Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 Menning Gengið með í áratug - segir Böðvar Guðmundsson um bækur sínar í ár, Ameríkubréf og Krakkakvæði Böövar lætur vel aö fé sínu íslendingar væru áreiöanlega ekki jafn bókelskir og þeir eru í dag ef þeir heföu ekki alist upp viö gnægt barnabókmennta. Böðvar Guómundsson gat þess að þaó vœri skítkalt í Danmörku þar sem hann býr meó konu, ketti, tölvu og fé - svo kalt aó hann vœri kominn í prjónabrókina sína. Ekki þyrfti hann á henni aó halda í gamla landinu þessa dag- ana. En þó aö hann búi þar er hann tveggja bóka maöur á íslenskum jólabókamarkaöi, gef- ur út hjá Máli og menningu bœöi frumort Krakkakvœöi meö bráölifandi teikningum Ás- laugar Jónsdóttur og annaö bindi af Bréfum Vestur-íslendinga, og hann var spuröur hvort þessar tvœr bœkur œttu eitthvaö sameiginlegt. „Þær eiga nú ekki annað sameiginlegt en það að blöðunum er fest í kjölinn á báðum,“ segir Böðvar. „Ameríkubréfin eru ekki skrif- uð af mér, þau eru afrituð af mér og skýrð. Krakkakvæðin eru frumsamin. Jú, reyndar eiga bækumar eitt sameiginlegt, þegar ég fer að hugsa málið, meðgöngutími beggja er álíka langur, rúmur áratugur." Meiri skilningur á okkar tímum - Þú ert svo heppinn að hafa fengið tvær uppbyggilegar athugasemdir frá gagnrýnend- um bréfabókarinnar sem gaman væri að fá álit þitt á: Sigurjón Bjömsson veltir fyrir sér í Morgunblaðinu hvernig bréf íslenskir nýbú- ar skrifi heim til gamla landsins - sakna þeir heimalandsins, vina og skyldmenna eins mik- ið og íslensku landnemarnir forðum? Líður þeim jafniila vegna málleysisins? Og svo aðal- atriðið: Getur lestur Ameríkubréfa orðið til þess að við eigum betra með að setja okkur í spor nýbúanna okkar? Guðmundur J. Guð- mundsson spyr hins vegar í DV hvað hafi orð- ið um bréfin frá íslandi vestur? Er eitthvað af þeim til? Og er ástæða til að safna þeim og gefa út úrval eins og þetta? „Ekki get ég svarað af viti öllum þeim spurningum sem þeir spöku menn, Sigurjón og Guðmundur, velta fyrir sér,“ svarar Böðv- ar. „Ég get vel ímyndað mér að við lestur Am- eríkubréfanna skapist aukinn skilningur á vandamálum þeirra sem reyna að skjóta lífs- rótum í nýju og ólíku samfélagi. En ég held nú samt að það sé mun meira gert í þeim löndum Evrópu i dag, þar sem nýbúar setjast að, til að hjálpa þeim, bæði í félagslegu og efnahagslegu tílliti, heldur en gert var fyrir íslenska og aðra evrópska nýbúa í Ameríku á 19. öld. Það er til dæmis lögð mikil áhersla á að nýbúar læri þá tungu sem töluð er í löndunum sem um er að ræða. Það urðu menn að gera upp á eigin spýt- ur í Ameríku. Hún langamma mín átti heima í Kanada í nær hálfa öld og lærði ekki eitt ein- asta orð í ensku. Varðandi bréfm frá íslandi til Vesturheims get ég sagt að hafm er skráning íslenskra bréfa á söfnum vestanhafs. Ég held ég fari rétt með að þetta sé á vegum Þjóðskjalasafnsins. Hversu langt sú skráning er komin þori ég ekki að segja neitt, en ég veit að hún er hafin. Auðvitað er full ástæða til að safna þeim bréf- um, þau eru vafalítið full af þjóðlegum fróð- leik, ættfræði og frásögnum af fólki og fé. En við vitum miklu meira um samfélagið sem skrifaði þau bréf en samfélag nýbúanna í Vesturheimi." Til hinna óbornu - Krakkakvæðin eru alveg nýr stíll í ljóða- gerð þinni - og ég leyfi mér að segja ákaflega ferskur og skemmtilegur. Komu þau í einu lagi eða er þetta safn frá löngum tíma? „Ja, eins og ég sagði áðan þá urðu þessi kvæði til á löng- um tíma, ætli sé ekki rúmur ára- tugur síðan ég sýndi útgefend- um þau fyrst. Fæst þeirra eru alveg ný.