Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 Fréttir I>V Kjötframleiðendur landsins í miklum vanda: Verð til bænda 10 til 15% of lágt X . • /» /-* / 1 p / 1 • að mati formanns Svínaræktarfélagsins Nýr borgarstjóri Þórólfur Áma- son tekur við starfi borgar- stjóra í Reykja- vík um næstu mánaðamót. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlist- ans féllust á þessa lausn sl. sunnudag en þá sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir af sér í embætti borgarstjóra. Vandi kjötframleiðenda hefur síst rénað eftir jólavertiðina þar sem verð var mjög lágt á öllum tegund- um kjöts og margir bændur bera ekki mikið úr býtum í ljósi þessa skilaverðs sem þeir fá frá sláturleyf- ishöfum. Framleiðsla kjúklinga og svínakjöts jókst verulega á síðasta ári og Ijóst er að ekki mun draga úr framleiðslu á allra næstu mánuð- um, jafnvel lengur. Þess ber að geta að desembermánuður er alltaf slak- ur sölumánuður í kjúklingum mið- að við aðra mánuði ársins. Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands og stjóm- arformaður kjúklingabúsins Móa hf., sem nýlega fékk greiðslustöðv- un til 16. janúar, segist þokkalega sáttur við þeirra hlut á markaðin- um og vertíðin hjá svínabændum hafi verið ágæt hvað sölu varðar. Kristinn Gylfl tekur þó fram að verð til framleiðenda hafi auðvitað ekki verið viðunandi. „Verð til framleiðenda er í dag um 10 til 15% of lágt. Bændur era ósáttir við það hvað verðið var lágt á síðasta ári en við geram okkur vonir um að með styrkingu krón- unnar á þessu ári muni fóðurverð lækka sem vegur upp á móti lágu af- urðaverði. Við erum bjartsýnir á að þessi markaður muni ná jafnvægi á þessu ári. Framleiðslukostnaður getur hins vegar verið mjög breyti- legur, t.d. eftir stærð búa. Það er því ekki hægt að segja alfarið að allir framleiðendur í svínarækt og kjúklingarækt séu að tapa og slíkar fullyrðingar ætti að varast,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson. Geir A. Guðsteinsson blaöamaður Fréttaljós Of hröð framleiðsluafköst Bent hefur verið á að ofíjárfest hafi verið í kjúklinga- og svínabú- greiniun á undanfömum misseram en Kristinn Gylfi vill ekki taka svo djúpt í árinni. Hann bendir þó á menn hafi farið nokkuð hratt í að auka afköstin í þessum greinum „og komið hraðar inn með aukið magn en gott er fyrir markaðinn, og það hefur leitt til verðlækkunar". Krist- inn bendir á að markaður fyrir þessar kjötvörar hafi verið að stækka mjög á undanfómum árum og offramleiðslan sem nú ríki í greininni muni þvi líklega jafna sig með enn frekari stækkun. „Það hef- ur verið stöðug aukning í neyslu svínakjöts og kjúklinga og ekki verður séð að það dragi úr vextin- um. Við búum við þær aðstæður núna,“ segir Kristinn. Fer svolítið offari - Hafa Bændasamtökin verið sof- andi yfir þessari þróun og vandan- um sem offramleiðslan skapar? „Bændasamtökin geta haft skoð- un á málinu og ber að hafa það en þau geta ekki gripið fram fyrir hendur einstakra framleiðenda. Þau geta hins vegar verið með ábendingar og ráðleggingar og það mætti gera meira af því að taka saman tölur og spá fyrir um kjöt- framleiðslu næstu 12 til 18 mánaða svo menn geti í sínum ranni skipu- lagt sig betur með framleiðsluaukn- ingu. Bændasamtökin hafa verið að skoða það að efla upplýsingagjöf og framleiðsluhorfur. