Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagíö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óll Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: Skaftahlió 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu fomni og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Viðskiptaverðlaunin 2002 Þegar líður að árslokum er við hæfi að líta yfir farinn veg, meta það sem áunnist hefur, hverjir hafa borið af og launa síðan að verðleikum. Þetta hafa DV, Við- skiptablaðið og Stöð 2 gert með Viðskiptaverðlaununum frá árinu 1996. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem skarað hafa fram úr í íslensku atvinnu- lífi, annars vegar sem maður, eða menn ársins, i íslensku viðskiptalífi og hins vegar sem frumkvöðull ársins. Viðskiptaverðlaunin 2002 verða afhent í dag. Dómnefnd fjölmiðlanna þriggja var samdóma um að Björgólfur Guð- mundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þor- steinsson væru menn ársins i íslensku viðskiptalifi á þessu ári og að Jón Hjaltalin Magnússon, framkvæmda- stjóri Altech JHM hf., væri frumkvöðull ársins. Þremenningarnir Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson vöktu þjóðar- athygli snemma árs þegar þeir seldu Heineken, hinum heimsþekkta bjórframleiðanda, bjórverksmiðju Bravo International í Pétursborg i Rússlandi. Þar var um að ræða stærstu fyrirtækjasölu sem íslendingar hafa komið að. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er mikil enda var Bravo sjötta stærsta bjórverksmiðja í Evrópu þegar hún var seld. Þeir rufu síðan kyrrstöðuna sem verið hafði í einka- væðingu rikisbankanna er stjórnvöld sömdu við þá um að koma inn sem kjölfestufjárfestar í Landsbanka íslands. Því ferli er ekki lokið en þó hillir undir að á þessu kjör- tímabili takist að einkavæða ríkisbankana. Sú einkavæð- ing er löngu timabær. Með henni er brotið blað í sögu fjár- málakerfis hér á landi. Viðskiptamenn ársins hafa undanfarið ár einnig verið í hlutverki kjölfestufjárfesta i lyfjafyrirtækinu Pharmaco. Þeir hafa tekið virkan þátt í hraðri uppbyggingu fyrirtæk- isins og gegndu lykilhlutverki við kaup Pharmaco í búlgarska lyfjafyrirtækinu Balkanpharma árið 1999. Fyr- irtækin voru sameinuð ári síðar. í ár sameinuðust síðan Pharmaco og Delta þannig að úr er orðið stórt og öflugt fyrirtæki sem lætur til sín taka á alþjóðlegum mörkuðum. Áframhaldandi vöxtur Pharmaco sést best á nýlegum kaupum á lyfjaverksmiðju í Júgóslaviu. Sértæk þekkingarstarfsemi byggist gjarnan á tengslum við öflugan iðnað. Tæknifyrirtækið Altech JHM er dæmi um fyrirtæki sem nærist á sérstöðu og sérhæfingu í tengslum við öfluga iðngrein eins og áliðnaður er hér á landi. Fyrirtækið, undir forystu Jóns Hjaltalíns Magnús- sonar, hefur frá árinu 1987 þróað tæknibúnað fyrir álver, einkum í skautsmiðjur þeirra. Fyrirtækið hefur nú þróað um 30 mismunandi tæki og kerfi og hefur selt þau til fjöl- margra álvera víðs vegar um heiminn. Á haustmánuðum gerði Altech JHM sinn stærsta samn- ing til þessa. Það tekur að sér að hanna, framleiða og setja upp allan tækjabúnað og fiutningskerfi í skautsmiðju nýs álvers í Ástralíu. Starf frumkvöðulsins