“ - Fyrir hvern ertu að yrkja i þeirri bók? „Það hef ég aldrei hugleitt," segir Böðvar hissa. „Af hverju í ósköp- unum er maður yflrleitt að bera blek á blað? Sjálfur á ég eng- in böm svo kannski er ég að yrkja fyrir bömin sem ég aldrei eignað- ist. Kannski fyrir böm og bamaböm vina minna. Stefán Jónsson átti heldur engin börn. Hann hefði kannski getað svarað á líkan hátt? Eða H.C. Andersen. Það væri voðalega smart að segja að við værum að yrkja fyrir bamið í sjálfum okkur en ég veit ekki hvort það þarf að vera ástæðan. Það gæti líka verið sameiginleg ástæða okkar Stefáns að við höfum báðir um lengri og skemmri tíma verið kennarar og höfum kannski fundið á þeirri leið hvað barnabókmenntir eru mikil- vægar. íslendingar væra áreiðanlega ekki jafn bókelskir og þeir eru í dag ef þeir hefðu ekki alist upp við gnægt bamabókmennta." - Nú segir gagnrýnandi þinn í DV að helsti galli þessarar bókar sé að kvæðin hefðu mátt vera fleiri og bókin lengri. Lesandinn hefur alls ekki fengið nóg að lestri loknum! Áttu aðra? „Nei, það á ég ekki! En kannski dettur mér eitthvað í hug á næsta áratug." Hljómdiskar Innri sannfæring Nýr geisladiskur með Guðnýju Guðmunds- dóttur fiðluleikara inni- heldur tónsmíðar eftir þá Þórarin Jónsson (1900-1974), Hallgrím Helgason (1914-1994) og Hafliða Hallgrímsson (f. 1941) og auk þess leikur hún fyrstu einleiks- sónötu Bachs. Geisladiskurinn er forvitnilegur, því verk Þórarins, prelúdía og tvöfóld fúga við stefið B-A-C-H hefur aldrei verið tekið upp fyrr en nú. Tónlistin er „hefðbundin", öll stílbrögð eitthvað sem maður hefur heyrt áður en það skiptir ekki máli; grunnhugmyndirnar eru innblásnar, enn fremur er framvinda tón- smíðarinnar markviss og greinilega sprott- in af innri sannfæringu. Fiðluleikur Guð- nýjar er snilldarlegur, hver einasta hending er fagurlega mótuð og af nákvæmni, tæknin er fullkomin og erfiðustu hlutar verksins fyrirhafnarlaust spilaðir. Sömu sögu er að segja um hinar tónsmíð- arnar á geisladiskinum, sónata Hallgríms frá árinu 1972 er einstaklega sannfærandi og dulúð tónlistar Hafliða, Offerto - til minn- ingar um Karl Kvaran listmálara, kemst vel til skila í magnaðri túlkun Guðnýjar. Verk Hafliða var samið árið 1991, það er litríkt og kemur stöðugt á óvart en gaman er að heyra hve tónskáldið hefur vaxið mikið á undan- fornum ellefu árum. Flutningur Guðnýjar á sónötu Bachs er stórbrotinn, átakamikill en um leið gæddur þvílíkri heiðríkju að maður fellur í stafl. Er langt síðan ég hef heyrt svo glæsilegan hljóðfæraleik á íslenskum geisladiski. Auðvitað væri ekki varið í neitt af þessu ef upptakan væri ekki góð og er því ljúft að segja frá því að upptaka Bjama Rúnars Bjarnason- ar, ásamt óaðfinnanlegri klippingu Páls Sveins Guðmundssonar, er í fremstu röð. Hljómur fiðlunnar er bæði skýr og fallegur og endurómunin hæfllega mikil. Bæklingurinn sem fylgir geisladiskinum er vandaður og frásögn Guðnýjar þar af tónlist- inni sem hún leikur skemmtilega persónuleg. í stuttu máli er þetta frábær geisladiskur og með þeim allra bestu sem hér hafa komið út frá upphafi. Jónas Sen Guðný Guömundsdóttir: Einleiksverk fyrir fiölu. Polar- fonia Classics 2002. Tónlist Ógnvekjandi nótt Fjórir ungir einleikarar komu fram með Kammersveit Reykjavíkur á jólatónleikum í Áskirkju á sunnudaginn var. Þetta voru þeir Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari, Stef- án Jón Bemharðsson homleikari og sellóleik- ararnir Sigurður Bjarki Gunnarsson og Hrafnkell Orri Egilsson. Efnisskráin var hefð- bundin, barokktónlist en einnig fyrsti horn- konsert Haydns sem Stefán Jón lék með mikl- um glæsibrag. Fyrir utan smáhnökra var flutningur hans öruggur, hver tónn fallega mótaður og hröð hlaup skýr. Ekki síðri var flautuleikur Stefáns Ragnars, sem var tær og skemmtilega fljótandi, tækni- lega pottþéttur og markviss, nema kannski rétt í lokin. Viðfangsefni hans var konsert i g- moll eftir Vivaldi sem ber yfirskriftina La Notte, Nóttin, og er í sex þáttum. Tónlistin á að lýsa „ógnvekjandi nótt“, svo vitnað sé í tón- Ungir einlelkarar stóðu sig með glæsibrag Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari og sellóleikararnir Siguröur Bjarki Gunnarsson og