Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Síða 17
LAUGARD AGU R JANÚAR 2003 Helgarblað DV 7 QW. C Ox C Hlutskipti mannsins er að sitja uppi með sjálfan sig Viðar Eggertsson hlaut Menningaruerðlaun DVárið 2002 fyrir þrjár leiksýn- ingar íþremur leikhúsum en hann hlaut einnig verðlaunin 1995 fyrir Sannar sögur afsálarlífisystra. Millijóla og nýárs frumsýndi EGG-leikhúsið íLista- safni Reykjavíkur íHafnarhúsinu Dýrlingagengið eftir Neil LaBute íleik- stjórn Viðars en sýningafjöldi er takmarkaður. I viðtali við Helgarblað DVsegir Viðarfrá hinum umdeilda mormóna Neil LaBute, upphafi EGG-leikhússins og flóttanum undan þægindum reynslunnar. ■ Sjá næstu opnu Dýrlingagengið er sett saman úr þremur styttri verkum sem saman mynda eina heild. Á ensku nefn- ist verkið Bash! og var frumsýnt í New York árið 1999. Bjarni Jónsson, leikskáid og dramatúrg, þýddi verkið og með hlutverk í sýningunni fara Agnar Jón Egils- son, Björn Hlynur Haraldsson, Ragnheiður Skúladótt- ir og Þórunn Erna Clausen. „Það er erfitt að segja frá þessu verki,“ segir Viðar Eggertsson, „en það fjallar um fólk sem hefur þörf fyr- ir að tjá sig um atburði í lífi sinu; gjörðum þess gagn- vart öðru fólki. Veröld þess hefur farið á skjön og það reynir að réttlæta gjörðir sínar. Því finnst heimurinn hafa farið úr jafnvægi og grípur til sinna ráða. Frá- sagnir þeirra eru réttlæting á gjörðum þeirra um leið og þær vekja siðferðislegar spurningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.