hefur því skilað ótviræðum árangri. Jón Hjaltalín Magnússon hefur með elju og dugnaði byggt fyrirtæki sitt upp. Það er því að verðleikum að ofangreindir viðskipta- menn ársins, Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson annars vegar og Jón Hjaltalin Magnússon, frumkvöðull ársins, hins vegar, hljóta Viðskiptaverðlaunin 2002 í ár. Þeir hafa skarað fram úr, skapað sjálfum sér og öðrum tækifæri og byggt upp öflug fyrirtæki. Þeir hafa sýnt aðdáunarvert frum- kvæði og eru öðrum fordæmi. Þeir eru því vel að verð- laununum komnir. Jónas Haraldsson DV Skoðun Hending ræður för Guðjón og Jón Af bók Guðjóns um Jón Sigurðs- son má ráða að Jón er framan af hlé- drægur fræðimaður og hefur sig ekki í frammi í félagsmálum. Meðal islensku stúdentanna er ungur mað- ur, Skafti Tímótheus Stefánsson sem er mestur námsmaður íslendinga í Höfn og er jafnframt áhrifa maður í félagsmálum stúdenta. Meira að segja Danir kjósa hann til virðingar- starfa. En íslands ógæfú verður allt að vopni og Skafti drekkir sér í Hall- arsíkinu eins og reyndar fleiri efni- legir íslendingar gerðu á þessum árum. Af bók Guðjóns má ráða að þegar Skafti hverfur af sjónarsvið- ipu fari Jón fyrst að láta til sín taka í félagsmálum íslendinga í Höfn. Guðjón sagði frá því í sjónvarps- viðtali að hann teldi að sjúkdómur- inn sýfilis hefði haft veruleg áhrif á skapgerð Jóns. Jón sýktist af sýfilis en sá sjúk- dómur getur haft áhrif á heilann og valdið persónuleikabreytingu. Má af orðum Guðjóns ráða að Jón, þessi hægláti vísindamaður, hafi orðið árásargjamari eftir veikindin og hin vasklega framganga hans í sjálf- stæðismálinu geti verið að ein- hverju leyti afleiðing veikindanna. Eða með öðrum orðum, hefði ekki til veikindanna komið, hefði Jón e.t.v. áfram verið hægfara vísinda- maður I Höfn. Óþekkt huldukona Ef svo er má draga þá ályktun, segja gárungami, að íslendingar eigi frelsisbaráttu sína að verulegu leyti að þakka óþekktri huldukonu. Þeir hinir sömu segja að sagnfræðiáhugi íslendinga sé svo mikill að þeir muni um síðir freista þess að finna nafn þessarar konu sem svo mjög hefur haft áhrif á gang mála hér. Aðrir telja að það kunni að verða þungsótt enda ekki ljóst hvort um eina konu sé að ræða eða fleiri. Ef einhver sannleikskjarni leynist í þessum vangaveltum verður enn skýrara að hending ræður för og munu þess mörg dæmi að lítilvægar tilviljanir hafa hafa haft gríðarleg áhrif á gang mála og framþróun. „Má af orðum Guðjóns ráða að Jón, þessi hægláti vís- indamaður, hafi orðið árásargjarnarí eftir veikindin og hin vasklega framganga hans í sjálfstœðismálinu geti verið að einhverju leyti afleiðing veikindanna. “ Heimskringla ásamt Egils sögu hefðu menningarþróun á íslandi og augna- ekki verið ritaðar. Skapharka Þor- bliksæði hennar er kveikjan að þess- bjargar hafði þannig úrslitaáhrif á um miklu listaverkum. Mörg dæmi eru um það í sögu lands okkar að tiivilj- anir hafa haft úrslitaáhrif. Snorri Sturluson er frægastur rithöfundur ís- lenskur. Hann hefði aldrei verið sendur til mennta í Odda ef ekki hefði Þor- björg kona Páls prests í Reykjaholti veitt Hvamm- Sturlu áverkann. Sturla