Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 16
16
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003
DV
Helgarblað
Theodore Dreiser.
Hann hefur verið sagður sá versti af stórskáldum bókmenntasögunnar. Önn-
ur fleyg ummæli um Dreiser eru þau að hann hafi skort allt sem rithöfundur
þyrfti að hafa nema snilligáfu.
Versta stórskáld
bókmennta-
sögunnar?
Theodore Dreiser fæddist áriö 1871 í smábæ í Indiana og var níundi í röö tíu systkina.
Faðirinn varö fyrir mótlæti í viöskiptum og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Dreiser,
sem var viökvæmur og stoltur, þjáðist vegna ömurlegra aöstæöna. Hann stamaði og
grét auöveldlega, gekk í lörfum og var lagður í einelti af öðrum drengjum. Hann lét sig
dreyma um betra líf, fé og frama.
Sextán ára gamall hélt Dreiser til Chicago með sex dollara í vasanum.
Hann fékkst við ýmis störf, vann við uppþvott, var miðavörður í spor-
vögnum og skipaafgreiðslumaður. í Chicago hitti hann fyrrverandi
kennslukonu sína sem vildi kosta hann til náms. Dreiser tók boðinu en
eftir ársnám hætti hann vegna námsleiða. Hann gerðist blaðamaður og
gagnrýnandi en hrökklaðist úr starfi þegar upp komst að hann hafði
skrifað gagnrýni um leiksýningu sem hann hafði ekki séð. Eftir það
gerðist hann ritstjóri tímarits í New York. Hann fór einnig að skrifa
smásögur. Vinur hans var að vinna að skáldsögu og hvatti Dreiser
til að gera það sama. Dreiser lét til leiðast, náði sér í pappír og
skrifaði niður titilinn: Carrie systir. Hann sagði seinna: „Hugur
minn var tómur, fyrir utan nafnið. Ég vissi ekkert hver eða hvað
Carrie ætti að vera. Mér hefur oft fundist að það væri eitthvað dul-
rænt við þetta, eins og verið væri að nota mig eins og miðil.“
Sýn
snillings
Deiser skrifaði Carrie systur á sjö mánuðum. Bókin kom út hjá
Doubleday- fyrirtækinu en hlaut enga kynningu þar sem forsvars-
mönnum þess blöskraöi það sem þeim fannst vera siðleysi bókar-
innar en aðalpersónan Carrie bjó ógift með tveimur mönnum án
þess að iðrast og komst vel af. Bókin hlaut litla útbreiðslu og við-
tökur voru eftir því. Þess má geta að sagan kom út i íslenskri þýð-
ingu Atla Magnússonar árið 1999.
Dreiser fékk taugaáfall árið 1902, gat ekki unnið og íhugaði
sjálfsmorð. Hann dvaldi á taugahæli, starfaði síðan sem járnbraut-
arverkamaður og gerðist síðan ritstjóri á ný. Loks kom að því að
hann ákvað að segja skilið við blaðamennskuna og gerast rithöf-
undur. Carrie systir kom út í þriðju útgáfu og fékk þá góðar við-
tökur. Rithöfundurinn E.L. Doctorow sagði um þá bók: „Hér er
ekkert þunglamalegt að finna. Það er sýn snillings sem mætir okk-
ur á síðum Carrie systur og hún hlýtur að snerta hvert og eitt okk-
ar.“
Óaðlaðandi persónuleiki
Dreiser þótti ekki aðlaðandi persónuleiki. Hann sagðist elska
mannkynið en honum virtist ómögulegt að koma vel fram við ein-
staklinga. Hann var slagsmálahundur og átti til að vera ruddaleg-
ur við fólk sem hafði reynst honum vel. Hann átti í ótal ástarsam-
böndum um ævina og var oft 1 sambandi við nokkrar konur í einu.
Sagt er að hann hafi komið illa fram við allar konur í lífi sínu,
aðra en móður sína. Samband hans við móður hans var sennilega
það besta í lífi hans. Þegar hún dó í örmum hans árið 1889 var
hann harmi sleginn, sumir segja í eina skiptið á ævinni.
