Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2002, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 29 48 stig frá Krystal Krystal Scott átti frábæran leik með Njarðvtk gegn ÍS í Kennaraháskói- anum i gær. Scott skoraði alls 48 stig og hitti úr 16 af 25 skotum sín- um og 14 af 17 vítum. Hér á myndinni til hægri keyrir hún upp að körfunni en til varnar eru Stúdínurnar Svandís Sigurðardóttir (númer 4) og Signý Hermannsdóttir. DV-mynd Sigurður Jökull 1. DEItD KVEHKA Staðan í deiidinni: eppni í hverju orði Keflavík 10 10 0 796-526 20 Grmdavík 10 7 3 739-693 14 KR 10 4 6 588-650 8 Njarðvík 10 4 6 662-720 8 Haukar 10 4 6 583-680 8 ÍS 10 1 9 549-648 2 Njarðvík sigraði ÍS í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld, 77-80, eftir æsispennandi og fram- lengdan leik sem fram fór í íþrótta- húsi Kennararháskólans. Signý mætt lS hafði fyrir leikinn aðeins unnið einn leik en gestirnir frá Njarðvík þrjá en lið heimastúlkna hefur verið að braggast að undanfornu eftir afar eríiða tíð þar sem ekki er beinlínis hægt að segja að heppnin hafl leikið við liðið. Til baka er komin Meadow Overstreet, sem lék með liðinu á síð- asta keppnistímabili, en Alda Leif Jónsdóttir, sem hitaði upp með liði sínu að þessu sinni, er ekki alveg orð- in leikfær og munar um minna. Til leiks var hins vegar mætt Signý Her- mannsdóttir, henni var snarlega skellt í ÍS-búninginn þegar hún mætti á klakann í jólafríinu, en hún stund- ar nám i Bandaríkjunum. Gestirnir voru sterkari strax í byrj- un og liðiö var með frumkvæðið í fyrsta leikhluta. Krystal Scott, sem var að leika sinn þriðja leik með Njarðvík, var nánast óstöðvandi og þegar leikhlutinn var allur hafði hún skorað átján af tuttugu og sex stigum liðsins; ÍS skoraði sautján. Liðið beitti pressuvörn í byrjun sem gekk ekki upp og gestirnir áttu frekar auðvelt með að brjóta hana á bak aftur, sérstaklega ef Scott fékk boltann fljótt. í öðrum leikhluta var allt annar bragur á leik heimastelpna og þá kom áðurnefnd Signý afar sterk inn og raðaði niður körfunum auk þess sem vamarleikur liðsins gekk mun betur. Þegar flautað var til leik- hlés var staðan orðin jöfn, 42-42. í þriðja leikhluta tók ÍS frumkvæð- ið og forystuna og framan af leikhlut- anum fór Þórunn Bjamadóttir á kost- um og Meadow Overstreet fór að láta til sín taka í stigaskoruninni en hún setti aðeins niður eina körfu i fyrri hálfleik. Njarðvíkurstelpur voru þó ekkert á því að missa heimastelpur eitthvað langt frá sér og forskot ÍS var tvö stig þegar þriðji leikhluti var allur, 60-58. Gríðarleg spenna og mik- il barátta einkenndu síðasta leikhlut- ann og óhætt að segja að ekkert hafi verið gefið eftir. ÍS náði tvisvar sinnum sex stiga forskoti og þegar skammt var til leiksloka var staðan 68-52. Þá stopp- aðist allt stigaskor heimastelpna og þær grænklæddu náðu með seiglu að skora síðustu sex stigin í venjulegum leiktíma, áttu reyndar ágætan mögu- leika á að tryggja sér sigurinn en tvö laglega varin skot ÍS-stelpna gerðu þær vonir að engu rétt í blálokin. Framlengingin var virkilega fjörug og áfram hélt spennan. Þegar 22 sek- úndur vora eftir fékk ÍS boltann í stöðunni 77-78 og þær fengu gott tækifæri á að komast yfir en opið skot Þórunnar Bjarnadóttur geigaöi og Njarðvík náði frákastinu og spil- aði vel úr því og Krystal Scott fór á vítalínuna einni sekúndu fyrir leiks- lok og innsiglaði sigurinn. Færir okkur frá botninum Þjálfari Njarðvíkurstúlkna, Einar Árni Jóhannsson, brosti allan hring- inn eftir leik og hann hafði þetta að segja í samtali við DV-Sport: „Þetta var frábær sigur og hann færir okkur frá botnbaráttunni og nær því tak- marki okkar að landa þriðja sæti deildarinnar. Þótt Scott hafi auðvitað átt fantagóðan leik þá fannst mér liðs- heildin vera virkilega sterk hjá okkur og baráttan var til fyrirmyndar og við sjáum bara fram á gleðileg jól. ÍS-lið- ið spilaði virkilega góðan körfubolta og er augljóslega að ná aftur fyrri styrk og Signý sýndi það að hún á svo sannarlega heima í landsliðinu," sagði Einar. -SMS Stig ÍS: Signý Hermannsdóttir 25 (7 frák.), Þónmn Bjamadóttir 17 (9 frák., 4 stoðs.), Meadow Overstreet 16, Jófríður Halldórs- dóttir 6, Svandís Sigurðardóttir 4 (9 frák., 4 stoðs.), Cecilia Larsson 4, Lára Rúnars- dóttir 3, Hafdís Helgadóttir 2 (8 frák.). Stig Njarövikur: Krystal Scott 48 (8 fráköst), Helga Jónasdóttir 10 (10 fráköst, 4 varin), Pálína Gunnarsdóttir 5, Ásta Ósk- arsdóttir 5, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4, Auður Jónsdóttir 4 (4 stoðs.), Guðrún Ósk Karlsdóttir 2, Eva Stefánsdóttir 2. 