átti aðild að erfðamálum og var kennt um hversu kappsamlega mál voru sótt. Þorbjörg lagði til hans hnífi og kvaðst mundu gera hann þeim líkastan sem hann vildi líkast- ur vera, en það er Óðinn. En Óðinn var eineygður. Lagið geigaði og dreifði Sturla blóðinu mjög um kinn- ina og Páll prestur seldi Sturlu sjálf- dæmi í málinu. Sturla felldi dóm mjög óvægilega og gerði stórar fjárkröfur. Þótti mörgum úr hófi keyra. Jón Loftsson var fenginn til að ná sáttum. Til þess að mýkja hug Sturlu bauð hann hon- um bamfóstur og tók að sér uppeldi Snorra sonar hans. Snorri ólst því upp í Odda og hlaut menntun þar og ritaði síðar Heimskringlu og mörg önnur rit, þar á meðal Egils sögu, að því er talið er. Hefði hún ekki beitt hnífnum? Sú spuming kemur oft í huga minn hver áhrif það hefði haft á rit- un sagna á íslandi ef Þorbjörg hefði ekki veitt Sturlu áverkann. Snorri hefði ekki hlotið menntun í Odda og Hvers vegna Evrópumálin? an því vikist að hann taki afstöðu sína gagnvart Evrópusambandinu til endurskoðunar. Hann hefur jafn- framt spáð því að Evrópumálin verði eitt helsta kosningamálið fyrir næstu kosningar til Stórþingsins, sem verða haldnar árið 2005. Evrópusambandið er því að styrkjast og stækka á meðan EES- samningurinn kann að vera að veikjast. Það er ljóst að þessi þróun mun hafa gagnger áhrif á stöðu ís- lands. Það er þó erfiðara að ætla sér að spá nákvæmlega fyrir um hver áhriíln kunni að verða. Þó má full- yrða tvennt. í fyrsta lagi er sú hætta fyrir hendi að áhrif íslendinga á EES-löggjöfina fari þverrandi sam- hliða stækkun Evrópusambandsins og breyttu valdajafnvægi á milli stofnana þess. íslensk stjórnvöld hafa þegar orðið vör við tilhneig- ingu í þá átt. í öðru lagi er ljóst að viöskipta- hagsmunir íslendinga gagnvart að- ildarríkjum Evrópusambandsins eru alltaf að aukast. Taki Bretar, Svíar og Danir upp evruna munu „Taki Bretar, Svíar og Danir upp evruna munu um 2/3 utanríkisvið- skipta okkar eiga sér stað í evrum. í efnahagslegu tilliti má því segja að ís- land sé að verða órjúfan- legur hluti innri markað- ar Evrópusambandsins. “ um 2/3 utanríkisviðskipta okkar eiga sér stað í evrum. I efnahagslegu tilliti má þvi segja að ísland sé að verða órjúfanlegur hluti innri mark- aðar Evrópusambandsins. Umræðan nau&synleg Vitaskuld er nauðsynlegt að ræða þessa þróun. Það er mjög mikilvægt að fram fari uppbyggileg og fræð- andi umræða um Evrópumálin fyrir næstu Alþingiskosningar. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að vel er hugsanlegt að þeir sem setjast á Alþingi eftir næstu kosningar kunni að standa frammi fyrir af- drifaríkum ákvörðunum um þessi mál á kjörtímabilinu. Hafi hins veg- ar engin umræða átt sér stað um Evrópumál fyrir kosningar er ljóst að lýðræðislegt umboð þingmanna til að taka afdrifaríkar ákvarðanir um þau efni er ákaflega veikt. Það er hlutverk stjórnmálaflokk- anna að upplýsa kjósendur sína um hvernig framtíðarhagsmunir ís- lands í Evrópu kunna að þróast á næstu árum og hvemig má best standa vörð um mikilvægustu hags- muni þjóðarinnar. Stjómmálaflokk- amir eiga að skýra út fyrir kjósend- um hvaða möguleikar séu