Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 32
Smiöjuvegi 60 (Rauð gata) - Kópavogí Sfmi 557 2540-554 6350 Allar almennar bílaviðgerðir á öllum tegundum bifreiða 15% afsláttur til áramóta! Vönduö vinna - aöeins unnin af fagmönnum Viðbótarlífeyrissparnaður Allianztíii) Loforð er loforð ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Öryggisverðir: Taka a annan tug fýrir þjófnað á dag Gera má ráð fyrir að öryggisverð- ir Öryggismiðstöðvar Islands og Securitas standi á annan tug ein- staklinga að þjófnaði á degi hverj- um þegar jólavertíðin stendur yfir. Öll tilvik leiða til þess að lögreglan „Ókeypis“ bensín: Fylltu bíla, brúsa og tunnur „Það myndaðist gríðarleg örtröð og menn kepptust við að fylla bíla sína. Menn mættu líka með brúsa og tunnur sem þeir fylltu af bens- íni,“ sagði viðmælandi DV sem var einn margra sem fregnuðu að bensíndælur Esso við Bjarkarholt í Mosfellsbæ væru opnar - þ.e. hægt var að dæla bensíni án þess að borga fyrir. Að sögn viðmæl- anda blaðsins barst fregnin eins og eldur í sinu og hann telur að á tímabili hafi verið á þriðja tug bíla á plani bensínstöðvarinnar. Bergþóra Þorkelsdóttir, rekstr- arstjóri ESSO, staðfesti í samtali við DV í morgun að umræddar dælur hefðu verið vitlaust stilltar í gærkvöld og um mannleg mistök væri að ræða. Ekkert hefði hins vegar bent til að bensín væri „gef- ins“ og þvi um hreinan þjófnað að ræða. „Við munum fara yfir þetta mál í dag,“ sagði Bergþóra. Hún kvaðst ekki geta gefið upp hversu margir bensínlítrar runnu úr dæl- um stöðvarinnar með fyrrgreind- um hætti en um tvær stundir liðu frá því starfsmenn yfirgáfu stöð- ina í gærkvöld þar til málið komst upp. -aþ dagar til jóla Y,ir 150 fyrirtæki KyÍkcÁí El MEl/lllI FYRIR jdLIH ALLT FRA GRUNNI AÐ GÓÐUM MÁLAFERLUM! kemur á staðinn, handtekur meinta þjófa og kærur eru síðan lagðar fram. Kjartan Ólafsson hjá Öryggismið- stöðinni segir að jafnaði séu 30 ör- yggisverðir eingöngu við eftirlit með rýrnun í verslunum - merktir öryggisverðir við staðbundna gæslu. Á vegum fyrirtækisins séu að jafnaði 10 teknir fyrir að reyna með ýmsum hætti að komast hjá því að greiða vörur. Ámi Guðmundsson hjá Securitas segir að í desember á síðasta ári hafi nákvæmlega 4,6 ver- ið teknir að jafnaði á dag. „Ég hef þó tilfmningu fyrir að þetta séu eitt- hvað færri nú,“ sagði Árni. Öryggismiðstöðin hefur eftirlit m.a. með Smáralind, bönkum og verslunum ÁTVR en Securitas gæt- ir meðal annars Kringlunnar og fleiri verslana og fyrirtækja. Geir Jón Þórisson, yfírlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að erfitt sé að segja til um hve margir séu kærðir fyrir þjófnað á degi hverj- um, í gær hafi það verið þrir en tal- an níu til tíu sé ekki óalgengt, þetta sé mismunandi eftir dögum. -Ótt DVJvFYND HILMAR BRAGI Gulldrengur heim Þaö var létt yfir sundkappanum Erni Arnarsyni þegar hann kom til landsins í gærkvöid eftir frækilegan árangur á nýafstöönu Evrópumóti. Þar hreppti hann gull í 200 m baksundi og brons í 100 m baksundi. Hann setti jafnframt ís- landsmet í síöarnefndu greininni. Metár í gjaldþrot um fyrirtækja - 55% aukning fyrstu 11 mánuði ársins Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað mjög á þessu ári og voru í lok nóvember orðin 487 á móti 313 allt árið 2001. Þetta þýðir að gjald- þrot fyrstu ellefu mánuðina voru 55% fleiri en sömu mánuði í fyrra. í nóvember voru gjaidþrotin þegar orðin 35% fleiri en allt árið í fyrra og á enn eftir að fjölga til áramóta. Inni í þessum tölum er ekki rekstur sem skráður er á svokallaða ein- yrkja. Drífa Sigfúsdóttir hjá Lánstrausti segir að síðan 1998 séu um 91% allra gjaldþrota fyrirtækja hjá einka- hlutafélögum og 7% hjá skráðum hlutafélögum. Afgangurinn 2% sé hjá ýmsum félögum og samtökum. Hún segir þróunina sér í lagi á þessu og síðasta ári vera þá að einkahlutafélögum hefur verið að fjölga mjög mikið, en það skýri þó ekki nema að óverulegum hluta gíf- urlega aukningu í gjaldþrotum fyr- irtækja á þessu ári þar sem gjald- þrotaferlið taki oft langan tíma. Drífa segir að enn sé mikið í píp- unum því að mjög mikið sé nú um árangurslaus fjámám sem gefi vís- bendingar um líkleg gjaldþrot á næstu misserum. Of háir vextir „Menn hljóta að velta fyrir sér ástæðum þessarar gjaldþrotaaukn- ingar nú, og hvað sé að gerast sem orsaki þetta,“ segir Drífa. Hún seg- ist telja að hluta af skýringunni megi rekja til þess að fyrirtæki hér- lendis greiði mun