Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 Rafpostur: dvsport@dv.is keppni i hverju orði Að duga eða drepast „Allir leikir á þessu tímabili hafa verið þannig að ef við höfum ekki mætt af fullum krafti í leikina þá er öruggt að við töpum. Við sýndum hins vegar mikinn karakter í dag, I leik þar sem var að duga eða drepast, og það er ég mjög ánægður með,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjáifari Njarðvikur, eftir sigurleikinn gegn Grindavik í gærkvöld. -ósk Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í gærkvöld: Höfðum neistann - sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn gegn Grindavik Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Doritos í gærkvöld þegar þeir lögðu Grindavík að velli, 89-74, í Ljóna- gryfjunni í Njarðvík. „Við vorum búnir að tapa tveim- ur leikjum í röð og ég held að menn hafi ekki viljað upplifa þá tilflnn- ingu eina ferðina enn. Þess vegna kom liðið svona grimmt til leiks í síðari hálfleik og ég sá það fljótt að við höfðum neistann en þeir ekki,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. Sigur Njarðvíkinga var mjög ör- uggur, þökk sé frábærri byrjun í þriðja leikhluta þar sem grunnur- inn að sigrinum var lagður. Jafnfræöi var með liðunum í fyrsta leikhluta og var mest fimm stiga munur á þeim, Njarðvík í hag. í öðrum leikhluta tóku Grindvíking- ar hins vegar völdin, spiluðu skipu- legan sóknarleik og höfðu sjö stiga forystu í hálfleik, 35-42. Eitthvað virðist Friðrik Ragnars- son, þjálfari Njarðvíkinga, hafa sagt við sína menn í hléinu því aö þeir komu út eins og grenjandi ljón, skoruðu ellefu fyrstu stig hálfleiks- ins og hreinlega keyrðu yfir slappa Grindvíkinga sem skoruðu aðeins sjö stig í leikhlutanum. í flórða leikhluta var það sama uppi á teningnum. Grindvíkingar virtust hætta og Njarðvikingar lönduðu sigrinum á nokkuð auð- veldari hátt en flestir hefðu trúað fyrir fram. Páll Kristinsson og Gary M. Hunt- er voru yfirburðamenn í liði Njarð- víkur. Darrell Lewis var eini leikmaður- inn hjá Grindavík sem eitthvað gerði í leiknum en fær þó mínus fyr- ir að hverfa gjörsamlega í þriðja leikhluta. Júgóslavinn Bosko Boskovic lék sinn fyrsta leik með Grindavik í gærkvöld. Hann spilaði í tæpar flórar mínútur og fékk á þeim tíma flórar villur og átti eina misheppnaða troðslutilraun. Frið- rik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grind- víkinga, viðurkenndi eftir leikinn að Boskovic hefði ekki sýnt mikið en sagði þó að menn skyldu ekki dæma hann af einum leik. „Þetta er ungur strákur sem er ekki í mikilli leikæfingu. Ég skora á fólk að gefa honum tíma því að hann á eftir að styrkja okkur,“ sagði Friörik Ingi. -ósk Stlg Njarðvlkur: Gordon M. Hunter 40, Páil Kristinsson 22, Friðrik Stefánsson 9, Teitur örlygsson 5, Ólafur Ingvarsson 4, Ragnar Ragnarsson 3, Þorsteinn Húnfjörð 3, Halldór Karlsson 2. Stig Grindavfkur: Darrell Lewis 35, Guðlaugur Eyjólfsson 9, Guðmundur Bragason 8, Helgi Jónas Guðfinnsson 8, Páll Axel Vilbergsson 5, Nökkvi Már Jónsson 4, Bjami Magnússon 3. Gáfum eftir á óskiljanlegan hátt - sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var langt frá því að vera sáttur viö sina menn eftir leikinn gegn Njarðvík í gærkvöld. Hann