í stöðunni og hverjir eru kostir og gallar þess- ara möguleika. Eðlilega kann að vera áherslumunur innan stjórn- málaflokkanna um hver sé skyn- samlegasta stefnan í Evrópumálum. En krafa kjósenda hlýtur hins vegar að verða sú að stjómmálaflokkamir séu aflvakar skynsamlegrar og yfir- vegaðrar umræðu um framtíö ís- lands í Evrópu. Fínnur Þór Björgvinsson lögfræöingur Næsta vor munu íslenskir kjósendur velja 63 karla og konur til setu á Al- þingi til fjögurra ára. Næsta kjörtímabil gæti oröiö viðburðaríkt um þróun Evrópumála. Svíar hafa boðað til þjóðarat- kvæðagreiðslu haustið 2003 um hvort taka eigi upp evruna sem gjald- miðil í Svíþjóð. Líklega munu Danir og Bretar feta í fótspor Svía áður en langt um líður og boða til sambærilegra þjóð- aratkvæðagreiðslna. í. árslok 2003 munu aðildarríki Evrópusambands- ins halda rikjaráðstefnu þar sem stjórnskipun Evrópusambandsins verður tekin til endurskoðunar. í maí árið 2004 munu væntanlega 10 ný ríki fá fulla aðild að Evrópusam- bandinu. Það verður mesta stækkun Evrópusambandsins frá því að það var stofnað árið 1957. Áhrifin á stöðu íslands Stækkun Evrópusambandsins, aukið vægi evmnnar í utanríkisvið- skiptum okkar íslendinga og breyt- ingar á stjórnkerfi Evrópusam- bandsins munu hafa mikil áhrif á stöðu íslands í Evrópu. í dag byggja samskipti íslands við ríki Evrópu- sambandsins á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þær raddir gerast nú æ háværari að EES-samningurinn sé að veikjast. Nú er svo komið að forsætisráð- herra Noregs, Kjell Magne Bondevik, hefur látið þau ummæli falla í fjölmiðlum að ekki verði und- Ummæli Ábyrgð á útsendingu „Ég heiti Þór Jónsson en ábyrgð á þessari útsendingu bar [XXX].“ Þór Jónsson í afkynningu á hádegis- fréttatíma Bylgjunnar um nýliöna helgi. Venjulega er notað orðalagið „útsendingu stjórnaöi Jón Jónsson," en tæknistjórn í þessum fréttatíma hafði ekki verið hnökralaus. Áminning frá ritstjóra „Fréttablaðið hefur kosið að þjóna ráðamönnum Húsasmiðjunn- ar með því að þegja um ásakanir nýútkominnar bókar á hendur þeim. Auk þess hefur ritstjóri blaðs- ins komið fram sem blaðurfulltrúi þeirra í öðrum fjölmiðli. Þetta er ekki gott. En lesendur Fréttablaðs- ins vita þó af þessu máli, ef þeir vilja vita, og geta metið efnisval blaðsins með hliðsjón af því. Alvar- legra er hins vegar, að við vitum ekki með vissu, hverjir eru aðrir eigendur blaðsins. Þess vegna vit- um við ekki, hverjir aðrir fá svip- aða þjónustu þess í efnisvali." Jónas Kristjánsson á vef sínum. Jónas var sem kunnugt er ritstjóri Fréttablaösins um skeið. Björn um Valgerði J valdmörkum sínum I—skurða um þau er umhugsunarefni fyrir áhugamenn um stjómsýslulega hlið málsins. Málflutningur Valgerðar Sverris- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, meðal annars hér í Morgun- blaðinu, vegna andstöðu við raf- orkulagafrumvörp hennar í þing- flokkum ríkisstjómarinnar, sýnir, að henni er hvorki tamt né auðvelt að líta í eigin barm til að leita að farsælli leið fyrir frumvörp sín, þeg- ar þeim er andmælt með skýrum og efnislegum rökum.