Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 * Sport DV V Jón Arsælsson heldur hér á vænum 13 punda sjóbirtingi sem hann veiddi á Toby Spoon í Tungulæk í Skaftafellssýslu. Stangaveiðiárbókin 2002: Mikilvægi hennareykst frá ári til árs Þessa dagana er Stangaveiði- árbókin að koma út 15. árið í röð en útgáfa bókarinnar hófst 1988. Mikil- vægi bókarinnar eykst eftir því sem bókunum fjölgar en gott er að geta flett því upp sem gerist á hverju ári í lax- og silungsveiði. Það er Guðmundur Guðjónsson blaðamaður sem skrifar bókina en hann hefur skrifað um veiðiskap í Morgunblaðið i 25 ár. Bókin skiptist í fimm kafla, Frétt- ir og umræða, Laxveiðin, Silungs- veiðin, Veiðisögur, Fréttir af Stangaveiðifélagi Reykjavikur, og kafla á ensku um stangveiðina. Við skulum láta eina skemmti- lega veiðisögu fljóta með úr bókinni, af veiðUendum í Grimsá í Borgar- firði. Vilhjálmur Levi Egilsson heitir 15 ára strákur sem varð að laxveiði- manni í sumar, er hann veiddi sinn fyrsta lax í Grimsá, 5 punda hæng á fluguna Green Butt. Laxinn veiddi hann seint í júlí á Stórlaxaflötinni sem var óvenju heit þetta sumarið. Það er raunar alltaf í frásögur fær- andi þegar ungur veiðimaður veið- ir sinn fyrsta lax, en i þessu tilfelli var vinkill sem gerir atburðinn enn skemmtilegri í minningunni fyrir umræddan veiðimann og einmitt leiðsögumann hans. Vilhjálmur Levi er sonur Egils kokks í veiðihúsinu og þar á morgni milli útlendingaholla þegar leið- sögumenn og starfsfólk fær gjarnan að bleyta færri, að Stefán Teitsson, 72 ára gamall og einn reyndasti leið- sögumaður landsins, leiddi Vilhjálm Levi fram á klappirnar við Stórlaxa- flöt og sagði honum hvar flugan ætti að lenda. Leiðsögnin gekk eftir, lax- inn þreif fluguna, festi sig og var síðan landað við mikinn fógnuð nokkrum mínútum seinna. Það sem gerir þetta skemmtilegt er að þenn- an sama dag, 59 árum áður, hafði Stefán einmitt veitt sinn fyrsta lax á ferlinum á flugu og á þessum sama veiðistað. -G. Bender Eiríkur St. Eiríksson gerir upp ritstjóratímabilið á Veiðimanninum: Stýrir blaðinu í síðasta sinn - og deilir á nýja útgefendur blaðsins sem og nýskipaðan ritstjóra „Þetta tölublað af Veiðimannin- um er það síðasta sem ég ritstýri í bili a.m.k. Ástæðan er sú að útgáfa blaðsins var boðin út nú í haust. Að- eins eitt tilboð barst áður en tilboðs- frestur rann út og var það frá Fróða. Virðist það hafa orðið til þess að haft var samband við fleiri aðila og þeir beðnir að bjóða i útgáfuna. Nið- urstaðan varð sú að útgáfufélagið Heimur tekur við útgáfunni af Fróða um áramótin. Söluskrá SVFR hefur jafnframt færst til sama útgef- anda. Umdeilanleg vinnbrögð Nýr útgefandi, Benedikt Jóhann- esson, ákvað að ráða nýjan ritstjóra að blaðinu og um það er s.s. ekkert að segja annað en það að vinnu- brögðin voru umdeilanleg og útgef- andanum til lítils sóma. Undirritað- ur naut fullkomins stuðnings stjóm- armanna SVFR til þess að gegna rit- stjórastarfinu áfram þrátt fyrir að nýr útgefandi tæki við blaðinu en svo er að sjá að vilji útgefandans hafi vegið þyngra en vilji stjómar- innar. Verður það að teljast athygl- isverð niðurstaða. Skemmtilegt starf Það hefur verið skemmtilegt starf að ritstýra Veiðimanninum. Ég hef notið þeirrar reynslu að hafa verið blaðamaður í aldarfjórðung og þeg- ar ég hóf störf við blaðamennsku á Tímanum var ég umsjónarmaður Veiðihomsins sem þá var helsti vettvangur frétta af stangaveiðum hérlendis. Síðar var ég ritstjóri blaösins Á veiöum um skeið og það var þvi ekkert sem kom mér á óvart þegar ég tók við Veiðimanninum, annað en það hve þessi vinna var illa launuð. Að auki hefur ritstjór- anum verið gert að skrifa 35% af efni blaðsins. Ég hef orðið var við að margir virðast álíta að ritstjóm Veiðimannsins sé fullt starf en því fer fjarri. Ritstjórn Veiðimannsins er hlutastarf, átaksverkefni sem unnið er með fram öðrum störfum. í sögulegu samhengi er það heiður að vera rit- stjóri þessa gamalgróna tímarits og fyrir vikið hafa launakjörin aldrei verið sett á oddinn. Eftir á að hyggja er það rangt. Það hvemig búið er að Veiðimanninum og þeim sem við blaðið vinna lýsir hug eigandans og útgef- andans