hélt reiðilestur yflr þeim inni í klefa eftir leikinn og var heitt í hamsi þegar blaðamaður DV-Sport ræddi við hann. „Ég skil ekki mína menn. Við gáfum eftir á óskiljanlegan hátt í þriðja leikhluta eftir að hafa spilað mjög skynsamlega i fyrri hálfleik. Njarðvík- ingar komu brjálaðir til leiks í síðari hálfleik en það var eitthvað sem átti ekki að koma okkur á óvart. Þeir gefast ekki upp svo auðveldlega en því miður þá náðum við aldrei að mæta þeim af sama krafti eftir að flóð- bylgjan skall á okkur í byrjun síðari hálfleiks. Það er erfltt að kyngja þeirri staöreynd því að þessi leikur var upp á líf og dauða og við gáfumst upp. Menn verða að fara í naflaskoðun eftir þennan leik en minir menn hafa sýnt mikinn karakter í mörgum leikjum i vetur þannig að þetta kom mér í opna skjöldu," sagði Friðrik Ingi og bætti við að Njarövíking- ar væru með reynslumikla menn innanborðs sem kynnu ekkert annað en að vinna og að hann óskaði þeim til hamingju með sanngjaman sigur í leiknum. -ósk Páll Kristinsson, sem átti frábæran leik í liði Njarðvikur, sést hér í baráttu við Grindvíkinginn Nökkva Má Jónsson i leik liðanna í 16-liöa úrslitum bikarkeppni KKÍ og Doritos gærkvöld. DV-mynd Sigurður Jökull Ástæöan fyrir áhuga enska knattspyrnumannsins Lee Sharpe á Grindavík: Hitti Sharpe fyrir tilviljun - Grindvíkingurinn Sigurbjörn Daði Dagbjartsson kom málunum af stað Margir furða sig ef til vill á því hvers vegna jafnfrægur leikmaöur og Englendingurinn Lee Sharpe skuli vera orðaður við íslenskt fé- lagslið. Sharpe, sem er 31 árs gamall, var fyrir tíu áram einn af lykilmönnum Manchester United og einn efnileg- asti knattspyrnumaður Englands. Hann lenti hins vegar í vandræðum innan vallar sem utan og eftir að hann var seldur frá Manchester United til Leeds í ágúst 1996 hefur ferill hans legið heldur niður á við. Hann lék flóra leiki með Exeter í ensku 3. deildinni í ágúst og skoraði eitt mark í þeim en hefur síðan ver- ið án félags. Grindvíkingurinn Sig- urbjörn Daði Dagbjarts- son hitti Sharpe á veit- ingahúsi í Manchester ekki alls fyrir löngu þegar hann var þar í knatt- spyrnuferð. Tókust með þeim góð kynni og í fram- haldinu fékk Sigurbjörn þá „brjálæðislegu" hug- mynd, eins og hann orð- aði það sjálfur, aö kanna áhuga forráðamanna Grindavíkur á að fá kappann i þeirra herbúðir. „Ég talaði við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Grindavikur, og hann sýndi þessu mikinn áhuga. Ég spurði síðan Sharpe, fyrir milli- göngu félaga míns, Friðriks Ragnarssonar, sem býr í Englandi, hvort hann hefði áhuga á því að spila á ís- landi. Hann tók vel í það enda vissi hanntöluvert um íslenska knattspyrnu frá gömlum félaga sínum í Manchester United sem lék hér með Víkingi árið 1999. Þannig byrjaði þetta að rúlla og nú er svo komið að Sharpe kemur væntanlega hingað á föstudaginn til að kikja á aðstæður," sagði Sigur- björn í samtali við DV-Sport í gær. Félagi Sharpe sem spilaði hér á landi er Colin McKee en hann spil- aði átta leiki fyrir Víking í efstu deild árið 1999. Sigurbjörn vildi ekki tjá sig um hvað það myndi kosta að fá leik- mann eins og Sharpe til Grindavík- ur og sagði að það væri alfarið mál sem knattspyrnuforystan í Grinda- vík sæi um. „Hann