“ Björn Bjarnason í grein í Morgunblaö- inu. Svar viö gagnrýni Jakobs Frí- manns Magnússonar um að Björn hafi staöið í vegi fýrir aö komiö yröi á fót Þróunarsjóöi tónlistariönaöarins. Björn og Valgerður Sverrisdóttir voru ekki sammála um þaö, hvaöa ráöu- neyti ætti aö leaeia fram frumvarp um sjóöinn. Valgerður um Björn „Niðurstaða mín er sú að Björn Bjamason hafi ekki haft nokkurn áhuga á að koma þessari atvinnugrein til að- stoðar en hafi ekki getað unnt mér þess að láta gott af mér leiða fyrir málaflokkinn." Valgeröur Sverrisdóttir á vef sínum. Magnað „Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu borga um 1.200 milljónir á ári með rekstri Strætó bs. eða um 100 milljónir á mánuði. Þar af greiðir Reykjavíkurborg um 70 milljónir á mánuði." Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnarfor- maöur Strætó bs., á Hriflu.is. Vilja forðast Sigurður A. Magnússon rithöfundur í síðasta pistli vék ég stuttlega að sofanda- hætti og sinnuleysi fjöl- miðla gagnvart þeim áhrifum sem gagna- grunnsmálið alræmda hefur haft á íslenskt sam- félag, bæði almenning, vísindasamfélag, heil- brigðisþjónustu, læknis- fræði og stjórnsýslu. Þegar tímar líða verða afskipti hérlendra ráðamanna af vísinda- starfi skráð á spjöld sögunnar og eru raunar þegar komin á þau spjöld með nýrri bók vísindasagnfræðings- ins Steindórs G. Erlingssonar, sem fengið hefur furðulitla umfjöllun í fjölmiðlum. Ráðamenn voru reiðubúnir að taka mikla áhættu með myndarleg- um stuðningi við viðskiptaáætlun deCODE Genetics. Mannvemd benti ítrekað á að starfsmenn fyrirtækis- ins væru í vafasamri stöðu. Ekki að- eins gætu gagnagrunnslögin reynst vera brot á alþjóðalögum og siða- reglum, heldur væri spilað fjár- hættuspil með hundruð ungra vís- indamanna sem „gátu nú loksins komið heim“. Nú eru margir þeirra, sem loks komu heim, atvinnulausir og þiggja áfallahjálp eftir heimkom- una. Vígaslóð Áhrif gagnagrunnslaganna á sam- félagið fara síst minnkandi. Þvertá- móti eykst titringur víða í stofnun- um samfélagsins útaf málinu og ýmsum öngum þess. Langdregin og harkaleg átök eiga sér stað milli leyfishafa og Persónverndar, sem rakin eru í nýju yfirliti á heimasíðu hennar, og Læknafélagið á líka í átökum sem eru að ágerast eftir nokkurt hlé. Reyndar má vel líkja slóð leyfishafans við vígaslóð. Vafa- laust hefur þessi þróun haft sín áhrif á viðhorf fólks til réttinda sinna og ábyrgðar, en mikilvægast- ur er þáttur stjórnvalda. Ríkisstjórn- in fékk andbyr, jafnvel úr eigin röð- um, þegar ríkisábyrgðin var sam- þykkt á þingi í vor. Nú mun vera von á tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu um veit- ingu ábyrgðarinnar. Það mál á sér eftirtektarverðan aðdraganda. Tíma- setning uppsagna hjá íslenskri erfðagreiningu var engin tilviljun né heldur að lítið hefur heyrst frá leyfishafanum að undanfömu. Orðrómur um frekari uppsagnir þrýstir enn frekar á rikisstjómina að veita ríkisábyrgðina. Þróunin hérlendis er svipuð þeirri sem átt hefur sér stað víða er- lendis í kjölfar versnandi fjárhags- mistök íslendinga grundvallar líftækniiðn- aðarins. Nú er ekki leng- ur hægt að sækja fjár- magn í markaðssetn- ingu fyrirtækja - likt og þegar deCODE fór á