til blaðsins. Á fulia viröingu skiliö Veiðimaðurinn á það skilið að honum sé sýnd full virðing og því fagnaði ég því þegar ákveöið var að óska eftir tilboðum í útgáfu blaðs- ins. Mér, sem félagsmanni í SVFR, fmnst það vera skylda stjómar fé- lagsins að leita alltaf eftir bestu kjörum og eins og þeir vita, sem mætt hafa á aðalfundi félagsins und- anfarin ár, hefur það verið umdeilt að samið var við Fróða um útgáfu Veiðimannsins án undangengins út- boðs. Tilboöiö sjónhverfingar Samkvæmt hagstæðasta tilboð- inu, að mati stjórnar SVFR, mátti skilja að félagið gæti sparað sér 700 til 800 þúsund krónur á ári miðað við fyrri samning. Þetta reyndust þó vera sjónhverfmgar. Fljótlega kom í ljós að eitthvað hafði verið van- reiknað og því var tilboðinu snar- lega breytt með samþykki stjórnar SVFR. Eftir stóð sparnaður upp á 300 til 400 þúsund krónur á ári en það er litlu hærri upphæð og Heimur bauðst til að greiða fyrir að fá að gefa út sölu- skrá félagsins sem Fróði hafði ekki greitt sérstaklega fyrir. Ávinningurinn varð- andi Veiðimanninn var að mestu gufaður upp. Þetta segir þó ekki alla söguna því ljóst er að nýi útgefandinn hefur misreikn- að sig hrapallega hvað varðar sölu- skrána og tap fyrirtækis hans vegna þessarar frumraunar nemur senni- lega um 600 til 800 þúsund krónum. Því óttast ég að ef væntingar um sölu auglýsinga í Veiðimanninn ganga ekki eftir verði byrjað að væla um afslátt frá samningnum og þegar upp verði staðið þá muni samningur við nýjan útgefanda hafa kostnaðarauka í for með sér fyrir SVFR. Góðu fréttirnar eru hins veg- ar þær að nú verða laun ritstjóra Veiðimannsins tvöfólduð eða rúm- lega það. Því má reikna með því að hið sama gildi um aðrar greiðslur fyrir efni í blaðinu, greinar og við- töl. í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við ritstjórann, sem tekur við blað- inu frá og með áramótum, kemur fram að hann ætli ekki að skrifa mikið í blaðið og á honum má skilja að Veiðimaðurinn eigi að verða ein- hvers konar undirdeild í vefsetrinu Flugur.is. Verður aö slá meö félaginu Sennilega hefur velunnurum SVFR brugðið í brún við það hve nýi ritstjórinn gerir litið úr mál- gagni félagsins. í starfi mínu sem ritstjóri Veiðimannsins hefur það ekki vafist fyrir mér eina einustu stund að trúnaður minn hefur verið við blaðið og félagið. Þannig verður það að vera. Eina leiðin til þess að tryggja hagsmuni félagsins er að stjórn þess ráði ritstjóra að Veiði- manninum. Hjarta ritstjórans verð- ur að slá með félaginu og hann verð- ur að setja hagsmuni þess ofar hags- munum útgefandans og sömuleiðis ofar eigin hagsmunum." Rjúpan: AEdrei munu færri borða hanaen um þessi jól „Ég fór á rjúpu um daginn, gekk lengi vestur í Dölum, en sá enga rjúpu, sama hvað ég gekk og gekk tímunum saman. Eina sem ég haíi upp úr krafsinu var ein önd sem var á einum pollin- um,“ sagði veiðimaöur sem DV hitti fyrir tveimur dögum og hann hafði ekki fengið eina rjúpu á tímabilinu. Þrátt fyrir mikla göngu, nokkrum sinnum, hafði hann gefið upp vonina að veiða í matinn fyrir fjölskyld- una. Grænlensku „klikkuöu" Þessi saga heyrist hjá fleiri veiðimönnum, en aldrei munu eins fáir landsmenn borða rjúp- ur og um þau jól sem núna fara í hönd. Bæði vegna þess | aö liklega ■ hai'a ekki K verið skotn- ar nema á milli 55 og 60 I þúsund fugl- | ar og svo I „klikkuðu" ^■■■Hi grænlensku rjúpumar alveg. Reyndar var furðulegt að ætla að kaupa fugla sem ekki höfðu enn þá verið skotnir Eitthvað er til af rjúpum, en verðið er frá 1200 upp í 2000 krónur fyrir fuglinn, reyndar hafa margir gefið upp vonina að fá fugla og ætla að borða allt annað um þessi jól en rjúpur. Sanngjarnt verð „Ég hef haft rjúpur öll jól síð- an 1980 og var reyndar búinn að gefa upp vonina um að fá rjúpur, en þvi var reddað fyrir mig. Verðið var 1200 krónur, sem er sanngjarnt," sagði húsmóðirin í Hlíðunum, sem fékk rjúpur í jólamatinn á síðustu stundu. Engin rjúpa - tíu gæsir Af einum veiðimanni fréttum við sem fór á rjúpu fyrir austan fyrir skömmu og hann veiddi enga rjúpu en hann fékk tíu gæs- ir. -G.Bender Eiríkur St. Eiríks- son

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.