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, fer svolítið offari þegar hann segir að Offramleiðsla Kjötframleiðendur landsins hafa undanfarin misseri staðið frammi fyrir offramleiðslu, ekki síst kjúklingabændur sem framleiddu um 200 tonn í desember umfram neysluþörf landsmanna.. Mánaðarlega er slátrað um 300 þúsund kjúklingum, eða rúmlega einnum kjúklingi á hvern iandsmann. Búnaðarbankinn leggi Móum til áhættufé. Ætlar hann að meta hvort bankinn, sem er með ágætar tryggingar fyrir sínum skuldum í Móum, hafi sýnt of lengi biðlund og það eigi að fækka kjúklingabænd- um þegar gríðarleg offramleiðsla er á kindakjöti? Menn verða að gæta sín þegar þeir tala sem forsvars- menn heildarsamtaka." Búnaðarbankinn aldrei átt í Móum - Það hefur verið fullyrt að Bún- aðarbankinn hafi verið að dæla inn peningum í Móa. Fyrirtækið fékk greiðslustöðvun 27. desember sl. til 16. janúar nk. og mun fara fram á formlega nauðasamninga vegna þess að reksturinn hefur verið erf- iður eins og hjá öðrum kjúklinga- bændum. Var bankinn að taka áhættu? „Það eru fjórir starfandi fram- leiðendur í dag og t.d. var íslands- fugl búinn að starfa i nokkra mán- uði þegar fyrirtækið fór í niður- skrift skulda eftir greiðslustöðvun sem leiddi til þess að helmingur skuldanna var afskrifaður. í stað þess að fara í greiðslustöðvun eða gjaldþrot með Reykjagarð ákvað Búnaðarbankinn að setja 300 millj- ónir króna inn í fyrirtækið. ísfugl fór í gjaldþrot fyrir 15 árum. Við erum að fara í gegnum endurskipu- lagninu á okkar fjárhag eins og hin fyrirtækin hafa þurft að gera. Fyr- irtækið skuldar 1,4 milljarða króna en bókfærðar eignir þess eru metn- ar á 1,1 milljarð króna. Búnaðarbankinn hefur aldrei átt neitt í Móum hf. og á ekkert í fyrir- tækjum sem tengjast eigendum Móa. Búnaðarbankinn er hins veg- ar okkar viðskiptabanki og hann er tilbúinn að koma að endurskipu- lagningu félagsins en telur for- sendu fyrir því að fyrirtækið fari í formlega nauðasamninga. Búnað- arbanki Intemational SA í Lúxem- borg vistar eingöngu fyrir eigendur Móa hf. hlutabréf í tveimur eignar- haldsfélögum, Agro Investment S.A. í Lúxemborg og SOL Invest- ment S.A. í Lúxemborg. Þessi eign- arhaldsfélög eiga allt hlutafé í Móum hf. og bréfin eru alls ekki í eigu Búnaðarbankans, aðeins vist- uð þar, eins og margir gera erlend- is,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson. 200 tonna umfram- framleiðsla í desember Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson, framkvæmdastjóri íslandsfugls í Dalvíkurbyggð, segir það rangt sem Kristinn Gylfi segi að íslandsfugl hafi farið í greiðslustöðvun. Hið rétta sé að tveir aðaleigendumir, Auðbjörn Kristinsson fram- kvæmdastjóri og Eiríkur Sigfússon stjórnarformaður, hafi selt sinn hlut og það hlutafé hafl Kaldbakur, sem er í eigu Samherja og KEA, og Norðlenska, keypt, auk þess sem Sparisjóður Svarfdæla og Spari- sjóður Norðlendinga hafi komið að rekstrinum. „Hlutafé var fært niður og síðan aukið af nýjum eigendum. Verðið er undir framleiðslukostnaði vegna offramleiðslu í greininni og við það verður ekki búið lengi í þessari grein. Eina skynsemin er að stilla framleiðsluna við neysluna en við erum að framleiða um 12% af heild- arframleiðslunni og ísfugl eitthvað svipað en Móar og Reykjagarður skipta þessum 75% á milli sín. Það þyrfti meira til þó að við myndum hætta alveg framleiðslu. í nóvem- ber var umframframleiðslan um 100 tonn og fór í 200 tonn í desem- ber, en Bændasamtökin ættu að hafa birgðatölur á hraðbergi fljót- lega. Síðan koma stórir sölumánuð- ir nú á nýbyrjuðu ári, eftir dapran desembermánuð. Við erum að fram- leiða um 60 tonn á mánuði sem gætu verið