55 stiga sigur Keflavíkur a KR Keflavík gjörsigraði KR í 1. deild kvenna í gærkvöld í leik sem fram fór í Keflavík. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn orðinn 55 stig, 92-37. Þar með fer Keflavík ósigrað í deildinni í jólafrí en þessi sömu lið eiga eftir að mætast í úr- slitaleik Kjörísbikarkeppninnar sem fram fer næsta laugardag. KR er hins vegar að beijast fyr- ir sæti í úrslitakeppninni en liðið á inni að fá sér erlendan leikmann. Keflavík var ekki iengi aö taka leikinn í sínar hendur í gærkvöld og skoraði 15 fyrstu stigin. Því var snemma Ijóst í hvað stefndi en KR- stelpur náðu þó að halda þessum mun þar til um miðjan þriðja leik- hluta. Staðan þá var 41-26 en það sem eftir liíði leiks skoraði Kefla- vik 51 stig gegn aðeins átta gest- anna. Liðsheildin hjá Keflavík er griö- arlega sterk og engin sem sker sig neitt úr, ekki einu sinni erlendi leikmaður liðsins sem er bara einn af heildinni. Marín Rós Karlsdóttir heldur áfram að stjórna leik liðsins af mikflli yfirvegun og er stelpan að springa vel út í vetur. Erla Þor- steinsdóttir er að nálgast sitt besta form eftir meiðlsi í baki og reynsluboltanir Kristin Blöndal og Birna Valgarðsdóttir eru alltaf hættulegar. Hjá KR var það Helga Þorvalds- dóttir sem virtist eitthvað eiga í Keflavík að gera og skoraði 12 stig fyi'ir hlé en aðeins tvö í þeim seinni. Hildur Sigurðardóttir náði sér ekki á strik en systir hennar Guðrún barðist vel í sóknar- fráköstunum ásamt Höllu Jóhann- esdóttur. Stig Keflavikur: Erla Þorsteinsdótt- ir 17, Kristín Blöndal 16, Marin Rós Karlsdóttir 15 (6 stoðs.), Birna Valgarðs- dóttir 11 (9 frák.), Sonja Ortega 11 (8 frák., 6 stolnir), Anna María Sveinsdótt- ir 6 (7 frák., 5 stoðs á 16 rain), Andrea Færseth 5, Rannveig Randversdóttir 2. Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 14, Guðrún Ama Siguröardóttir 7, Halla Jó- hannesdóttir 5 (10 írák.), Hildur Sigurð- ardóttir 4 (10 frák.), Inigbjörg Sigurðar- dóttir 3, Kristín Ama Sigurðardóttir 2, Eva María EmUsdóttir 2. -Ben Kvennahlaup ISI styrkir Samhjálp kvenna Guörún Sigurjónsdóttir, formaöur Samhjálpar kvenna, sem eru samtök kvenna sem greinst hafa meö brjóstakrabbamein, tekur hér viö ávísuninni aö upphæö rúmlega 700 þúsund krónur úr hendi Ellerts B. Schram, forseta íþrótta- og Ólympíusambands íslands, en þessi upphæð safnaðist í 13. Kvennahlaupi ÍSÍ sem fram fór í sumar. DV-mynd GVA Knattspyrnumaður Evrópu valinn: Ronaldo hlaut Gullna knöttinn Brasilíski framherjinn Ronaldo, sem leikur með spænska liðinu Real Madrid, var í gær valinn knatt- spyrnumaður ársins í Evrópu fyrir árið 2002 og fékk aö launum Gullna knöttinn frá franska knattspyrnu- tímaritinu France Football. Annar í kjörinu varð félagi hans hjá brasilíska lands- liðinu og Real Madrid. Ro- berto Carlos, og þriðji varð þýski markvörðurinn Oli- ver Kahn. Zinedine Zidane varð í fjórða sæti og Þjóð- verjinn Michael Ballack hafnaði i fimmta sæti. Ronaldo. Ronaldo, sem var einnig valinn leikmaöur ársins hjá hinu virta tímariti World Soccer á dög- unum, hlýtur þennan titil að mestu leyti fyrir frábæra frammistöðu í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu en þar var hann marka- hæsti maður keppninnar með átta mörk og skoraði bæði mörk liðsins í sigri á Þjóðverjum í úrslitaleikn- um. Ronaldo tekur við titlinum af enska framherjunum Michael Owen en hann hlaut einnig þennan titil árið 1997. í kvöld verður tilkynnt um knatt- spyrnumann ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Þar þykir Ronaldo vera líklegastur til að hreppa hnossið en auk hans eru félagar hans hjá Real Ma- drid, Frakkinn Zinedine Zidane og Roberto Carlos, tilnefndir. Enn einn leikmaður Real Madrid, Portúgalinn Luis Figo, er handhafi þess titils en Ronaldo hefur unnið hann tvívegis, árin 1996 og 1997, en síðan þá hefur ferill hans að mestu einkennst af erfiðum hnémeiðslum. Ronaldo og Zinedine Zidane era einu leikmennirnir sem hafa tvíveg- is verið valdir leikmenn ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu síðan byrjað var að veita þessi verð- laun árið 1991. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.