Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 21 I>V Tilvera % hessœzsi Milla Jovovich 27 ára Milla Jovovich varð þekkt eftir leik í tveim- ur stórmyndum fyrir Luc Besson, The Fifth Element og Jóhanna af Örk. Ekki hefur sam- band þeirra eingöngu verið á faglegum nót- um því þau giftust í kjölfarið á gerð The Fifth Element en eru nú skilin að skiptum. Jovovich fæddist í Kiev í Úkraínu. Foreldrar hennar, úkraínsk leikkona og júgóslavneskur læknir, fluttu til Bandaríkjanna þegar hún var fimm ára. Hún var uppgötvuð 11 ára af tískuljósmyndara og hóf í kjöl- farið atvinnuferil sem tískufyrirsæta. Gildlr fyrlr miðvikudaginn 18. desember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.r I Vertu varkár í ' viðskiptum og forðastu að lofa upp í ermina á þér. Það er mikilvægt að vera stundvís. Happatölur þínar eru 8, 15 og 37. Fiskarnir (19 febr.-20. mars): : Einhver þarfnast Ihjálpar og leitar til þín. Ef þú sérð þér ekki fært að veita aðstoð ættirðu að minnsta kosti að sýna skilning á aðstæðum. Hrúturinn (21. mars-19. april); #V Þessi dagur hentar vel ^■^m^til að greiða úr deilumálum og leið- rétta misskilning sem gæti hafa komið upp. Happatölur þínar eru 12,15 og 27. Nautlð (20. april-20. maíi: Þú finmu- fyrir þrýst- . ingi frá vinum sem vilja stuðning þinn í ákveðnu máli. Vertu eins hlutlaus og þú getur. Happatölur þínar eru 21, 26 og 33. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúní): Eitthvað kemur þér á '’óvart og það gæti haft í for með sér einhveija spennu eða ævintýri. i verður skemmtilegt. Happatölur þínar eru 3, 4 og 11. Krabblnn i22. iúni-22. iúm: Þú hugar að fjármál- | unum og kemst að ' einhverju óvæntu. Lifðu í nútíðinni og horföu ekki of mikið til liðinna tíma. Uónlð (23. iúií- 22. áeústi: ■ Flókið mál verður á vegi þínum í dag og það er mikilvægt að hugsa skýrt. Reyndu að finna auðveldustu lausnina á málinu. Tvíburarnlr (2: s Kvöldið veri Mevlan (23. áeúst-22. sept.): Þú þarft að verja mál- stað þinn í dag en gættu ^^k^Lþess að sýna stillingu. ^ ' J Þér býðst gott tækifæri en verður að vera fljótur að grípa það þvi aðrir sækjast eftír því. Vogin 123. sent.-?3. okt.r J Þú hefur lengi beðið Oy eftir þvi að geta \ f lokið einhverju og r f núna er líklegt að þú náir þeim áfanga. Happatölur þínar eru 6,10 og 14. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.): IÞú ert í góðu jafnvægi og ættir að eiga auðvelt með að tala | við fólk og fá það til að hjálpa þér. Dagurinn verður hamingjuríkur. Bogmaðurlnn (22. nóv.-21. des.i: Viðkvæmni gætir í fari vinar þíns og þú þarft að sýna varkárni í umgengni við hann. Þú ættir að eyða deginum í friði og ró. Stelneeltln (22. des.-19. ian.): Dagurinn verður skemmtilegur og þú hefur meira en nóg að gera. Samband þitt við vin þinn er þér ofarlega í huga. Happatölur þínar eru 1, 3 og 9. var alltaf bókakarl - segir Jón Stefán Karlsson, kaupmaður í Ulfarsfelli Bóka- og ritfangaverslunin Úlf- arsfell við Hagamel fagnaði þrjátfu ára afmæli með pompi og pragt fyr- ir skemmstu og þótt það sé ekki ýkja hár aldur hefur bókaverslun- um af svipaðri stærð fækkað. Þvi var heilsað upp á afmælisbamið. Það eru hjónin Hafdís Ólafsdóttir og Jón Stefán Karlsson sem hafa átt Úlfarsfell síðustu þrettán árin. Að þeirra sögn hefur verslunin aðeins tvisvar skipt um eigendur frá því hún var stofnuð og alltaf hafa það verið hjón sem séð hafa um rekstur- inn í sameiningu, gjarnan með hjálp bama sinna. í Skeifuna eftir rennilás Úlfarsfell er í litlum verslunar- kjama, ásamt bakaríi, blómabúð, ís- búð og sjoppu. Hún hefur yfir hundrað fermetrum að ráða og segja þau hjón hana þó hafa stækkað frá því sem hún var upphaflega því þá var líka vefnaðarvöruverslun á hluta gólfplássins. „Nú þarf fólk að fara alla leið í Skeifuna til að kaupa sér rennilás,“ segir Hafdís og bætir við að sú reynsla komi þeim kannski til góða. „Fólk hugsar að- eins um hvaða þjónustu það vill hafa í sínu hveríi og fjölbreytnin hefur líka hjálpað þessari búð,“ seg- ir hún og bendir á framköllunar- þjónustu, leikfong og gjafavöru, auk jólavamingsins sem að sjálfsögðu setur sterkan svip á þessa daga. Stilla klukkurnar eftir kúnn- unum Hafdís og Jón voru í hótelrekstri áður en þau sneru sér að bóksöl- unni, meðal annars í Borgamesi og á Hvolsvelli. Hvað skyldi hafa feng- ið þau til að snúa sér