar á smælingjunum. Fyrsti hluti Sveigs lýsir uppvexti Guðmundar og kynnum hans af munkum. Hjá þeim mætir hann betra atlæti en í föðurhúsum og fær tækifæri til að læra. Lærdómur hans og ekki síst skriftarkunnátta fleyta honum í lið Sturlu Sighvats- sonar en hjá honum verður hann fræðaþulur og skrifari. í öðrum hluta bókarinnar er vist skáldsins með Sturlu lýst í svip- leiftrum. Hann dugir lítt til víga- ferla sjálfur en verður vitni að gegndarlausu ofbeldi, bæði af hönd- um óvina Sturlu í Sauðafellsför og fylgismanna hans í eftirmálum hennar. Eftir þessa tvo fyrstu hluta sem segja þroskasögu Guðmundar dreif- ist sagan víðar og sjónarhornið verður flöktandi. Nær aUur þriðji hluti bókarinnar fer í sögu af ungri fátækri stúlku sem einn stórhöfð- ingja aldarinnar hefur sér að leik- fangi og nöturlegum örlögum henn- ar. í Qórða hluta berst sagan svo til Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og Þórðar Narfasonar sem Sturla fóstr- ar, en í skjóli Þórð- ar endar Guð- mundur skáldi ævi sína. Lengi vel er aðalpersónan þannig fjarrver- andi en heimi Sturlungaaldar er lýst frá sjónar- horni fórnarlamtís annars vegar og þeirra höfðingja sem tóku bók- menningu fram yfir valdabrölt hins vegar. Sveigrn- er í rík- ari mæli en Morg- unþula í stráum hugarsmíð og spuni. Einnig í stílnum er hér mun lengra á milli texta Thors og fomsagnastílsins. Stíllinn er bar- okkskur og flúrað- ur, myndrænn og oft torræður. Þessi þáttur sögunnar er sterkastur og áhrifamestur í þeim hluta sem fjallar um bemsku Guðmundar. Eftir að honum lýkur leysist sagan að sumu leyti upp í staka kafla og svipmyndir, hún verður lýsing aldar fremur en ein- stakra persóna. Það liggur beinast við að lesa Guðmund sem fulltrúa hinnar hógvæm sagnalistar og lær- dóms sem hann kynnist fyrst hjá bræðrunum á Helgafelli. Hann er aðeins einn hlekkur í langri keðju þeirra sem tryggðu að sagnaheimur- inn lifði af þótt flest annað færist. Jón Yngvi Jóhannsson Thor Vilhjálmsson: Sveigur. Mál og menn- ing 2002. Bókmenntir Ekki dissa ömmu sína Krakkakvæði nefnist ný kvæða- bók fyrir böm eftir Böðvar Guð- mundsson. Þar er að finna fimm- tán kvæði, stutt og löng, og em yrkisefhin margvísleg, allt frá heimsfræðilegum pælingum um hvort jörðin sé flöt til hunda, katta og óléttra mæðra. Kvæðin era flest vel heppnuð og sum hver mjög skemmtileg. „Ömmusögur" eru sérstaklega hnyttnar en þar segir frá nútímabami sem vill alls ekki „dissa“ ömmu sína þó að því finnist tölvuleikir pínulít- ið meira spennandi en sögurnar og kvæðin hennar: Auövitaö þykir mér amma góö og indœl og fögur, hún mœtti samt fara meö fœrri Ijóö og fœrri sögur, og aldrei getur hún amma skiliö ánœgjuna viö tölvuspiliö. Hér teflir Böðvar saman gömlum og nýjum tímum á hlýlegan og um leið meinfyndinn hátt. Myndir Áslaugar Jónsdóttur endurspegla fullkomlega tóninn í kvæðinu þar sem amman glottir kvikindislega (en hún er einmitt kölluð flagð í ljóðinu) þegar hún arkar inn með þykka sagna- og kvæðabók og kippir leikjatölvunni úr sam- bandi. Þá er kvæðið um afa hans Danna, sem ber þann smellna titil „Bannorðin 15“, ansi skemmtilegt. Um- ræddur afl bannar í austur og vestur án allra raka og Böðvar leikur sér meðal annars að því að láta afann banna bæði óviljaverk og viljaverk: „Bannað að læðast / á bak við tré, / bannað að meiða / sig á hné...“ Böðvar gerir góðlátlegt grín að öllum þeim boðum og bönnum sem ríkja í samfélaginu, oft án mikillar ígrundunar og titill kvæðisins vísar auðvitað til fyrstu boðanna, þ.e. boðorðanna tíu. Að lokum má nefna „Óla og Nonna“ sem er stór- skemmtilegt kvæði um þá Ólaf digra og Jón Arason: Ólafur digri af dönsku kyni missti í skólanum marga vini og reytti háriö í heftidarskyni af hausnum á Jóni Arasyni. í þessu kvæði felst tvöfalt ávarp til fullorðinna og bama. Hinir fullorðnu sem enn muna slitrur úr íslandssögunni sinni geta flissað yfir því að litlir strákar beri nú nöfh sögu- frægra manna og um leið nýtt tækifærið og sagt bömum sín- um frá þessum tveimur köppum. Tónninn í kvæðunum er hlýr og mannlegur og má nefha siðustu tvö kvæðin sem dæmi, „Kátur“ og „Samkomulag". Sísta kvæðið er líklega Landafræði handa lengra komnum enda tekur höfundur fram að það sé ekki eiginlegt kvæði heldur rímleikur og er ætlunin líklega að hvetja unga og aldna lesendur til að spreyta sig. Myndir Áslaugar Jónsdóttur kallast yfirleitt mjög vel á við vísumar. Þær eru dimmar en litríkar og fullkomna þann af- slappaða og hlýlega tón sem einkennir bókina alla. Helsti galli þessarar bókar er að kvæðin hefðu mátt vera fleiri og bókin lengri. Lesandinn hefur alls ekki fengið nóg að lestri loknum! Katrín Jakobs- gg' dóttir um: Böðvar Guðmunds- son: Krakkakvæði. Áslaug Jónsdóttir mynd- iýsti. Mál og menning 2002. Amma kemur og kippir leikjatölvunni úr sambandi Ein frábærra mynda Áslaugar Jónsdóttur við Krakkakvæði. 15 Munið að slökkva á kertunum Gætiö lítilla barna í nánd við logandi útikerti. Rikislögreglustjórinn ORYGGISNET SECNET te Rauði kross íslands ^ LÖGGILDINGARSIOFÁ rffíjr SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.