hærri vexti en þekkist í löndum Evrópusambands- ins. 1 samanburði greiði íslensk fyr- irtæki 5 milljörðum meira í vexti en sambærilegur fjöldi fyrirtækja inn- an ESB. íslensku fyrirtækin standi greinilega ekki undir þessu. Drífa segist hafa verið að skoða nokkuð gjaldþrot síðustu ára með til- liti til landsvæða. Þar skeri Vestfirð- ir sig nokkuð úr að því leyti að gjald- þrot þar koma gjaman í hrinum, en séu jafnari i öðrum landshlutum. Hún segir stofnun fyrirtækja hér á landi líkari því sem gerist í Banda- ríkjimum en Evrópu. Reynslan sýni hins vegar að aðeins um 20% fyrir- tækja lifi í 10 ár eða lengur. Þá segir hún að upplýsingar úr rekstrarsjóðs- skrá síðustu fjögurra ára sýni að i um 1% tilfella sé sömu einstaklingar að baki gjaldþrotum fyrirtækja aftur og aftur. Hún segist t.d. hafa séð dæmi um að sami einstaklingur hafi á þessum tíma átt aðild að tíu gjald- þrotum. -HKr. Gríðarleg plötusala: Islensk plötujól „Plötusalan er mun meiri en við höfum séð áður, þetta eru plötujól. Ástæðurnar eru að íslenska útgáf- an er mun fyrr á ferðinni en áður og þá er útgáfan afar fjölbreytt. Það er minna um endurútgáfur, mikið af nýjum plötum fyrir alla aldurshópa," sagði Ragnar Birgis- son, forstjóri Skífunnar, við DV i morgun. Rífandi gangur er í plötusölu fyr- ir þessi jól og vekur athygli að á lista yfir 20 söluhæstu plöturnar, sem birtist i DV á fostudag, er ein útlend plata. Við öfluga útgáfustarf- semi bætist að geysihörð sam- keppni er á smásölumarkaðinum þar sem verið er að bjóða lægra Ragnar Blrgisson. Magnús Kjartansson. verð en sést hefur lengi. Þar láta Japis, Hagkaup, og Skífan mjög að sér kveða. Samkeppnin og tilhneig- ing til að gefa aðeins ódýrari gjafir styður plötusöluna. Söluhæstu íslensku plötumar eru plata írafárs og Bubba. Báðar eru komnar í 10 þúsund eintök en sú fyrmefnda stefnir í 14 þúsund eintök og plata Bubba i 12 þúsund. Athygli vekur að um leið og aukn- ing er í plötusölu hér á landi dregst hún saman í nágrannalöndunum, um 10% í Bretlandi og allt að 20 prósent í Danmörku. „Þetta er gífurlegt fagnaðarefni og skýrt merki um að tiltrú fólks á íslenskri tónlist er mjög mikil. Út- gáfan er mjög dreifð og sterk sem þýðir að allir geta fengið eitthvað fyrir sig,“ sagði Magnús Kjartans- son hljómlistarmaður, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, við DV í morgun. -hlh Húsamiðjan: Salan á Natural verður kærð Bogi Þór Siguroddsson. Sala timbur- verksmiðjunnar Natural i Eist- landi 7. júlí sl. frá Húsasmiðjunni til Jóns Snorrason- ar, fyrrum eig- anda, fyrir 70 milljónir króna verður að öllum líkindum kærð. Húsasmiðjan átti Þór Siguroddsson, segir 50% hlut. Bogi fyrrum forstjóri fyrirtækisins, að verð verksmiðjunnar sé grunsam- lega lágt, nær sé að fyrirtækið sé 700 milljóna króna virði og allar líkur bendi til Jón Snorrason hafi fengið Natural sem bónus við kaup Áma Haukssonar á Húsasmiðjunni. „Aðalatriðið er það að fyrirtækið var selt milli þessara aðila án þess að nokkuð væri tilkynnt um það með nokkrum hætti fyrr en bók min „Með fjandsamlegum hætti" kom út. Það fara fram viðskipti milli þessara tengdu aðila með fyrirtæki sem áður var skráð á markaði og ég vil láta kanna hvort það getur verið löglegt og eðlilegt. Það er mitt mat að þetta verðmat sem Ámi Hauksson er með sé langt undir raunvirði. Það er hins vegar hvorki mitt, Árna eða Jóns Snorrasonar að meta. Það er eitthvað i þessu máli sem ekki má sjá dagsins Ijós. Ég er ekki búinn að kæra en hef verið hvattur til þess af fjölda fyrrum hluthafa í Húsamiðjunni að ég hafi forgöngu um að þetta mál verði skoð- að opinberlega. Ég er að undirbúa það,“ segir Bogi Þór Siguroddson. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í Áma Hauksson, forstjóra Húsasmiðjunnar. -GG Af hverju er Lee Sharpe á leiðinni til íslands? Enski knattspyrnumaðurinn Lee Sharpe gæti verið á leiðinni til Grindavíkur. Hvernig á þvi stendur er hægt að lesa á bls. 26 i DV-Sporti í dag en Sharpe, sem var á sínum tima einn af efnilegustu knattspyrnu- mönnum Englands, er væntanlegur til Grindavikur á fóstudaginn til að kíkja á aðstæður hjá félaginu. Sjá bls. 26 merkluéiiii fyrir fagmenn og fyrirtækl, heimili og shóta, fyrir röð og regtu, mig (lgbglauegi 14 • sfmi 554 4443 • if.is/rafport SECURITA VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | vwww.securitas.is 112 EINN EINN TVEIR msm LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.