að bókunum? „Fyrst og fremst áhugi," segir Jón. „Ég var alltaf bókakarl og las □VWYND SIG. JÓKULL Afgreiðslufólkið Jón Stefán og Hafdís ásamt Sigrúnu Guömundsdóttur (lengst til vinstri) sem hefur veriö dyggur starfsmaöur hjá þeim í mörg ár. +r. mikið þegar ég var yngri en á síðari árum er orðinn minni tími til að sökkva sér í lesturinn." Þau hjón segjast þó alltaf kynna sér bækum- ar sem þau séu með á boðstólum og það kunni viðskiptavinir að meta, auk hins persónulega andrúmslofts sem ótvírætt skapist í svona hverf- isverslun. „Þetta er búð sem lifir fyrst og fremst á því að nágrannamir vilja versla hér í stað þess að keyra lang- ar leiðir. Við fylgjumst líka með fólkinu okkar, vitum hver er ný- kominn af Reykjalundi og hver er á leið til Kanarí og svo framvegis," segir Hafdís brosandi. „Sumir okk- ar fostu viðskiptavina koma alltaf á sömu tímum þannig að við getum næstum stillt klukkurnar eftir þeim,“ segir Jón. Innan um kjöt og smjör Þau hjón draga ekki dul á að erf- iðara sé að reka bókabúðina eftir að stórmarkaðir hófu bóksölu í jóla- mánuðinum og segja útilokað að keppa við þá í afsláttum á einstakar bækur. „Við getum ekki tekið álagn- inguna af neinu öðru, eins og þeir,“ segir Sigrún. Jón kveðst sakna siða- reglna í viðskiptalífinu en segir við- skiptavinina marga hverja heiða í hugsun. „Mörgum er það tilfinn- ingamál aö kaupa bækur í bókabúð- um en ekki innan um kjöt og smjör og þegar fólk er búið að lenda í nokkrum bílabiðröðum þá áttar það sig á því að tíminn er líka mikils virði,“ segir hann. -Gun Bíógagnrýni Sam-bíóin - Ghost Ship ^ Sjóreknir draugar Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Það er í raun alveg ótrúlegt að það skuli hafa verið hægt að gera spennandi hryllingskvikmynd úr jafn mikilli þvælu og Ghost Ship er. Segja má að það sé ekki heil brú í sögunni, allt frá því að verið er að telja okkur trú um að eitt af stærstu skemmtiferðaskipum heims hafi verið að reki á Beringshafi (það er kapítuli út af fyrir sig að leiða hug- ann að sjávarhitanum á þessum slóðum og hvernig persónurnar geta yfirleitt athafnað sig léttklædd- ar í slíkum sjó, hvort sem það er í skipinu, sem er hálft af sjó, eða utan þess) og þar til við fáum að vita að björgunarleiðangur átti aldrei neina möguleika þar sem aörir réðu ferð- inni. Það er nú samt svo aö Ghost Ship er ailan tímann hin besta skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af draugum og dulúð. Myndin er sem sagt skyndibiti framreiddur sem eðalmatur. Byrjunin er flott ef undan er skil- inn subbuskapurinn með vírinn sem þeir skilja sem séð hafa mynd- ina. Upphafsatriðiö skilur eftir margar spumingar sem veriö er að svara smátt og smátt í myndinni og eftir þvi sem svörin verða fleiri verður sagan heimskulegri. Þegar ljóst er orðið að rúmlega þúsund manns um borð í skemmti- ferðaskipinu, Ant- onia Graza hefur verið slátrað fær- um við okkur í nútímann. Á krá einni fær áhöfn björgunarskips þær fréttir frá flugmanni að hann hafi tvisvar séð skip ,á reki á Beringshafi, langt utan siglingar- leiða. Freistingin um vegleg björg- unarlaun verður til þess að áhöfnin ákveður að taka tilboðinu og fær flugmaðurinn að fljóta með. Það er lítill vandi að finna skipið. Vandamálin koma um leið og áhöfn björgunarskipsins stígur um borð, en ljóst er að þar er ekki allt eins og það á að vera. Sjón er sögu rikari í þeim efnum, Vandamálið með Ghost Ship er fyrst og fremst að láta söguna ganga upp. Það tekst ekki og skýringamar eru bamalegar og heimskulegar. Lokaatriðiö fyllir svo mælinn i þeim efnum. Á móti kemur að leik- stjórinn Steve Beck (Thirteen Ghosts) er sér sjáifsagt meðvitandi um veika sögu og hylur hann veik- leikann snyrtilega, heldur vel utan Á tali við draug Julianne Margolies leikur björgunarkonuna Maureen Epps sem fyrst veröur vör viö drauga. > Kinq 2? Koil um dulúðina í sögunni með hraðri atburðarás og flottum klippingum og þegar á allt er litið er Ghost Ship hinn sæmilegasti hryllingspakki. Leikstjóri: Steve Beck. Handrit: Mark Hanlon og John Pogue. Kvikmyndataka: Gale Tattersall. Tónlist: John Frizzell. A5- alhlutverk: Julianna Margulies, Gabriel Byrne, Rion Eldard, Desmond Harrington og Isaiah Washington. Verð frá 9S.300 mm m. grind 153 x 203 Skipholti 35 * Sími 588 1955

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.