Árið 1898 kvæntist Dreiser í fyrsta sinn, kennslukonu sem hann
var ótrúr meö jöfnu millibili. Hann flutti frá henni árið 1909 og
sótti aldrei um lögskilnað. Tveimur árum eftir lát eiginkonu sinn-
ar giftist hann i annað sinn frænku sinni sem hann hafði hitt árið
1919 og búið með af og til. Seinni eiginkonan, Helen, var kvik-
myndaleikkona í Hollywood. Hún skrifaði seinna bók um ár þeirra
saman sem voru æði stormasöm. Hann kom illa fram við hana en
hún varði hann samt óspart, ekki hvað síst á þeirri forsendu að
hann hefði verið snillingur.
Skorti allt nema snilligáfu
í bókmenntum telst Dreiser til svokallaðra natúralista. I verkum
sínum opinberar hann falska siðavendni og strangtrúarhugmyndir
samfélagsins en rétt eins og vísindamaður leggur hann staðreynd-
irnar á borðið án þess að móralisera.
Einhver sagði eitt sinn um hann að hann væri „sá versti af stór-
skáldum bókmenntasögunnar". Önnur fleyg ummæli um Dreiser
eru þau að hann hafi skort allt sem rithöfundur þyrfti að hafa
nema snilligáfu. Aðalgallinn á verkum Dreisers er stíll hans sem
þykir þunglamalegur enda lagði hann aldrei mikið upp úr tækni í
stíl. Hann skrifaði hratt, um 3000 orð á dag og gerði litlar breyting-
ar á texta sínum í yfirlestri. Bestu verk hans eru afar áhrifamikil
enda geyma þau mikla sögu. Þar á meðal er Carrie systir og Amer-
ican Tragedy sem er besta bók hans og byggð á sönnu sakamáli. Sú
bók gerði Dreiser heimsfrægan.
Sakaður um ritstuld
Dreiser átti vanda til að nota sér efni annarra og setja óbreytt í sínar
eigin bækur og lenti nokkrum sinnum í vandræðalegum málum þess
vegna. Árið 1931 varð frægt atvik þegar nóbelsverðlaunahafinn Sinclair
Lewis sakaði Dreiser um að hafa stolið kafla sem kona Lewis hafði skrif-
að og sett í bók eftir sig. Lewis kom með ásakanir sínar í ræðu í sam-
kvæmi. Dreiser svaraði með því að slá Lewis tvisvar utan undir. Atvik-
ið varð að blaðamáli sem þótti Dreiser til lítils sóma.
Árið 1932 sótti Dreiser um aðild að bandaríska kommúnistaflokknum en var
neitað vegna þess að vafi þótti leika á einlægni hans. Hann hafði veriö gagn-
rýninn á þróun mála i Sovétríkjunum í bók sem hann skrifaði eftir að hafa ver-
ið þar í heimsókn og nefndist Dreiser looks at Russia. Árið 1945 sótti hann aft-
ur um aðild og fékk inngöngu. Sama ár lést hann í Hollywood.
Klassísk
skáldsaga
Nicholas Nickleby
eftir Charles Dickens.
Charles Dic-
kens er einn af
mestu snillingum
bókmenntasög-
unnar. Bækur
hans hafa orðið
að framhalds-
myndaflokkum og
kvikmyndum sem
notið hafa mikifla vinsælda. Ekkert
jafnast þó á við lesturinn sjáifan því
þarna er höfundurinn sem kann
jafn góð skil á dramatík og kómík.
Og persónugalleríið er óviðjafnan-
legt. Nicholas Nickleby er löng og
góð lesning þar sem karlhetjan og
kvenhetjan sigrast á erfiðleikum og
standa í lokin með pálmann í hönd-
unum.
Einungis þrennt kemur
fyrir fólk: Það fœðist, lifir
og deyr. Maður veit ekki af
því er hann fœðist, hann
þjáist þegar hann deyr og
hann gleymir að lifa.
La Bruyére
Bókalisti Eymundssc
Allar bækur
1. Leggðu rækt við sjálfan þig.
Anna Valdimarsdóttir
2. Röddin.
Arnaldur Indriðason
3. Tilhugalíf
- Jón Baldvin.
Kolbrún Berqþórsdóttir
4. Sonja - Líf og leyndar-
dómar. Reynir Traustason
5. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
6. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
7. Mýrin. Arnaldur Indriðason
8. Geitungurinn -1.
Árni Árnason oq Halldór Baldursson
9. (slenska vegahandbókin
10. Hálendishandbókin.
Páll Ásqeir Ásqeirsson
Skáldverk
Ljóð vikunnar
Kvöldbœn
- eftir Jóhann Gunnar Sigurósson
Gyðja sœlla drauma
gœttu að bami þínu.
