Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 19
•RIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 19 DV Tilvera lí f iö E F T I R V I II N U ►Krár IBiarni Tryggva á Café Romance •úbadorinn Bjarni Tryggva skemmtir gestum á afé Romance I kvöld. Hónleikar IVTnvl og Davsleener á Gauknum Ijömsveitin Vínyl leikur á tónleikum á Gauknum kvöld, húsið opnað kl. 21 og Daysleeper hitar op. ILItgáfutónleikar Jóels í Iðnó iel Pálsson saxófónleikari heldur útgáfutón- leika í Iðnó í kvöld kl. 20.30. Þar leikur hann nýja tónlist af plötunni Septett sem kom út fyrir skömmu. Á tónleikunum koma fram úrvals tón- tónlistarmenn: Jóel Pálsson, Slgurður Flosason, Eiríkur Orri Ólafsson, Eyþór Gunnarsson, Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson, Einar Scheving og Helgi Svavar Helgason. •Listir ■Viktoría I Gallerí Hlemmi Á laugardag var opnuö í Gallerí Hlemmi sýning Viktonu Guðnadóttur sem ber nafniö Pride. Sýningunni má að vissu leyti skipta í tvo hluta: myndbandsinnsetningu og textaverk. Þó tengjast þessi verk að því leyti að þau fjalla bæði um hlutverk okkar sem áhorfenda. Annars vegar reynslan hvernig við horfum á fólk og hvernig fólk horfir á okkur. Hins vegar er sögö lítil saga sem flestir geta fundið hlutverk sitt í. Vikroría stundaði myndlistarnám t Hollandi og útskrifaðist úr mastersnámi frá the Dutch Art Institute á þessu ári. Hún býr og starfar í Hollandi. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14-18 og stendur til 5. jan. ■3 sýningar í Hafnarborg í Kaffistofu Hafnarborgar er í gangi sýning á frummyndum Brians Pilkington úr bókinni „Jólin okkar". Texti bókarinnar er úr kveri Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. I Hafnarborg er annars I gangi tvær sýningar. Annars vegar sýningin „Sambönd íslands" sem er alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt ísland og íslenskra listamanna, búsettra erlendis. Var þeim boðið að sýna verk sem lýsa landi okkar og þjóð í samræmi viö reynslu þeirra af dvölinni hér. Hins vegar er um ræða sýninguna Samspil sem er samsýning þeirra Bryndísar Jónsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdðttur, Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og Þorgerðar Sigurðardóttur. Ath. Öllum þessum þremur sýningum llýkur um næstu helgi. sýningarnar eru opnar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. BÞórunn Lárusdóttir Leikkonan Þórunn Lárusdóttlr sýnir málverk og Ijósmyndir í Lóuhrelðrlnu á Laugavegi en það er fyrir ofan Bónus. Þórunn hefur teiknað frá því hún var barn en styttra er síðan hún fór að fást við Ijósmyndun. Málverk Þórunnar eru afstrakt í þremur litum og kemur texti mikið við sögu í þeim. Ljósmyndirnar eru fjölbreyttari. Sýningin Þórunnar stendur fram að jólum. Um að gera að líta á verk þessarar fjölhæfu leikkonu. Krossgáta .