Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 26
26
/ / e / c) ci rb l ci c) I>"Vr LAUGARDAGUR JANÚAR 2003
Auðhyggjan ofar öllu?
Af hverju er það litið hornauqa og sem þró-
un til hins uerra þegar einhver setur ver-
aldleg gæði ofarlega á listann hjá sér gfir
mikilvæqan þátt ílífi sínu? Við erum eins
misjöfn og við erum mörg. Það sem hentar
einum þarf ekki að henta öðrum. Fjöl-
skgldan qetur verið metnaður eins á með-
an vinnuframi og miklar eiqnir qeta verið
öðrum mikilvægari. Geta þessir tveir ein-
staklingar ekki verið jafnhamingjusamir?
Gætu þessir tveir einstaklingar ekki orðið
jafnóhaminqjusamir ef hlutskipti þeirra
snerust við?
1 hverju samfélagi er ríkjandi ákveðið gildismat
og ímynd um manninn. Þetta gildismat segir til um
hvers eðlis maðurinn er og hefur skipuleggjandi
áhrif á stefnumótun einstaklinga. Yfirleitt hugsar
fólk ekki út í hvers vegna ákveðið gildismat er við
lýði og hvernig og hver ákvað hvert gildismatið
ætti að vera. Eitt er þó ljóst, hvort sem við viður-
kennum það eður ei, að sameiginlegt gildismat
okkar er ákaflega mótandi og áhrifaríkt og ákvarð-
ast markmið hvers og eins í lífinu oft af sameigin-
legu gildismati.
Það er eflaust svo að oft á tíðum finnst manni
fólk ekki vera metið að eigin verðleikum heldur
því hversu auðugt það er af peningum, hvaða stöð-
ur það skipar í þjóðfélaginu o.s.frv. Peningar eru
taldir hljóta að tryggja fólki endalausa hamingju
og almenn trú fólks virðist vera sú að ef þessir
hlutir séu til staðar sé fátt sem geti farið úrskeið-
is.
Velgengni fólks nietin út frá peningum
þess
Á Netinu má finna alls kyns síður þar sem fólk
talar um endalausa efnishyggju og hvernig hún
tröllríði samfélaginu. Á einni síðunni eru talin upp
fáein atriði sem talin eru skera úr um hver nýtur
velgengni og hver ekki. Fólk er talið njóta vel-
gengni í lífinu ef það á sitt eigið húsnæði, einkum
einbýlishús. Þá er ekki verra að eiga góðan bíl,
ekki eldri en þriggja ára. Það þarf náttúrlega ekki
að tala um GSM-síma; spurningin er bara hversu
fullkominn hann er. Þá er fartölvan orðin nauð-
synleg og varla hægt að tala um hana sem munað-
arvöru.
Spurningin er hins vegar hvort maður hafi
ADSL-tengingu eða ekki. Merkjavörurnar og gull-
kortin verða að vera á sínum stað og ef fólk vill
vera talið njóta velgengni verður það að fara til út-
landa oftar en tvisvar á ári. Þá hefur verið sagt að
ef maður sé í einhverjum viðurkenndum klúbbi,
sem fellur vel að hefðbundnum viðhorfum samfé-
lagsins, hljóti maður að njóta velgengni.
Hinn fullkomni einstaklingur sem nýtur alls sem
hér hefur verið nefnt passar sig að vera passlega
venjulegur til aö skera sig ekki úr hópnum og
minnist ekki á neitt sem gæti stuggað við einhverj-
um heldur ræðir bara um mál sem allir eru sam-
mála um. Þessi einstaklingur reynir að vera sem
mest í fjölmiðlum til aö eíla vinsældir sínar og
komast í nálægð við fína og fræga fólkið, elítuna.
Ekki held ég að margir hugsi svona en þó svo ein-
hver geri það, hvaða máli skiptir það fyrir okkur
hin?
Peningar eru öryggi
Reyndin er sú að íslenskt samfélag er þannig
gert að þorri manna getur ekki leyft sér aö lifa eft-
ir þessum lista. Verðið er einfaldlega of hátt. í
raun geta aðeins örfáir leyft sér að lifa lífinu sem
lýst er hér að ofan. Flest gætum við þó kannski
pikkað eitthvað úr þessum lista. Það er ekkert
feimnismál að veraldlegar eignir skipta marga
miklu máli og eins og með annað ætti það ekki að
teljast neikvætt, svo framarlega sem menn ganga
ekki út í öfgar. Maðurinn þarfnast öryggis, þ.m.t.
fjárhagslegs öryggis, og því skiljanlegt að veraldleg
gæði séu eftirsótt að einhverju leyti og einnig
nauðsynleg til að finna til öryggis því við lifum
ekki á loftinu einu saman.
Auðhyggjan tröllríður samfélaginu?
Ekki má þó gleyma öfgunum í hina áttina - þær
láta sem fólk sem sækist eftir peningum, völdum
og frama líti illa út - öfgarnar um að metnaður
þess sé af hinu illa og spillta. Af hverju er það lit-
ið hornauga og þróun til hins verra þegar einhver
setur veraldleg gæði ofarlega á listann hjá sér yfir
mikilvægan þátt í lífi sínu? Við erum eins misjöfn
og við erum mörg. Það sem hentar einum þarf ekki
að henta öðrum. Fjölskyldan getur verið metnaður
eins á meðan vinnuframi og miklar eignir geta ver-
ið öðrum mikilvægari. Geta þessir tveir einstak-
lingar ekki verið jafnhamingjusamir? Gætu þessir
tveir einstaklingar ekki orðið jafnóhamingjusamir
ef hlutskipti þeirra snerust við? Má kannski segja
það vera öfund þeirra sem ekki eiga peninga út í
þá sem hafa peninga þegar þeir bölva þeim sem
hugsa einungis um veraldleg gæði og hafa þau?