Lokaðu andvaka
auganu minu.
Bía þú og bía.
uns barnið þltt sefur.
Þú ein átt faðm þann,
sem frlðsœlu gefur.
Þú ert svo blíð og mjúkhent
og indaeit að dreyma.
Svo er líka ýmisiegt,
sem ég vil gleyma.
Bækur sem stökkva
úr hillunni
Þorgrímur Þráinsson segir frá uppáhaldsbókunum sínum.
„Á öðrum degi janúar stari ég
hugsi á bókahillumar og h’ægri hönd-
in seilist eftir þeim sem standa upp
úr i minningunni, einhverra hluta
vegna. Maríukirkjan eftir Victor
Hugo er ein af mínum „fyrstu" uppá-
haldsbókum, sagan greiptist í huga
mér líklega sökum þess að ég er
nokkuð sannfærður um að ég hafl
búið í París i síðasta lífi, þegar
Kroppinbakur réð ríkjum í „Döm-
unni okkar", Notre Dame kirkjunni á
Signubökkum. Laxness er mér líka
ofarlega i huga, eins og flestra íslend-
inga, einkum Islandsklukkan og Sjálfstætt fólk. í
kjölfarið er rétt að minnast á Höfund íslands eft-
ir Haflgrím Helgason, höfund íslands, frábær bók.
Cinnamon Gardens eftir Shyam Selvadurai las
ég mér til ómældrar ánægju á 500 km hraða á leið
frá Ástralíu til íslands fyrir nokkrum árum. Hann
skrifaði líka Funny boy sem ég hlakka tfl að lesa.
Ég finn enn lykt af Ilminum eftir Patrick Suskind
og Skræpótti fuglinn eftir Kozinski er líka ofar-
lega á uppáhaldsbókalistanum. Bókin Fullnum-
inn eftir Cyrill Scott ætti að vera til á
hverju heimili, frásögn um mann sem
er öðrum til eftirbreytni. Sömuleiðis
ætti Hámarksárangur eftir Brian
Tracy að vera skyldulesning í fram-
haldsskólum, einstök hvatning til
þeirra sem vflja fá sem mest út úr líf-
inu í stað þess að fljóta í leti, aum-
ingjaskap, sjálfsvorkunn og öfund í
gegnum lífið.
Frú Bovary eftir Flaubert stekkur
úr hiflunni, meistaraverk, Myndin af
Dorian Grey eftir Oscar Wilde sömu-
leiðis. Brilljant maður! Faðir og móð-
ir og dulmagn berskunnar eftir Guðberg er sterk
bók og af jólubókunum hef ég meðal annars lesið
ísrael eftir Stefán Mána og Eins og vax eftir Þór-
arin Eldjárn. Báðar frábærar. Og um þessar
mundir er ég fastur í The Elimentary Particles
eftir Michel Houllebecq, áhugaverð saga.
Ég get ekki haldið á fleiri bókum að sinni en þó
eru nokkrar til viðbótar sem víkja ekki svo glatt
úr kollinum en látum þetta duga að sinni. Jú, ég
kem The first Man eftir Camus líka fyrir."
1. Röddin. Arnaldur Indriðason
2. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
3. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
4. Mýrin. Arnaldur Indriðason
5. Don Kíkóti.
Miquel de Cervantes
6. Lovestar. Andri Snær Maqnason
7. Hobbitinn. J.R.R. Tolkien
8. Bridget Jones - á barmi
taugaáfalls. Helen Fieldinq
9. Stolið frá höfundi stafrófsins.
Davið Oddsson
10. Hringadrottinssaga.
J.R.R. Tolkien
Barnabækur
1. Geitungurinn - 1.
Árni Árnason oq Halldór Baldursson
2. Harry Potter og leyniklefinn.
J.K. Rowlinq
3. fslensku dýrin.
Halldór Pétursson
4. Artemis Fowl
- samsærið. Eoin Colfer
5. Harry Potter og fanginn frá
Azkaban. J.K. Rowlinq
Mest seldu bækur í Eymundsson áriö 2002