Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 13 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 6.736 m.kr. Hlutabréf 910 m.kr. Húsbréf 3.593 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Skeljungur 297 m.kr. £ Baugur 165 m.kr. © AcoTæknival 158 m.kr. MESTA HÆKKUN O Kögun 14,0% (- Baugur 2,9% © ísl. hibrsjóöurinn 2,3% MESTA LÆKKUN OAfl 4,6% O Hlbrmarkaöurinn 3,6% © Flugleiöir 3,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1.328 - Breyting 0,17% Lítil húsbréfaút- gáfa í desember Fjárhæð útgeflnna húsbréfa fyrstu tvær vikur þessa mánaðar nam tæpum 1,4 milljörðum króna, samanborið við tæpa 1,6 milljarða á sama tímabili í fyrra. Að baki liggja 374 afgreiðslur, samanborið við 439 afgreiðslur í fyrra. Minni munur er i fjölda innkominna umsókna sem voru 336 það sem af er desember- mánuði, samanborið við 350 á sama tímabili í fyrra. Miklar sveiflur geta verið í hús- bréfaútgáfunni milli vikna og því óvarlegt að draga sterkar ályktanir af þessum tölum að svo stöddu. Það sem af er ári nemur fjárhæð sam- þykktra húsbréfaumsókna um 34,3 milljörðum króna og stefnir í um 36 milijarða fyrir árið í heild. Meðal- íjárhæð hverrar afgreiðslu hefur hækkað úr 3,1 milljón króna i fyrra í tæplega 3,4 milljónir í ár. Samruni á frönskum banka- markaði Merkilegur samruni virðist vera í uppsiglingu á frönskum banka- markaði samkvæmt frétt Bloomberg-upplýsingaveitunnar í gær en þar kemur fram að Credit Agricole hafi samþykkt að kaupa 66,2% hlut í Credit Lyonnais fyrir 19,5 milijarða evra. Samsvarar það um 56 evrum á hlut sem er um 6,2% yfirverð miðað við gengi á bréfum Credit Lyonnais í lokaviðskiptum á föstudaginn en þá var gengi á bank- anum um 52,75 evrur. Þetta kom fram í Morgunpunktum Kaupþings í gær. Þar segir að Credit Lyonnais sé sjötti stærsti banki Frakklands og hafi Credit Agricole og BNP Paribas slegist um að ná yfirráðum i bank- anum að undanfomu. Eftir tölu- verðu sé að slægjast en viðskipta- vinir Credit Lyonnais séu um 6 milljónir talsins og um 1.800 útibú eru á vegum bankans. Bankamark- aður í Frakklandi sé jafnframt sá þriðji stærsti í Evrópu. „Ekki er út- séð um að BNP Paribas geri einnig tilboð í bankann en það er þó talið fremur ólíklegt miðað við það verð sem Credit Agricole hefur sam- þykkt að greiða. Þær fjármagnstil- færslur sem kaupin hafa i for með sér eru þær mestu í Evrópu á þessu ári og aðrar mestu í heiminum en skemmst er að minnast kaupa Pfiz- er á Pharmacia Corp. fyrir 64 millj- arða Bandarikjadala," segir i Morg- unpunktum. Heldur lítið hefur verið um sam- runa og yfírtökur í álfunni á árinu en verði af þessum samruna er hann sá stærsti í fjármálageiranum í Evrópu í ár, auk þess sem þetta þykir marka viss tímamót í fjár- málaheiminum í Frakklandi. Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaðið Atvinnuleysið eykst Atvinnuleysi mældist 2,8% í nóv- ember sem jafngildir því að 4.077 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. At- vinnuleysið er nærri því tvöfalt meira en á sama tima í fyrra þegar það mældist 1,5%. Atvinnuleysið jókst núna meira milli október og nóvember en að meðaltali síðustu 10 ár. Þannig var meðalfjöldi atvinnulausra um 15,7% meiri í nóvember en í október. Síð- ustu 10 ár hefur atvinnuleysið auk- ist um 11,4% frá október til nóvem- ber svo árstíðasveiflan nú er meiri en meðaltalssveiflan síðustu 10 ár. Atvinnuleysið á landsbyggðinni eykst um 35% milli mánaða. At- vinnuleysið er nú 2,5% af mannafla á landsbyggðinni en var 1,9% í októ- ber sl. Atvinnuleysið á landsbyggö- inni var 1,5% í nóvember í fyrra. Atvinnuleysi eykst alls staðar á landinu, hlutfallslega mest á Austurlandi. At- vinnuleysið er nú alls staðar meira en í nóvem- ber í fyrra nema á Norð- urlandi vestra þar sem það er svipað. Atvinnu- leysi kvenna eykst um 10,6% frá því í október sl. og atvinnuleysi karla eykst um 20,9%. Atvinnuleysið er mest á Suð- umesjum, 3,8%, á höfuðborgar- svæðinu 2,9% og 2,8% á Austur- landi, en minnst á Norðurlandi vestra, 1,2%, og á Vestfjöröum, 1,6%. I lok nóvembermánaðar voru 4.582 manns á atvinnuleysisskrá á landinu, 2.291 karl og 2.291 kona. At- vinnulausum í lok nóvembermánað- ar fjölgar um 502 miðað við mánuð- inn á undan og fjölgar um 1.870 frá nóvember 2001. Konum fjölgar um 184 miðað við mánuðinn á undan og körlum fjölgar um 318. Atvinnuástandið versnar iðulega í desember miðað við nóvember. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleys- ið aukist að meðaltali um 23,4% frá nóvember til desember. Líklegt er að atvinnuleysið í desember aukist og verði á bilinu 2,9% til 3,3%. '.ormsson.is ORMSSON QöDlOtmui Op/ð mánudag- föstudags 09-21 Umboðsmenn ■ umlandallt! I Islenska AEG þvottavélin ohhurrkarínn: hio Tullkomna par1 AEG barkalaus þurrka með íslensku stjórnbor Lavatherm 57520 ÍSLAND íslenskt stjórnborð • Taumagn:5 kg • Tvö hitastig • Mjög lágvær • Hægt er að stilla fram í tímann 3, 6 eða 9 klst. • Klukkurofi:20 eða 40 mínútur • Níu mismunandi þurrkstig • Rakáskynjari sýnir þurrkstigið í tauinu • Krumpuvörn Veltir tromlu af og til í 30 mín. eftir þurrkun • Ljós í tromlu • Minnir á að þurrkun sé lokið • Hurðarop 36 sm Notendahandbók á íslensku með þvottavél og þunrkara Verð kr. 83.763.- LÉTTGREIÐSLUR í ÞRJÁ MÁNUÐI HJÁ ORMSSON AEG þvottavél með íslensku stjórnborði Lavamat 74639 ÍSLAND íslenskt stjórnborð • Taumagn:5 kg • Vinduhraði:1400/1200/900/700/400 snúningar á mín.« Ljós sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu • "ÖKO-System" sparar allt að 20% sápu • Þvottahæfni: A • ÞeytivinduafköstB • Orkuflokkur: A • Mjög hljóðlát • Jafnar tau í tromlu fyrir vindinqu • Sérstakt vindingarkerfi fyrir viðkvæman þvott og uir- 24 þvottakerfi ásamt sparnaðarkerfi • Ullarkerfi •"Bio-kerfi"» Hægt er að stilla gangsetningu fram í tímann. Verd kr. 80.000.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.