árétt: 1 spotta, 4 hrúgp, 7 útlit, 8 harmur, 10 fífl, 12 hagnaö, 13 himna, 14 sofa, 15 jarðsprunga, 16 amboði, 18 merki, 21 krók, 22 þarmar, 23 grind. lióðrétt: 1 hross, 2 skop, 3 leifarnar, 4 fljótfær, 5 starf, 6 hópur, 9 getur, Li dáð, 16 öskur, 17 ferð, 19 spíri, 20 gagnleg. ausn neðst á síöunni. Umsjón: Sævar Bjarnason Skák Stefán Kristjánsson var afar óhepp- m að tapa fyrir indverska stórmeist- ranum P. Harikrishna í rúmlega 100 :ikja skák í 8. umferð á heimsmeist- ramóti unglinga, 20 ára og yngri, þar :m Stefán var með fræðilega jafn- iflisstöðu en tefldi ekki nógu ná- væmt. Stefán hefur 5 vinninga og er i-23. sæti. Davtð Kjartansson sigraði ídverska skákmanninn R. Naveen (2099). Davið hefur 4 vinninga og er í 38.-56. sæti. Efstir eru armenski stór- meistarainn Levon Aronian (2586), áð- umefndur Harikrishna (2551), enski stórmeistarinn Luke McShane (2546) og rússneski alþjóðlegi meistarinn Ar- tyom Timofeev (2570) meö 6 vinninga. Hér sjáum við skemmtilegan sigur hjá Stefáni í 5. umferð. En ekki er öll nótt úti enn, tefldar verða 13 umferðir á mótinu. Hvitt: Stefán Kristjánsson (2431) Svart: M. Annaberdiev (2305) [D42j Caro-Kan vöm. Goa, Indlandi (5), 12.12. 2002 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Be7 7. cxd5 Rxd5 8. Bd3 0-0 9. 0-0 Rc6 10. a3 Rf6 11. Hel b6 12. Bg5 Bb7 13. Bbl Dd7 14. Dd3 g6 15. Ba2 Had8 16. Hadl Dc8 17. d5 Rb8 18. De2 Bxd5 19. Bxd5 Rxd5 20. Hxd5 exd5 21. Bxe7 Hfe8 22. Dd2 Hd7 23. Rxd5 Dc6 (Stöðumyndin) 24. Rf6+ Dxf6 25. Bxf6 1-0. Lausn á krossgátu •JÁU 02 ‘!IP 61 ‘JOJ L\ ‘3JO 91 ‘ifájje n ‘JmjJO 6 ‘Jo3 9 ‘upi s ‘jniejpBjq g ‘uui3ue3je g ‘jep g'ssa t :upjpprl •jsij ez ‘ujoS 7Z ‘irSup \z ‘U5(ej 8J ‘ipo 91 ‘e(3 SI ‘BJnj H ‘ueijS 81 ‘pje z\ ‘Juue pi ‘§.ios 8 ‘pjajp L ‘3uiq p ‘epua j :jjpjpi íot=7E7 'Ef? SVnKi=7' VÖLLO Kft Dagfari Skapa fötin manninn? Það eru fá fyrirbæri svo lít- ilvæg að fólk geti ekki þrasað út af þeim. Nýverið heyrði ég tvær manneskjur karpa um hvort hampa ætti gömlu jóla- sveinunum, þessum ljótu á sauðskinnsskónum sem menn- ingarlega upplýst fólk og póli- tískt ógurlega meðvitað hefur tilhneigingu til að dásama, eða nýju jólasveinunum, þess- um krúttlegu kókakólasvein- um með hvíta skeggið sem eiga rætur að rekja til Vestur- heims. Ekki ætla ég að blanda mér í þessa þrætu enda gefa kynni mín af þessum labbakútum ekki tilefni til að álykta annað en að þetta séu allt sömu vitleysingarnir. Gildir þá einu hvort þeir eru í sauðalitunum eða rauðlitaðir. Stíll heitir tímarit sem datt inn á borð til mín og þar er enn verið að halda því að fólki að fötin skapi manninn, eins og jólasveinana. Þar klæðist ungt fólk úr forystu- sveitum flokkanna fatnaði frá Hugo Boss. Nú er Hugo þessi sjálfsagt skraddari á heims- mælikvarða, ég efast ekki um það, en það er greinilegt að menn gefa sér það að fatnaður skipti sköpum þegar frambjóð- endur reyna að ná til kjós- enda í vor. Með örfáum und- antekningum má hins vegar segja að pólitíkusarnir séu all- ir að verða eins og jólasvein- arnir, hvernig sem þeir nú klæðast. Og þar sem ég mun varla skrifa meira í þennan dálk á árinu vil ég nota tækifærið til að minna á orð mín frá miðj- um september sl. um Rauðu djöflana, lið mitt í Englandi: „Þetta lið er einfaldlega ekki hægt að afskrifa. Aðeins ósk- hyggja fær menn til að halda öðru fram.“ Haukur L. Hauksson blaöamaður Myndasögur Gefðu mer tvo iputta af tekíla, Lúiii. c Er pað ekki fullmikið, læknir minn góður? Tvo putta af tekíla?, ^,FFSKlFf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.