Hrafnkell Orri Egilsson, baktryggöir af Kammer- sveit Reykjavíkur. leikaskrána, en þó túlkun Stefáns Ragnars hafl reyndar ekki verið mjög ógnvekjandi var hún lífleg og var útkoman talsvert sannfær- andi. Á svipuðu róli voru sellóleikararnir Sigurð- ur og Hrafnkell, báðir traustir tónlistarmenn sem skiluðu sínum rullum með miklum sóma í „tvöfóldum konsert" Vivaldis í g-moll. Þetta er einkar hugljúf tónlist sem rann ljúflega nið- ur, enda fallega flutt, bæði af einleikurum og hljómsveit. Kammersveitin var í góðu formi á tónleik- unum og lokaverkið á efnisskránni, Concerto grosso op. 3 nr. 2 eftir Hándel, sem og Koma drottningarinnar af Saba úr óratóríunni Salómon eftir sama tónskáld, var einstaklega áhrifamikil. Þetta voru vel heppnaðir tónleik- ar og öllum aðstandendum þeirra til mikils sóma. Jónas Sen DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Lúpínublámi Vió erum eins og Ijóö eftir algeran byrjanda þaö er innra ósamrœmi og hrynjandin er brokkgeng. Þannig er ást okkar og endar ofan í skúffu eins og Ijóö eftir algeran byrjanda. Lúpinublámi 1 *Mil Þetta er ljóðið „Óútgefið efni“ úr ljóðabókinni Lúpínubláma eftir Bjarna Gunnarsson og góður full- trúi félaga sinna í þeirri bók. Þar eru vel orðuð ljóð, hnitmiðuð og iðulega fyndin í myndmáli eða orðalagi. Bjarni yrkir um nútímalíf, samskipti elskenda, menninguna og hlutskipti mannsins og væri gaman að birta nokkur dæmi i viðbót. Eitt verður að nægja; það heitir „Rannsókn": Árum saman haföi bókmenntafrœöingurinn rannsakaö tónverk Beethovens og niöurstaðan kom mörgum á óvart. Þegar glœra meö nótunum var lögó yfir landakort af Þýskalandi féllu þœr þyngstu alveg nákvœmlega ofan í helstu borgir. Bjarni gefur bókina úr sjálfur. Litróf lífsins í nýrri bók í röðinni Lit- róf lífsins eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur segja fjórir einstaklingar ólíkar sögur sínar og hvemig líf þeirra tók óvænta stefnu á miðjum aldri. Þeir em: Hild- ur Rúna Hauksdóttir, Hlín Baldvinsdóttir, Sigurður Halldórsson og Ólöf de Bont. Vaka-Helgafell gefur út. Halló heimur, hér er ég Halló heimur, hér er ég eftir Inger Önnu Aikman og Margréti Blöndal er barna- dagbók í nýjum stíl. Henni er ætlað að geyma bæði minningar okkar og það sem barnið hefur að segja um lífið og tilveruna fyrstu árin. Bókin verður til á samverustundum foreldra og barna þegar fólk gefur sér tíma til að spyrja og hlusta og staldra aðeins við til að upplifa þessar dýrmætu stundir sem aldrei koma aft- ur. Anna Cynthia Leplar hannaði bókina og Forlagið gefur út. Djúpar rætur 1 fyrra vom 50 ár frá því að Kvenfélagasamband S- Þingeyinga endurreisti Menningarsjóð þingeyskra kvenna. Af þvi tilefni er komin út bókin Djúpar ræt- ur - hugverk þingeyskra kvenna - með sögum, Ijóð- um og lögum eftir 180 kon- ur. Spanna verkin tvær og hálfa öld því elstu verkin eru frá því um miðja 18. öld. Bókin gefur dýrmæta sýn á tungutak kvenna, hugsanir þeirra og hugmyndir á löng- um tíma. Hér eru bæði hugverk alþýðu- kvenna og kvenna sem ella er fátt til eftir og einnig þekktra rithöfunda eins og Arnheiðar Sigurðardóttur, Látra-Bjargar, Guðfinnu Jóns- dóttur, Guðnýjar frá Klömbrum, Herdísar Eg- ilsdóttur, Hildar Hermóðsdóttur, Iðunnar Steinsdóttur, Jakobínu Sigurðardóttur, Jó- hönnu Á. Steingrímsdóttur, Kristínar Geirs- dóttur, Líneyjar Jóhannesdóttur, Huldu, Þóru Jónsdóttur og Þuru í Garði. Ljósmyndir eru af langflestum höfundum. Pjaxi gefur bókina út. Metafórar Dr. Stefán Snævarr, dósent í heimspeki við háskólann í Lillehammer í Noregi, flytur fyr- irlestur á vegum Hugvísindastofnunar kl. 17 á morgun í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnir hann „Myndhverfingar: Sjónhverfing- ar? Metafórar, merking og þekking". Bókahappdrættið Dregið hefur verið í happdrætti Bókatið- inda fyrir 17. des. nr.: 44.604. m%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.