um 40.000 fuglar," segir Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson. Ekki undir framleiðsluverði Yngvi Örn Kristinsson, stjórnar- formaður Reykjagarðs og starfs- maður Búnaðarbankans, segir að rætt hafi verið um það að draga úr framleiðslu á komandi vormánuð- um en framleiðslan í janúar sé áætluð um 200 tonn. Yngvi Örn bendir á að ekki hafi verið rætt um eða reynt að hafa samráð milli kjúklingaframleiðenda um að draga úr framleiöslunni, enda sam- ræmist slíkt samráð ekki sam- keppnislögum, þau banni það. Páskaungar Hænuungar geta verið ósköp sætir, enda dáist unga kynslóöin að þeim. „Ég veit ekki hver er fram- leiðslukostnaður annarra en Reykjagarðs, en þar höfum ekki verið að selja okkar afurðir undir framleiðsluverði," segir Yngvi Öm Kristinsson. Skortur á upplýsingum um framtíðarhorfur Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að færa megi rök að því að Bændasamtökin hefðu átt með skipulegum hætti og með lengri fyrirvara að setja einhverjar fram- leiðslutölur en það breyti engu um það ástand sem uppi er nú á kjöt- markaðinum og framleiðendum fyllilega ljós staðan um margra mánaða skeið. Það taki heldur ekki langan tíma að draga úr kjúklinga- framleiðslu. Framleiðendur hafa bent á að gríðarleg framleiðslu- aukning á nýbyrjuðu ári, miðað við sl. 12 mánuði, sé innibyggö aukn- ing. „Við getum ekki gripið inn í þetta með beinum hætti en skortur á upplýsingum um framtíðarhorfur eru ekki afsökun fyrir því ástandi sem nú ríkir á kjötmarkaðinum," segir Sigurgeir Þorgeirsson. Milljónir til stjórnarmanna „Almennt séð er svona fyrirkomu- lag óheppilegt og menn eiga að reyna að forðast það i lengstu lög að svona beinir hagsmunaárekstrar verði, þannig að sami maður sé bæði í eft- irlitshlutverki og þiggjandi,“ sagði Sigurður Þórðarson rikisendurskoð- andi í samtali við DV í gær. Tilefni ummælanna er frétt RÚV þess efnis að tveir stjórnarmanna flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafl fengið millj- ónagreiðslur í gegnum fyrirtæki sín til flugstöðvarinnar. Deilt um lag í skaupinu Framkvæmdastjóri Ára- mótaskaups 2002 vísar á bug ásök- unum indversku prinsessunnar Leoncie um að lagi hennar hafi ver- ið „stolið“ af skaupinu og það eign- að Vilhjálmi Guðjðnssyni tónlistar- manni. Leoncie hefur skrifað for- ráðamönnum skaupsins harðort bréf þar sem hún sakar þá um laga- stuld. Sjálfur sagðist Vilhjálmur ekki hafa vitað af umræddu lagi i skaupinu. Söguleg sala Skrifað var undir stærstu einka- væðingu í sögu íslenska ríkisins á gamlársdag en þá var gengið frá kapum Samsonar-hópsins ehf. á um 45,8% hlut í Landsbanka íslands. Flugvallarsvæði selt Landeigendur í Sandvíkurhverfl í Árborg seldu á gamlársdag 70 ha svæði þar sem nú er Selfossflugvöll- ur. Tvö verktakafyrirtæki keyptu landið og er fyrirhugað að reisa þar íbúabyggð. Formaður Flugklúbbs Selfoss sagði í samtali við DV aö sal- an á landinu væri skelfíleg aðför peningamanna að þrjátíu ára upp- byggingarstarfi flugs á Selfossi. Fulltrúi landeigenda staðfesti í sam- tali við DV að tilboð flugklúbbsins hefði veriö hærra en verktakanna. Sviptir leyfinu Skráðir eigendur hundanna sem réðust á kanínurnar í Skerjafirði á jólanótt hafa verið sviptir leyfi til hundahalds. Hundamir dvelja nú á hundahótelinu á Leirum meðan ver- ið er að taka ákvörðun um ráðstöf- un á þeim til framtíðar. Eigendur geta áfrýjað ákvörðun um leyfis- sviptingu til umhverfls- og heil- brigðisnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.