Á Netinu má skoða alls kyns greinar um það
hversu allsráðandi efnishyggjan sé og má oft
greina biturleika fólks og reiði í garð þeirra sem
leggja áherslu á aðra isma en sósíalisma. M.a. er
þessa umsögn að finna: „Á undanförnum árum hef-
ur sósialisminn lotið í lægra haldi fyrir einstak-
lingsfrelsinu.
Við vernd sérhagsmuna hefur frelsið snúist upp
í andhverfu sína. Efnis- og gróðahyggjan er allsráð-
andi og fákeppni hefur vaxið og samfara því bilið
milli fátækra og ríkra, m.a. vegna skattalegs mis-
réttis. Peningar eru ekki allt. Auður samfélagsins
er fólginn í fólkinu. Réttlæti og jafnræði. Dýrkun
valda og efnishyggju eru fjötrar, ekki frelsi. Arður
og gengi hlutabréfa hafa blindað og allt sem getur
skilað auknum arði er talið réttlætanlegt. Sjónar-
miðum launþega og þeirra sem minna mega sín er
vikið til hliðar - gróðafíknin ræður. Mannkostir,
mannleg reisn og samskipti gleymast.“ Þjóðfélagið
veður um í villu og svima samkvæmt þessum orð-
um höfundar.
Háskólafólk, auðhyg£jufólk?
En hver er hugsanagangurinn i dag hjá háskóla-
nemum á íslandi? Eru áherslur yngra fólksins
fleiri en bara að eignast peninga? Hvað er algjör
nauðsyn að eiga og hafa og hvers geta þeir ekki
verið án? Er mynstrið svipað hjá öllum eða eru
áherslurnar mismunandi?
Eftir að hafa talað við háskólanema í hinum
ýmsu deildum háskólanna i Reykjavík finnst mér
sem veraldleg gæði séu þeim mikilvæg, sama í
hvaða deildum þeir eru. Flestir velja það að ganga
menntaveginn því þeir vilja geta valið úr vinnu og
starfa við það sem þeim þykir skemmtilegt. Það er
þó einnig mikilvægt þessum hópi að launin séu
góð og þó þau séu kannski ekki númer eitt eru þau
ofarlega á listanum yfir það sem þeim er mikil-
vægt í framtiðinni. Þessi hópur er á því að lífs-
gæðakapphlaupið sé mikið og hart en er tilbúinn
að taka þátt í því. Hlutir á við fartölvuna og GSM-
símann eru lífsnauðsynlegir. Að eignast góða íbúð
og ágætan bíl er ofarlega á lista þeirra og að kom-
ast til útlanda oftar en einu sinni á ári er þeim
mikilvægt.
Það er þó ekki svo að þessi hópur hugsi ekki um
annaö en peninga. 20. öldin einkenndist af breyt-
ingum til batnaðar. Styrking frelsis, eignarréttar
og pólitiskra réttinda jókst. Áhersla á félagsleg
réttindi, þ.e. tryggingu og lágmarksefnahagsaf-
komu, jókst. Aukin áhersla var lögð á jöfnuö, á
skiptingu hinna efnislegu lífsgæða. Af slikum kröf-
um spratt velferðarkerfi 20. aldar. Óskir um jöfnun
kjara eftir stéttum, aldri, kyni, búsetu og fleiri
þáttum jukust, samhliða aukinni umhyggju fyrir
sjúkum, öryrkjum, atvinnulausum, öldruðum,
börnum og fátækum. Aukin áhersla á betri mennt-
un, þátttöku í þjóðfélaginu, valfrelsi og tækifæri,
skilyrði til persónuþroska, umburðarlyndi og um-
hverfisvernd varð mikilvægur þáttur á öldinni og,
eins og öðru fólki, eru þessir þættir mikilvægir að
mati háskólafólks á íslandi.
Innan háskólans er virkt félagsstarf sem leggur
mikla áherslu á mannlegu gildin í þjóðfélaginu og
enda þótt þetta sé hópurinn sem ætlar sér að ná
langt og m.a. eignast peninga, og fullt af þeim, er
þetta einnig hópurinn sem á eftir að efla félagslega
kerfið og viðhalda því. Háskólafólk er almennt
sammála um að fyrrgreind atriði séu ekki mæli-
kvarði á hvort manneskja sé hamingjusöm eða
ekki. Þó eru margir sammála um að þessir þættir
gætu auðveldað lífið og hjálpað til við að lifa ham-
ingjusömu lífi.
Góð fjölskylda, vinir og heilsa segja flestir það
mikilvægasta í lífi sínu. Ef hitt er til staðar er það
góður bónus. Þessu fólki finnst ekkert rangt við að
vilja peninga og að fólk þurfi ekki að skammast sín
fyrir að ætla sér að eignast fullt af þeim ef þaö er
það sem fólk vill. Fyrir ýmsa getur það þýtt vel-
gengni. Fyrir aðra, sem leggja áherslu á aðra hluti,
merkir það hvorki velgengni né trygging fyrir
hamingju. Áherslur fólks og þarfir eru misjafnar
og það sem hentar einum þarf ekki að henta öðr-
um. -ss