Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 Fréttir I>V Frjálsíþróttahús, heilsurækt, stúka og verslunarmiðstöð mun rísa á næstu misserum: Húsin rísa í Laugardal DV*IYND GVA Gríöarlegar framkvæmdir aö hefjast í Laugardal Verktakar hafa hafist handa viö stórbyggingu World Class heilsuræktarstöövarinnar í Laugarrdal milli Laugardalsvallar og Laugardalslaugarinnar. M.a. veröur lofthæö í kjallara byggingarinnar 3 metrar. Fjær sést í stúku Laugardalshallarinnar en áhugi er á aö stækka hanna og láta.hana loka hringnum kringum völlinn. Áfengisgjald hefur lækkað Áfengisgjald hefur lækkað að raunvirði frá 1995 þrátt fyrir nýlega hækkun. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Ein- ars K. Guðfinns- sonar alþingis- manns. Áfengisgjald af léttu víni hefur lækkað mest, eða um ríflega 30% að raungildi. Það var lækkað árið 1998 og hefur haldist óbreytt að krónutölu síð- an, en veröbólg- an frá 1995 til nóvember á þessu ári var tæp 30%. Áfengisgjald af bjór hefur verið óbreytt að krónutölu frá 1995 en að teknu tiiliti til verðbólgu hefur það lækkað að raungildi um 25%. Áfengisgjald af sterku víni hefur hækkað um liðlega 19% frá 1995 en að teknu tilliti til verðbólgu hefur það lækkað um 8%. í svari fjármálaráöherra er einnig vikið að því hvemig útsölu- verð til neytenda hefur breyst. Sem fyrr segir hefur verðbólgan verið tæp 30% á umræddu tímabili. Á sama tíma hefur útsöluverð á bjór hækkaö um 19,1% að krónutölu, verð á sterku víni um 15,4% og verð á léttvíni um 14,4%. Útsöluverð á öllu áfengi hefur því lækkað að raungildi en léttvínið hefur lækkað mest. -ÓTG Selfoss: Slegist að loknum dansleik Talsverð slagsmál brutust út eftir dansleik á Selfossi aðfaranótt sunnudagsins. Allmargir karlmenn slógust þar eins og hundar eftir vel lukkað ball. Lögreglan kom fljótt á staðinn og róaði liðið. „Þetta minnti á gamla daga, þegar slagsmál voru tíðari en nú er,“ sagði lögreglumað- ur á Selfossi. Hann sagði að sárasjaldan yrðu ýfingar með mönnum eins og þarna gerðist. -JBP Laugardalurinn í Reykjavík er í vaxandi mæli að taka á sig mynd íþróttamiðstöðvar landsmanna allra og ef hugmyndir um byggingu stúku umhverfis allan Laugardals- völlinn verða að veruleika á næstu árum mun þjóðarleikvangurinn sannarlega standa undir nafni. Knattspymusamband íslands hefur verið í viöræöum við fulltrúa Reykjavíkurborgar með Ómar Ein- arsson, íþrótta- og tómstundafull- trúa, í broddi fylkingar, um að byggja áhorfendastúku við þjóðar- leikvanginn i Laugardal sem næði allan hringinn og veitti þar með mun betra skjól en er í dag. Upphaf- leg stúlka stendur vestan megin vallarins og síðar var byggð stúlka austan megin, milli Laugardalsvall- ar og Valbjarnarvallar sem knatt- spyrnufélagið Þróttur hefur til um- ráða eftir að starfsemi félagsins flutti í Laugardalinn. Engar áætlanir liggja enn fyrir um kostnað við stúkubyggingar við Laugardalsvöll en KSÍ hefur þegar fengið styrk frá FIFA, Alþjóða- knattspymusambandinu, til þess að byggja fræðslumiðstöð og nýja skrifstofu fyrir KSÍ sem vilji er til að sameina í eina byggingu við völlinn, t.d. undir þann hluta stúku sem óbyggður er í suðurenda. „Reykjavíkurborg á völlinn og við hreyfum okkur ekki nema með hennar leyfi þótt við séum rekstr- araðili. Ég vona að í næstu viku muni einhverjar raunhæfar hug- myndir sjá dagsins ljós,“ segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ. Frjálsíþróttahús fyrir milljarð Hugmyndir um nýja frjálsíþrótta- og sýningarhöll við hlið Laugar- dalshallarinnar munu verða kynnt- ar næsta þriðjudag á fundi stjórnar íþrótta- og sýningarhallarinnar. Samtök iðnaðarins eiga þar hlut að máli með Reykjavíkurborg. Sigfús Jónsson formaður er þessa dagana staddur í Finnlandi til þess aö skoða sambærileg hús, en hann seg- ir að vandfundin séu sambærileg hús á Norðurlöndunum. Hann segir kostnað ekki liggja undir einum milljarði króna því byggja þurfi miklar tengibyggingar, frambygg- ingar, fyrirlestra- og fundaraðstöðu, auk veitingaaðstöðu, svo sjálf frjáls- íþróttabyggingin kostar ekki nema liðlega helming þessarar upphæðar. „Ég vona að þetta fari í útboð í vor svo það er í fyrsta lagi haustið 2004 sem hægt yröi að taka húsið í notk- un,“ segir Sigfús Jónsson. Geysimikil starfsemi í heilsurækt World Class Þessa dagana eru verktakar að koma sér fyrir á grunni nýrrar 7.150 fermetra