er hins vegar í flnu líkam- legu formi þrátt fyrir að hann sé ekki að spila núna og ég held að það verði ekkert vandamál að flármagna þetta þegar þar að kemur,“ sagði Sigurbjöm að lokum. -ósk Bikarkeppni KKÍ og Doritos - 16-liða úrslit um helgina Hamar-Reynir S..........120-109 Svavar Birgisson 33, Robert 0"Kelley 30 (9 stoðs.), Lárus Jónsson 15, Ægir Örn Gunnarsson 14, Svavar Pálsson 14 (10 frák.) - Örvar Þór Kristjánsson 34 (13 frák.), Jóhannes Kristbjömsson 18 (10 frák.), Hlynur Jónsson 16, Sævar Garðarsson 14, Ásgeir Guðbjartsson 12. ÍS-Ármann/Þróttur.........81-83 Snorri B. Jónsson 23 (7 frák., 7 stoðs.), Atli Þorbjörnsson 17, Guðni Einarsson 14 - Sveinn Blöndal 19 (9 frák., 3 varin), Einar Hugi Bjarnason 19 (9 frák.), Halldór Olriksson 16 (8 frák., 5 stoðs.), Leon Perdue 13 (13 frák., 5 stoðs.), Jakob Ásgeirsson 10. ÍR-Reynir H..............140-30 Hreggviður Magnússon 23, Eugene Christopher 22, Benedikt Pálsson 21, Jón Orri Kristjánsson 17, Fannar Helgason 12, Sigurður Þorvaldsson 11, Pavel Ermolinskij 11 - Hermann Birgisson 14. Snæfell-Þór Þ.............95-60 Clifton Bush 23 (11 frák.), Georgi Bujukliev 20, Sigurbjöm Þórðarson 13, Andrés Heiðarsson 10, Guðlaugur Gunnarsson 10 - Jónas Ólason 19, Finnur Andrésson 12 (11 frák.). Valur-KR (Bumban) ........81-73 Bjarki Gústafsson 21, Laveme Smith 17, Ragnar Steinsson 12 - Ólafur Jón Ormsson 16, Böðvar Guðjónsson 16, Jóel Ingi Sæmundsson 15, Grétar Örn Guðmundsson 13. Tindastóll-Höttur ........87-69 Kristinn Friðriksson 27, Clifton Cook 15, Michail Antropov 10. Keflavfk-Haukar..........106-86 Ðamon Johnson 29 (10 frák.), Gunnar Einarsson 19, Guðjón Skúlason 18, Magnús Þór Gunnarsson 13 (9 stoðs., 6 frák.), Sverrir Þór Sverrisson stal 7 boltum og gaf 9 stoðs. - Stevie Johnson 27 (16 frák., 7 stoðs.), Ingvar Þór Guðjónsson 18, Predrag Bojovic 17. Dregió verður 1 átta liða úrslit bikarkeppni karla og kvenna í dag. í karlapottinum verða eftirtalin lið: Njarðvík, ÍR, Keflavík, Tindastóll, Valur, Ármann/Þróttur, Hamar og Snæfell. í kvennapottinum verða eftirtalin lið: KR, Keflavík (b), IS, Grindavik, Laugdælir, ÍR eða Haukar, Keflavík eða Njarðvík og KFl eða Tindastóll. I síðustu fjórum tilfellunum eiga liðin eftir að leika í 16 liða úrslitum. -ÓÓJ NBA-deildin: Webber og Walker leikmenn vikunnar Antoine Walker, leikmaður Boston Celtics, og Chris Webber, leikmaður Sacramento Kings, voru valdir leikmenn vikunnar 9.-15. desember í NBA-deildinni. Walker, sem var valinn leik- maður vikunnar í austurdeild- inni, skoraði 28,8 stig, tók 7,8 frá- köst og gaf 5,0 stoðsendingar að meðaltali í flórum leikjum Boston í vikunni en liðið vann þrjá af þeim. Hann náði þrefaldri tvennu gegn Cleveland 13. des- ember en þá skoraði hann 33 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Webber, sem var valinn leik- maður vikunnar í vesturdeild- inni, skoraði 28,3 stig, tók 10,7 fráköst og gaf 5,3 stoðsendingar að meðaltali í þremur leikjum Sacramento en liðið vann tvo þeirra. Besti leikur Webber í vikunni var gegn Utah þar sem hann skoraði 27 stig, tók 13 frá- köst, gaf 5 stoðsendingar, varði 3 skot og stal 3 boltum auk þess sem hann hitti úr flórum . -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.