markað i Bandaríkjun- um. Á árinu 2001 komu 96% af nýju fé til líf- tæknifyrirtækja beggja vegna Atlantshafs frá hlutaíjáraukningu og áhættufjárfestum, en einungis 4% frá mark- aðssetningu. Islenska ríkisstjómin er nú reiðubúin að gerast áhættufjárfestir í mynd- arlegri kantinum með 20 milljarða rikisábyrgð! Áhugi erlendis Ofangreind þróun iðn- aðarins leiðir í ljós, hve gífurleg áhættan var þegar stjómvöld veittu leyfi fyrir gagnagrunnin- um. Hún er síst minni nú. Líftækniiðnaðurinn hefur þróast þannig, að fjárfestar hafa ekki leng- ur trú á meingenaleit í þeim tilgangi að þróa lyf við sjúkdómum sem gen- ið veldur. Lyfjarisinn Pfizer keypti lytjaframleiðandann Wamer-Lamb- ert fyrir 115 milljónir dollara tfl að áskotnast eitt lyf. Þróun lyfs er svo dýr og tímafrek að 200 milljón doll- ara ríkisábyrgð dugar skammt! Mannvemd hefur varið miklum tíma til samskipta við erlenda fræði- menn og fjölmiðla, sem ýmist senda „Líftœkniiðnaðurinn hefur þróast þannig, að fjárfestar hafa ekki leng- ur trú á meingenaleit í þeim tilgangi að þróa lyf við sjúkdómum sem genið veldur. Pfizer keypti lyfjaframleiðandann Wamer-Lambert fyrír 115 milljónir dollara til að áskotnast eitt lyf. Þróun lyfs er svo dýr og tímafrek að 200 milljón dollara ríkisábyrgð dugar skammt!“ hingað menn eða eru í síma- og tölvusambandi. Sá áhugi virðist lít- ið vera að dvína og tíöni viðtala hef- ur lítið breyst síðustu fjögur ár - og má virðast undarlegt með hliðsjón af því að umræða um gagnagrunns- áform er tiltölulega lítil í öðrum löndum. Sennilegasta skýringin er sú, að erlendis vilja menn forðast mistök íslendinga, og hefur það reyndar oftsinnis komið fram. Farsi í febrúar 2000 tilkynnti Ragnhild- ur Guðmundsdóttir embætti land- læknis að hún vildi segja látinn fóð- ur sinn úr gagnagrunninum. Tæp- um þremur árum seinna er málið enn að velkjast í kerfinu. Það tók landlæknisembættið nákvæmlega eitt ár að hafna beiðninni, og gat þá ekki vísað í nein lagaákvæði til stuðnings höfnuninni, held- ur vísaði aðeins til skýringa með lagafrumvarpinu á þá leið, að ekki væri gert ráð fyrir að einstaklingar geti hafnað þvi að upplýsingar um látna foreldra séu færð- ar í gagnagrunninn. Tvíveg- is hefur þurft að vísa málinu til Hæstaréttrar. Fyrst vísaði Héraðsdómur málinu frá, en Hæstiréttur felldi þann úrskurð úr gildi og vísaði málinu aftur í hér- að til efnismeðferðar. Seinna hafnaði Héraðsdóm- ur vitnaleiðslum fyrir dómi með þeim rökum að þau geti ekki talist vitni um málsat- vik, heldur „hyggst stefn- andi þannig kveðja sérfræð- inga fyrh' dóminn beinlínis í þeim tilgangi að sýna fram á, að umræddar heilsufarsupp- lýsingar í gagnagrunninum séu perónugreinanlegar, en ekki til upplýsingar um atvik máls þessa“. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð, þannig að ekki verður hægt að leiða sérfræðinga fyrir dóm!! Nú hafa skriflegar álitsgerðir þriggja sérfræðinga verið lagðar fyr- ir Héraðsdóm, og er beðið eftir að málflutningur fari þar fram. Ef opin- ber meðferð þessa máls er ekki ómengaður farsi, þá veit ég ekki hvað ætti að kalla hana!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.