bygggingar fyrir World Class með 1.200 klæðaskáp- um svo þarna getur yerið samtímis allt að 1.000 manns. Áætlaður bygg- ingarkostnaður er 1.300 milljónir króna með gatnagerðargjöldum. Verktaki á að skila byggingunni 15. desember 2003 og er stefnt að því að opna 2. janúar 2004. Þarna verður tÚ húsa heilsurækt World Class, sjúkraþjálfun og læknaþjónusta, þrír veitingastaðir, 180 fermetra barnagæsla, sólbaðsstofa, hár- geiðslu- og snyrtistofa, bankaþjón- usta, trygginga- og ferðaþjónusta, verslun og apótek og síðast en ekki síst baðhús með fjórum mismun- andi heitum gufuböðum, tvær mis- munandi heitar blautgufur, pottur með sjó í og foss sem verður hægt að fara undir. Einnig verður þama hvíldaraðstaða með legubekkjum og arineldi. „Það verður aðgangur frá búningsklefum beint að sund- laugargarði og innandyra í nýju innisundlaugina, auk einhvers að- gangs að Laugardalsvellinum og þeirri fræðslumiðstöð sem þar á að rísa. Svæðið verður geysilega öflugt batterí þegar þetta er allt komið til framkvæmda," segir Björn Leifs- son, framkvæmdastjóri World Class. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri íþrótta- og Ólympíu- sambands íslands, segist fagna því að uppi séu hugmyndir um að byggja stúku kringum Laugardals- völlinn, það auki mjög notagildið og veiti nauðsynlegt skjól. Návist World Class muni ekki draga úr notagildi vallarins. Mikil stækkun Glæsibæjar En það eru víðar framkvæmdir í Laugardalnum. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar hefur samþykkt teikningar að verulegri stækkun verslunarmiðstöðvarinnar í Glæsi- bæ, austast í Laugardalnum. Um er að ræða 8.308 fermetra viðbyggingu vestan núverandi byggingar, auk inndreginnar hæðar ofan á. Auk þess verður byggð þarna 10.966 fer- metra bílastæðabygging á þremur hæðum sem taka mun 365 bíla. Svo- kallaðri „Landssímalóð" uppi við Suðurlandsbraut hefur ekki verið ráðstafað enn og samkvæmt upp- lýsingum borgarverkfræðings hef- ur enginn falast formlega eftir lóð- inni. -GG Geir Haarde. Panasonic sony Panasonic sony Sérfræðingar í viðgerðum og viðhaldi á Sony og Panasonic tækjum Einholti 2 • sími 552 3150 ( 25 skrefum fyrir ofan DV húsið) Góð kaup Toyota Avensis Terra Nýskr.11.1999, 1800cc vél, Ford Mondeo 1.8 Trend Nýskr.04.2001, 1800cc vél, 4 dyra, sjálfsklptur, Silfurgrár, eklnn 50.þ 4 dyra, 5 glra, svartur, ekinn 27.þ -»1.320Þ -»1.720/. Komið • Skoðið • Prófið 575 1230 Opið mán-fos 09-18 og lau 10-16 Grjóthálsi 1 bilaland.is Lengsta fiskiskip landsins til Akureyrar: Öflugt fjölveiðiskip til veiða á uppsjávarfiski og rækju 1L DV-MYND ÓRN ÞÓRARINSSON Glæslegt fjölveiöiskip Baldvin Þorsteinsson EA, lengsta fiskiskip landsins, viö bryggju á Akureyri. Samherji á nú þrjú öflug fjölveiöiskip. Baldvin Þorsteinsson EA-10, fjölveiöiskip Samherja, kom til Ak- ureyrar á föstudaginn frá Lettlandi þar sem skipið var lengt og gerðar á því ýmsar aðrar breytingar. Eftir þessar breytingar er Baldvin Þor- steinsson öflugt fjölveiðiskip fyrir veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski og rækju. Skipið er eftir breyting- arnar 85,85 metrar að lengd, mesta breidd 14 metrar og brúttótonnin eru 2968. Fyrir á útgerðin fjölveiði- skipin Vilhelm Þorsteinsson EA- 11, sem er 3239 brúttótonn, og Þor- stein EA-810 sem er 1835 brúttó- tonn. Frystilestar eru um 1.600 rúmmetrar að stærð sem er fast að helmingsaukning frystirýmis frá því sem áður var. Skipiö getur bor- ið um 2500 tonn af uppsjávarfiski og frystigetan er um 150 tonn á sólar- hring. Upphaflega var skipið smíð- að í Flekkeíjord í Noregi árið 1994 og gerði Hrönn hf. á ísafirði það út undir nafninu Guöbjörg ÍS-46. í kjöl- far sameiningar Hrannar og Sam- heija gerði Samherji skipið út um tíma en síðan var það selt til Deutsche Fischfang Union GmbH, dótturfélags Samherja hf. í Þýska- landi, þar sem þaö fékk nafnið Hannover NC 100. Fyrr á þessu ári var frystiskipið Baldvin Þorsteins- son EA-10 selt til DFFU en jafnframt var ákveðið að breyta Hannover i fjölveiöiskip og að það kæmi aftur inn í flota Samherja. í næstu viku er ráðgert að Bald- vin Þorsteinsson fari í stuttan reynslutúr og skipið fari síðan eftir áramótin á loðnuveiðar. Skipstjórar Baldvins Þorsteinssonar EA-10 eru Hákon Þröstur Guðmundsson og Ámi V. Þórðarson og yfirvélstóri er Vilhjálmur Kristjánsson. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.